Morgunblaðið - 19.02.1969, Qupperneq 28
RITSTJÓRN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA*SKRIFSTOFA
SÍMI
MIÐVIKUDAGUR 19. FEBRUAR 1969
Samkomulag við sjó-
menn á Austfjörðum
SAMKOMULAG hefur nú náðst
milli sjómanna og útvegsmanna
á Seyðisfirði, Norðfirði, Eskifirði
og Reyðarfirði og hefur verkfalli
verið aflétt. Samkomulag náðist
á fundi samninjganefnda í fyrri-
nótt og var Það borið undir at-
kvæði í félögunum í gær.
í þessu samkomulagi er gert
ráð fyrir greiðslu á hluta fæðis-
kostnaðar á sama hátt og í sam-
komulaginu sem gert var við fé-
lög í Sjómannasambandi íslaands
og fleiri félög. Og ennfremur
felst í rsamkomulaginu aðild báta
sjómanna að sérstökum lífeyris-
sjóði, sem verður á Austurlandi.
>á er í samkomulaginu gert ráð
fyrir því, að greiddar verði T60
kr. fyrir hverja lest af aðgerðum
fiski af útilegubátum sem skipt-
ast á milli þeirra sem vinna að
aðgerðinni um borð. Gildi það
ákvæði til 1. júní.
>að eru fiskkaupmenn, en ekki
útgerðarmenn, sem hafa fallizt á
að bera aðgerðarkostnað. Nýlega
var sett reglugerð um að skylt sé
að slægja allan fis-k í bátum, sem
ekki koma daglega að landi, en
eins og kunnugt er sækja aust-
firskir bátar aðallega á mið und-
an Suðurlandi og tekur því hver
róður hjá þeim marga daga. >ess
vegna verða austfirskir bátasjó-
menn að verulegu leyti að slægja
sinn afla. Hafa fiskkaupmenn því
fallizt á að bera þerinan kostnað
við aðgerðina.
Verkfalli aflýsf í
Fundur sjómanna þar í
Keflovík
gœrkvöldi
Keflavík, 18. febr. — í Kefla-
víkurhöfn var íítil hreyfing í daig.
En samkomulag það, sem flest
sjómannafélögin gengu að, hafði
verið fellt í Keflaivík. Og nýju
lögin ná aðeins til yfirmanna.
Biðu bátarnir eftir fundi í sjó-
mannadeild verkalýðsfélagsins í
gærkvöldi, þar sem tekin var
fyrir áður fram komin tillaga
um að fela stjórn félagsins og
trúnaðarmannaráði að ganga frá
samningum. Er skemmst frá að
segja að hún var nú samþykkt og
verkfallinu þar með aflýst.
í gærmorgun fóru tveir bátar
út frá Keflavik, Jón Finnsson og
Ágúst Guðmundsson. Munu þeir
hafa haft net sín tilbúin. 3-4
smábátar hafa róið undanfarið
og gera enn, eftir því sem veður
leyfir. Hafa þeir haft sæmilegan
afla, 4-6 tonn í róðri.
— H.S.J.
Svipaða sýn hefur fólk í flestum verstöðvum glatt sig við í gær. Bátarnir að fara út aftur eftir
hið langa verkfall. >arna fer Vigri á fullri ferð úr Reykjavíkurhöfn og heldur á miðin, eins og
flestir bátarnir í verstöðvunum á Suðvesturlandi. Sjá nánar frásögn úr Rvíkurhöfn á bls. 10-11.
Flotinn út í gœr:
Komu að í gær með línufisk og loðnu
Vinna i frystihúsum hefst í dag
ÞAÐ var annar svipur yfir ver-
stöðvunum á Suður- og Vestur-
andi í gær, eftir að verkfalli á
bátaflotanum var lokið og menn
PRODUCT OF ICELAND
BY:
KEFLAVÍK ICELAND
FRESH FROZEN
HADDOCK
FILLETS
PACKED BY: SJÖSTJARNAN LTD. KEFLAVÍK ICELAND
Þannig líta neytendaumbúðirnar út, sem Sjöstjarnan mun selja
freðfiskinn í til Bandaríkjanna undir vörumerkinu Nördan.
kepptust um að komast á sjóinn,
sumir fóru strax í fyrrinótt.
Sögðu fréttaritarar blaðsins að
sjómenn væru mjög ánægðir með
að vera nú aftur komnir um
borð og að búa sig af stað.
Línubátar voru víða að koma
inn í gærkvöldi og höfðu 6—9
tonn í róðri. I Vestmannaeyjum
kom Halkion inn með 140 tonn
af loðnu. Mbl. hafði samband við
verstöðvarnar og sendu fréttarit
arar eftirfarandi fréttir:
ALLIR EYJABATAR FÓRU ÚT
Vestmannaeyjum, 18. febr. —
Allir bátar fóru út strax í nótt,
þegar verkfallinu var lokið.
Meiri hluti bátanna fór með
botnvörpu og nokkrir með línu.
Eru línubátar komnir að með 6
og upp í 9 tonn. Færabáfar fengu
líka sæmilegan afla í dag, höfðu
1—4 tonn.
