Morgunblaðið - 19.12.1972, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 19. DESEMBER 1972
KR sigraði Val
KR sigraði Val í Reykjavik-
urmótinu á Laugardag. Leikur-
inn var æsispennandi frá upp-
liafi til enda, og allvel leikinn
af beggja hálfu. Sýndu lið-
in oft á tíðum mjög skemmtileg
tilþrif, og er greiniiegrt að þau
eru bæði í fremstu röð. KR-ing-
ar standa enn bezt að vígi i
Reykjavíkurmótinu, hafa ekld
tapað leik, og nægði sigur
í leiknum gegn iR í gærkvöldl
til þess að hljóta Reykjavíkur-
meistaratitilinn. Hafi ÍR hins
vegar sigrað í þeim leik, þarf
aukaleik milli IR og KR um tit
ilinn.
Kolbeinn Pálsson skoraði
fyrstu körfuna gegn Val, strax
á fyrstu sek. leiksins. Valsmenn
hófu sókn, en Kristinn Stefáns-
son miðherji varði skot Vals-
manna. Einnig í næstu sókn
varði Kristinn, og þetta átti
hann eftir að leika oft í leikn-
um.
KR komst í 6:0, og skömmu
síðar í 13:6. En Valsmenn voru
ekki af baki dottnir, þótt Þórir
Magnússon væri í sérstakri
gæzlu Birgis Guðbjörnssonar,
og skoruðu 10 næstu stig, sum
á glæsilegan hátt. Leikurinn
var síðan hnifjafn út allan hálf
leikinn, sem endaði 37:35 Val í
hag.
Valsmenn héldu forystunni í
siðari hálfleik, og þegar 5 min.
voru liðnar var staðan 47:42 fyr
ir þá. Enn bæta Valsarar við
forustuna, þegar Kári Marísson
skorar fjögur næstu stig, tvö
þeirra eftir glæsilegan samleik
við Þóri Magnússon.
PRESSA KR-INGA
Á 7. mín. hálfleiksins, þegar
staðan var 56:46 fyrir Val, tóku
KR-ingar að beita maður
á mann pressuvöm uon allan völl'
inn. Virtist sem Valsliðið færi
alveg úr sambandi við þetta, og
hinir eldfljótu bakverðir KR,
Gunnar Gunnarsson og Kol-
beinn Pálsson stálu boltanum
af þeim hvað eftir annað og skil
uðu honum i körfu Vals. Ef
Valsmenn komust framhjá
Gunnari og Kolbeini voru Krist
inn Stefánsson og Birgir Guð-
björnsson eftir til að fást við,
og þeir vörðu hvert einasta skot
Valsmanna i langan tíma. KR-
ingar breyttu 56:46 fyrir Val, í
60:57 fyrir sig á fjórum min. og
var þessi kafli afar glæsilegur
hjá iiðinu. Valsmenn hins veg-
ar buguðust gjörsamlega á
þessum tíma, og í þau fáu skipti
sem þeir komust í góð skotfæri,
fóru skot þeirra framhjá.
SPENNANDI
LOKAMÍNCXUR:
En Valsmenn voru ekki bún-
ir að vera. Þeim tókst smám sam
an að ná sér á strik á ný, og
þegar fimm mín. voru til leiks-
loka var staðan jöfn, 66:66, og
þegar fjórar mín. voru eftir var
enn jafnt, nú 70:70. Jafnt var
72:72, og síðan 74:74, en þá skor
uðu KR-ingar f jögur næstu stig,
og staðan var 78:74. Hafsteinn
Guðmundsson skoraði fyrir Val
78:76 þegar 20 sek. voru til leiks
loka, og þessar sek. héldu KR-
ingar boltanum, og sigruðu þeir
þar með i þessari skemmtilegu
viðureign.
KR liðið lék allt mjög vel í
þessum leik, og sýndi að liðið
verður ekki auðunnið í vetur.
