Morgunblaðið - 14.06.1973, Síða 28

Morgunblaðið - 14.06.1973, Síða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 14. JÚNl 1973 SAI GAI N Anne Piper: 1 Snemma í háUinn 3 Ég lofa því að tedkna aldrei nema fallegar myndir af þér, og svo kyssti hann mig á ennið og fékk mér vasaklútinn sinn, sem mér fannst nú líkjast meira málningartusku, en mér var orð ið alveg sama og ég hvíldi bara þarna í örmum hans og horfði á gasofninn, og veltl þvi fyrir mér, hvort þetta væri virkilega ég sjálf og hvað armar karl- manns væru nú eiginlega þægi iegur staður að hvíla á. Klukk- an um tíu stóð hann upp, lagði mig á rúmið og fór. Jæja, svona byrjaði þetta þá. Eftir þetta hitti ég hann þrisv- ar eða fjórum sinnum á viku. Ég vissi aldrei, hvenær hann mundi bíða mín fyrir utan, og stundum fórum við svo heim til min en stundum heim til hans. Ef við fórum þangað, málaði hann mig með olíulitum á stór léreft, en heima hjá mér, gerði hann uppköst með blýanti eða krít. Hann var vanur að tala við nág meðan hann vair að vinna, svo að þetta var ekki eins leið- inlegt fyrir mig og það hefði getað verið. Þegar hér var kom- ið var hann enn í listskóla og hann var vanur að segja mér á kvöldin, hvað hann hefði lœrt um daginn og svo um myndir og málverk. Hann var nú fullgam- all til að ganga í skóla, en hann hafci bara ekki ákveðiö sig fyrr en hann var búinn að vera í há skóla. Mánuðum saman kyssti hann mig ekki aftur. Ég hafði nú stundum áhyggjur af þvi, en herbergið mitt var farið að fyll- ast svo af myndum af mér, sem voru svo fallegar, hvar sem á þær var iitið, að ég sann- færðist um, að hann hefði að minnsta kosti ánægju af að horfa á mig, annars myndd hann ekki gera svona mikið að þvi. Ég klippti af mér hárið, eins og :.ann hafði sagt mér, hafði það stutt og siétt, og það fannst hinum stelpunum undar legt. Allt sumarið héldum við svona áfram og á sunnudögum heimsóttum við skemmtilega staði eins og Richmond eða Kew, ela fórum niður eftir ánni tid Greenwich. Hann fór með mig í öll málverkasöfn í London og vakti áhuga minn á list, svo að ég gat orðið þekkt sund- ur Rubens og Rembrand, þeg- ar komið var fram í september. En þá sagðis’t hann allt í einu vera að fara burt. — Hvað lengi? spurði ég. — O, svo sem mánuð. Ég á kost á að fara til Suður-Frakk lands með kunnirigja mínum — sem ég var íeð i Cambridge — það er sonur fLns lávarðar, sem á meiri peninga en hann kemst yfir að eyða. Hann borgar all- an kostnaðinn fyrir ánægjuna af samfélagi mínu. Lundúnaborg var afskaplega tóm þegar hann var farinn. Ég vissl ekki, hvernig ég ætti að lifa þennan mánuð af, án hans. Ég var orðin svo vön við Jack, að ég hafði ekki eignazt neina aðra kunningja — hafði bein- línis ekk: haft tíma til þess. Ég gerði herbergið mitt hreint og stoppaði í alla sokkana mína, en þá var samt ekkd nema vika liðin. Á sunnudag fór ég til Put ney að heimsækja May frænku. — Þetta var ánægjulegt, elsk- an, sagði hún. — Það er bara orðið alltof iangt síðan ég hef séð þig. Þú ert þreytuleg, þú ættir að koma miklu oftar um helgar og fá þér friskt loft. Heldurðu að þú þolir þessa búð arvinnu? Þú varst nú aldrel sér lega hraust eins og þú veizt, og svona lítil eins og þú ert, þá hlýtur þaö að vera erfitt að rog ast með alla þessa þurigu hiuti. Ég þræddi mig framhjá þrem- ur borðum, sem þama voru og settist loks í prjónastólinn und ir blaðagrindinni. — Ég þarf ekki að rogast með