Morgunblaðið - 20.02.1969, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 20.02.1969, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR H969. 3 Grænlenzk listsýning — í Norræna húsinu GRÆNLENZK listsýning hefst í Norræna hiúsinu í dag. Er hún haldin að tilhlutan Dansk íslenzka félagsins og var formlega opnuð í gær af forstöðumanni Norræna húss- ins Ivar Eskeland, að við- stöddum forseta íslands, ráð- herrum, þingmönnum o. fl. Igestum. Sýningin kemur hing að til lands frá Danmörku, þar sem hún var sett á fót Tupilak — útskorinn í bein. af Norræna félaginu danska. Hluti sýningarinnar er einka- safn Ludvigs Storr, aðalræð- ismanns Dana á íslandi. Ivar Eskeland, Ludvig Storr o,g dr. Friðrik Einarsson, for- maður Dansk-íslenzka félags- ins sýndu blaðamönnum sýn- inguna í gær, sem er einkar smekklega fyrir komið í Nor ræna húsinu. Uppsetningu munanna hefur annazt Ragn- ar Kjartansson, skólastjóri. Ivar Eskeland sagði í ræðu við opnun sýningarinnar í gær að þeir, sem ættu mestan heiður af sýningunni hér væru dr. Friðrik Einarsson og Ludvig Storr. Flestir sýningangripirnir eru frá Angmassalik-héraðinu á austurströnd Grænlands fré 67° 47 mín. til 62° 32 mín. Þetta svæði nær alls yfir um 1000 km af strandlengju aust urstrandarinnar. Listmununum er safnað að mestu leyti á árunum 1963 til ’66 og hluti þeirra er gerð ur af sjúklingum sem lagðir voru inn á sjúkrahúsið í Ang- magssalik. Munirnir eru gerð- ir úr tálgusteini, rostungs- tönnum og tré og einnig má sjá saumaskap kvenna. Á sýn ingunni eru tveir bjarndýrs- feldir. Kistill úr rekaviði, skreyttur útskornum listaverkum. Ljósm.: Ól. K. M.l f safni Ludvig Storr, sem telur alls 38 muni eru m.a. 5 „tupilakkar“ sem eru eink ar skemmtileg fyrirbrigði. Við þá eru tengd einhvers konar þjóðtrú og að fornu munu þeir hafa skipað álíka sess meðal Grænlendinga og galdratrú og fjölkyngi til forna meðal íslendinga. Við athöfnina í gær í Nor- ræna húsinu sagði fvar Eske- landi: um Norræna húsið sem stofnun: „Freistandi er að halda því fram að við höfum fengið betri viðtökum af hendi al- mennings en hugsanlegt sé í nokkru öðru landi, þó það sé vitanlega huglæg staðhæfing af minni hálfu. Hvort Nor- ræna húsið á eftir að reynast bezta Norræna hús í heimi, verður ekki afráðið, fyrr en Norðurlönd hafa reist sam- Umrœður á Alþingi: Fylgzt verður með umræðum um efnahagssamvinnu Norðurlanda ALLMIKLAR umræður urðu á Alþingi í gær um efnahagssam- vinnu Norðurlanda, í tilefni fyrir spurnar er Magnús Kjartansson bar fram um hver væri afstaða ríkisstjórnarinnar til þeirra við- ræðna er um þessi mál fara fram. Tóku þátt í umræðum auk fyrir- spyrjanda þeir Gylfi Þ. Gíslason, viðskiptamálaráðherra, Bjarni Benediktsson, forsætisráðherra, Skúli Guðmundsson, Ólafur Bjömsson og Þórarinn Þórarins- son. Gylfi Þ. Gíslason, viðskipta- málaráðherra, svaraði fyrirspurn inni og saig'ði að mál þetta væri búið að vera lemgi á dagskrá hjá Norðurlandaþjóðunum, öðru hverju hefðu þau verið ofarlega á baugi, en minna rœtt um þau á millitíðinni. Að forgöngu Dana hefði verið hafnar sérsfakar við- ræður í fyrra og hefði þá verið fjallað um máli'ð í efnahagsmála nefnd Norðurlandaráðs. Sagði ráðherra að íslendingum hefði þegar frá upphafi verið boðið að fylgjast með þessum fundum, oig hefðu íslenzkir ráðherrar þrí- vegis mætt á þá, auk þess sem sendiherrar hefðu mætt á fund- ina. Sagði rá'ðherra að ástæða þess að viðræður væru nú aftur hafnar um efnahagssamvinnu Norðurlandanna væri sú að Norð urlöndin teldu sér slíka sam- vinnu nauðsynlega þar sem þau hefðu ekki fengið inngönigu í Efnahagsibandalag Evrópu. Sam- vinna þessi ætti að grundvallast á því samstarfi sem fengizt hefði innan EFTA, og væri ætlunin