Guttormur Ólafsson átti nú sinn
langbezta leik með KR i vetur,
og sýndi sérstaklega mikið
öryggi í körfuskotum. Þá var
Kristinn Stefánsson mjög góð-
ur bæði í vörn og sókn, og Birg
ir Guðbjörnsson átti sinn bezta
leik með KR til þessa. Birgir er
geysilega sterkur varnarmaður,
og hafði mjög góð tök á Þóri í
vörninni. Af þeim 14 stigum sem
Þórir skoraði í fyrri hálfleik,
skoraði hann t.d. ekki eitt ein-
asta með langskoti. Kol-
beinn Pálsson var góður, en
Gunnar Gunnarsson mætti
skjóta meira sjálfur. Hann reyn
ir langsikot mjö.g sjaldan en hitt
ir oftast þegar hann reynir.
Þessi frammistaða Vals
sýndi og sannaði að sigur þeirra
yfir iR á dögunum var engin
tilviljun. Liðið er afar jafnt, og
höfuðstyrkleikur þess liggur í
góðum varnarleik ásamt vel út-
færðum leikfléttum í sókninni.
Og það sem e.t.v. er ekki
minnsta atriðið, leikgleði liðs-
ins er gifurleg.
Stighæstir I liði KR voru
Guttormur með 22, og Kolbeinn
Pálsson með 20.
Hjá Val voru stighæstir Kári
Marísson með 20, og Þórir
Magnússon með 18.
gk.
- FH
Franiliald af bls. 49
út úr brotunum fyrir Haukalið-
ið en aukakast.
Það kom hins vegar á óvart
að Haukaliðið skyldi ekki bet-
ur undir það búið að mæta
slíkri vama r „taktik“ heldur
en raun bar vitni, þar sem vit-
anlega mátti búast við að henni
yrði einhvern tímann beitt
gegn þeim. Þegar Ólafur var
ekki til þess að senda á línuna
komu sárafáar línusendingar og
stundum kom það fyrir að línu-
menn Hauka stóðu fríir á
línunni meðan félagar þeirra
voru að senda boltann á milli
sin úti á vellinum. Greinilega
munar miklu fyrir Haukaliðið
að Stefán Jónsson er enn ekki
kominn í þann ham sem hann
hefur oft verið í, en þetta var
þó bezti leikur Stefáns í vetur
og bendir til þess að hann sé
að ná sér á strik. Það var smá
„tætarabragur" yfir honum í
leiknum.
Þrátt fyrir mörkin 18 verður
ekki annað sagt en að vörnin
hafi verið betri hluti Haukaliðs
ins í þessum leik. Að vísu finnst
manni að reynandi hefði verið
fyrir Haukaliðið að taka Geir
úr umferð. Til þess þarf reynd-
ar að fórna góðum varn-
arleikmanni, þar sem erfitt er
að hemja Geir, en samt sem áð-
ur var það svo áberandi hvað
Geir var mikilvægur í spili
FH-liðsins og skoraði mikið
sjálfur, að sjálfsagt var að gera
tilraun til að stöðva hann betur.
I STUTTU MÁLI:
íþróttahúsið Hafnarfirði.
íslandsmótið 1. deild 17. des.
Crslit: Haukar — FH
15:18 (6:9).
Brottvísun af velli: Ólafur
Einarsson, FH í 2 mín. Hafsteinn
Geirsson, Haukum i 2 min.
Mislieppnað vítakast: Viðar
Símonarson átti vitakast fram-
hjá á 22. mínútu.
— Körfu-
knattleikur
Framhald af bls. 49
sýna það að sigurton yfir ÍR í
Reykj avíku rmótin'U vajr ekki til
viljuin."
