Morgunblaðið - 04.07.1969, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 04.07.1969, Qupperneq 8
8 MORGUN'BLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1»09 Bergsteinn Guðjóns- son — sextugur f dag er vinur minn og félagi, Bergsteinn Guðjónsson, Bústaða vegi 77, formaður bifreiðastjóra- félagsins Frarna 60 ára. f til- efni af þessu merkisafmæli hans langar mig til að minnast hans með örfáum orðum, þótt af lítilli getu sé að taka. „f dag við hyllum horskan svein sem hefur lund-u glaða. Sá meiður óx af góðri grein og greri sízt til skaða“. Undir þessi orð skáldsins munu allir sem Bergstein þekkja taka einum rómi. Fyrir fjörutíu árUm sá ég Bergstein Guðjóns- son fyrst, þá hafð ihann nýlega byrjað leiguakstur á B.S.R. Þá var snöggtum færra um alla bíla en nú, og tiltölulega fáir leigu- bílar, enda vorum við strákamir stóreygir þegar við sáum Berg- stein aka um á R.E. 202. En Bergsteinn hugsaði um fleira en að aka fínum drossíum. Snemma hneígðist hugur Berg- steins að félagsmálum og hags- munum bifreiðarstjóra, þótt þar virðist ekki vænlegt til sigurs, né ábatasamt fyrir hann sjálfan. Á þessum árum áttu bílstjór- arnir yfirleitt ekki bíla sína sjálfir, og áttu því á hættu að missa atvinnuna, ef þeir vildu vinna að bættum kjörum sínum, svo sem alþekkt er úr sögu verka lýðsbaráttunnar hérlendis. En Bergsteinn sá strax að án sam- taka var einskis árangurs að vænta, og barðist fýrir stofnun stéttarfélags atvinnubílstjóra af miklum manndómi, kjarki og ó- eigingimi.1934 tókst þetta, er flestir bílstjórar bæjarins stofn- uðu Bifreiðastjórafélagið Hreyf- U. Á þessum tíma voru mánaðar- laun manna mjög misjöfn milli 200 — 300 kr. á mánuði, en vinnutíminn var ómældur og lít- ið atvinnuöryggi. Alltaf voru og nokkur brögð að því að menn undirbyðu hver annan, vegna at vinnuskorts, og varð Bergsteini æ ljósara að á þennan veg mátti ekki ganga. Það skal tekið fram að þrátt fyrir forustu Bergsteins í stéttabaráttunni, mætti hann engum óbægindum í vinnu sinni hjá eigendum B.S.R., og lýsir það betur en mörg orð hversu hús- bændur hans mátu störf hans þar. Það var mikið hagsmunamál fyrir stéttina, að menn eignuðust bíla sína og gætu sett á stofn eigin stöð. Þess vegna er Sam- vinimufélagið HreyfiR stofnað 1943, og verður Bergsteinn fvrsti formaður og framkvæmdastjóri þess. Leið ekki á lönigu, unz Hreyf ill varð stærsta stöð landsin's og er svo enm. Þama var mikluim áfaraga náð, en Bergsteinn lét ekki þar við sitja, hann vildi sam eina alla bílstjóra Iandsins, og var stofnað landssamband leigu- bílstjóra árið 1968, og á hann stærsta hlutinn í því. Fyrir átján árum var Beirg- steinn kiörinn formaður bifreiða stjórafélagsins Hreyfils, er siðar var nefnt Frami, og hefur gegnt þeim starfa síðan, alls í 25 ár. Sextugsafmæli Bergsteins er því um leið 25 ára formannsafmæli hans og 40 ára bílstjóraafmæli hans. f stuttri blaðagrein er ekki ger legt að rekja hin margbættu fé- laigsstörf Bengsteiins, en ég geit ekki látið hjá líða að geta hér, þess áfanga sem náðist undir for ystu Bergsteins, er takmarkaður var fjöldi leigubíla. Ef sú reglu gerð hefði ekki komizt á, væri varla hægt að tala um bílstjóra- stétt í dag. Ekki væri það að vilja Bergsteins, ef