Morgunblaðið - 04.07.1969, Page 10
10
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. JÚLÍ 1969
Pétur Benediktsson bankastjóri
Minningarorð
Kveðjo frá Kjördæmisráði
Sjálfstæðisflokksins
í Reykjaneskjördæmi
PÉTUR Beniedilk'ÍBisan, allþiinigisrri'aðiu'r, var koisinin á þiinig fyT-
ir Sjálfstæðiisiflioklk inin í Rieykj aniesk jördærni í kosniiiniguiniuim
1967 ag sait því á tveiim þiinigium, sem fuillitrúi fóilkjsinis héir í
byggðajim Rey'kjiainesikjöndiæmiis.
Á Alþingi ag í samitökiuim oklkiar Sjáifsitæðiismiaininia í kjöir-
dæminiu, ávanin Pétur Ðeiniedálktssion sér í vaxamdi mæli,
traust, sem liitrííkur persóniuileiki, miaðiur duigmaðiar og miann-
dáms, ával'lit reiðubúinin til þess að láita giatt aif sitörfum siíinium
leiða fyrir kjöcdæmd siitit og allþjoð.
Störf samistarfsmiaininis Okkaæ og vimiar, Pétuirs Beniedikts-
soma/r, á sviði ut.aimrík ismiála, martglháittaös og milkilvægs
bainlkia og fjéirmálastarfs ag heiilliarík störf hans fyrir flokk
akkar ag kjördæmi, verða ekki rakin firekar hér í þessium
kveðjuorðum frá Sjálfstæðismömnium -— koniuim og körlium —
í Reykj'ameskjördæmi, emda þeim aðaims ætlaið að beira fram
þakkiæ okkar, er með Pétri umimuim að ftokksstörfum hér í
kjördæmiimu.
Að lieiðarlakum er þó þesB minmist, hve ættairmót ag upp-
eldi höfðu sietit svip simm ag mark á gáfað gliæsimiemind.
Oklkiur ölium, sem störfuðum með Pétri Bemiediktissymi
að stjórmimálum, var ag ljós gfliöggisikyggmi bamis, gáfur ag
þekkimig á bókmenmtum og sögu þjóðar okkar.
Sjálfstæðisifólk í Reykjameskjördæmi þakkiar látnium
sam'herja ag vimi, gatt og heillarffct samstarf ag vattar kiomiu
hana, bömum ag öðrum vamdiam'önmiuim samiúð sírnia.
Blessuð sé mámmimig þingmiammis okfcar, samistairfsmaninis og
viniar, Pétiuris Bemediiktsisamar.
Stjórn Kjördæmisráðs
Sjálfstæffisflokksins í Reykjaneskjördæmi.
ER ég hugsa um hið sviplega
fráfall Péturs Benediktssonar
banlkastjóra og alþingismanns,
er mér efst í huga hve mikill
skaði það er fyrir land og þjóð
að sjá á bak slíkum manni langt
fyrir aldur fram.
Ég kynntist Pétri á heimili
foreldra hans, Benedikts Sveins-
sonar, alþingismanns og konu
hans, Guðrúnar Pétursdóttur.
Þar var hann ætíð með annan
fótinn, þótt hann væri alinn upp
á heimili móðurömmu sinnar,
Ragnhildar Ólafsdóttur og síðari
manns hennar, Bjarna Magnús-
sonar fyrrum bónda í Engey.
Mat hann þau ætíð mikils, svo
og móðursystur sína, Ólafíu, sem
langa hríð veitti heimilinu for-
stöðu og mátti með réttu kallast
fóstra Péturs, og lifir hún enn
háöldruð.
Ég sá veg Péturs vaxa frá því
að vera ungur og glæsilegur
stúdent, þar til hann fór að
gegna sendiherrastörfum. Jafn-
framt því var hann fulltrúi ís-
lands hjá Efnahagsstofnun Evr-
ópu, fulltrúi á ráðherrafundum
Nato og fundum Evrópuráðsins.
Pétur hafði búið sig vel undir
þessi störf. Á uppvaxtar- og
námsárum sínum var hann í
sveit á sumrin hjá frændfólki
sínu að Lundum í Stafholtstung-
urn. Seinna starfaði hann við
sjávarútveg og blaðamennsku.
Var hann afbragðs námsmaður
og lauk lögfræðiprófi við Há-
dkóla fslands 1930 með hárri 1.
einfcunn.
