Morgunblaðið - 11.04.1972, Síða 23

Morgunblaðið - 11.04.1972, Síða 23
MORGUNBLAÐÍÐ, ÞRIÐJUDAGUR II. APRÍL 1972 23 Bjarni Pálsson, skrif- stofustjóri - Minning Fæddur 16. apríl 1906. Dáirni 3. april 1972. Enn er vinar að sakna. Bjarni Pálsson skrifstofustjóri toll- stjóraskrifstofunnar varð bráð- tkvacklur aðfaranótt annars páska dags, 3. þ.m. Kom andlát hans ðHum á óvart, þvi ekki var ann- að »vitað en að hann væri að öllu leyti við góða heilsu. Við unnum saman glaðir og reifir laugardaginn fyrir pátska, og á páskadag vann Bjarni við að fegra ibúðarhús sitt eins og svo oft áður. Hann gekk til svefns um kvöldið en vaknaði ekki af þeim svefni. Með Bjarna er til moldar genginn góðuir drengur og merkur embættismaður. Bjarni Pálsson var fæddur í Reykjavík 16. april 1906, en sá dagur var eins og dánardagur hans, 2. i páskum. Bjarni Pálsson var kominn af Ikunnuim reykvisitoum ættum. Faðir hans var Páll Hafliðason, skipstjóri, fseddur 1857 og dá- inn 1937, sonur hjónanna Haf- lliða Hannessonar og SLgríðiar Bjarnadóttur, er lengi bjuggu rausnarbúi í Gufunesi. Með- al systkina Páls voru hinn fcuinmi skútusfcipstjóri og for- ystumaður í útvegsmálum Lúð- vífc Hafliðason og Helga móðir Hafsteins Bergþórssonar skip- stjóra og útgerðarmanns. Páll ivar hinn mesti atgervis- og duign aðarmaður. Var hann lengi skip stjóri á skútum, en síðar af greiðslumaður hjá Völundi h.f. Móðir Bjarna Pálssonar var Guðlaug Ágústa Lúðvíksdóttir steinsmiðs Alexíussonar lög- regluþjóns i Reykjavík, en með- al systkina hennar var Lárus Lúðvíksson skókaupmaður í Reykjavík, kunnur athafnamað- ur. Guðlaug var annáluð dugn- aðairkona. Lifði hún lengi eftir andiát manns síns og andaðist í Reykjavík 1962 85 ára gömul. Bjarni var yingstur af 9 börn- u:m foreldra sinna. Ölst hann upp á heimili þeirra í Reykja- vilk, sem fyrst var við Sölvhóls- götu, en síðar að Sólvallagötu 21. Bjarni gekk i Menntaskólann í Reykjavík og varð stúdent það an 1929 með hárri einkunn. Lagði hann síðan stund á laga- nám við Háskóla Islands og lauk lögfræðipróf 13. júní 1933 með mjög háriri 1. einkunn (139% stigum). 1929—1930 var hann formaður Orators, félags laga- nema. Eftir að Bjarni hafði lokið lagaprófi stundaði hann fyrst málflutning í Reykjavík. Hinn 15. janúar 1934 var hann skip- aður fulltrúi lögmanns (síðar yfirborgarfögeta) en starfaði við tollstjóraembættið í Reykja vík. Varð hann síðan skrifstofu stjóri þess embættis og gegndi því starfi til dauðadags. Héraðs dómslögmaður varð hann 1944. Bjarni kvæntist 4. jan. 1936 Guðmundu Sigríði Jónsdóttur skipstjóra á ísafirði Bjarnason- ar og konu hans Karitasar Magimúsdóttur bónda í Áliftafirði Einarssonar, en móðir Karitasar var Guðrún Guðmundsdóttir stórbónda á Eyri i Seyðisfirði vestra Bárðarsonar. Eru meðal systkina .Guðmundu dr. Bjarni Jónsson, lætonir, betokjarbróðir Bjarna Pálssonar og Kjartan Jónsson kaupmaður. Þau Guðmunda og Bjarni byggðu á fögrum stað húsið nr. 94 við Langholtsveg og hafa bú ið þar um langt skeið. Lagði Bjarni mikla alúð við að fegra garðinn umhverfis húsið. Bjarni og Guðmunda eignuð- ust eina dóttur barna, Hrefnu fædda 1936, sem gift er Sigfúsi Thorarensen verfcfræðingi. Eiga þau 2 börn, Odd Bjarna og Sig- ríði Birnu, sem voru augastein- ar afa síns. Bjami Pálsson var frábær heimilisfaðir. Var honum ekki annara um neitt en velferð konu sinnar, dóttur og dóttur- barna. Fyrir hamingju þeirra og velferð varð allt annað að víkja. Ég kynntist Bjarna Pálssyni fyrst er ég var sýslumaður