Spá Kára:
VaJiur
ÍR
KR
Ármann
IS
HSK
UMFN
Þóir
Eins og fraim kemur hjá fyrir-
liðunuim, bendir allt tffl þess að
Isiandsmótið í körfubolta verði
miun jafnara en áður. Það er
skemimit'ffliegt að vita tii þess að
breiddto er að aukast, og KR
og ÍR eru ekki lemgur þau einiu
stórveldi sem þau hafa verið á
uindian'förnum árum.
Steinn Sveinsson, IS.
„Við ætlum okkur að
gera stóna hluti i þessu móti. Við
höfum æft mjög vel að undan-
förnu undir handieiðslu mjög
góðs þjMfiara, og ætlnm örugg-
GANGUR LEIKSINS:
Míu. Haukar. FH
5. 0:1 Geir
6. 0:2 Geir (v)
9. 0:3 Auðunn
10. Sigurgeir 1:3
10. 1:4 Geir
15. Svavar 2:4
15. Ólafur (v) 3:4
16. 3:5 Þórarinn
18. Ólafur (v) 4:5
20. 4:6 Geir
21. 4:7 Ólafur
23. 4:8 Ólafur
25. 4:9 •Jónas
28. Sturla 5:9
29. Sigurgeir 6:9
HÁLFI.KIKIR
31. Sturla 7:9
32. 7:10 Geir
36. 7:11 Gunnar
36. 7:12 Geir
40. Sigurgeir 8:12
40. 8:13 Geir (v)
41. Guömuudur 9:13
43. 9:14 Gunnar
46. 9:15 Þórarinn (v)
47. GuÖmundur 10:15
48. 10:16 Viðar
48. l»órður 11:16
49. 11:17 Geir
51. Sigurður 12:17
53. 12:18 Viðar
55. Stefán 13:18
57. ólafur (v) 14:18
59. Ólafur (v) 15:18
lega að ógna veldi KR og IR
i vetur.“
Spá Steins:
IS
Valur
KR
IR
Ánmann
HSK
UMFN
Þór
Birkir Þorkelsson, HSK:
„Mótið verður afar jafnit, og
yfirburðiir KR og IR verða ekki
jafn áberandi og áður. Mesta trú
hef ég á þvi að Valsmenn muni
setja strik i reiikntoginn. Við
höfum orðið fyrir mikiium mann
skaða, og það á eftir að gera
okkur erfitt fyrir. Annars er
andimn í liðtou góður, og við
stefmum að 3. sætinu í mótinu.
Spá Birkis:
IR
KR
IS
Valur
Ármann
HSK
UMFN
Þór
51
Mörk Hauka: Ólafur Ólafs-
son 4, Sigurgeir Marteinsson 3,
Guðmundur Haraldsson 2,
Sturla Haraldsson 2, Svavar
Geirsson 1, Þórður Sigurðsson
1, Sigurður Jóakimsson 1, Stef-
án Jónsson 1.
Mörk FH: Geir Hallsteinsson
8, Þórarinn Ragnarsson 2, Ólaf-
ur Einarsson 2, Gunnar Einars-
son 2, Viðar Símonarson 2, Auð-
unn Óskarsson 1, Jónas Magn-
ússon 1.
Dómarar: Hannes Þ. Sig-
urðsson og Karl Jóhannsson.
Dómarar dæma náttúrlega
aldrei leiki þannig að ekki megi
að finna. Hins vegar komust
þeir Hannes og Karl eins ná-
lægt því að dæma óaðfinnan-
lega og líklegt er að komizt
verði.
stjl.
Rafn Haraldsson, Þór:
„Við erum ekki kornnir í nógu
góða æfingu eranþá, og svo háir
okkur að við höfum ekki þjálí-
aira. Það er einni'g slæmt fyrir
liðið hvað við fáum fáa leffld fyr
ir Is'landsmótið. En þráht fyrir
þetta tel ég -að við mumuim haJda
okkar sæti í 1. deild.
Spá Rafns:
KR
IR
Valur
IS
Ánmann
Þór
UMFN
HSK
Guðjón Helgason, U.M.F.N.
