Morgunblaðið - 17.02.1971, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 17. FBBRÚAR 1971
15
íslenzkir verkfræðinemar með íslenzk verkefni í Höfn:
Taka f yrir hraun í steypu
og orkuflutning á Islandi
FJÖLMARGIR íslendingar
ljúka sínu verkfræðinámi við
Verkfræðiháskólann í Kaup-
mannahöfn. Nú er skólinn að
flytja úr sínu gamla húsnæði
inni í bænum í nýtt og glæsi-
legt háskólahverfi úti í Lyng-
by, þar sem risnar eru fjöl-
margar glæsilegar og nýtízku-
legar byggingar með bóka-
söfnum, vínstúkum, kaffistof-
um, fyirlestrasölum o.s.frv.
Og þarna er ein stærsta
og fullkomnasta tölva í
Evrópu, sem prófessorar og
nemendur geta beitt við úr-
lausn verkefna sinna.
Við Verkfræðiháskólann
kenna tveir íslendingar, Júlí-
us Sólnes og Jónas Elíasson,
sem að undanförnu hafa unn-
ið að mjög góðri og gagnlegri
hugmynd fyrir land sitt. Þeir
hafa verið að reyna að koma
því svo fyrir að íslenzkir
námsmenn vinni fyrir loka-
próf að íslenzkum verkefnum,
sem hafa þýðingu fyrir Is-
land. Er það ekki ónýtt við
þær aðstæður, sem þarna eru,
þar sem skólinn ber kostnað-
inn og rannsókna- og reikni-
vélaaðstaða er til úrvinnslu á
gögnum.
Júlíus Sólnes er prófessor í
burðarþolsfræði og Jónas Elías-
son kennir greinar innan vatns-
og straumafræði og hafa þeir
báðir þegar getað skapað nem-
endum íslenzk verkefni. Magnús
Jóhannsson tekur til dæmis próf
verkefni hjá Júliusi, sem er í
því fólgið að gera tilraunir með
notkun hrauns og vikurs i
steypu. Með þeim hætti mætti
létta steypuna mjög mikið og
spara t.d. járn, að því er Júlíus
sagði, er fréttamaður Mbl. hitti
þá Jónas að máli I Kaupmanna-
höfn. Sagði hann að búið væri
að fá til Kaupmannahafnar allt
efnið I þessar tilraunir frá Is-
landi, þ.e hraun, vikur og sem-
ent. Hugmyndin væri að nota
ekki annað en íslenzkt efni, til
að gefa örugglega rétta mynd.
—- Ég tel mjög mikilvægt, ef
hægt væri að fá slíkt bygging-
arefni, sem yrði_ þannig bæði
ódýrara og hentugra sagði
Júlíus. En nú erum við að rann
saka hvort slik steypa þolir eins
mikla veðrun og sú, sem nú er
notuð.
Þá tekur verkfræðineminn
Guðinundur Björnsson fyrir
verkefni varðandi jarðefni í
sambandi við vegagerð. En
hann er að rannsaka íslenzk
steinefni við gerð oliumalar á
vegi á Islandi.
Jónas segir okkur, að fjórir
Islendingar hafi fyrir jólin feng
ið verkefni í sambandi við rann
sóknir á jarðhita og hafi skilað
þvi. Og tveir aðrir taki fyrir
litla virkjun á Austurlandi. En
þeir Guðmundur Ásgeirsson og
Þórður Búason ættla nú að taík-
ast á hendur veigamikið verk-
efni, rannsókn á orkudreifingu
á íslandi. Þetta verkefni felst I
því, að þar sem stefnt er að
því að fá hitun á öllu Islandi
með rafmagni og jarðhita, þá
ætla þeir Guðmundur og Þórður
að reyna að reikna út hvemig
orkufliubnmgur verði ódýrast-
ur og finna heppilega
Þessa mynd tók blaðamaður Mbl. af þeim Júlítisi Sólnes og
Jónasi Elíassyni fyrir utan eina verkfræðibygginguna í Lyng-
by i ausandi rigningu.
staði. Kvaðst Jónas vera
þeim hjálplegur við að fá gögn
til úrvinnslu, en verkefnið vinna
piltarnir hjá dönskum prófessor.
— Ef vel tekst til, geta þeir
kannski bent á aðferð til að
leysa orkudreifingu á íslandi,
sagði Jónas. — Við teljum að
verkfræðistúdentarnir hér
þurfi að fá fleiri slik verkefni
að heiman, og það vilja þeir líka
helzt sjálfir.
— Ég tel slík verkefni ákaf-
lega gagnleg, sagði Júlíus
Sólnes. Hér eru öll tæki fyrir
hendi og fé er veitt í þetta.
Hraunsteyputilraunirnar kosta
t.d. áreiðanlega einar 50—60
þúsund danskar krónur, fyrir
utan alla aðstöðu og þjónustu.
Nú háttar þannig til, að verk-
efni verkfræðistúdenta eru að
verða miklu fremur rannsóknar-
efni en byggingartilraunir og
við það hafa opnazt möguleikar
til að nýta þetta tækifæri. Og
mér finnst að það ætti að -nota
eftir því sem frekast er unnt.