á Isa firði. Hann hafði þá meðal ann- ars á hendi fyriir tollstjóraemb- ættið umsjón með innheimtum, sem gengu á milli tollstjóraemb ættisins og embættanna utan Reykjavíkur. Átti ég á þessum árum oft tal við Bjarna af þess- um sökum og var fljótt auðfund ið að við góðan embættismann var að skipta. • Náin kynni oktoar og sam vinna hófst þó ekki fyrr en ég tók við tollstjóraembættmu 1943. Tóku þá brátt aðrir menn við flestum þeim störfum sem Bjami hafði áður gegnt, en hann varð nánasti aðstoðarmaður minn, staðgengilil og ráðunautur og skrifstofustjóri tollstjóraskrif- stofunnar. Urðu og þau mál eft- ir því sem árin liðu sífellt fleiri sem hann annaðist og afgreiddi á eigin hönd. Samstarf .okkar Bjarna hefur nú staðið í meira en 28 ár. Á þessum árum þurftum við að sjálfsögðu að leysa ýmsan vanda og gefa álit og gera til- lögur um fjölda mála. Eru þær stundir orðnar margar, sem við Bjarni höfum átt saman, bæði í venjulegum skrifstofutíma og ut an hans, til að ræða þessi mál og ganga frá afgreiðslu þeirra. Voru þessar viðræður yfirleitt mjög ánægjúlegar og skemmti- iegar og fyrir mlg, sem ábyrgðina bar á afgreiðslunni, mjög gagn- legar. Kom þá að góðu haldi skörp greind Bjarna, stilling hans og réttsýni og gott vald hans á islenzku máli. Bjarni Pálsson var hár maður vexti, beinvaxinn, herðabreiður og karlmannlegur, andlitið frítt, hárið mikið og hrokkið og fór vet, svipurinn stitlilegur og fram ganga öll traustvekjandi. Hann var maður prýðilega greindur, átti auðvelt með að átta sig á efni mála og að ræða viðkvæm mál við menn án þess að valda sárindum. Hann gat stundum verið nokkuð þykkjuþungur, en yfirleitt setti glaðværð hans og rík kímnigáfa svip á framkomu hans og viðmót. Bjarni var víðlesinn í íslenzk um fræðum fornum og nýjum. Hafði hann myndað sér sjálfstæð ar skoðanir um ýmis vafaatriði í þeim fræðum og voru þau hon- um kært umtalsefni. Á yngri árum iðkaði Bjami nokkuð skák og vann nokkrum sinnum til verðlauna í þeirri íþrótt. Samvinna okkar Bjarna Páis sonar leiddi til vináttu, sem aldrei bar skugga á. Færi ég honum þakkir fyrir samstarfið, vináttu hans við mig og fjöl- skyldu mína og störf hans öll fyrir tollstjóraembættið. Er hans þar almennt saknað og sæti hans vandfyllt. Við fráfall Bjarna er þó að sjálfsögðu sárastur harmur kveð inn að konu hans, dóttur og öðr um ástvinum. Sendi ég þeim inni legar samúðarkveðjur. Megi minningin um góðan dreng verða þeim til huggunar. Torfi Hjartarsom. Hinn 3. þ.m. varð bráðkvadd- ur að heimili sínu, Langholts- vegi 94 hér í borg, Bjarni Páls- son, skriifistofustjöri og fer út- för hans fram i dag frá Dóm- kirkjunni i Reykjavík. Bjarni var fæddur í Reykja- vik 16. april 1906 og voru for- eldrar hans Páll skipstjóri Haf- liðason, bónda i Gufunesi Hann essonar og seinni konu hans Guðlaug Ágústa Lúðvíksdóttir steinsmiðs i Reykjavík Alexius- sonar. Páll andaðist 12. mai 1937 en Guðlaug 10. maí 1962. — Þau Páll og Guðlaug áttu saman 9 börn og var Bjarni yngstur þeirra, en hin börnin eru þessi talin eftir aldri: Ágúst f. 1894, dáinn um 1915 og hafði þá nýlokið prófi frá Verzlunarskóla Islands. Guðbjörn, bifreiðastjóri, f. 1896, kvæntur Guðmundu Gísla- dóttur frá Stekkum í Flóa. Haraldur, stýrimaður, f. 1897. Tók út af b.v. Hafsteini 14.11. 1929. Árni, innheimtumaður, f. 1898, Framhaid á bls. 31. Minning: Jónas Hvannberg kaupmaður Fæddur 4. 11. 1893. Dáinn 1. 4. 1972. „Horfinn dáinn harmafregn.