Morgunblaðið - 20.02.1969, Side 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 20. FEBRÚAR 1069.
27
- ENGAR
Framhald af bls. 1
fyrra, þegar ísraelsk farþegaþota
var neydd til að lenda í Alsír,
og árásirnar á farþegaþotur E1
A1 í Aþenu og Zúrioh eigi ræt-
ur að rekja til Líbanons. Benti
hann á að svonefnd „Alþýðu-
fylking til frelsunar Palestínu",
sem er skæruiiðaflokkur Araba,
hafi lýst sig ábyrga á árásinni
í Ziirich, og var tilkynning þor
að lútandi birt á vegum Fylking
arinnar í Beirut í gær.
„Ábyrgðin á þess konar að-
gerðum hvílir ekki eingöngu á
fremjendunum heldur á þeinn
Arabaríkjum þar sem glæpirnir
eru skipulagðir og skæruliðarn-
ir búnir vopnum“, sagði ráðherr-
ann. Varaði hann við algjöru öng
þveiti hjá flugfélögum í Austur-
löndum nær, ef ekki linnti þess-
um árásum og bætti við: „Það
er ekki aðeins þýðingarmikið fyr
ir ísrael að tryggja öryggi far-
þegaflugvéla sinna, heldur einn-
ig fyrir flugfélög Araba, sem
vilja halda flugleiðum sínum
opnum. Ættu þau strax að gera
viðeigandi ráðstafanir."
Carmel flutti ræðu sína í þing
inu að loknum fundi öryggisráðs
stjórnarinnar, en þann fund sátu
meðal annarra Levi Eshkol for-
sætisráðherra, Moshe Dayan
varnarmálaráðherra, Yigi Allon
varaforsætisráðherra og Abba
Eban utanríkisráðherra. Sagði
Carmel að einhliða fordæming
Öryggisráðs Sameinuðu þjóðanna
á hefndaraðgerðum fsraels á flug
vellinum í Beirut í desember
hefði reynzt arabiskum skæru-
liðum hvatning til frekari morð-
árása á ísraelskar flugvélar.
„fSRAEL VERÐUR AÐ HEFNA“
Flest dagblöð í ísrael ræða á-
rásina í Zúrich í ritstjórnargrein
um í dag. Óháða blaðið Ma’ariv
segir m.a.: „Ef Arabar eru að
búa sig undir að breiða út styrj-
öldina út fyrir landamæri okk-
ar og yfir á svið farþegaflugs,
höfum við ekki um neitt að velja,
en verðum að taka áskoruninni
og gjalda í sömu mynt með öll-
run tiltækum ráðum.“
„Hayom“, málgagn Gahal,
flokks hægrisinna, segir: „ísrael
verður að hefna, því það er það
eina, sem nágrannar okkar skilja
en við verðum að velja réttan
tíma til hefnda. ísrael hefur ráð
á því að bíða. Eitt er ljóst — eng
ar flugvélar Araba eru öruggar
meðan farþegaflugvélum ísraels
er ógnað.“
Málgagn verkalýðsfélaganna,
„Lamerhav", segir: „Það er ekki
unnt að líða til lengdar einhliða
skemmdarverk á farþegaflugvél
um. ísraelsk öryggisyfirvöld
verða að komast fljótt að niður
stöðu um hvað gera skuli vegna
útþenslu ógnarverka Araba.“
Bætir blaðið við smá aðvörun til
yfirvalda í Beirut og segir: „Til-
kynningu „Alþýðufylkingarinn-
ar“ um að hún beri ábyrgð á
árásinni var einnig í þetta sinn
útvarpað frá Beirut, sem enn er
pólitísk miðstöð ofbeldismanna.“
Blaðið „Davar“, sem einnig er
málgagn verkalýðssamtakanna,
segir: „Ofbeldismenn Araba hafa
enn einu sinni sannað að hug-
myndir þeirra og framkvæmdir
eíga ekki heima í siðuðu þjóð-
félagi. Þeir haga sér eins og frum
maðurinn gerði fyrir daga menn
ingar og siðgæðis. Það ber að
harma að umheimurinn skuli
hvetja þá með því að afsaka ill-
virki þeirra, og að riki ný-heims-
valdasinna skuli eggja þá til
dáða.“ Segir blaðið að viðbrögð
heimsins nú séu svipuð, og þeg-
ar nazistar og fasistar fyrst komu
fram á sjónarsviðið, en Gyðing-
ar, sem muna morðin á sex millj
ónum ættmenna sinna á heims-
styrjaldarárunum síðari, láti ekki
aðgerðir nokkurra ofbeldisseggja
hræða sig.
