Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 13.05.1972, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. MAÍ 1972 19 ATVIKiVA ATVIVVA ATVIVVA Ungur maður sem áhuga hefur á sölumennsku óskar eftir starfi. Hef verið á námskeiði í sölutækni. Tilboð sendist Mbl. merkt: „Sölumaður — 1617“. Verkstióri óskast að hraðfrystihúsi á Suðurlandi. Tilboð sendist blaðinu merkt: „1618“. Bakari óskast eða aðstoðarmaður, nemi kemur til greina. G. ÓLAFSSON & SANDHOLT. Stari leiksviðsstjóra Þjóðleikhúsið óskar að ráða tæknimenntað- an mann í starfi leiksviðsstjóra frá 1. sept- ember 1972. Laun samkvæmt kjarasamningi ríkisstarfsmanna. Skriflegar umsóknir sendist Þjóðleikhús- stjóra fyrir 1. júní n.k. Þjóðleikhússtjóri. Stúlkur — atvinna Starfsstúlkur óskast — vaktavinna, einnig stúlkur til að þrífa til. Reglusemi áskilin. NEÐRI-BÆR Síðumúla 34 . ® 83150 RESTAURANT . GRILL-ROOM F É EÁG S STARF- " SJÁLFSTÆÐISFLOKKSINS Árnessýsla Sjálfstæðisfélögin á Setfossi halda fund að Tryggvaskála þriðjudaginn 16. maí kl. 8.30 aiðdegis. GUNNAR THORODDSEN, RAGNHEIÐUR GUÐMUNDSDÓTTIR og ÓLAFUR G. EIN- ARSSON tala á fundinum. Fjölmennið. Sjálfstæðisfélögin á Selfossi. Ari Árnason - Minning Fæddur 4. desember 1910. Dáinn 7. maí 1972. Nú þegar sumarið sækir á, þá berast þær harmafregnir að tengdafaðir minn Ari Árnason hafi orðið bráðlkvaddur að heim- ili siiniu aðfararnótt sunmudagsins 7. maí. Gagnvart slíkum harmafregn- um stendur maður agndofa, undrandi og harmi lostinn og maður verður áþreifanlega var við að ekki skilur langt á milli lífs og dauða. Eitt vitum við að þegar kallið kemur þá kaupir sér engðnn frí. fig veit að Arí hefði heizt kosið sér þesisa leið til að kveðja þetta líf. Ari var fæddur 4. desember 1910 að Vatnsleysuströnd, sonur hjónanna Önnu Daníelsdótt- ur og Árna Theodórs Pétursson ar. Hann ólst upp að mestu leyti hjá móður sinni og var hennar eina barn, reyndist hann henni góður sonur alla tíð. Hún liggur nú á sjúkrahúsi Keflavikur eft ir erfiða skurðaðgerð. Eftirlifandi kona hans er Maria Kjartansdóttir, dóttir þeirra hjónanna Sigriðar Jóns- dóttur og Kjartans Ólasonar. Var samband þeirra mjög ein- lægt og mat Ari konu sína ætí8 mjög mikils. Þrjú börn áttu þau: Sigurð, Þorgerði, Daníel og eitt barn átti Ari áður, Önnu, og lifa þau öll föður sinn. Ari Árnason var einn af þeim mönnum sem ekki bera tilfinnimg ar sínar á torg en gat átt marg- ar glaðar stundir með sínum nánu vinum. Hann var mjög gó8 ur heimilisfaðir og unni konu sinni og börnum mjög og gaí þeim alla sína starfskrafta, sitt félagslíf og starf vann hann inn an sinnar fjölskyldu. Fyrst þegar ég kom á heimili þeirra Ara og Maríu þá bjuggu þau i gömlu vinalegu húsi að Vallargötu 3 og minnist ég þess hvað allt var snyrtilegt og snot urt, og strax þá varð ég var við þann mikla heimilisfrið, sem ég hef ætíð fundið ríkja á heim- ili þeirra síðan. Hugur Ara var alltaf við sjóinn og