Blaðamaður Mbl. hafði litið inn
til þeirra Jónasar og Júlíusar i
gamla Verkfræðiháskólahúsið
inni í Kaupmannahöfn, þar sem
þeir eru að vinna að sínum eig-
in rannsóknarverkefnum.
AL.LT SEM HRISTIR
NIÐUR MANNVIRKI
Július Sólnes starfar við burð
arþolsdeild Verkfræðiháskólans
og fæst við rannsóknir á jarð-
skjálftum og stormsveipum eða
öllu því, sem getur hrist niður
byggingar, eins og hann orðaði
það. Nú er hann að vinna með
tilbúna jarðskjálfta I rannsókn
arstofu og útreikninga á burð-
arþoli í tölvunni stóru. Ef bygg-
ingar standast þessa tilbúnu
jarðskjálfta eiga þær að þola
alla jarðskjálfta náttúrunnar,
skildist mér. Júlíus er að undir-
búa erindi, sem hann ætlar að
leggja fram á ráðstefnu um
stormaálag á hús í Hong Kong
i haust. Þá fer hann til Japan,
en þar dvaldi Júlíus á sínum
tíma í eitt ár við framhaldsnám
á vegum danska Verkfræðihá-
skólans.
Slíkar jarðskjálfta- og storm-
þolsrannsóknir ættu að geta
komið að gagni hér á landi. Og
við spyrjum Júlíus hvort hann
telji að hér geti komið jarð-
skjálftar, sem hristi niður hús,
og valdi verulegu tjóni. Jú,
hann segir að það geti verið.
fekki hefði t.d. verið gott ef jarð
skjálftinn, sem varð fyrir nokkr
um árum í mynni Skagafjarðar,
hefði átt upptök sín niálægt þétt-
býlinu, eins og t.d. í Reykjavik.
Sá jarðskjálfti mældist 7 stig,
en íslenzkar byggingar eiga að
standast 8 stig.
RENNSLI OG GEYMSLA
Á HEITU VATNI í
JARÐLÖGUM
Jónas Elíasson hefur sína
bækistöð I þeim hluta Verk-
fræðiskólans, sem fæst við fræð-
ina um strauma í ám og vötnum
og eru þar í kjallara geysimikl-
ir tilraunatankar og útbúnaður
til slíkra tilrauna. Sjálfsagt var
að spyrja Jónas um hans við-
fangsefni, en hann er að vinna
að verkefni í doktorsritgerð.
Hann kvaðst vera að rann-
saka grunnvatnsrennsli, þ.e.
rennsli á heitu vatni i jörðu á
íslandi. Þar sem vaxandi hiti er
niðri i jörðinni, er grunnvatnið
heitara og hefur tilhneigingu til
að leita upp, útskýrði hann. Það
þykir til dæmis sansað að jarð-
hitasvæðið undir Reykjavík sé
þannig til komið, að grunnvatn-
ið leiti upp. Hitinn hækkar mjög
hratt niður á 400—600 m dýpi,
en síðan mjög hægt. Þegar kom-
ið er niður á 2 km dýpi, er hit-
inn eins og maður mundi búast
við af eðlilegum ástæðum.
Reiknað er með að vatnið hitni
á 1500—2000 m dýpi og leiti upp.
Á 2 km dýpi er hiti semsagt all-
miklu hærri en eðlilegur hiti er
á 400—600 m dýpi.
— Það fyrsta sem ég er að
vinna að, er að finna út af
hverju slikt fer yfirleitt af rtað
og það er gert með reiknings-
legum aðferðum, sagði Jónas.
Síðan er ætlunin að reyna að
rannsaka geymslu jarðlaganna á
svona stöðum, og þá hve miklu
rennsli megi búast við inn í bor-
holurnar á slíkum stað og hve
mikið rennslið breytist með tím-
anum.
Framhald á bls. 16.
Gunnar G. Schram:
HÁÞRÓUÐ L ANDGRÆÐSLA
Á FÖSTUDAGINN í síðustu
viku rdtaði góð'vinur minn,
Kristján Albertsson, íhygli-
verða greiin hér í blaðið, sem
hanin niefndi: Landgræðsla —
í Afríku eða á fslandi. Margt
var í þeirri grein vel sagt og
suirnt ágæfiega, eins og jafnan
þagar Kristján ritair um
þjóðmenningarmiál eða önnur
þau veraldliagri efni, sem hug
hans taka fanginn.
f þatta sinn urðu lamdbúnað-
ur og ræfetiunarmálin fyrir val-
inu, og í siðari hluta gnei-nar-
inmar er nöklkuð vikið að fyrir-
hugaðri aðstoð ísilands við
þróunanlöndin. Var það niður-
staða höfumdar í sbuttu mláli,
að í þeim efnuim skyldum við
minmast hins gamóa orðtaks:
Maður, 1‘íttu þér nær! Fráieitt
væri að vera að stússast í að-
stoð við fátækar, fjarlægar
þjóðir meðan við ættum eftir
að græða upp landið Okkar,
hækka ellistyrkinn til gamla
fólksinis og gera vegi, sem
akfærir væru á borð við
hleimmiskeiðin fínu í útlöndum.
