Morgunblaðið - 20.02.1969, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 20.02.1969, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1869. 13 Steingrímur Sigurðsson: Þankar um menningarviðburð austanfjalls Leikfélag Selfoss og Leikfélag Hvera- gerðis halda sýningar á leikriti Kambans SKÁLHOLT bókmenntaverki á heims- mœlikvarða á söguslóðum harmleiksins með sfaðblœ Skálholtsstiptis ins forna SUMS staðar úti í landsbyggð' inni er fólk, sem af fölskvalaus um áhuga tekur höndum saman um það að halda uppi andlegu lífi með einhverjum hætti, t.d. leikstarfsemi. Oftast nær er það gert við svo ótrúlega erfið skil- yrði, að flest venjulegt fólk og hvað þá dómharðir, en sjálf- kjörnir „menningarvitar" oiundu telja það ósvinnu og með öllu vonlaust til nokkurs árang urs, ef lagt væri undir mæliker fag- og atvinnumennskunnar og innsigla ætti það með „embætt- isstimpli“ forréttinda og sérrétt inda, sem leikendur með þegar þjóðkunn „viðurkennd" nöfn .njóta ýmist á réttum eða röng- ,um forsendum (í sumum tilfell- ,um vegna gefinnar klíkulínu, er jræður of miklu). , >að er einmitt þetta umgetna stimpilmark í leiklistarstarfsemi og öðrum listgreinum, sem svo oft blindar sýn og villir um í heiðarlegu mati bæði hjá gagn- rýnendum og þeim, sem dæma fyrir fram listastarfsemi hjá öllu áhugafólki, hversu vel sem það innir hlutverk sitt af hendi og hversu einlægur sem innri hug- urinn er á bak við og hversu miklir óspilltir listrænir hæfi- leikar eru fyrir hendi. Enginn lærir t.a.m. að yrkja ljóð, enda þótt lærdómurinn geti verið skáldi nauðsynlegur eins og hvað annað; það lærir engin málari að mála og skapa list, fyrr en hann hiefur farið í gegnum „stig- in“ í kunnáttunni og á ekki allt undir lærdómnum einum saman. Hæfileikinn til túlkunar og sköpunar hlýtur alltaf að vera þyngstur á metunum,en vel að merkja hæfileiki, sem lætur að stjórn. Sumir virðast hafa smekkinn og kunnáttuna í sér og það sem á vantar virðast þeir fljótir að tileinka sér með réttri listrænni leiðsögn og sjálfs námi. Gauguin byrjaði að mála um fertugt og Sherwood And- erson skrifaði sínar fyrstu sög ur á fimmtugsaldri — hvorugur þeirra hafði gengið á snobb-list skóla og þarf ekki fleiri vitn- anna við, hvað þetta atriði varð- ar. ANDLEGUR HEIÐARLEIKI Það er því drottinleg skylda og spurning um andlegan heiðar leik hjá þeim, sem taldir eru ým- ist af sjálfum sér eða öðrum, hafa vit á menningu og list og njóta þarafleiðandi aðstöðu til þess að hafa uppbyggileg áhrif með skoðanaskrifum í víðlesnum málgögnum að láta ekkert fara fyrir ofan garð og neðan hjá sér, þegar eitthvað gerist, hvar sem er, hjá hverjum sem er á íslandi er til sóma má teljast í andlegu lífi. Einmitt slíkt hefur nýlega gerzt. Ekki svo að skilja, að greinar höfundur telji sig útvalinn til ábyrgðarverksins, sem áður er getið, heldur langar hann aðeins til að segja af tíðindum, viðburði Ragnheiður sver eiðinn í Skálholtskirkju. sem gerðist austanfjalls með upp setningu á leikritinu „Skálholt“ eftir Guðmund heitinn Kamban á vegum Leikfélags Hveragerðis og Leikfélags Selfoss undir leik stjórn Gísla Halldórssonar, þessa sérlundaða hæfileikum búna