Morgunblaðið - 13.03.1970, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 13.03.1970, Blaðsíða 12
12 MORGUNIBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. MARZ ÍOTO Útgefandi: Landssamband Sjálfstæðiskvenna Ritstjóri: Anna Bjarnason. Akureyri þarf að búa meir að sínu vegna legu sinnar — sagði Ingibjörg Magnúsdóttir, forstöðukona — Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri í upphafi máls síns vék Ingi- björg að því, að raunverulega hefði Akureyri minnkað á síð- ustu árum, hlutfallslega miðað við aðra bæi á íslandi sunnan- lands og væri nú orðinn 3. stærsti bær landsins. — Því minna, sem bæjar- eða sveitarfélag er, sagði hún, því einfaldari verður sú heilbrigð- isþjónusta, sem það getur veitt. Vegna legu sinnar þarf Akur- eyri því að hafa miklu fjölbreytt ari heilbrigðisþjónustu, en þeir bæir, sem svipaðir eru að stærð, en eru nær Reykjavík. Akureyri þarf að búa meir að sínu. Gat Ingibjörg þess að á Akur- eyri væru nú um 10. þús. íbúar, en í blómlegum nágrannasveit- um Eyjafjarðar væru nær 5—10 þús. manns svo það yrðu upp undir 20 þúsundir sem leituðu til Akureyrar á einn eða annan hátt, — til heilsuverndar eða heilsubótar. Um 0,8% af heildartekjum bæj arsjóðs Akureyrar er varið til heilbrigðismála og skiptist í 6 liði. Á vegum bæjarstjórnar starf- ar heilbrigðisnefnd, sem er skip uð 5 mönnum. Starfar nefndin enn eftir heilbrigðissamþykkt fyrir Akureyrarkaupstað, en á s. 1, ári voru gefin út ný lög um hollustuhætti og heilbrigðiseftir lit, sem munu gilda fyrir öll bæj- ar- og sveitarfélög og þegar reglugerð, sem þeim á að fylg'ja kemur, falla eldri heilbrigðisregl ur úr gildi. STÖÐUGT GERÐAR MEIRI KRÖFUR Þar sem íbúarnir eru nú orðn- ir yfir 10 þúsund koma nú ný lagaákvæði er ákveða að heil- brigðisnefnd skuli nú skipuð á annan hátt en áður, þannig að héraðslæknir verður ekki sjálf- kjörinn í nefndina, eins og áður var, heldur faglegur ráðunaut- ur hennar. Starf heilbrigðisfulltrúa, er lög um samkvæmt, ákaflega fjölþætt og vex stöðugt með vaxandi ibúa fjölda. Stöðugt eru gerðar meiri kröfur og fram koma nýir þættir í heilbrigðismálum. Þekking og alls konar tækni vex og fólk vill aukið öryggi fyrir sig og sína og miðað við það, sem bezt er. Þetta getur orðið félitlu bæjarfélagi erfiður Ijár í þúfu. YFIRVOFANDI VATNS- SKORTUR Það vandamál, sem verður mest aðkallandi á Akureyri á næst- unni er öflun meira drykkjar- vatns fyrir bæinn. Allir líta á það sem sjálfsagðan hlut, að hafa nægilegt ferskt drykkjarvatn og hefur það hingað til verið til- tölulega auðvelt. En þegar fólk- inu fjölgar, iðnaður vex og mat- vælaframleiðslan krefst meira hneinlætis, ber meira og meira á vatnsskorti. Hingað til hafa Akureyringar fengið á- gætt drykkjarvatn úr Hlíðar- fjalli, en það vatnsmagn er ekki hægt að auka frá því sem nú er. Til þess að leysa þennan vanda má fara tvær leiðir. Annars vegar þá, að hreinsa vatn úr Glerá. Með því móti þyrfti dýra vatnshreinsistöð og Xíitnið yrði e.t.v. ekki jafn bragð gott og áður. Hins vegar má fá grunnvatn úr borholum, sem eru í Krossastaðalandi í Glæsibæj- arhreppi og má líklega telja eðli legra að nota