ekki væri miirmzt hér ágætra saimistarfs- manna hans að félagsmálunum, því að forystumaðurinn er lítils megnugur án drengilegs stuðn- ings sinna manna. Þá var 1952 löggiltir gjaldmælar í allar leigu bifreiðar, og var það sameigin- legt hagsmunamál, bæði öku- mönnum sem farþegum. Þegar Bergsteinn tók við for- ystu Hreyfils, var það eigna- Iaust, en undir stjórn hans hefur það Iöngu eignazt sitt eigið hús- næði og má segja að hagur þess standi með blóma. Síðustu árin hefur félagið rekið nokkurn lána sjóð, sem er mönnum til mikils hagræðis, þegar endurnýja þarf bíla. Fyrir hin miklu og óeigin- gjörnu störf, vil ég færa Berg- steini innilegustu þakkir okkar bílstjóranna og vona að við meg um njóta krafta hans í þágu fé- lags okkar sem lengst. Með samfagnaðaróskum með afmælin þrjú. Guðmundur B. Magnússon. Bergsteínn verður að Hótel Sögu kl. 3—5 í dag, í boði Bif- neiöastjóraifélaigsiiins „Fnaimi“. Sextugur er í dag Bergsteinn Guðjónsson formaður Bifreiða- stjórafélagsins Fram. Hann er einn af merkustu verkalýðsleiðtoguim, sem látið hafa til sín taka síðustu áratug- ina, um það verður tæpast deilt, þótt oft verði stormasamt í kringum þá, sem hafa ákveðinn vilja og einbeittan hug. Bergsteinn Guðjónsson er fæddur í Bakkagerði á Stokks- eyri, 4. júlí, 1909. Foreldirar hans voru Guðjón Pálsson, ættaður úr Fljótshlíð og hafði hann lengi Vegagerð ríkisins. Móðir hans var Vilborg Margrét Magnúsdótt ir, ættuð úr Reykjavík. Berg- steinn ólst upp í stórum systkina hópi, því alls voru systkinin tíu talsins. Hjá þessari stóru fjölskyldu hefur sjálfsagt oft verið þröngt í búi, þótt allt kæmist af. Þegar litið er til baka er ekki langt síðan íslenzk öreigaæska ólst upp í lágreistum kotbæjum við þröngan kost, henni var kennt að kasta engum verðmæt- um á glæ, og brjóta hvert bein til mergjar. Árið 1920 fluttist þessi stóra fjölskylda til Reykjavíkur, og eftir það fer Bergsteinn að vinna við allskonar vegavinnustörf o. fl., eftir því sem aldur og kraft- ar leyfðu, eða þar til 1929, að hann gerist leigubifreiðarstjóri á B.S.R., og frá þeim tíma hefir hann helgað starfskrafta sína bif reiðastjórastéttinni, fyrst sem bif reiðarstjóri, og síðan sem ötull og traustur forystumaður stétt- arinnar. Bergsteinn var fljótt virtur og metinn af þeim sem með honum störfuðu, hann ávann sér traust þeirra, þeím mun meir sem sam- starfið varð lengra. Snyrti- mennska Bergsteins og fáguð framkoma, ásamt vel hirtri bif- reið vakti snemma eftirtekt við- skiptavinanna og bílstjóranna á stöðinni. Þegar Bergsteinn Guðjónsson hóf sinn bílstjóraferil, áttu bíl- stjórar engin samtök sín á milli sem talizt gátu nokkutrs virði, en Bergsteinn sem aðrir bílstjórar sá að við svo búið mátti ekki standa. Honum var ljóst að mátt ur samtakanna var aflið sem eitt gat myndað það átak að stofna félagsskap, sem bílstjórum var nauðsynlegur. Eftir mikinn undirbúning, og af fyrirhyggju og forsjá góðra manna, var Bifreiðastjórafélagið Hreyfill stofnað 6. október, 1934 en seinna var skipt um nafn á félaginu og heitir það nú Bif- reiðastjórafélagið Frami. Bergsteinn Guðjónsson var einn af stofnendum félagsins, og hefir hann frá fyrstu tíð til þessa dags verið sterkasti starfskraft- ur þess og vil ég þó