leikara og leikstjóra. VINNUBRÖGð LEIKSTJÓRA Gísla er nefnilega sú list of lagin eins og ýmis dærni úr ferli hans sanna bæði sem leikara og leikstjóra að hafa tilfinningu fyrir dramatískri reisn með harm undirtón lífsins og raunveru- leikans án sýndar og tillærðrar yfirborðstækni, en einmitt slíkt skapár list og dýpt og gerir per- sónur og kringumstæður leikrits og blæbrigði öll raunverulegri og gerir svipinn á heildimni manneskjulegri. Það hefur honum líka tekizt í þetta sinn með sanni ámóta og ítölskum og spönskum kvik- myndaleikstjórum, sem notast við persónur beint úr lífinu í kar- akterhlutverk. Gísli kann að vinna úr hráefni og hann kann líka annað mikilvægt: að forðast að láta yfirleika. Hins vegar má fullvíst telja, að Gísli hefur þrátt fyrir allt staðið betur að vígi en þessir ofannefndu leik- stjórar að því leyti, að sumt af þessu leikfólki úr Hveragerði og Selfossi (sem er strangt tiltek- ið ekki minna „heimsfólk" en aðr ir íalendingar yfirleitt, þar með taldir Reykvíkingar) hefur and að að sér leikhúslofti og hefur ára reynslu að baki í leikstarf- semi og vanalega notið góðrar leiðbeiningar, miðað við það 9kásta, sem geriist í leiklistarlifi almennt hérlendis. Þarna hjá þessu austanfjalls-leikflokki er greinilega að skapast viss leik- listar-hefð, einhver höfðings- lumd, mótuð við þrengingar og erfiðar aðstæður, en örvuð af eldlegum áhuga og ástríðum. London-leikhúsin líta upp til 'leikflokka frá Dublin, þótt írar séu álitnir „sveitamenn" afLun dúnabúum. Þegar Dub'lin-leikar- ar sýna í heimsborginni, skilja peir vanalega eftir einhvern lífs tóm, sem ómar lengi í sál áhorf- anida, List, sem ekki ómar I hjörtunum, er einskis virði. Sýningar á Skálholti byrjuðu í sl mánuði með frumsýningu á Framhald á bls. 16 Ai tjaldabaki eftir Skálholtssýningu SÖGULEGUR sjóneikur Kambans, SKÁLHOLT, hefur verið færður upp af leik- flokki austanfjalls undir stjórn Gíala Halldórssonar. Árangur hefur náðst hjá leikfólkinu undir leiðsögn leikstjórans, svo að tíðindum sætir: Honum hefur tekizt að færa leikritið í raumisæilegan búning, og hann hefur laðað fram hæfni í hlutverkum og opnað leik- endum skilning á heildartúlk un þessa leikverks Kambans. Frumsýnt var á Selfossi 26. jan. sl. og síðan hafa verið haldnar sýningar á Ská'lholti þar í bíóinu, í samkomusal Hótel Hveragerðis, á félags- heimilunum að Borg og Ara- tunigu og fyrirhugað er að sýna víðar á suðurlandsund- irlendiruu, unz sú stóra stund rennur upp, að stykkið verður fært upp í Iðnó. f tilefni af hugleiðingaskrif um greinarhöfundar, sem birt ast í blaðinu í dag, um þessa mjög svo umtalsverðu leik- uppfærslu, skrapp hann að lokinni sýningu í Selfossbíó inn að tjaldabaki ti'l að skrafa við fjóra leikendur sem fara með aðalhlutverk. Leikendur Skálholtssýning- arinnar höfðu verið klappað- ir fram á sviðið eftir loka- þátt, atriðið, sm gerðist fyrir utan dómkirkjuna í Skálholti og ómar sorgarsálmsins. „Allt eins og blómstrið eina“ höfðu fjarað út og síra Daði Hal'l- dórsson hafði séð á bak ást sinni, einni mestu ást á ís- landi, þar sem hún hverfur inn í greipar dauðans. Hann hafði komið að Skálholti, al- einn og