vatn, sem ekki þarf að hreinsa. Seinni kosturinn er talinn æskilegri og er í nán- ari athugun hjá bæj arverkfræð- ingi og vatnsveitustjóra. HREINLÆTISMÁL JAFNAN OFARLEGA Á BAUGI Nú vék Ingibjörg að öðrum flokki mála, sem ofarlega eru á baugi; hreiniliætismáiDuim. Er bæj- ainfélaigirau sfcyLt að halda bæjar- landinu hreinu, sjá um hreinsun á götum og opnum svæðum o.m. fl. Á vetrum að fjarlægja snjó af götum og bera sand á svell og á sumrum er nauðsynlegt að rykbinda götur. Til þessa mála eru ætlaðar kr. 9.750.000,— eða um 5,8%. Til sorphreinsunar einnar eru í ár áætlaðar um 5 millj. kr. Er það óvenju há upphæð, sem stafar af breytingum, sem gerðar verða á því starfi. Með fjölbýli og vax andi iðnaði fylgir meira sorp og ætlunin er að breyta fyrirkomu- lagi því sem nú er, að sorpið sé viku- eða hálfsmánaðarlega los- að úr sorptunnum í þar til gerð- um sorpbílum. f framtíðinni er ætlunin að í staðinn fyrir sorp- tunnur verði notaðar grindur og pokar. Húseigendur leggi til grindurnar en bærinn pokana. í öllum nýjum húsum er skylda að hafa sorpgeymslur, en við eldri hús mun bærinn stefna að því að koma upp sorpkistum utan húss fyrir pokana. Yerða þeir síðan fjarlægðir á venjulegum vörubílum, brenndir á sorphaug um og jarðvegi ekið yfir haug- ana og þeir sléttaðir. Gert er ráð fyrir að pokahreinsunin verði að fullu komin í framkvæmd um ára mót 1970-‘71. Þá er einnig ætlunin að gefa meiri gaum að frárennsli frá bæn um og ætlunin að flytja það norð ur fyrir pollinn. Á s.l. vori samþykkti bæjar- stjórn Akureyrar að ár hvert skyldi vera evo kölluð hrein- lætisvika. Var skorin upp herör, og bæjarbúar brugðu fljótt og vel við. Ótalin bílhllöss af rusli og úrgangi var ekið á hauga og innan viku var bærinn kominn í „sunnudagsfötin“ ef svo mætti að orði komast. Nokkru seinna fóru skátastúlkur á stúfana og hreinsuðu umhverfi þjóðvega í nágrenni bæjarins, og drógu m. a.s. bílhræ upp úr skurðum og létu aka á braut. Allt þetta stuðl ar að heilsuvernd manna, þótt ekki sé með því átt við það þegar rætt er um heilsuvernd. Þá er yfirleitt átt við þau störf sem unnin eru í heilsuverndar- stöðvum eða í líkum stofnunum. HEILSUVERND Æ STÆRRI ÞÁTTUR f ÞJÓÐFÉLAGINU Á Akureyri hefur verið rekin heilsuverndarstöð í áratugi, með styrk frá bænum undir stjórn héraðslæknis. Elzta starfsemi stöðvarinnar er berklaeftirlit. Aðrar greinar eru ónæmiaaðgerð ir, ungbarnaeftirlit og eftirlit með verðandi mæðrum. Á s.l. ári var einnig tekin upp, á vegum Krabbameinsfélags Akureyrar, leit að krabbameini í konum. Húsnæðisskortur hefur staðið Heilsuverndarstöðinni mjög fyrir þrifum og þyrfti að leysa þann vanda hið bráðasta, þannig að stöðin gæti aukið starfsemi sína. Heilauivennid er æ stærri ;þátbuir í nútímaþjóðfélagi. Fyrirbygging sjúkdóma er það sem stefna ber að. Með auknum iðnaði koma fleiri atvinnusj úkdómar og slysa hætta eykst með öflugri vélum og farartækjum og mengun lofts og lagar fer vaxandi. Allt þetta krefst meira eftirlits og nýrra aðgerða. SJÚKLINGAR VÍÐA AÐ ÚR NÁGRANNASÝSLUM Og síðan sagði Ingibjörg: „Þá er ég komin að mínu hjartans máli, eins og vinir mín- ir kalla það, en