„Þetta leggst vel í okkur. Við
höfum æft mjög vel að undam-
förnu, og keppum að þvi að ná
þriðja sætirau."
Spá Guðjóns:
ÍR
KR
UMFN
IS
Ármann
Valur
Þór
HSK. — gk.
Kristinn Jörundsson
Framhald af bls. 47
liði MH í öllum þessum grein
um, nema hvað ég var ekki
alveg öruggur með að komast
í liðið í knattspyrnunni.
— Síðasta voturinn minn I
menntaskóla, þegar maður
átti að æfa sem minnst, en
læra sem mest, sneri ég dæm-
inu alveg við og æfði geysi-
lega mikið. Árangurinn varð
líka sá að ég komst í meist-
araflokk, bæði í knattspyrnu
og körfubolta.
ÞÁ var ég stoltur
— Manstu eftir þínum
fyrsta körfuboltaleik?
— Nei, ég man nú ekki eft
ir honum, en eftir einn af
mínum fyrstu leikjum með
meistaraflokk IR var sagt í
blöðunum að ungu mennirn-
ir hjá iR hefðu staðið fyrir
sínu og ég varð geysilega
stoltur.
— ÍR-ingar hafa orðið Is-
landsmeistarar öll þau ár
sem þú hefur leikið með lið-
inu.
— Jú það er rétt, við tók-
um titilinn af KR 1969 og höf
um sannarlega ekki hug á að
sleppa honum aftur. KR er
eina liðið sem getur ógnað
okkur, að ég held, og það
jafnast ekkert á við leiki
þessara liða. Þeir eru hreint
út sagt stórkostlegir, ætli
það megi ekki helzt líkja
þeim við leiki ÍA og KR á
sínum tíma í knattspyrnunni.
— Hvað hefurðu skor-
að flest stig í körfubolta-
leik?
— Ég skoraði 40 stig í leik
á móti Ármanni í fyrra.
SAMTALS SEX MÍNÚTUR
— Hvað með landsleiki í
körf uknattleiknum ?
— Ég hef leikið 10 lands-
leiki, en það er sama sagan
í körfuboltanum og knatt-
spyrnunni, ég hef lítið ver-
ið inn á með landsliðinu. T.d.
lék ég ekki nema samtals i
rúmar sex mínútur á siðasta
Polar-cup móti. Ég var með
í 3 mínútur á móti Finnum
og Svium, 13 sekúndur á móti
Dönum og ekkert á móti
Norðmönnum. Ég var mjög
óánægður með að fá ekki að
vera með, ég hef sennilega
aldrei verið betri en einmitt
þá.
DÓMARAMÁLIN
HÖFUÐVERKUR
— Hver eru helztu vanda-
málin í sambandi við körfu-
knattleikinn hér á landi ?
— Dómaramálin eru alger
höfuðverkur, leikmenn kom-
ast upp með röfl og leiðindi
í leikjum og það gefa sig fá-
ir út í dómarastörfin. Það
vantar að aganefndin í
körfuknattleiknum sé notuð,
þá er ég viss um að við fengj
um fleiri og betri dómara til
starfa og körfuboltinn yrði
betri. Fjárskortur háir körfu
knattleiksliðum gifurlega,
fleiri menntaða þjálfara vant
ar og starfið leggst á allt of
fáa menn. Þetta er aðeins sýn
ishorn af vandamálunum, en
þau eru mýmörg.
SLAGSMÁL
— Að lokum Kristinn, af
hverju valdirðu knattspyrnu
og körfuknattleik, en ekki
t.d. handknattleik?
— Ég var nú , einu sinni í
handknattleiknum og komst
meira að segja i lið hjá Fram
í 3. flokk. Mér finnst hand-
boltinn bara bjóða upp á svo
lítið, það er gaman að dútla
í honum, ef mann langar í
slagsmál.
-áij.