þegar þeim bauðst byggingarlóð á þeim stað sem hann gæti séð yfir innsigl- inguna í Keflavík, þá byggðu þau sér myndarlegt en snoturt hús að Njarðargötu 12: Þangað fylgdi þeim þessi heimilisfriður sem ríkt hafði í gamla húsinu og sem ekki kemur með nýjum húsum, heldur hugarfari þeirra sem í þeim búa. Ari starfaði lengst af sem vörubilstjóri í Keflavík og var hann vel látinn og farsæll í sin-u starfi. Hann var mjög trú- verðugur maður. orðvar og hátt- vis. Á vörubílastöð Keflavikur eignaðist hann sína heztu vini og sjá þeir nú á eftir honum með trega, fara í hina hinztu ferð. Nú þegar le:ð'r sk'ja þá brvzt fram flóð minninga um góðar stundir, styrk og stoð þegar neð þurfti og aldrei stóð á aðstoð hans ef á burfti að halda. Mér er liúft að minnast hans sem eins vandaðasta manns sem ég hef fvrirhitt á lífsleiðinni. okkar vinátta og' tengdabönd voru ætíð falslaus og einlæg. í dag fylgja ástvinir Ara Árnasyni til grafar. Ég bið guð að gefa þeim styrk sem um sár- ast eiga að binda til að bera harm sinn af stillingu og móð- ur hans, sem ekki getur fylgt honum siðasta snölinn, óska ég að góður guð gefi sérstakan kraft til að yfirstíga hennar þunga harm. Minningin um Ara verður ætíð björt og hrein og mun verða ykkur öllum til styrktar í framtíðinni. Halldór Martelnsaon. Tilboð óskast í V.W. 1300 árgerð ’70 í núverandi ástandi eftir veltu. Til sýnis í dag og á morgun, hjá BÍLALEIGUNNI VEGALEIÐUM, Hverfisgötu 103. Skóhsaoiband íslonds hefur opnað skrifstofu í Norðurveri við Hátún. Síminn er 25536 og 25537. SKÁKSAMBAND ÍSLANDS Pósthólf 674. AUGLÝSING UM SVEINSPRÓF Sveinspróf í löggiltum iðngreinum (vorpróf) fara fram í maí og júní 1972. Meisturum og iðnfyrirtækjum ber að sækja um próftöku fyrir þá nemendur sína, sem lokið hafa námstíma og burtfaraprófi frá iðnskóla. Ennfremur er heimilt að sækja um próftöku fyrir þá nemendur, sem eiga minna en 2 mánuði eftir af námstíma sínum þegar próf fer fram, þ.e. hafa lokið námi fyrir 1. ágúst 1972, enda hafi þeir lokið burtfaraprófi frá iðnskóla. Umsóknum ber að skila til formanns hlutaðeigandi prófnefndar fyrir 18. maí n.k., ásamt námssamningi, brottfararprófsskír- teini frá iðnskóla, fæðingarvottorði og prófgjaldi. Skrá um formenn prófnefnda liggur frammi í skrifstofu iðn- fræðsluráðs svo og hjá iðnfulltrúum og á bæjarfógeta- og sýsluskrífstofum. Athygli er vakin á því. að sveinspróf mega aðeins fara fram á auglýstum tíma. Reykjavík 9. maí 1972 IÐNFRÆÖSLURÁÐ. / SMÍÐUM ÍBÚDIR Til sölu 5 og 6 herbergja íbúðir í smíðum við Tjarnarból. Seljast tilbúnar undir tré- verk, en sameign frágengin. Verða afhentar á þessu ári. Ein íbúð á stigapalli. Fallegt út- sýni. Bílskúrsréttur. Einbýlishús í smíðum í Norðurbænum Hafn- arfirði, selzt fokhelt með miðstöð. Afhendist fljótlega. OPIÐ TIL KL. 5 í DAG. Skip og fasleignir Skulagötu 63 Sími 21735. Eftir lokun 36329.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.