að löndin felldu niður að veruiegu leyti tolla á þeim vörum sem þau seldu hvort öðru, en hækk- úðu á þeim vörum sem seldar yrðu til annarra landa. Aðild að slíku bandalagi væri okkur því mjög óhagstæð, þar sem við keyptum mun meira af þessum löndum en við seldum til þeirra. Saigði ráðhérra að aðild að EFTA væri meginforsenda þess að Island gæti gerzt aðili að hugisanlegu efnahagsbandalagi Norðurlandaþjóðanna. Náin sam- vinna vi‘ð Norðurlöndin væri okkur bæði æskileg og nauðsyn- leg og því bæri okkur að fylgjast áfram náið með þeim viðræðum er ættu sér stað. Bjarni Benediktsson, forsætis- ráðherra, sagði að sú viðleitni og áhugi á stofnun efnahagssam- vinnu Norðurlanda er nú kæmi þar fram ætti rætur sínar að rekja ti'l þess samstarfs er þjóð- irnar ættu innan EFTA. Það væri sko'ðun íslenzku ríkisstjórn- arinnar og þeirra sem unnið hefðu mest að könnun þessa máls, að þýðingarlaust væri fyrir okkur að vera beinn aðili að þessum umræðum fyrr en endan- leg ákyörðun væri tekin um hvorit við gengum í EFTA, og fengið þar fram þá skilmála sem væru ofckur nauðsynlegir til þess að möguleiki væri á slíku samstarfi. Við höfum fylgzt mjög vel með því starfi sem fari'ð hefur fram, en skjótt kom í ljós að undirbúningsrannsóknir eru það víðtækar að óhugsandi var fyrir ofckur að eiga aðild að þeim, þar sem okkur skortir sér- fræðinga til slíks og það hefði einnig haft töluverðan kostnað í för með sér. Samvinnan stefnir að fullkomnu tollabandalagi, og við ver'ðum að gera okkur grein fyrir því að við höfum mun minna að segja en hinar þjóðirn ar þegar við erum svo miklu fá- mennari. Þess vegna getum við engan veginn vænzt þess að ráða mifclu um hvernig málum verður skipað, enda fjalla flest málin um efni sem ofckur snertir mjög lítið eða efckert. Því er hyggi- legast að sjá í hvaða farveg þessi mál fara, og reyna síðan a‘ð koma okkar málum að me'ð þeim fyrir vörum sem nauðsynlegir teljast. Okkur hefur verið sýnd sú vin- semd að fá að fylgjast með þeim störfum sem fram hafa farið og okkur hafa verið sendar allar skýrslur sem gerðar hafa verið um málið. En við verðum þegr í upphafi að gera okkur þess grein, að í efnahagssamvinnu Norðurlanda eru viss atriði sem eru ailger for- senda fyrir samstarfinu. Ber þar fyrst til að nefna algjörlega sam- bærilegar stofnanir í stórborg um heims utan Norðurlanda, París, Lundúnum New York, Moskvu, í því skyni að gera sameiginlegt, friðsamlegt nor rænt átak í þágu aívinnu- vega okkar ferðamála, verzl unar og þekkingar umheims- ins á norrænum menningar- arfi okkar og nútímamenn- ingu, s«m er í senn svo áþekk og fjölbreytileg. Ég er þess fullviss, að slík ar stofnanir eiga eftir að rísa. Enda þótt þær verði með öðr um hætti en þetta Norræna hús, mun reynsla okkar hér í Reykjavík, bæði jákvæð og neitovæð, hafa geysimikla þýð ingu“. Grænlenzka listmunasýn- ingin verður opin óákveðið, daglega frá kl. 10 til 22. eiginlegan vinnumarkað. Ef við teljum okkur ekki getað gengið að þeim skilmála er frá upphafi tómt mál að tala um aðild okkar að því. Hér er vissulega mál sem þarf athugunar við og ekki er hægt að taka afstöðu til strax. Ólafur Björnsson: kvaðst vilja lýsa yfir fögnúði sínum á vilja fyrirspyrjanda á íslenzkri aðild að norrænu samstarfi á sviði efnahagsmála. Of mikið hefur verið gent úr þeim hættum sem sameiginlegur vinnumarkaður býður upp á. Ef við gerðumst aðilar að slíku bandalaigi mimdi það þýða að halda yrði áfram svipaðri stefnu í efnahags- og við skiptamálum og ríkt hefur hér á landi að undanförnu, en það virðist tæpast samræmast kenn- ingum fyrirspyrjanda. Sem fyrr segir tóku einnig til máls Stoúli Guðmundsson og Þórarinn Þórarinsson. LEIÐRETTING í ÞINGFRÉTTUM Mbl. sl. þriðju dag urðu