neitt, frænka. Ég er núna I sokkadeildinni og sokkar eru ekkl sérlega þunigir. May frænka tók upp tehett- una, sem hún var að sauma og renndi til mín hornauga gegn um nýju tvöföldu gleraugun. — Þú veizt það sjálf, Jenny, að þú þarft a. ekki að halda áfram með þetta lengur en þú sjálf kærir þig um. Ef þú legg- ur aurana þína í púkk með mér, gætum við komizt prýðilega af hérna í þessu litla húsi, og jafn vel fengið konu á morgnana í erfiðari verkin, býst ég við. En ungar stúlkur eru svo sjálfráð- ar nú orðið. Svo gaf hún mér ágætis te með súkkulaðiköku, sem hún hafði bakað sjálf. Eftir teið hélt ég í margar hespur, sem hún þurfti að vinda. — Það er verst, að þú skulir ekki koma miklu oftar, elskan. Það er svo óþægilegt að nota stóla til að halda í hespurnar. Og allan þennan tima voru alilar klukkumar í hörkugangi. Engin þeirra var nokkumtima rétt, en sú í eldhúsinu var venjulega tíu mínútum of fljót. Ég laug upp einhverju kvöld- boði og slapp burt áður en ég færi að öskra upp yfir mig. Einhvem veginn lifði ég af þessar þrjár vikur, sem eftir voru og svo kom kvöldið, þeg- I þýóingu Páls Skúlasonar. ar Jack sagðist ætla að verða kominn en kom ekki, og beið ekki við búðardyrnar eins og hann hafði lofað. Þá fyrst vissi ég fyrir atvöru, að ég var raun- verulega ástfangin af hon- um. Ég hafði þvegið á mér hár- ið, farið í nýja rauða blússu og búið til ketköku, sem beið tilibúin að stinga henni I ofn- inn, og svo kom hann ekki. Ég beið nú dálitið, en það var kalt, þvi að þetta var snemma i októ- ber, og ég átti enga almennilega vetrarkápu, svo að ioksins fór ég bara helm og kveikti á gas- ofninum. Ég kveikti iika á bak- arofninum, þvi að ég vildi ekki eyðileggja kökuna, og svo lagð- ist ég bara fyrir og grenjaði mér til óbóta. Ég var enn með dálít- inn hiksta, hárið út um allt and liitið og nefið á mér áldka rautt og blússan, þegar barið var fast að dyrum hjá mér, og þar var Jack kominn. Ég féll bara í fang ið á honum og hann kyssti mig, eins og hann ætlaði aldrei að hætta, og bæði bulluðum við ein hverja vitleysu, og hlustuðum naumast hvort á annað. Það kom fram, að lestinni hans hafði seinkað, og hann hafði komið beint af stöðinni. Hann var nú allur btvnndur af Miðjarð- arhafssólinni og hárið á honum var orðið ofurlítið ljósara en augun brúnni en nokkru sinní áöur. Ég gat ekki haft af hon- um augun og loks áttaði ég mig á því, hvernig ég mundi líta út í hans augum, og ég faldi and- liitið á mér upp við öxlina á hon velvakandi Velvakandi svarar í sima 10100 frá mánudegi til föstudags kl. 14—15. 0 Lýst eftir kolum Torfi Ólafsson, Nýlendugötu 7 í Reýkjavík hringdi. Torfi á suimarbústað, sem gert er ráð fyrir að kyntur sé upp með koium. Gallinn er bara sá, að kol virðast vera ófáanleg. Torfi sagðist hafa ifengið keypt kol hjá „bænum" — ennfremur stundum á Sel- fossi og í Borgarnesi. Nú væri þó svo komið, að fokið væri í öll skjól, og á þess um stöðum væri orðið kola- laust. Bágt á Velvakandi með að trúa þvi, að ekki sé hægt að drífa einhvers staðar upp nokkra kolapoka. Ef einhverj- um væri slákt dýrindi útbært, ætti sá hinn sarni að láta Torfa vita af þvi. Svo gæti náttúrlega einhver útsjónar- samur spekúlant séð sér leiik á borði og farið að flytja inn kol. Það hljóta að vera fleiri en Torfi, sem þurfa stundium að kynda með kolum. 