Á árunum 1930 til 1940 starf-
aði hann í utanríkisþjónustu
Dana, lengst af í Kaupmanna-
höfn. en um hríð í Madrid 1936
og í London 1939 til 1940. Um
nofckurra mánaða skeið stundaði
Pétur nám í diplomatisfcum
fræðum við háííkólann í Gren-
oble í Frakklandi. í>áverandi
sendiherra íslands í Kaup-
mannahöfn, Sveinn Björnsson,
hafði það eftir skrifstofustjóra í
daniska utanríkisráðuneytinu, að
Pétur væri einn af allra hæf-
ustu starfsmönnum ráðuneytis-
ins.
Pétur gekfk í þjónustu danska
utanríkisráðuneytisins með það
fjrrir augum, að afla sér reynslu
og þekfcingar í utanríkismálum
til þess að geta starfað í íslemzku
utanríkisþjónustunni, þegar að
því kæmi að Sambandslaga-
samningnum frá 1918 yrði sagt
upp og fslendingar tækju utan-
ríkismálin í sínar hendur. Vegna
sáðari heimsstyrjaldarinnar varð
þetta nakikrum árum fynr en ella
myndi verið hafa.
Pétur var sendiherra fslands í
Bretlandi 1941-1944 og síðan hjá
ýmsum stórþjóðum Evrópu fram
til ársins 1956. að hann tók við
startfi sem bankastjóri Lands-
banka íslands, en því starfi
gegndi hann til dauðadags.
Eftir heimkamuna tók Pétur
þátt í starfi fjölmargra félaga-
saimtaka og átti sæti í stjórn
margra þeirra og gegndi otft for-
mannsstörtfum. Hann var kosimn
olþingismaður Reykjaneskjör-
dæmis 1967.
Á stríðsárunum kynntist ég
störfum Péturs, er hann var
eendíherra í London, þegar ég
dvaldist þar um tíma, og kom
nærri daglega i sendiráðið. Dáð-
ist ég að, hve starfið lék í hönd-
um hans, og hve létt hamn átti
með að veita íslenzkum málefn-
um fyrirgreiðslu. Stafaði það
jöfnum höndum af hvernig
hann flutti mál sitt við brezk
stjórnarvöld og áliti því, sem
naut persónulega hjá helztu
ráðamönnum í þeim stjórnar-
deilduim, sem íslendingar áttu
undir að sæfcja um afgreiðslu
mála.
Á árimu 1944, er Pétur hafði
verið skipaður sendiherra hjá
Sovétríkjunum, kom hann
snöggvast hingað til lands. Út-
vegsmenn og forustumenn hrað-
frystihúsanna notuðu þá tæfci-
færið til þess að halda honum
samsæti að Hótel Borg og þakka
honum ómetanleg störf í þágu
sjávarútvegsinis, meðan hann
gegndi sendiherraembættinu í
Bretlandi, sem þá var aðalvið-
Skiptaland íslands og keypti nær
alla útflutninigsframleiðslu landis-
ins, og seldi akfcur ýmsar vör-
ur, sem mikill sfcortur var á í
Bretlandi á þeim tíma. í flestum
tilfellum þurfti milligöngu
sendiráðsins í London til þess að
úttflutmingsleyfi fengist fyrir
þessum vörum.
Þegar íslendingar færðu út
landhelgina 1952 leiddi það til
árekstra við brezka togaraeig-
endur og endaði með því að
löndunarbann var sett á íslenzk-
an isifisk í brezkum hafnarborg-
um. Bann þetta stóð í um fjög-
ur ár, þar til málið var leyst
fyrir milligöngu Efnahagsstotfn-
unar Evrópu i París haustið 1956
og hafði Pétur Benediiktsson,
fulltrúi íslands í Efnahagsstotfn-
uninni, manna mest undirbúið
farsæla lausn máisins.
Pétur Benediktsson var glæsi-
legur fulltrúi landsins hvar sem
hann kom fram, vel máli farinn
og manna bezt ritfær, enda átti
hann efcki langt að sækja að vera
ísilenZkuimaður góður og rök-
fastur. Hann var tungumála-
maður ágætur og talaði m.a.
ensku eins vel og enskir mennta-
menn. Hann var manna fróðast-
ur og átti eitt bezta bókasafn
landsins. Hann var til hinztu
stundar áhugasamur um þjóð-
mál, alþjóðamálefni og félags-
mál og hélt óhikað fram Skoð-
unum sánum við hverja sem við
var að etja, og eims þótt skoð-
anir hans kynnu að falla mönn-
um miður í geð í bili. Hrein-
skilni hans í ræðu og riti var
metin bæði af samiherjum og
andstæðingum.