SJA LJÓSIN FRA DAMASKUS
Ónafngreindur talsmaður ísra-
elsku stjórnarinnar sagði við
fréttamann í Tel Aviv: „Israel
verður að halda flugleiðum sín-
um opnum, enginn annar gerir
það fyrir okkur — og auga fyrir
auga er eina málið, sem Arabar
skilja. Gleymið ekki að ísraelskir
hermenn á Hermonfjalli geta sé'ð
ljósin á flugvellinum í Dam-
askus.“
Meðai farþega í ísraelsku þot-
unni var Gideon Rafael ráðu-
neytisstjóri í utanríkisráðuneyt-
inu í Tel Aviv. Kom hann ásamt
öðrum farþegum heim til ísraels
£ dag, og sagði fréttamönnum
ruokkuð frá árásinni. „Abyrgðin
hvílir öll á þeim, sem áttu aðild
að henni — þeim sem sendu of-
beldismennina, þeim sem bjuggu
þá vopnum og skotfærum og
sprengjum, og á ofbeldismönnun
um sjálfum." Rafael var að koma
'heim af fundi með sendifulltrú-
um ísraels í Hollandi, og var
kona hans með í ferðinni. Sakaði
hvorugt þeirra í árásinni.
„Spurningin er ekki til hvaða
hefndaraðger'ða Israelsmenn
grípa, heldur hvað þeir gera til
að vernda farþegaflugvélar sínar
í framtíðinni," sagði ráðuneytis-
stjórinn. Taldi hann að ofbeldis-
mönnunum hafi mistekizt það
sem þeir ætluðu sér. „Þessi
heimskulegi glæpur náði ekki til
gangi ofbeldismannanna,“ sagði
Rafael, „því þeir höfðu næg skot
færi og sprengjur ti'l að sprengja
upp þotuna og brenna farþega
og áhöfn til bana.“
MÓTMÆLI I SVISS
Víða erlendis hefur árásin í
Zúrich vakið mikla athygli, og
margar ríkisstjómir hafa for-
dæmt a'ðgerðirnar. Svissneska
stjórnin kom saman til fundar í
dag til að ræða árásina, og að
fundinum loknum gaf hún í skyn
að hún yrði ef til vill að grípa
til „diplómaitáskra aðgerða." I
yfirlýsingu, sem gefin var út að
fundi loknum segir stjórnin að
málið sé í rannsókn og von sé
á ítarlegri skýrslu um árásina og
árásarmennina. „Ríkisstjórnin
harmar þassa árás, sem gerð var
á Kloten-flugvelli (við Zúrich).
Lýsir stjórnin vaníþóknun sinni
á árásinni og gremju í garð
þeirra, sem að henni standa,"
segir í yfirlýsingunni. Ekki er
þess geti'ð gagnvart hvaða ríkj-
um svissneska stjórnin þurfi ef
til vill að grípa til „diplómatískra
aðgerða", og neitaði talsmaður
stjórnarinnar að gefa frekari
skýringu á því atriði þegar frétta
menn ræddu við hann að fundi
loknum.