“ Þeir hverfa nú hver af öðrum mennirnir sem lyft hafa grettis- tökum þessarar aldar á Islandi. Svo mikill er hugsjónareldur einsíakra manna, að hár aldur og þverrandi heilsa megnar í erngu að sljóvga áhugann og elj- una fyrir framtakiniu. Einn af þessum mönnum var Jónas Hvannberg, eigandi og stofnandi hinnar stóru og vel þekktu verzlunar „Hvanmbergs- bræðra'* hér í borg. Með stórhug og einbeitni hins regiusama stjórnanda tókst Jónasi að yfir- vinna öll ijón og bimi er á vegi voru. Jómas minn, aðeins nokkur orð til að þakka þér langa og góða kynningu milli heimilanna og allar ánægjustundimar er við Frimann áttum með þér og þín- um, Eftir 48 ára gamla kynn- ingu og vináttu þyrpast minn- ingarnar að. Það er af svo miklu að taka. Ein er þó áleitnust, það voru sæludagarmir er við oft áttum hjá ykkur á höfðingjasetrinu þínu Otey. Þar er allt svo fagurt og prýtt, að ef paradís er til á jörðu finnst mér hún þar. Fram- tak þitt þar og gróðurreitir Guðrúnar eru verðlaunagripir alirar þjóðarinnar. Þetta lýsir stórhug þínum og framtaki bezt. Þú vissiir líka, hve mikill yndis- auki það var konu þihni að hlúa að gróðrinum, og eins og í öLlu þá var það engum takmörkum háð að þú sæir hana glaða. Gestrisni þín og höfðingsskap- ur á heimili þímu er okkur f jöl- skylduvimunum kær og ógleym- amLegur. Hlýjan i handtakinu bar vott um heitt hjarta, það fundu börnin þín, barnabörnin, ættingj- af og tetngdafólk allt, er þú ávallt vildir rétta hjálparhönd. Jónas var mikiil heimamaður og leitaði sér fróðleiks i góðum bókum. Hann var mikill listunn- andi og bar gott skyn á margs konar list. Hygg ég hann hafi átt eitt hið fallegasta safn máil- verka og annarra listmuna. Einhverntíima spurði ég Jónas, hvað hann teldi sina mestu gæfu í lífinu. — Því er nú fljót svarað, konuna mína, hún hefur verið mér allt i öllu. I blíðu og stríðu höfum við alit sameigin- Legt og borið hvort annars byrð- ar. — Jónas var allt tíð heilsu- veili, en var með viljaþreki og karlmemnsku alla ævi að teitast við að lifa lífinu heiU. 1 mínum augum var Jónas sér- stæður persónuLeiki. Framkoma hans tiguleg og yfir honum reisn er mótaðist af virðuleik. Húsbóndi var hann góður og þeim er náðu vináttu hans var borgið. Ráð hans og ábendingar voru ávallt hoU ráð, eins og góð- um dreng sæmdi. Eiginkomu Jónasar, sonum þeirra, tengdadóttur, barnabörn- um, öðrum ættingjum og vinum sendi ég einlægar samúðarkveðj- ur mínar og fjölsfcyldu minnar. Ég veit að söknuður ykkar er sár, þið hafið misst mikið. En við skulum samt gera okkur grein fyrir því, að þótt við verð- um að sjá af ástvimum okkar, höfum við i raun réttri ekki misst þá. Því það sem þeir voru okkur, getur enginn frá okkur tekið. GiLdi þess og verðmseti verða okkur skiljanlegri og dýr- mætari eftir að þeir eru horfnir. Látum fyrirheit Guðs um end- urfund og eilíft lif sefa sorgina mimnug þess að Guð gaf og Guð tók. Minningarnar, þakklætið og eilífðarvonin verma hugann og greiða veg okkar fram til eilífð- arlandsins. Þar ríkja voröflin ein. Þar verður unaður lífsins aldrei rofinn, hvorki af sjúkdómi né dauða. „Drottinn gefðu dánum ró, hinum likn er lifa.