Nú þegar Pétur er fallinn frá,
viðurkemna allir að hann hefur
á lífsleið sinni komið miklu
góðu til leiðar fyrir íslenzku
þjóðina. Það er þjóðarsfcaði þeg-
ar slíkir menn falla frá langt
um aldur fram.
Heimili Péturs og frú Mörtu
Ólafsdóttur Thors að Vestur-
brún 18, er hið glæsilegasta og
voru hjónin samvalin að mynd-
arskap og gestrisni.
Votta ég frú Mörtu og dætrum
þeirra, Ólöfu og Guðrúnu, inni-
lega samúð, svo og frú Ragn-
hildi Paus, dóttur Pétuns af fyrra
hjónabandi, sem búsett er í Osló.
Loftur Bjarnason.
Starfsfólk þakkar
Þegar hin hörmulega frétt um
fráfall Péturs Benediktssonar,
bankastjóra, barst meðal starfs-
fólks Landsbanka íslands, að
morgni s.l. mánudags, var sem
eitthvað mikilvægt hefði brostið
í starfi bankans.
Það var öllum Ijóst að skip-
ast hafði veður í lofti með yfir-
stjórn bankans. Einn sterkasti
hlekkurinn var rofinn.
Það var með nokkurri eftir-
væntingu, sem starfsfólk Lands-
bankans vænti nýs bankastjóra
fyrir rúmlega einum áratug. Pét
ur Benedikstson hafði verið skip
aður bankastjóri. Hér heima fyr
ir var hann næsta óþekktur, þar
eð hann hafði dvalið langdvölum
erlendis, þekktur af orðspori fyr
ir ágætan embættisferil.
Fljótlega kom í ljós að Petur
Benediktsson var maður á rétt-
um stað. Á skömmum tíma hafði
hann aflað sér staðgóðrar þekk-
ingair á málefnum bainlkams, við-
urkenndur af starfsfólki, sem
viðskiptamönnum fyrir góðan
síki'ljninig og tfarsiæla afigmeiðisilu
mála.
Eins og að líkum lætur skipt-
ir það ekki litlu miáli fyrir stotfn-
uin eins og Landislbainka Isfliands,
að samstaða og samstarf sé gott
meðal alls starfsliðs bankans.
Það reynir því stundum nokk-
uð á yfirstjórn bankans hvern-
ig á málum er haldið innan
stofnunarinnar. Dags daglega
mun Pétur Benediktsson ekki
hafa haft afskipti af málefnum
starfsmanna, en ég fullyrði að
þeir sem til hans leituðu fengu
þar holl ráð og fóru ekki bón-
leiðir til búða.
Pétur Benediktsson var stór-
brotinn persónuleiki. Fór ekki
troðnar slóðir, hvorki í samskipt
um við menn né málefni. Var
hvergi smeikur við að leggja á
brattann, jafnvel fór einförum í
málefnabaráttu.
Við fyrstu sýn var Péturhrjúf
ur og stundum ómildur ásýndum
en á bak við leyndist gáski og
góðvild, því meir sem kynni urðu
nánari.
Vegir skiljast og Pétur Bene-
diktsson er allur. Starfsfólk
Landsbanka íslands þakkar giftu
drjúgt startf, ánægjulega sam-
fylgd og vottar eftirlifandi ást-
vinum innilega samúð.
Bjarni G. Magnússon.
Mannlítið í öllum
tilbreytileik
Fyrstu kynni mín a f Pétri
Benediktssyni urðu haustið 1943
þegar ég kom til London til
náms, nýbakaður stúdent. Þegar
næturlestin frá Edinborg kom tii
hinnar vopnbitnu heimsborgar
eldsnemma morguns, voru götur
mannlausar og framandi blær yf
ir öllu. Mér varð það þá að
ráði að halda beint til sendiráðs
fslands, þótt ég byggist við að
þurfa að bíða þar lengi, áður
en skrifstofur opnuðu. Það fór
þó á annan veg, því að sendiherra
var risinn úr rekkju, og bauð
hann mér til stofu, þar sem ég
snæddi með honum morgunverð.