I Wasihington var Shlomo
Argov sendifulltrúi Israels kvadd
ur til fundar við Rodger Davies
aðstoðarutanríkisráðherra í dag.
Leynd hvíldi yfir viðræðunum,
en þó ljóst a'ð sendifulltrúinn var
beðinn að hvetja stjórn sína til
að grípa ekki til neinna hefndar-
ráðstafana vegna árásarinnar.
Seinna gaf utanríkisráðuneytið
út fréttatilkynningu þar sem
segir að Bandaríkin muni taka
mál þetta upp á vettvangi Sam-
einuðu þjóðanna og Alþjóðasam-
taka flugfélaga, IATA. Segir enn
fremur í tilkynningunni að nauð
synlegt sé að finna nú þegar leið
ir til að tryggja öryggi flugfar-
þega á alþjó'ða flugleiðum.
Talsmaður brezka utanríkis-
ráðuneytisins fordæmdi einnig
árás Araba í dag og hvatti báða
aðila til að sýna þolinmæði. Benti
hann á að fulltrúar Bretlands,
Bandaríkjanna, Frakklands og
Sovétríkjanna kæmu saman til
fundar á næstunni til að ræða
deilu Araba og Gyðinga og reyna
að finna lausn á henni, en að-
gerðir á borð við árásina í
Zúrich væru sízt til þess fallnar
a'ð auðvelda leitina að lausn.
I París sagði Joel le Theule
upplýsirugamálaráðherra að
franska stjórnin fordæmdi öll of-
beldisverk og að atburðirnir í
Zúrich væru óafsakanlegir. Var
málið tekið fyrir á fundi stjórn-
arinnar í dag, sagði ráðherrann.
ARABAR FAORÐIR
I Arabaríkjunum hefur lítið
verið sagt um árásina. Talsmað-
ur egypzku stjórnarinnar sagði
við fréttamenn að engin opinber
yfirlýsing yrði gefin út að svo
komnu, en hann bætti þvi við
að Egyptar „skyldu, hefðu sam-
úð með og styddu“ andstöðu
Araba við hersetu Israelsmanna
á herteknu svæðunum frá júní-
styrjöldinni 1967. Sagði talsmað-
urinn að Egyptar bæru enga
ábyrgð á árásinni í Zúrich, og
vildu ekkert um hana segja. Tals
maður stjórnar Jórdaníu tók í
sama streng, en bætti því við að
vænta mætti opinberrar yfirlýs-
ingar sfðar. Stjórn Líbanon kom
saman til fundar í dag vegna
árásarinnar og ásakana ísraels-
manna um að hún bæri að sínu
leyti ábyrgð á árásinni.
I París og London hefur verið
gripið til sérstakra varúðarráð-
stafana til að koma í veg fyrir
að árásir verði gerðar þar á
farþegaflugvélar. Hefur allt eftir
lit verið hert og umferð tak-
mörkuð um hluta flugvallasvæð-
anna.
Svissnesk yfirvöld telja líklegt
áð stjórn Israels fari fram á að
fá Arabana fjóra, þrjá karla og
konu, framselda efitir að yfir-
heyrslum er lokið í Zúrich. Full
víst er talið að yfirvöld í Sviss
neiti að framselja ofbeldismenn-
ina. Bent er á að samkvæmt sviss
neskum lögum verði svissneskur
dómstóll að dæma afbrotamenn,
sem sakaðir eru um glæpi þar í
landi. Aðalræðismaður ísraels í
Zúrich sagði í þessu sambandi að
ræðismannsskrifstofan væri í
stöðugu sambandi vi'ð utanríkis-
ráðuneyti landsins, og kvaðst
hann sannfærður um að sviss-
nesk yfirvöld veittu ofbeldis-
mönnunum viðeigandi refsirtgu.
- NIXON
Framhald af bls. 1
ir gestir hafa komið til Vestur-
Berlínar.