“ Jónína Guðmundsdóttir. ÁRIN eru mörg siðan ég kynnt- ist honum fyrst. Þá var ég sendi- sveinn hjá Haraldi og kom stund- um til Hvannbergsbræðra. Ég tók þá fljótt eftir því, hversu stjórnsamur og reglusamur mað- ur Jónas Hvannberg var í hví- vetna. Hjá honum störfuðu einn- ig ætíð framúrskarandi duglegir og öruggir menn, Sigtryggur bróðir hans og Finnur Ólafsson, sem ég síðar vann með á Grund í mörg ár. Allir eru þessir menn látnir, og ég er að skrifa nokk- ur minningarorð um Jónas Hvannberg. Hann var nokkuð fá- skiptinn, að mér fannst, en vin- ur vina sinna var hann sann- arlega. Gott var að koma til þeirra hjóna, Guðrúnar og Jón- asar, á falLega heimilið þeirra á Hólatorgi, en þangað lágu Leiðir ofckar Helgu, konu minnar, nokk uð oft. Minnmgar þaðan eru margar og hugljúfar, en þau hjón voru samhent í svo mörgu og gestrisni þeirra var við brugðið. Jónas Hvannberg var fram- sýnn og vinnusamur maður, sem tók virkan þátt í atvinnulífinu á margan hátt. Skóverzlun Hvann- bergsbræðra er ein elzta skó- verzlun landsins, en það var við- ar, sem Jónas lét til sin taka, og átti hann hlutdeild að stofnun ýmissa fyrirtækja og átti sæti í stjórn sumra þeirra. I Útey í Laugardal rak hann búskap um árabil, en frú Guðrún kom upp eimum fegursta trjágarði á land- inu, enda er hún mjög blómelsk og ann aliri ræktun. Við áttum stundum tal saman. Báðir vorum við alltaf að flýta okkur, en sa-mt sem áður held ég, að við höfum skilið hvor annan. Okkur fannst báðum skilningur manna á framkvæmd- um og framförum oft og tíðum harla litili og okkur Jónasi fannst stundum litils hófs og fyrirhyggju gætt í meðferð opin- bers fjár og vorum samsinnis um svo ótal margt í þessum efn- um. Nú eru leiðir skildar að sinni. Tómlegt mun mörgum finnast í Hólatorgi 8, ekki sízt frá Guð- rúnu, sem hann unni svo heitt. Við hjónin sendum henni, sonum þeirra og öðrum ástvinum inni- legar samúðarkveðjur. Gísli Sigurbjörnsson. I dag, þegar mágur minn Jón- as Hvannberg, kaupimaður, er jarðsunginn, koma minningarn- ar fram í hugann, eftir meira en hálfrar aldar kynni. Árið 1920, þegar ég var 12 ára gamall var ég sendisveinn hjá skóverzlun Hvannbergsbræðra. Þá var Jón- as orðinn einkaeiga-ndi verzlun ariranar, þar sem Erlendur bróð- ir hans var þá látinin. Um þebta leyti fluttist verzlunin úr Hafnar stræti 15 í nýbygg’t hús Eim- skipaféiags Islands, og í því húsi var verzlunin þar til á siðast- liðnu ári. Það þóbti möngum mifc ið í ráðizt, þegar Jónas tófc þebta stóra húsnæði á leigu, en allt gekk vel ag í dag er skóverzl- un Hvannbergsbræðra elzta sfcó verzlun landsins. Velgenigmi verzlunarinnar er fyrst og fremst að þafcka dugnaði og heiðarleifca Jónasar, ásEumt heppni hans að hafa ávaíllt gott starfsfóik, sem sumt hefur unnið við verz'.unina í árabugi. Það sem mér er þó efst í huga er einkalíf Jónasar, þvi harm var fyrst og fremst ástrífcur eig inmaður og faðir. Hann var gift ur systur minni í yfir '50 ár, og allan þann tima heyrði ég hann aldrei segja styggðaryrði við hana eða nokkurn anman á heimiiinu. Hann 'kallaði sysbur mírna gælunafni, sem enginn amm ar notaði. Jónas sýndi móður simni mikla umihyiggju, og for- eldrum mínum var hann eins og bezti sonur. Jónas tók litinn þátt í al.mennu félags'.íifi, en þó er mér tounnugt um að hann var góður stuðnings- og velgerðar- maður margra félaga oig ein- stafclinga, en því var etoki á loft haldið. Að leiðariofcum toveð ég þenman drengsfcapar- mann með kæru þakklæti fyrir Framhald á bls. 14. t Hjartans þakkir færum við öllum, er sýndu otokur sam- úð og vinarhug við fráfali og útför eiginmanns, föður og tengdaföður, Árna Stefánssonar frá Þingeyri. Jafnframt þökkum við öllum þeim, er veittu honum líkn í þraut, svo og vinum og vandamönnum tryggð til hinztu stundar. Hulda Sigmundsdóttir, Erla Árnadóttir, Gústaf Jónsson, Guðmundur Árnason, Ásdís Pálsdóttir. s

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.