Morgunblaðið - 11.12.1973, Blaðsíða 26
26
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. DESEMBER 1973
„Hreint
vandræðaástand
í byggingarmálum”
Eitt og annað um stöðuna í Eyjum
Þaðer hreint ótrúlegt aðfvlgjast með þeim dug, sem einkennir Evjafólkið,
sem er að snúa heim og hefur snúið heim. Hægt og sfgandi tekst það á við
v iðfangsefnin, því opinbera kerfið er svo seint í vöfum, að það virðist ætla að
fyrirbyggja, að á viðreisn Vestmannaevja verði hægt að taka fast og ákveðið.
Þegar maður fylgist með máium í Evjum og ber saman við gang máia í
öðrum bvggðarlögum, kemur sama niðurstaðan. Opinberæ kerfið reiknar
ekki með neinum sérstökum framkvæmdum eða sérstakri fvrirgreiðsiu
vegna einstæðasta áfalls f sögu bvggðar á Islandi. Samt eru hjólin farin að
snúast þar sem Evjafólkið hefur sjálft tekiðfrumkvæðið.
U;- j
m
ff ;
///> !*+* ,■+*
mm
• * *«11
' *»«.«
* + t
w * •
^0» *\ 1 i* *
. . - . ^ » .
- » ».« BRB ^
Ls ,rif" " ; ■
?- ‘r> f ; '■ ; .-I!.
' V 'm*
•
X
I
■ M;
•
■ «
» * ■« s-vsí
■« * *»,
»* i *
«* »,VA*
u/# «s
■ ‘
^<vé!;rrr
’ $
>
“'rb.-
Nv ja 700 íbúða skipulagið vestur í hrauni.
V andræðaástand
segir byggingafull-
trúi Vestmannaeyja
VIÐ röbbuðum við Valtý
Snæbjörnsson byggingarfulltrúa
Vestmannaeyja um stöðuna í
byggingarmálum. Sagði Valtýr. að
Valtýr Snæbjörnsson b.vggingar-
fulltrúi.
nú lægju fyrir um 140—150 lóða-
umsóknir fyrir einbýlishús og
búið er að úthluta hluta þeirra.
„Eg held, að það sé mikill hugur í
fólki," sagði Valtýr, „lóða-
umsóknirnar koma hægt og
sígandi inn. Byggingarfélagið er
nú að fara af stað bráðlega, en
veriðer að fullteikna fyrir þá, alls
um 50 aðila. Reiknað er með að
þeir geti byrjað vestast og syðst i
nýja skipulaginu, en mörgum
hefur litizt iila á að byrja þar, þvi
það myndi slíta byggðina í
sundur. Þetta kemur þó i
rauninni alveg í sama stað niður,
því með framkvæmdaáætlun um
hraðbyggingu má segja að allt
svæðið byggist meira og minna og
lóðirnar vestast og syðst eru lik-
lega hvað skemmtilegastar, þó
vont sé að gera upp á milli á
svæðinu öllu. Allt skipulagið utan
hraðuppbyggingarinnar er opið
fyrir öðrum, sem vilja bjggja
sjálfstætt."
Aðspurður sagðist Valtýr telja,
að ekki myndu duga ininna en
hundrað fagmenn auk aðstoðar-
manna til að ljúka við að gera við
bæinn fyrir vorið og yrði hrein-
Iega að gera mikið átak í því að
útvega iðnaðarmenn, þvf þeir
væru allt óf fáir í bænum. „Þetta
er að verða hreint vandræða-
ástand og er reyndar orðið það."
— á.j.
Vestmanna-
eyjar
r
í
viðreisn
Ný steypustöð
í byggingu
STEYPUSTÖÐ Vestmannaeyja
er nú að byggja nýtt verksmiðju-
hús af fullum krafti fyrir starf-
semi sína, rörasteypu og steypu-
stöð og er húsið staðsett við Skipa-
hella í Friðarhöfn. Nýja steypu-
stöðin verður 720 fm á stærð, og
er ætlunin, að hún verði tilbúin í
vor, þegar skriðan kemur, að sögn
Atla Elíassonar eins af eigendum
Steypustöðvarinnar. Þá mun stöð-
in geta afgreitt býsn af steypu,
svo að ekki mun standa á þeim
þætti í viðreisninni. Að undan-
förnu hefur aðallega verið lögð
steypa í alls konar viðgerðir og
mikið hefur farið til vinnslustöð-
vanna. —á.j.
Hlöðver Johnsen Iftur á einn mælinn.