Ekki er búizt við vexulegum
mótmælum í Róm, og ítalskir
kommúnistar virðast fremur
vera ánægðir með heimsókn Nix
ons en andvígir henni. Búizt er
við miklum fagnaðarlátum í
Róm.
Yfirleitt er talið, að Evrópu-
heimsókn Nixons fari friðsamleg
ar fram en Evrópuferð Johnsons
forseta 1967, enda hefur hann
ekki borið ábyrgð á rekstri Víet
nam-styrjaldarinnar til þessa. En
eins og einn af starfsmönnum
Scotland Yard komst að orði,
verða lögreglumenn að vera við
öllu búnir jafnvel þótt hugsan-
legar mótmælaaðgerðir verði að-
eins í smáum stíl, því að meðal
þúsunda getur leynzt einn brjál-
aður maður, allir geti komizt
yfir byssu og menn þurfa ekki að
vera andlega heilbrigðir til að
hæfa í mark.
- SKÓGERÐ
Framhald af bls. 28
einni milljón króna og hafa
ráðamenn fjármála tekið vel í
að hlaupa þar undir bagga. Þá
hafa tekizt 'hagkvæmir samning
ar við Flugfélag íslandls um flutn
ing. á vélum Skógerðarinnar frá
Reykjavík til Egilsstaða. Ráðgert
er að um 60 manns fái vinnu hjá
Skógerðinni, þegar framleiðsla
hefst, og eru vanir skógerðar-
menn annars staðar frá þegar
farnir að leita hófanna um at-
vinnu hjá Skógerð Egilsstaða.
—(Ha.
- ALÞINGI
Framhald af bls. 12.
Vestmannaeyingar, eða forsvars-
menn þess byggðarlags hafa sjálf
ir óskað eftir að fá að gera til-
raun með þetta, og er þá vissu-
lega ástæða til þess að hún verði
gerð.
Að lokinni framsöguræðu Guð
laugs tóku þeir Ágúst Þorvalds-
son og Skúli Guðmundsson til
máls. Voru þeir báðir andvígir
því að frumvarp þetta yrði sam-
þykkt og töldu að mejð því væri
tekin of mikil áhætta. Minkur-
inn væri mikið skaðræðisdýr og
gæti hann valdið miklu tjóni á
fjölskrúðugu fuglalífi í Vest-
mannaeyjum.
Guðlaugur Gíslason flutti svar
raeðu og sagði m.a. í henni: Að
fengnum upplýsingum trúum við
Vestmanneyingar því að við get-
uim gert afurðir okkar aðvænleg-
ar í því formi að rækta mink og
nota fiskúrganginn sem fóður.
Úrgangurinn fer nú nær allur í
fiskimjölsverksmiðjur, en lítið
eitt af honum er fryst og selt sem
minkafóður til annarra landa.
Minkaskinnin virðast vera einu
loðdýraskinnin sem hafa haldið
nokkuð velli. í markaðskapp-
hlaupinu. Skinn annarra dýra
eru miklu frekar tízkufyrir-
brigði, sem fara í hátt verð um
tíma, en falla síðan úr móð og
verða óseljanleg. Áratugareynsla
er aftur á móti fengin af fram-
leiðslu minkaskinna, og í sölu
þeirra hafa miklu minni sveiflur
orðið. Ber það gleggst vitni um
það, að lönd þau er ég nefndi til
áðan hafa um langt tímabil rekið
þessa búgrein með arði.
Það er rétt, að minkurinn er
mikill skaðvaldur ef hann slepp-
ur úr búrum, en geta ber þess að
fuglalíf i Heimaeynni er ekki svo
fjölbreytt, — hreint ekki meira
en viðast hvar annars staðar á
landinu. En í úteyjunum þar sem
fuglalífið er mjög fjölskrúðugt,
eru litlar líkur að minkurinn
komizt, þótt hann sleppi úr búr-
um. Til þess þarf hann að synda
lengri vegalengd en áður eru
dæmi til.
