Morgunblaðið - 19.10.1970, Síða 20

Morgunblaðið - 19.10.1970, Síða 20
52 MORG-UNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 19. DESEMBER 1970 ÆVINTÝRASPIL GRÍMSBRÆÐRA BRÆÐIJRNIR Jacob og William Grinim voru báðir háiærðir prófossorar en einnig afkastamiklir ævintýrasafnarar. Þeir siifnuðu þjóðsögum og ævintýrum um gervaiit Þýzkaland. Þessi ævintýri hafa síðar verið þýdd á fjnlmörg tunsrumál oir börn í ótal löndum hafa lesið þau sér til ánægju. Teningur er notaður við spilið og hver þátttakandi hefur eitt peð eða plötu. Teningnum er varpað til skiptis og hver þátttakandi færir peðið xun jafnmarga reiti og teningurinn segir til um. Gætð ykkar! 1 hvert skipti, sem þið lendið á svörtum reit, gerist eitthvað. Góða skemmtun! 5. Spegill, spegill, herm þú mér, hver á landi fegurst er? spyr vonda stjúpan í sögunni af Mjallhvít. Bíðið eina umferð. 7. Hérinn og broddgölturinn fara í kapphlaup. Færið ykkur á reit 6. 9. Æ, Þyrnirós stakk sig á snældunni og verður nú að sofa í heila öld. Þú mátt ekki halda áfram, fyrr en þú færð 5. 11. Hérinn og broddgaltarfrúin í kapphlaupi. Færðu þig á númer 6. 13. Dvergarnir sjö koma heim frá vinnu. Þú fylgir þeim fram á reit 16. 15. Veslings Öskiibuska. sem varð að strita fyrir hrokafullu stjúpsyst- umar. Þú hjálpar henni að sækja vatn í brunninn. Bíddu í eina umferð. 18. Galdranomin i kökuluisinu hefur klófest Hans og Grétu. Þú færð ekki að halda áfram, fyrr en þú færð 4, 5 eða 6. 20. Mjallhvít flýr út í skóginn. Færðu þig á reit 22. 21. Rauðhetta er á leið til ömmu með vín og kökur og liittir úlfinn. Bíddu I eina umferð. 23. Konunni minni finnst leiðinlegt að búa í forargryfjunni, segir fiski- maðurinn við flyðruna. Hana langar svo mikið að búa í luisi. Færðu þig um tvo reiti. 27. Þú finnur skóinn, sem Öskubuska týndi á dansleiknum. og færð auka- kast. 30. Litli, hugrakki skraddarinn stóð sig bærilega í viðureigninni við ris- ann. Þú færð tvö aukaköst. 33. Vonda stjúpan gefur Mjallhvít eitrað epli og Mjallhvít hnígur niður sem dauð væri. Bíddu í eina umferð. 35. Forelrlrar Hans og Grétu eru að leita að þeim. Allir flytja sig emn reit aftur á bak. 39. Bang! Veiðimaðurinn skýtur úlfinn, sem hafði gleypt Rauðhettu og ömmiina. Þú færð aukakast. 42. Það er erfitt að brjótast í gegnum þyrnigerðið að höll Þyrnirósar. Dragðu einn frá í tveimur næstu köstum. 44. Þú situr fastur í þyrnigerðinu. Bíddu þangað til allir eru koninir fram hjá 34. 47. Þú konist í gegnum þyrnigerðið og mátt færa þig á reit 50. 49. Konungssonurinn vekur Þymirósu með kossi. Allir færa sig fram um tvo reiti. 52. Kokkurinn vaknar með höndina reidda og gefur eldhússtráluium löðr- ung. Bíddu í eina umferð. 60. Brúðkaup Mjallhvítar, Öskiibusku og Þyrnirósar er haldið með mildlll viðhöfn og allar lifðu vel og lukkulega upp frá |>vi. Sá, sem komst fyrstur á reit 60, vann spilið og hálft konungsríkið.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.