með engu móti kasta rýrð á störf annarra sem vel og drengilega hafa unn- ið að uppbyggingu og hagsmuna málum félagsins. Á þessum árum og allt fram til ársins 1943 voru margar smá- stöðvar starfandi í bænum. Fór nú að vakna áhugi fyrir því, að stofna eina stóra stöð og sam- eina sem ftestar af þeun minni. Þessi vakning varð svo að veru- leiba, þegar Saimvininiuféla'gið Hreyfill var stofnað 11. nóvemb- er, 1943, og er félagið sameign bílstjóranna sjálfra sem á Hreyfli starfa. Bergsteinn var einn af stofn- endum félagsins og fór ásamt mörgum fleirum af B.S.R.. á Hreyfil þegar umrædd breyting var gerð á rekstri stöðvanna. Bergsteinn var strax kjörinn for maður samvininiufélagsinis og næstu fjögur árin er hann bæði formaður og framkvæmdastjóri samtakanna, og hefur mér verið tjáð af kunnugum, að þessi störf hafi hann innt af hendi af dugn aði og samvizkusemi. Bergsteinn Guðjónsson var fyrst kosinn í stjórn stéttarfélags ins 1940. Næstu tvö árin er hann svo varaformaður, en árin 1943— 44, er hann formaður félagsins og síðan aftur 1946. Árið 1950 er hann kosinn vara formaður, en ári seinna 1951 er hann kjörinn formaður félagsins og hefur verið það óslitið síðan. Jafnframt því hefir hann verið starfsmaður félagsins öll þessi ár. Mörg stór mál hafa komizt heil í höfn síðan hann tók við foirystvu í félagimu, oig ber þá fyrst að geta þess, að á Alþingi 1956 fengust samþykkt lög sem heimiluðu takmörkun í stéttinni. Mál þetta átti langan aðdrag- anda og þurfti mikinn undirbún- ing, en uindir forystu Bergsteins og annarra góðra manna, sem þá voru í stjórn félagsins tókst að túlka málið svo vel fyrir Al- þingi, að það fékk þá afgreiðslu sem ég gat um áðan. Þetta er tvímælalaust sá stærsti sigur sem stéttarfélagið hefir unn ið, því með þessu sköpuðust ör- uggari lífsskilyrði fyrir þá sem í stéttinni starfa. Þess skal gætt, þegar rætt er um kjaramiál sjálfSeignar- bílstjóra, að við höfum enga við semjendur, og verkfallsrétti get- um við ekki beitt, þess vegna verða bifreiðastjórar í þessari Fasteignasalan Hátúni 4 A, Núatúnshúsiff Síinar 21870 - 20938 Við Blönduhlíð hæð og rts ásamt bttekúr. — Hæðín er 118 ferm. 4ra herb. ibúð og í risi er etontg 4ra herb. tbúð. Bítekúrinn er um 30 ferm. Hilmar Valdimarsson f asteigna viðsk ipti. Jón Bjamason hæstarétta ríögmaður Sumarbústaður í Varmadatelandi, Mosfeils- dat. 3ja herb. timborhús á stéttum grunnr. Vatn og raf- magn. 2000 ferm. tand, girt. Sólvallagata 5 herb. íbúð á 2. hæð ásamt 2 rbúðar+ierb. og geymsium í risi. Ljósheimar 4ra herb. íbúð á 6. hæð, ný- tízku innréttingar og íbúðin vönduð að aMri gerð, sameign fuHgerð. Stórholt 4ra herb. íbúðarhæð á 1. hæð, 120 ferrn., sérinng. og sérhiti. Skipholt 5 herb. íbúðarhæð, nýjar inn- réttingar og nýmáiuð. Laus. Einbýtishús, raðhús og ibúðir í smiíðum, futigerðar og eidri húseigotr af olfum stærðum víðsvegar í borginoi, Kópa- vogi, Haifnarftrði og Garða- hreppi. Lei' 3 upplýsirtga á skrifstofunoi, Bankastræti 6. FASTEIGNASAL AM HÚS&Ð6NIR ÐANKASTRÆTI6 stétt, að heigja sína kjarabar- áttu frami fyrir ríkisstjórn og verðlagseftirliti. Engum hefir tekizt betur að ná árangri í þessum efnum en Bergsteini Guðjónssyni. Bæði igiaiginivant ötouitaxibaniuim oig