Naut ég þá þegar 'hins óvenju-
lega áhuga, er Pétur sýndi ung-
um mönnum, en þá umgekkst
hann sem jafningja, jafnframt
því s'em hann miðlaði þeim af
fjölþættri reynslu srnmd og þefldk-
ingu, blandaðri spaugi og glað-
værð. Hófst þemrnam fyrsta momg-
un minn í hinum „stóra heimi“
vinátta, sem ég átti eftir að njóta
æ síðan, sérstaklega eftir að við
urðum nánir samistarfsmenm
mörgum árum seirana.
Þegar þetta var, hafði Pétur
Benediktsson nýhafið eitt glæsi-
legasta skeið ævi sinnar. Aðeins
33 ára hafði hann valizt til þess,
eftir hernám Danmerkur, að taka
við sendifulltrúa- og siðar sendi
herrastörfum í Bretlandi. Fékk
hann því það verkefni í hend-
ur að reisa frá grunni mikinn
hluta utanríkisþjónustu fslend-
inga, fyrst í Bretlandi, síðan í
Rússlandi, Frakklandi og fjölda
annarra ríkja Evrópu. Á hin-
um mestu umbrotatímium sögumm -
ar var ekki vandalaust að halda
á málefnum fslendinga erlendis
og byggja upp virðingiu smá-
þjóðar, er vildi tryggja sjálf-
stæði sitt ekfci aðeins í orði held-
ur einnig i verki. Komu hér í
ljós hinir óvenjulegu hæfileik-
ar Péturs, skarpskyggni hans,
dómgreind og óbilandi starfs-
þrek. Mest var þó um vert, að
ísland átti þar fulltrúa, er ekki
þurfti að óttast mannjöfnuð við
neinn, er hamn átti við að
skipta, og til að vinna málum
sínum framgang, gat hann beitt
hverju sem við átti, leiftrandi
rökfimi, ódrepandi seiglu eða ó-
mótstæðilegri kímnigáfu.
Fáir menn fá unnið þjóð sinni
meira á langri starfsævi en Pét-
ur gerði á sendiherraárum sin-
um. En hann hafði aldrei hugs-
að sér að ala aldur sinn allan
með erlendum þjóðum, og tæp-
lega fimmtugur að aldri byrjar
hann nýtt líf sem bankastjóri
Landsbankans, en því starfi
gegndi hann til dauðadags ásamt
sívaxandi umsvifum í þjóðmál-
um. Ég mun ekki að þessu sdnini
reyna að rekja störf Péturs síð-
ustu árin, hvorki í bankanum
né á almennum vettvangi, enda
gerist þess reyndar varla þörf,
svo kunnug eru þau hverjum
þeim manni, sem nokkuð fylgist
með í samtíð sinni. Auk þess
mundi skrá um afrek og störf
Péturs Benediktssonar í embætti
og á opinberum vettvangi
hrökkva skammt til að lýsa þeim
manni, er hann var.
Það sem mér er einkum minn-
isstætt um Pétur umfram aðra
menn, sem ég hef átt samleið
með um ævina, var lífsþróttur
hans og glaðværð, fögnuðurinn
yfir því að vera til. Jafnframt
því að vera allra manna starf-
samastur og skylduræknastur,
gieymdi hann aldrei því, að
hverja stund má nota til þess að
auka lífsgleði og hamingju. Þess
vegna hafði hann ætíð tíma til
þess að gleðjast og fannst aldrei
neinir veraldlegir hlutir svo há-
tíðlegir, að ekki mætti hafa þá
að gamanmálum. Af sama toga
spunnin var hjálpsemi hans og
áhugi á kjörum annarra, er hann
mátti lið veita. Mamnlífið í öll-
um sínum tilbreytileik var hon-
um eilíft undruinar- og gleðiefná,
og hann átti flestum mönnum
auðveldara með að blanda geði
við annað fólk.
Þótt Pétur væri óvenjulega til-
finninigaríkrur miaðiur, hataði hann
alla tilfinningasemi og sjálfsmeð
aumkun. Ég held að slíkt hafi
öðru fremur sært fegurðartil-
finningu hans gagnvart lífinu
sjálfu, sem hann vildi að menn
tækju með fögnuði í velgengni,
en æðruleysi í mótlæti. Þaniniig
tókst honum líka sjálfum að lifa
til hinzta dags.
Jóhannes Nordal.