Frumvarpinu var síðan vísað
til 2. umræðu og lamdibúnaðar-
nefndar.
- LOÐNUVERÐ
Framhald af bls. 28
fulltrúum seljenda gegn atkvæð
um kaupenda.
f yfirnefndinni, sem ákvað
síldarverðin, áttu sæti: Bjarni
Bragi Jónsson, sem var odda-
maður nefndarinnar, Kristján
Ragnarsson af hálfu útgerðar-
manna, Tryggvi Helgason af
hálfu sjómanna. Guðmundur Kr.
Jóns9on og Ólafur Jónsson af
hálfu kaupenda síldar í bræðslu
og Margeir Jónsson og Ólafur
Jónsson af hálfu kaupenda síld-
ar í söltun.
í yfirnefndinni, sem ákvað
loðnuverðið, áttu sæti:
Jón Sigurðsson, deildarstjóri
í Efnahagsstofnuninni, sem var
oddamaður nefndarinnar, _ Guð-
mundur Kr. Jónsson og Ólafur
Jónsson fulltrúar kaupenda, Guð
mundur Jörundsson fulltrúi út-
gerðarmanna og Jón Sigurðsson,
formaður Sjómannasambands fs-
lands, fulltrúi sjómanna.
- DÖMUR
Framhald af bls. 5
skyldi vera í svo mikilli f jarlægð
frá því, að eigi væri hætta á
árekstri, þótt öíkutæki, sem á
undan væri, stöðvaðist eða dreg-
ið væri úr hraða þess. Ennfremur
ákvæða 49. gr. sömu laga, þar
sem segði, að hraðinn mætti
aldrei vera meiri en svo, að
ökumaður gæti haft ful'lkomna
stjórn á ökutæki og stöðvað þa‘ð
á þriðjungi þeirrar vegalengdar,
sem auð væri og hindrunarlaust
fram uindan og ökumað'ur hefði
útsýn yfir. Ekki var talið, að
stefnandi hefði ekið á ólöglegum
hraða, en hinsvegar þótti hann
ekki hafa brugðfð nægilega
skjótt við og viðhaft rétt vinnu-
brögð til að forða slysi. Skyldi
hann því sjálfur bera tjón sitt
að 1/4 hluta, en ríkisstjóður að
3/4 hlutum. Sú niðursitaða um
sakarskiptinigu var staðfest í
Hæstarétti.
I Hæstarétti var heildartjón
stefnanda talið nema kr. 1.480.
000.00 og sikyldi því ríkiissjóður
greiða honum kr. 1.100.000.00 auk
vaxta og kr. 180.000.00 í máls-
kostna'ð.
- MENNTAKONA
Framhald af bls. 1
því að dveljast í Moskvu og
hafði skömmu áður verið lát-
inn laus úr vinnubúðum. I
þessum flugritum var skorað
á yfirvöldin að sleppa Marc-
henko úr haldi.
FRÆNKA FRÚ DANÍELS
Irina Belogorodskaya er
frænks Larissu Daniels, eigin-
konu rithöfundarins Yuri
Daniels, sem dæmdur var um
leið og rithöfundurinn Andrei
Sinyavsky. Larissa Daniel var
dæmd í útlegð í október, en
var til þess tíma einn helzti
leiðtogi menntamanna, sem
eru andsnúnir sovézku stjórn-
inni. Marchenko hefur oft mót
mælt aðbúnaði í vinnubú'ðum
í opinberum yfirlýsingum og
í bréfum til embættismanna.
Hann var handtekinn í íbúð
Larissu Daniels.
Ungfrú Belogorodskaya var
fundin sek um að dreifa „vís-
vitandi upplognum óhróðri
um Sovétríkin og opinbera
reglu." Hámarksrefsing fyrir
slíkt brot er þriggja ára fang-
elsi. Hún hélt því fram að
hún væri saklaus og kvaðst
hafa viljað hjálpa heiðarleg-
um manni. Hún játaði að hafa
dreift umræddum flugmiðum,
en neitaði að í þeim hefðu
veri'ð „upplognar ásakanir".