gæfubrostinn, í skugga mikillia örlaga . . Ragnheiður horfin. Daði hafði komið inn á sviðið og gengið hægt upp að uppljómuðum marglitum kirkjuglugganum, og þar fyr- ir innan fór fram kveðjuat- höfn. Sú stund orkaði eilífðar löng eins og á9t og sorg þeirra Ragnheiðar og hans. Daði var mættur eins og sönnum manni sæmir í dýpstu hluttekningu, en honum vísað utangarðs. . . Leikararnir tíndust ofan af sivðinu eftir að tjaldið var fal'lið og gengu þröngan stig- anm niður í búningsherberg- in: prestarnir allir ásamt dóm kirkjupresti og skólameistara í Skálholti, sjálfur hans herra dómur Brynjólfur Sveinsson og biskupsfrúin Margrét: mat- róruan í Bræðratungu, Helga Magnúsdóttir, með höfuðbúnað yfirstéttarkvenna, tíguleg í fasi og með róðukross á mikl- um barmi: og svo tvístirnið þau Daði og „jómfrú“ Ragn- heiður. Leikfólkið byrjaði þegar að skipta um föt og tygja sig til heimferðar: Snemma að morgni næsta dags beið þeirra hin borgaralega lífsskylda. Ráð- rúm gafst þó til að skjóta af nokkrum myndum og tala við þau svolítið í snatri. Byrj að var á því að óska fólkinu til hamingju með frammistöð- una. Matróna Helga í Bræðra- tungu, sunnlenzk hefðarkona fram í fingurgóma, með reisn og sterka skaphöfn, sem hef- ur verið ræktuð gegnum kyn- slóðir, er túlkuð af frú á Sel- fossi, hásunnlenzkri ættaðri úr Rangárþingi, leikkonu, sem virðist skilja hlutverkið djúpt. Þegar horft er á leik frúar- innar er eins og göfgi í ákveðn Eftir Skálholtssýningu í Selfossbíó. Frá vinstri: Hans herradómur Brynjólfur Sveinsson (Val- garð Runólfsson); Ilelga matróna í Bræðratungu (Svava Kjartansdóttir); síra Daði Halldórsson (Bjami E. Sigurðsson); Ragnheiður Brynjólfsdóttir (Þóra Grétarsdóttir). (Ljósm. stgr.) um sunnlenzkum kynbogum komi fram í einmii og sömu persónunni. Hvort sú ræktaða kvengöfgi, sem er kúltúrat- riði, helzt við lýði á íálandi er hins vegar spurn. Frúin, sem leikur Helgu matrónu er Svava Kjartansdóttir, vinnur við símann á Selfossi, gift Óla Guðbjartssyni kenmara, „þaul æfð leikkona", segja kunnug ir. Leikkorsan hafði naumast lagt frá sér einkennisbúning matrónunnar og krossinm, þeg ar demdt var yfir hana spurn ingum. Tími var naumur. „Hvernig nálguðuzt þér þetta viðfangsefni yðar, frú?“ „Ég las bækurnar um Skál- holt eftir Kamban og Torf- hildi Hól.m, en hvort ég hef haft ákveðna greinilega mynd af matróniu Helgu í huganum, þegar ég fór að leika hana, læt ég ósagt um. . Það getur verið að einhverju leyti rétt. Ég sé hana sem sérstaklega mannlega, en engu að síður tekst henni að vera holl sinni hefð og trúarlegum kirkjuleg- ■ um uppeldisáhrifum, sem hún var mótuð af.“ „Höfðuð þér hliðstæðu, sér stakan kvenkarakter, sem þér þekkið úr lífinu að einhverju leyti til hliðsjónar, þegar þér eruð matróna Helga í Bræðra tungu — eða leituðuð þér í sjálfri yður?“ „Helga er heilsteypt sem manneskja, erfitt leikvið- fangsefni. Karakterinn þakka ég leikstjóra, sem gaf skiln- inginn ... þegar búið er að Ijúka því upp fyrir manni, hvernig persónan eigi að vera sem raunverulegusf, þá reyn ir maður eðlilega að finna hjá sjálfri sér það, sem er Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.