Hitinn við hraunjað-
arinn snarminnkar
„Staðan f mælingamálum
varðandi hitastig og aðrar mæl-
ingar vegna eldgossins er í
stærstu dráttum eftirfarandi,”
sagði Hlöðver Johnsen, sem sér
um þessar athuganir;
eðlilegtAstand I
BORHOLUNNI
„1 borholunni við Skiphella
komst hitastigið upp í 41 gráðu,
þegar gosið var í hámarki, en þá
fór heitt vatn að renna upp úr
holunni á öðrum degi gossins. Nú
hefur hins vegar sjatnað aftur
fyrir löngu og i dag eru 11,70 m
niður á yfirborð vatnsins og hit-
inn er 9,9 gráður, eða rétt rúm-
lega eðlilegt ástánd. Þessi borhola
nær niður á 1500 metra dýpi.
HALLAMÆLIRINN
KYRR
Hallamælirinn í Dölum mælir
alla hreyfingu í jörðinni í um
1000 metra radíus. Meðan gosið
var f fullum krafti sló hann í botn
til b.eggja hliða, en meðgosiokum
fór að kyrrast og í dag er línan
bein, ekkert óeðlilegt.
GUFULEIÐNIN AÐEINS
IÖSKUNNI
Öll gufuleiðnin, sem hefur vald-
ið áhyggjum margra er aðeins í
yfirborðinu, annars vegar vegna
yfirborðsvatns af völdum rign-
inga og hins vegar vegna leiðni í
öskunni frá hraunmassanum, sem
er að kólna hægt og sfgandi. Hita-
leiðnin frá hrauninu hefur þó
minnkað mikið greinilega. Við
K.F.U.M. og K. t.d., þar sem hit-
inn var mældur í holu 70—90
gi’áður í sumar hefur hitinn
mælzt 25 gráður síðustu vikurnar.
IIITINN I
HELGAFELLI
Hitaleiðnin f Ilelgafelli er
hvergi dýpri en 2—3 fet alla leið
upp í topp, svo að þar leiðir hit-
ann aðeins í öskulaginu, en ekki
djúpt í jörðsem margir hafa hald-
ið. f gossprungunni i Lamba-
skorum er rétt volgra.
SKURÐURINN OG
HOLURNAR
í skurðinum í Helgafellsbraut,
sem var grafinn til að hefta hita-
leiðnina frá hraunmassanum
niður í bæinn, hefur dregið nijög
úr hitanum og mest neðarlega í
Helgafellsbrautinni, en hitinn í
skurðinum er mjög misjafn,
mestur þar sem hitinn leiðir með
klöppum eða gömlum sprungum,
en vitað er að Heimaey er frá
öndverðu mjög hellótt í jarðlagi
sínu.
Vestan Helgafellsbrautar, þar
sem áður mældist 30 stiga hiti á 5
m dýpi, er aðeins lofthiti nú.
Þessi hiti eryfirleittyfirborðshiti
frá hraunmassanum og kólnar
snarléga, eftir því sem neðar
dregur. Búið er að fóðra eina
gufuborholuna á bæjarlandinu og
verður fylgzt nákvæmlega með
hitanum þar áfram.
í 4 borholum i hrauninu er
ávallt fylgzt með hitastiginu niður
á 21 m dýpi. Við Vilpu er hitinn í
hrauninu 580 gráður, en storkn-
unin varð við 800 stig, og er þessi
kólnun kaldari en eðlilegt getur
talizt miðað við tímann frá gosi,
en ugglaust spilar hraunkælingin
þar inn í.
Við ströndina er verið að koma
upp borverki til þess að kanna,
hve sterkur yzti hluti strand-
arinnar er, með það fyrir augum
að skera úr um, hvort ástæða sé
til þess að styrkja hraunið og gera
varanlega brimbrjóta. Einnig á að
kanna, hvort fyrirbyggja þurfi
flutninga sands með ströndinni í
átt að innsiglingunni.
UNNIÐ AÐ
GAGNASÖFNUN
Annars vinnum við baki brotnu
við að safna saman og skrifa upp-
lýsingar um sáninguna f sumarog
grasafræðistofnanir hérlendis og
erlendis eru að kanna möguleika
á því að rækta fljótt og vel gróður
á gossvæðinu og möguleíkana á
gróðurbíndingu. Auk íslenzkra
aðila eru vísindamenn f Noregi,
Þýzkalandi og Englandi að gera
athuganir f þessu sambandi."