Skoraði greinarhöfundur síðan
á Alþingi að láta frumvarpið
um aðstoð ísllands við þróunar-
lönidin daga uppi — og það til
langframa!
Ekki er vafi á því, að aflt er
það sabt og rétt, sem höfundur
segir um mauðsyn og framtíð-
arhorfur grasræktar á landiniu
og að mikið liggi á að autka
framliögin til lamdgræðslumnar.
Hópur iandgræðslumanna er,
sem betur fer, stór og fer vax-
andi; við, sem trúum á töfra-
mábt túnvinguilsins, birkisins
og barrtjánna erum tvrmæla-
laust í meirihluta á þessu
landi. Spurningin er aðeins
þessi:
Er það sj álifigefinn sannleilk-
ur, að meðan ýmis ísílenzk fram
faramál eru óleyst sé það hin
mesta fásinna að Táta sér
detta í hug að eifna til að-
stoðar við hin svometfndu þró-
unarlönd?
Minnir ekki slíkur máiifliutn-
ingur örlítið á stúdenitinn, sem
notar útilokunaraðferðina við
val á háskóladei'ld, þegar ali't
um þrýtur?
★
Sú er þó skoðum greinarhöf-
undar, en hætt er við að ýmisir
telji að þar sé sjónaukimn bor-
imn fyrir blinda augað. Hitt
sýnist sanni nær, að ekki þuirtfi
að vera hér um weina gagn-
kvæma útilokun að ræða. Unnt
sé að vinna bæði að brýnuim
verkefnuim hér innanilands og
líta einnig einstöku simnuim út
fyrir landsteinana. Vitanlega
er það þó satt og rébt, að okkur
ber fyrst og fremst skýlda tfl
þess að hyggja þar að, sem
heitast brennur. Eniginn skal
verða fyrri til þess að viður-
kenma það en ég, að smánar-
lega ferst þjóðfélaginu við
gamla fólkið, sem það skammt-
ar hungurlús úr hnefa, og
heimtar síðan frá því heltfitinia
aftur með skattskyldu fram á
grafarbakkann. í hinum enda
Jakobsstigans er hið sama að
finna, þar sem er upphæð him«
svokallaða barnalí'feyris, sem
um var rætf í ágætri grein hér
í blaðinu á dögunum.
Einnig er það kórrétt, að
vegir mæbbu vitaniltega vera
steinílagðir á þessu stóra landi,
en ekki má það þó gleymast,
að hér byggir fóilk jafnframt
hið strjálbýlasta land álfunnar,
og þótt víðar væri l’eitað. Má
raunar vera, að nú taki þó semn
að morgna í þeim efrnuim, er
Þjóðbátíðarnefnd hefur snúið
sér að vegamátumium.
Um það eir ekki deilt og verð-
ur ekki deilít, að fjöllmörg eru
verlkefnin, sem blasa við og
bíða skjótrar lausnar í landinu.
En ef við æblum að leysa þau
öll áður en hortft er til annarra
verkefna, þótt fjær sýnist
standa, sem þróunaraðstoðin, er
hætt við að rneira vatn hafi þá
rumnið tll sjávar en frá upp-
hafi íslandsbyggðar.
★
Sebjium fnekar dæmið upp á
þennan hátt: Árleg útgjöld
íslenzka ríkisins ti'l hinna m'arg-
víslegustu framkvæmda enu
nú um 10 milljarðir króna.
Þjóðartakjurnar eru á ári um
35 milljarðir króna. Hér stend-
ur valið því ekki millli þeisis
ánnarsvegar að hætta að byggja
vegi og styðja garnla fólkið og
hinsvegar að hefja þróunarað-
Stoð fyrir einn eða tvo milljóna-
tugi. Við getuim auðveldleiga
gert þetta hvort tveggja í einu.
Dreymir okfcur um, að við sé-
um í tökx ríkra og háþróaðra
ianda? spyr greiniarhöfundutr.
Nei, það er sem betur fer ekfci
draumur, heldur . veruleiki.
Hvort sam mönnum líkar það
bebur eða verr, eru fjölskyldu-
tekjur á Isiandi þær þriðju
hæstu í Evrópu og tekjuir á
mann skipa okkur hátt á lista
velmegunarþ j óða.
Við getuim þessvegna ekki
afsakað okkur með ótfeiti þegar
spurt er hvers vegna ísland sé
eina ríkið í Bvrópu, þar sem það
opimlbera standi ekki að fastri
þróunaraðstoð. Við höfum að
vísu bekið lán erliendis til þeaa
að fjármagna stórfeilldar verk-
legar framfcvæmdir síðustu ár-
in, en dettur nokkrum í hug að
ÍSlamd sé eina þróaða landilð,
sam nokkru sinni hetfur tekið
ertent rlkislán? Og það, að vext
Franihald á bls. 19