það er sjúkra- húsmálið á Akuréyri. Sem stofn un, er sjúkrahús okkar Akur- eyringa að verða eitt hundrað ára gamalt, á aðeins 3 ár eftir til að fylla öldina. Það hefur þrisvar sinnum skipt um ytri búning. Núverandi húsnæði er fyrir 128 sjúklinga og er það stærsta sjúkrahús utan Reykja- víkur. Sjúkradeildir eru 5, og auk þeirra er fæðingardeild og svokallaðar hjálpardeildir: rannsóknardeild. Þar er og starf andi einn sjúkraþjálfari. Til sjúkrahússins á Akureyri leyta sjúklingar víða að. Úr öll- um sveitum Eyjafjarðar, þó nokkuð úr Þingeyjarsýslum og byggðarlögunum lengra austur og einnig úr Skagafjarðar- og Húnavatnssýslum“. Engin bæjarljósmóðir er starf andi á Akureyri, það embætti var lagt niður fyrir nokkru. Flestar konur fæða því á fæð- ingardeild sjúkrahússins og kon ur sækja þangað úr nærliggj- andi sveitum. Á s.l. ári fæddu 365 konur á Akureyrarspítala, en árið 1966 voru þær 421. Ef þessi þróun heldur áfram er út- lit fyrir að leggja megi bæði fæðingardeildina og ljósmæðra- skólann niður, en þetta er nú e.t.v. meira sagt í gamni en al- vöru, — og þó. Ingibjörg Magnúsdóttir, for- stöðukona Fjórðungssjúkrahúss- ins á Akureyri. BÆTA ÞARF AÐSTÖÐU HJÁLPARDEILDA SJÚKRAHÚSSINS Nú stendur til að byggja við sjúkrahúsið og vonum við að hafizt verði handa á þessu ári. Bæta þarf aðstöðu hjálpar- deilda, röntgen- og rannsókna- deilda og auka sjúkrarými. Þá verður öll aðstaða betri og hægt er að bæta við sérfræðingum, meinatæknum, sjúkraþjálfurum og öðru sérhæfðu starfsliði og kennsluaðstaða verður öll betri. Sjúkrahúsið hefur alltaf um 15 hjúkrunarnema og 12—14 sjúkraliðanema hverju sinni, kandídatar eru 2 og einn eða fleiri læknanemar. BÆTA MÁ SÉRFRÆÐIÞJÓNUSTUNA Þá kom Ingibjörg aftur að því er hún vék að í upphafi máls síns, þ.e. legu Akureyrar, og bærinn þyrfti að búa meira að sínu, til þess að geta veitt sérfræðiþjónustu bæði bæj arbúum og eins ibúum nærliggj- andi sveitarfélaga. Hún sagði: „Það er dýrt að sækja sér- fræðiþjónustu landshorna á milli og ekki bara eyðsla á fé heldur og tíma. Við munum aldrei geta boðið upp á allar sérfræðigrein- ar til þess erum við enn of fá, en við getum bætt þjónustuna mikið. Akureyrarbær starfrækir 2 elliheimili og eru þar nú á milli 110 og 120 gamalmenni. Endur- bætur og nýsmíði eru við bæði heimilin. Við Elliheimili Akur- eyrar er verið að byggja viðbót arálmu fyrir 30 vistmenn, þar verður setustofa sem nota má til mannfagnaðar og aðstaða fyr ir aj'úfcraiþjiálfiuin, fóitsnyptiinigu og vinnulækningar í kjallara. Við Elliheimilið í Skjaldarvík er verið að bæta aðstpðu starfs- fólks, bæði hvað snertir íbúðar- herbergi, matstofu og eldhús. Nýtt vistheimi'li og dagskóli fyrir vangefna er i smíðum og er sú bygging langt komin. Þar geta orðið um 45 einstaklingar. Vistheimilið er sjálfseignarstofn un og fær styrk frá ríki og bæ. Það er rekið af styrktarfélagi vangefinna, en í stjórn þess sit- ur einn fulltrúi skipaður af landlækni og annar af bæjar- stjórn Akureyrar. ReksUar- Mótið var mjög vel sótt og sumar konumar komnar langt að. (Mynidir: Ljósimyndaist. Þóris)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.