0 Hugmyndafræði og ásatrú Sigurður Draumland sikrifar, en bréf hans birtist hér stytt: „1 tilefni af smágrein, sem birtist í Velvakanda 8. maí sl., þar sem minnzt er á áisatrú hina nýju, vill undirriitaður taka undir ósk um að fá upp- lýsingar um hugmyndafræði og trúarathafnir hinnar nýju hreyfingar ásatrúarmanna. — Undirritaður gerir ráð fyrir, að hugmyndafræði trúar þeirr- ar, er myndaðist á Norður- löndum um Óðin galdrakarl og gáfnaljós eftir dauða hans sé nú gjörsamlega úrelt og þess vegna hljóti hiugimynda- fræði nútíma ásatrúar að verða allt öðru visi. Þetta er aðalat- riðið. Um hugmyndafræði ásatrú- ar hinnar elidri eru tii allmiikl- ar heimildir. Þær er fyrst að finna í fyrri hluta Ynglinga- sögu og í Heimsikringlu, kenndri við Snorra Sturluson. Við Snorra er og kennd bðk að nafni Edda. Þar eru skráð- ar þjóðsögur eða helgisagnir ættkvísla eftir daga Óðins. — Þetta munu vera „guðspjöli" eða „bifelía" þeirra ættbálka, sem voiu að dreifasit um Skandinavíu og Eystrasalits- lönd lengi siíðan. Þessi foma áisatrú virðist fyrst líta dagsins ljós eftir að Asíuþjóðflokkurinn Æsir kom til Skandinavíu og fer að taka á sig mynd að Óðni dauð- um. Hvað verið hefur í trúar- brögðum Óðins og mamna hans er ekki Ijóst, en eitt er þó mokkum veginn víst: Heiðin- dómur eftirkomenda Óðins ber með sér mörg sterk einkenni þess að hafa upphaflega verið kominm úr frumkristni og þó öliiu fremur frá hugmyndakerf um, sem sniðin eru eftir trúar- brögðum, eldri bœði ásatrú og kristindómi. Óðinsmenn virðast hafa ver- ið gáfuð villidýr. Þeir missa smám saman samband við þau menningarkerfi, sem þeir voru upprunmir úr — semnilega langt í austri. Þeir taka svo fyrir að mynda trúarbrögð um Óðin og día hans. Hugmynda- fræði þeirra tima var allt öðru- vísi en nútimamanma, og mjög svo margvísleg, alllt eftir for- imgjum og andlegum sjóndeild arhringum. Ósjálfrátt lifa eftir og viðhaldast áhrifaatriði í trúarbrögðum þeirra og trúar- athöfnum, sem komin eru langt að úr fyrmsikunmi. Og það er lyglmál, að trúar- brögð fyrir daga Krisits frá Nazaret hafi verið smeydd manmúð, mildi og kærleiika. Oft getur virzt svo sem menn fyrr á timum ha'fi haft tii brumrns að bera jafmmiikinn amdlegan og verklegam þrosika og þeir mútímamenm, sem gæddir munu vera beztum gáf- um og manmúðarþroska. 0 Nútíma-ásatrú Það, sem mig larngar til þess að vita er þetta: Hvar ætlar hin nýja ásatrú að stamda í straumi nútímams? Hvermig er hugmyndafræðim, er hún hlýt- ur að byggjast á, með tiMiti til líðamdi stundar? Hún hefur emga stuðnimgsrót i ásatrú Óðimskynslóða. Ætia má, að Óðinm hafi ver- ið einm af þeim sérhæfileikams spámömnum, sem fram koma og ieiða eftir beztu getu fylgj- endur sína eftir hugmynda- fræðum, sem þeim þykja hent- ug, þótt sjálfir kunni þeir að vera margvísari. Kristur fór aðra leið. Hanm gekk ódulimm, beimt fram, með sanmleikanm við hún. Hamm hlaut verðlaumin tvemn, kross- festimguna og það, að manmkym ið tók að nefna hamm Guðs- son. Af þessu hefiur svo hlotizt mikiill heilaspumi og biblíuleg- ur misskiiningur. Upphafs- maður Óðimsátrúnaðar var hæfileikum gæddur forinigi, ættaður að langferðatali frá Ausiturlömdium. Hamn studdist við fundim rök og vildi betur en eftirkomendurmir voru menn til að taka við. Svoma fór mú að miklu leyti með kristnu hugmyndafræðima ilika. Verkin sýna merkin. Sigurður Draunilamd.“ geysilegt litaúrval af Vouge-sokkabuxum og Vouge-sportsokkum Póstsendum

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.