þau mistök, er sagt var frá ræðu er Jón Árrnann Héðins son flutti í efri deild, að vitnað var í orð formanns Farmanna og fiskimanna'sambands íslands Umrædd umimæli voru höfð eftir framkvæmdastjóra félagsins. Fjárframlög til mennta- og kennaraskóla SEXFALDAST SÍDAN 1960 í FRÁSÖGN Mbl. í gær af fundi menntaskólanemanda á Sögu um skólamál, var sagt frá fjárveitingu til byggingar skóla 1960, ’65 og ’69, en tölurnar, srem birtar voru, voru eingöngu um fjárveitingar til byggingar menntaskóla og kennaraskóla. Til byggingar þessara skóla var STAKSTEINAR varið 1960 6.6 milljónum, ’65 17.6 milljónum og ’69 38.9 milijónum, og er hér um sambærilegar töl- ur að ræða, þ.e. fast verðlag. Sést á þessu, að síðan 1960 hafa firamlög ríkisins til byggingar menntaskóla og kennaraskóla sexfaldast í raunverulegu verð- mæti. Formaður Fram- sóknarílokksins gengur lengra en kommúnistar Siðustu daga hefur kommún- istamálgagnið mjög alið á því, að nauðsynlegt væri að knýja fram verðlagsuppbætur á laun hinn 1. marz. Þessi barátta blaðs ins hefur þó verið skilin svo, að einungis væri um að ræða verð- lagsuppbætur á laun hinna lægra launuðu í samræmi við það, sem að var stefnt með kjarasamning- um í fyrra. Að vísu er ljóst, að slíkar visitölugreiðslur nú mundu gjörsamlega kippa grundvelli undan heilbrigðu atvinnulifi og gera að engu þann árangur, sem náðst hefur með gengisbreyting- unni. Nú hefur formaður Fram- sóknarflokksins, Ólafur Jóhann- esson, prófessor, látið birta við- tal við sig í Tímanum, þar sem hann gengur skrefi lengra en kommúnistar. Talar hann um að krafa verkalýðsins sé ,Jull verð- trygging launa“, og segir að þetta séu „sanngjarnar kröf- ur“. Veit betur Prófessor Ólafur Jóhannesson er ekki svo skyni skroppinn, að hann viti ekki jafnvel og íslenzk alþýða, að gjörsamlega er úti- lokað, að allir launamenn geti fengið að fullu bættar þær verð- hækkanir, sem af gengisfelling- unni hafa orðið. Hvert einasta mannsbarn skilur, að þar með væri stefnt í hreinan voða, því á ný mundi hefjast kapphlaup milli kaupgjalds og verðlags, sem hlyti að enda með óstöðv- andi verðbólgu, miklu atvinnu- leysi og hruni atvinnuveganna. Engu að síður lætur Ólafur Jó- hannesson hlaðamann Tímans spyrja sig eftirfarandi: „Nú hafa þessar visitölubæt- ur á laun aðeins verið borgað- ar á lægstu launin, en ekki hærri launaflokka. Telur þú að sú stefna eigi að ráða áfram?" Og prófessorinn svarar: „Nei, ég tel það neyðarúrræði, ég tel að það geti verið rétt- lætanlegt um tiltölulega skamm- an tíma, að búa við slíkt kerfi í launamálum. En þar sem stjórn laus verðbólga rikir, skekkir slíkt kerfi allt skynsamlegt skipulag og setur öll kjaramál- in eða launakerfið úr böndun- um . . .“ Siðan talar prófessor Ólafur um, að „það gæti haft í för með sér stórkostlegan land- flótta“, ef ekki séu greiddar full- ar vísitölubætur á öll laun. Full atvinna og þióttmikið atvinnulíf Allir landsmenn gera sér grein fyrir því, að það, sem nú ríðux á, er að fuli atvinna náist og at- vinnulífið verði rekið með full- um þrótti. Menn vita líka, að þjóðin í heild verður að axla þær byrðar, sem stafa af verðfalli og aflabresti undanfarinna ára, þeg ar verðmæti útflutningsins lækk- aði um helming. Enginn mann- legur máttur getur fengið því afstýrt, að nokkur kjaraskerð- ing verði að sinni. Engu að síð- ur gengur formaður annars stærsta stjórnmálaflokks lands- ins fram fyrir skjöldu, ber sér á brjóst og segir, að sérhver landsmaður eigi að krefjast fullra vísitölubóta á laun, m.ö.o. að enginn eigi að axla byrðarn- ar, heldur eigi að setja verð- bólguhjólið í fullan gang og kippa gjörsamlega stoðunum undan heilbrigðu atvinnulífL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.