Morgunblaðið - 17.02.1971, Síða 8
8
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FEBRÚAR 1971
Sótzt eftir
í velferðinni
Frá Hvatarfundi uni fíknilyf
Á hádegisfundi, sem Sjálfstæð
iskvennafélagið Hvöt efndi til
sl. laugardag, var fjallað um
fíknilyf, sem nú eru að verða
vandamál hér. Lýsti Þórður
Möller yfirlæknir fyrst þessum
lyfjum og verkunum þeirra og
Jón Thors, fulltrúi, talaði síðan
um aðgerðir til að verjast þess-
um vágesti sem þegar er farið
að bera á hér á landi. Á eftir
báru fundarkonur fram fjölda
spurninga, sem ræðumenn svör-
uðu. Formaður félagsins
Geirþrúður Bernhöft stjórnaði
fundi og Friðleifur Helgason
lék á píanó undir borðum.
Þórður Möller talaði I upp-
hafi máls síns um hina nýtil-
komnu fíknilyfjaneyzlu annars
vegar og áfengisneyzlu hins veg
ar. Hér væri áfengið það böl, að
40—50% af innlögnum á Klepp
væri vegna misnotkunar áfengis.
Bjóst hann ekki við að fíknilyf-
in yrðu annað eins böl, þó menn
viti hvað þeir hafa, en ekki hvað
þeir hreppa. Vitað er að hass-
neyzla er á þeim stöðum, þar
sem hún er mest, ekki minna böl
en áfengi hér. Nefndar eru töl-
ur um að í Norður Afríku stafi
efni mundu koma i staðmn fyrir
áfengi, þau gætu allt eins vel
komið i ofanálag.
Yfirlæknirinn skýrði því næst
hina þrjá hópa, sem þessi lyf
skiptast í, þ.e. róandi efni, sem
í eðli sínu verkuðu líkt og alko-
hól. 1 öðru lagl örvandi efnin,
sem í eðli sínu svipar til koka-
ins. Og í þriðja lagi ofskynjun-
arlyfin. Eftirsóknin í þessi efni
er gömul, eins og eftirsóknin í
velliðan er, sagði læknirinn. En
það sem gerir það að verkum
að ásókn í þau eykst svo í vel-
ferð nútímans, er það, að þar er
sótzt eftir vellíðan hvað sem
hún kostar. Og þarna er um að
ræða vellíðan úr samræmi við
raunveruleikann.
Lýsti læknirinn áhrifum hinna
einstöku hópa af lyfjum og
hvaða einkenni fylgja þeim. M.a.
gat hann þess i sambandi við
bama I líflnu, væri það nú milli-
stéttarfólk, sem þessa neytti og
þá oftast í framhaldi af fíkni-
efnum. Svo stór hluti £if hass-
neytendum færi yfir í heroin að
ástæða væri til að vara alvar-
-ega við því. Og í sambandi við
hassneyzlu gat hann þess m.a. að
ef rétt væri að farið hefði hún
l för með sér ofskynjun sem
væri samfara vellíðan, en ef
neytandi væri óheppinn gæti
það valdið ofsahræðslu, skelf-
ingu og ofsóknarimyndun og gæti
þá orðið hættulegt. Hass-
neyzla gæti líka framkallað geð
truflunarköst með ofskynjun og
ofsóknarskynjun. Ekki sé al-
gengt að hassneytendur séu
hættulegir á Vesturlöndum, en
það sé svo algengt í Austurlönd-
um að enska orðið assasin eða
morðingi sé samstofna arabiska
orðinu hassisin. Hér á Vestur-
löndum er mest áberandi þessi
sljóleiki eða óvirkni meðal hass-
neytenda.
Síðar í erindi sínu sagði yfir-
læknirinn að maður hefði hald-
ið að hass og ofskynjunarlyf
ættu lítinn hljómgrunn á Vest-
HOLLENZKU
COKUSDREGLARNIR
ERU KOMNIR AFTUR í MÖRCUM
FALLECUM LITUM OC MÖRCUM
BREIDDUM
Einnig
gólfmottur
margar fegundir
1 H F
Vesturgötu 1.
Þórður Möller yfirlæknir flytur erindi um fíknilyf á fundi hjá Sjálfstæðisfélaginu Hvöt.
70—80% af innlögnum í geð-
sjúkrahús að einhverju leyti af
hassneyzlu. Og enginn er kom-
inn til með að segja að svona
morfínið og skyld og þekkt lyf,
að það nýja við neyzlu þeirra
væri hópneyzlan. í stað þess að
vera vinsælust meðal olnboga-
S/ómenn
Vana sjómenn vantar á góðan útilegubát frá Reykjavik.
Upplýsingar hjá skipstjóranum Hafsteini Guðnasyni
í síma 92-1558.
i i — .
Ss KAUPMANNASAMTÖK ISLANDS
Afgreiðslustúlka
óskast í kjörbúð i Kópavogi.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu Kaup-
mannasamtaka íslands, Marargötu 2.
urlöndum. Þau mundu frekar ná
fótfestu þar sem óvirkni gætti
meira. Hér hefðu menn svo mik-
ið að gera við að koma sér
áfram. En verið gæti að eftir-
sókn lífsgæða hefði gengið svo
langt, að það væri farið að
ganga fr£im af fólki. Svo væri
að sjá sem uppreisn gegn lífs-
gæðum og fíknilyfjanautn færi
dálitið saman. Sjálfsagt verði
þetta ekki krufið fyrr en hægt
sé að líta til baka. Þvi við verð-
um að líta svo á, að þetta líði
hjá. En við erum komin of ná-
lægt því til að hægt sé að vona
að hægt verði að komast fram
hjá því, sagði læknirinn í lok-
in.
Jón Thors sagði að fyrstu að-
gerðir gegn fíknilyfjaneyzlunni
hefðu verið breytingin á ópíum-
lögunum 1968, en próf Þorkell
Jóhannesson hefði þá fyrst-
ur manna vakið athygli yfir-
valda á að nauðsynlegt væri að
taka upp varnir gegn þessu efni,
sem ólíklegt væri að við slypp-
um við. Var talið tímaspursmál,
þar til aldan skylli yfir okkur
og fyrstu bylgjur eru nú komn-
ar. Á þessum síðasta vetri jókst
mjög notkun þessara lyfja hér,
sagði Jón. Og þá kemur vand-
inn, hvernig koma eigi i veg fyr
ir að þetta breiðisit út og verði
Framhald á bls. 2L
Iðna&arhúsnæði með fram-
tíðarmöguleika til sölu —
Húseignin að Dalshrauni 5, Hafnarfirði er til sölu. Húsið er rúmlega 300
ferm. að flatarmáli, lofthæð 5—6 m stærð lóðar 5.700 ferm.
Hér er um að ræða mjög hentuga eign fyrir iðnfyrirtæki, sem hyggur á
stækkun þar sem unnt mun að byggja á lóðinni nál. 2.800 ferm. húsnæði.
Til greina kemur að selja traustum kaupanda með vægri útborgun og
góðum greiðslukjörum.
Þeir sem áhuga hafa, vinsamlegast sendið tilboð fyrir 20. febrúar n.k. —
Upplýsingar veittar í síma 42606.
Tékkneska bifreiðaumboðið á íslandi h.f.
Auðbrekku 44—46, Kópavogi. Pósthólf 80.