niilðuir- fellingu á leyfisgjaldi til leigu- bifreiðastjóra. Þá skal þess get ið að í formannstíð Bergtseins hafa verið lögfestir gjaldmælar í alla leigubíla. Það mál var erf- itt í sókn á sínum tíma, og hlaut mikla andstöðu, en nú getur eng inn án gjaldmælis verið. Margt fleira mætti telja eins og stofnun Bandalags leigubifreið- arstjóra, sem stofnað var á síð- asta ári, en hér skal staðar num ið. Framhald á bls. 15 2 48 50 2ja herb. endaíbúð á 1. hæð við Háaleitisbraut, harðvið arinoréttingar. 3ja herb. vönduð íbúð á 3. hæð við Hraunbæ, allt teppalagt, harðviðarinnrétt iogar. 3ja herb. góð jarðhæð við Álfheima, sérinngangur, þvottavél I etdhúsi fylgir, ha rð v iðarin n.réttirvgar. 3ja herb. íbúð við Kársoes- braut í Kópavogi, harðvið- ar:'vrvréttirvgar, 44ra ferm. btiskúr fylgtr. Útb. 450 þús. 3ja herb. góð íbúð. kjaliari Iftið rviðurgrafin við Mel- haga, sérhtti og iongangur. 4ra herb. sérlega góð íbúð i háhýsi við Hátún á 5. hæð, suðursvaltr, íbúðio snýr í suður, vestur og tvorður, harðviðaritvnréttirvgar, — teppaiagt, faliegt útsýní. 4ra herb. íbúð við Hraunbæ með suðursvölum, harðvið arinnréttingar. 4ra herb. ibúð á 3. hæð við Álftamýri. vörvduð ibúð, bílskúrsréttur, suðursvaiir. 4ra herb. endaibúð á 1. hæð við Safamýri, sérhiti, bíi- skúrssökkuti kominn. 5 herb. sértega vel umgeng- in endaibúð á 4. hæð, suð- ursvaltr, íbúðm er um 117 ferm., útb. 700 þús. 5 herb. íbúð. um 130 ferm. í nýtegu húsi í gamla bæn- um. Suðorsvahr, harðviðar innréttingar, vélar i þvotta- húsi, vörvduð tbúð, útb. kr. 550 þíjs. 5 herb. 140 ferm. sérhæð við Mávahlíð, bilskúrsréttur. 6 herfo., sér, á 1. hæð við Hvassaieiti, um 150 ferm., vönduð eign, bílskúr. * I smíðum Fokhelt einbýlishús 140 ferm. og 30 ferm. bílskúr við Þykkvabæ í Árbæjarhverfi til sölu. Kemur tM greina að skipta á 3ja herb. íbúð • Háateitishverfi eða ná- grenni. Fokhelt 200 ferm. einbýtishús með bflskúr við Giisárstekk í Breiðholtshverfi. 6 herb. fokheid hæð, sér, með bíiskúr við Nýbýlaveg, Kópavogi, hæðri er um 150 ferm.. hagstætt verð og greiðs lusk i im á lar, beðið eft ir öku húsnæðtsmálalán- tnu. Sökkuil með steyptri ptötu undir raðhús við Víkur- bakka í Breiðhoiti, teikning ar fylgja. TRYBDISWBa Austnrstrætl 10 A, 5. hæS Sími 24850 Kvötdsími 37272. Til sölu 4ra herbergja sériega vönduð vbúð á 3ju haeð í sambýlishúsi í Austurborginni. Útborgun kr. 700 þús., sem má sktpta. FASTEIGNAMIÐSTÖÐIN, Austurstræti 12, Simar 20424, 14120. Kvöldsími 83633. Símar 16637. 18828. Heimasímar 40396, 40863. Výleg 3j» herb. íb. á 2. hæS í Vestur- bænum. Suöursvalifr. Mjög talleg SbúG. Nýleg 2ja herb. íb. á 4. hæð vi« Álfta- mýri. Nýleg 3|a herh. íb. við Álfaskeið, Hf. tbúðín er 1 stofa, 2 svefnh.. eldhús og bað. 4» herh. íb. á 4. hæð við SafamýrL Bílskúr fyfgtr, IBUÐA- SALAN SÖLUMAöUR: GÍSLI ÓLAFSS. INGÓLFSSTRÆTI GEGNT GAMLA BÍÓI SÍMI 1218». HEIMASÍMI 83974. Fokheld 5 herb. íbúð með miðstöð í Vesturbænum. íbúðin er 1 stofa, 4 svefnherbergi, eldhús, bað og sér- þvottahús. Sérhiti. Aðeins ein íbúð á hæðinni. 5 herb. íb. á 3. hæð við Gnoðarvog. íbúðin er 2 stofur, 3 svefnherbergi, eldhús og bað. Sólríkar svalir. Bíl- skúr fylgir. 4ra herbergja íbúðir í smíðum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.