>á 'kom Halkion inn Síðdegis
með 140 tonn af lo'ðnu, sem hann
hafði fengi'ð austur við Dyrhóla-
ey. Hafði verið heldur óhaigstætt
veður til að eiga við loðnuna.
Hún fer í bræðslu. >á kom Bára
SU með 46 tonn til Eyja.
Vetmannaeyjar hafa breytt um
svip. Er mikið um að vera í
hafninni og á morgun verður
byrjað að vinna í frystihúsunum
sem fengu fisk í dag. — Björn.
13 BÁTAR FRÁ ÓLAFSFIRÐI
I VETUR
Ólafsvík, 18. feb. — >rír bát-
ar eru komnir inn af þeim fimm,
sem reru í dag. Fengu þeir 6—7
tonn á línu. Einn bátur er með
net og var hann ekki kominn að
í kvöld. Hann var með 3 tross-
ur fyrir helgi og fékk þá 10 tonn.
Fleiri bátar eru nú að búa sig
út með net, þannig að búizt er
við að 13 bátar verði hér í vetur.
Ég hefi talað við forstjóra
Framhald á bls. 27
ÁCÆTUR AFU
FYRIR VESTAN
ísafirði 17. febrúar
ÓVENJUMIKILL fiskur er nú til
vinnslu í frystihúsunum hér. Á
laugardaginn var ágætisafli hjá
línubátunum, að vísu nokkuð mis
jafn, eða frá sjö tonnum upp í
rúm tuttugu og tvö tonn. Var það
Víkingur III. sem kom með 22,3
tonn úr einum róðri. í morgun
og dag komu þrír togbátar inn
Sjöstjarnan í Keflavík:
með um 40 tonn hver.
>essi afli er úrvalshráefni fyr-
ir frystihúsin, fiskurinn er stór
og góður og er hver einasti uggi
unninn á Ameríkumarkað.
í dag komu tveir útilegubátar
til Hnífsdals með um 80 tonna
afla. — J.P.H.
Norðíjarðobótar
til loðnuveiða
VEITT UTFLUTNINGSLEYFIA FISK-
FLÖKUM 0G HUMAR TIL USA
Öll framleiðslan seld Mogelberg Foods
fnc. í New York — Um 140 manns
starfa hjá Sjöstjörnunni
Viðskiptamálaráðuneytið hefur
veitt hraðfrystihúsinu Sjöstjörn-
unni í Keflavík útflutningsleyfi
á frystum fiskflökum og humar
til Bandaríkjanna. Kaupandinn
vestra er Mogelberg Foods, Inc.
í New York Sjöstjömunni hafa
verið veitt lcyfi tvö undanfarin
ár til að selja þessu fyrirtæki
hurnar, en þetta er í fyrsta skipti,
sem hraðfrystihúsið selur alla
framleiðslu sína vestur um haf.
Eigendur frystihússins, bræðuril-
ir Einar og Kristinn Kristinssyn-
ir, sóttu um leyfið nokkru áður
en vetrarvertíð skyldi hefjast, og
að þeirra sögn fékkst það eftir
gaumgæfilega athugun. Ráðu-
neytið leitaði m.a. áður álits hjá
Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna
og Sjávarafurðadeild SÍS, og
lögðust báðir þessir aðilar gegn
því að leyfið yrði veitt, á þeirri
forsendu að það gæti skaðað
sölusambönd þeirra í Bandaríkj-
unum.
Morgunblaðið hitti þá bræður
Einar og Kristin að máli í gær,
og fékk hjá þeim frekari upp-
lýsingar um viðskipti þeirra við
Mogelberg Föods. >eir kváðu
þetta bandaríska fyrirtæki vera
í hröðum vexti, en eigandi þess
heitir Bent Mogelberig og er hann
danskur að ætt. Hann hefur við-
skiptasambönd, víða um heim,
m.a. er pakkað fyrir fyrirtæki
hans í Kanada, Japan, Nýja-
Sjálandi og Danmörku undir
vörumerkinu Nordan. Einar og
Kristinn kváðust hafa komizt í
samband við Mogelberg igegnum
Lslenzka aðila, sem áður höfðu
Framhald á bls. 27
í GÆR fann Árni Friðriksson
mikið magn af loðnu út af Hval-
bak. >ar sem samningar náðust
á Austurfjörðum í fyrrinótt biðu
Norfjarðarbátar ekki boðanna.
Þaðan verða gerðir út í vetur 5
bátar á loðnuveiðar og var verið
að skrá á 3—4 þeirra í gærkvöldi
og ætluðu þeir svo að halda á
loðnumiðin, enda veður gott. En
á hina verður væntanlega skráð
fyrir hádegi | dag. Sagði fréttarit
ari Mbl. á staðnum, að ef loðnu-
magn væri þama, værj þetta
ekki svo langt að sækja fyrir
Norðfjarðarbáta, 5—6 tíma sigl-
ing.
Einn bátur frá Norðfirði fer á
netaveiðar og ætlaði hann af stað
í nótt. Einn verður með troll og
fer hann á næstunni. Er mikill
hugur í mönnum og þeir ánægð-
ir að komast af stað, að sögn
fréttaritarans.