Dómstóllinn féllst á þá rök-
semd sækjanda, að flugmið-
arnir hefðu að geyma upp-
lognar sakir, þar sem í þeim
hefði verið haldið fram að
handtaka Marchenkos væri
ólögleg.
ÖÐRUM RÉTTARHÖLDUM
FRESTAÐ
Réttarhöldum í máli annars
menntamanns, Ilyu Burmis-
rovidh, hefur verið frestað um
óákveðinn tíma, og er ástæð-
an sögð veikindi dómarans.
Burmistrovich, sem er vísinda
maður, er ákærður fyrir að
hafa dreifit ritum eftir Daniel
og Synyavsky.
Nokkrir vinir ungfrú Belog-
orodskaya reyndu að komast
inn í réttarsalinn, en þótt sagt
væri að réttartiöldin væru
opinber, sögðu þeir að salur-
inn heifði verið fullskipaður
þegar þeim var hleypt inn í
bygginguna og þess vegna
biðu þeir á gangi fyrir utan
réttarsalinn. Föður Belogorod-
skaya og unnusta hennar var
leyfit að fylgjast með réttar-
höldunum, en engum erlend-
uim fréttariturum. Um 30 óein
kennisklæddir lögreglumenn
tóku sér stöðu meðal áhorf-
endanna fyrir utan bygging-
una og tveir þeir ljósmynduðu
alla sem komu út úr bygg-
ingunni. Til nokkurra stymp-
inga kom þegar lögreglan fjar
lægði blómvendina sem fleygt
var að ungfrú Belogorod-
skaya.
OFURSTADÓTTIR
Ungfrú Belogorodskaya er
dóttir fyrrverandi ofursta,
Mikhail Belogorodsky, sem
starfáði í leynilögreglunni,
KGB. Vinir hennar segja, að
réttarhöldin yfir henni séu
liður í aðgerðum gegn hinu
svokallaða „Samizdat", það er
dreifingu bannaðra handrita,
skáldsagna og ljóða. Vinir
hennar vekja athygli á því, að
tveir þeirra sem sömdu flug-
ritin, sem hún var ákærð fyrir
að dreifa, sátu í réttarsalnum.
Engin ákæra hefur verið gegn
þeim, og þeir telja, að raun-
veruleg ástæða réttarhaldanna
sé sú, að ungfrú Belogorod-
skaya geymdi mikið af bönn-
uðum handritum í íbúð sinni.
Hið opinbera viðhorf til
slíkra handrita kom fram í
stjórnarmálagagninu „Izvest-
ia“ í gærkvöld. Þar segir, að
marxisminn og lenínisminn
viðurkenni ekki „stéttarlaust
málfrelsi“. Hið talaða og skrif
aða orð verði að þjóna haigs-
munum alþýðunnar. Þess
vegna sé dreifing óhróðurs um
hið sósíalistíska ríki, hið sósíal
istíska kerfi og eifnahagslegan
og pólitískan árangur október-
byltingarinnar bönnuð í Sovét
rikjunum.
Fossbuar 25 óra
Selfossi, 19. febrúar
SKÁTAFÉLAGH) Fossbúar á
Selfossi verður 25 ára nk. laug-
ardag. Aðalhvatamaður að stofn
un félagsins var Leifur Eyjólfs-
son og varð hann fyrsti félags-
foringinn. Fossbúar minnast af-
mælisins með hátíðarfundi í Sel
fossbíó nk. laugardag kl. 15 og
ern gamlir skátar og velunnarar
félagsins, sem óska að taka þar
þátt í, beðnir að tilkynna hana
fyrir föstudagskvöld í eitthvert
eftirtalinna símanúmera: 1286,
1321, eða 1456.