Morgunblaðið - 21.05.1974, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 21.05.1974, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 21. MAl 1974 27 Minninaarorð: Ingólfur Kristjáns- son rithöfundur F. 12. desember 1919 D. 27. marz 1974 Eg hef eignazt mjög marga góð- kunningja um ævina, þar á meðal furðu marga, sem hafa greitt fyrir mér á ýmsa vegu og viljað minn hlut sem mestan og beztan, og þar eð ég hef nokkuðvíða látiðtilmín taka og stundum ærið hvatlega, þykir mér rétt að taka fram, að þessir menn hafa síður en svo allir verið skoóanabræður mínir f þeim málum, sem ég hef sinnt mest fyrr og sfðar. En þegar ég renni augunum yfir farna leið og minnist þeirra fjölmörgu, sem ég hef kynnzt og stundum unnið með að allmikilvægum málum, sé ég þar ekki ýkjamarga hollvini, það er að segja menn, sem ég mætti treysta f hvívetna, svo sem þar væri til burs eða bróður að leita. Ekki ýkjamarga, sagði ég, en á sex til sjö áratugum nokkurn veg- inn dómbærrar sjálfsvitundar minnar hef ég þó sem harmsár horft í hinzta sinn á eftir allmörg- um hollum vinum, mönnum á ýmsum aldri og ýmissa stétta, er áttu allir þá gersemi, sem dýr- mætust er, sannan drengskap. Og svo dettur mér þá í hug, að það megi ef til vill frekar öllu öðru mér til lofs leggja, að ég hef ekki aðeins mín vegna og nánustu að- standenda harmað missi slfkra hollvina minna, heldur einnig af þeim sökum, að allir slíkir menn eru til mannbóta, hvar sem leið þeirra liggur á vegum þjóðlífsins og hvort sem þeir, sem með þeim starfa, gera sér grein fyrir áhrif- um þeirra eða ekki. Þeir eru yl- steinn mannhelginnar, hins dá- samlegasta ávaxtar, sem til hefur verið sáð á þessari jarðkringlu. Þannig voru í aðalatriöum þær hugsanir, sem hjá mér vöknuðu, þá er ég hafði jafnað mig nokkuð eftir þá alóvæntu harmafregn, að Ingólfur Kristjánsson rithöfund- ur væri látinn, maður enn á bezta aldri, fullur starfsorku, starfs- gleði og heilbrigðar lífsnautnar, en sú fregn barst okkur hjónum þannig.aðmér þykirástæða til að geta þess. Hilda, hin ástríka eigin- kona Ingólfs sýndi okkur, þrátt fyrir það reiðarslag, sem yfir hana hafði dunið í einni andrá, þá hjartnæmu hugulsemi að hringja til okkar, strax og þess var kostur, og segja okkur á sinn ljúfsára og látlausa hátt, hvað gerzt hafði. „Ég vildi ekki,“ mælti hún, „láta ykkur frétta þetta í útvarpsfregn- um eða jafnvel á skotspónum.“ Ingólfur Kristjánsson fæddist 12. desember 1919 á Hólslandi í Eyjahreppi i Hnappadalssýslu. Foreldrar hans voru Kristján bóndi Pálsson og kona hans, Dan- fríður Brynjólfsdóttir. Þau eign- uðust seytján börn. Hólsland var ekki stórbýli, en hjónin voru róm- uð að dugnaði, kjarki, hagsýni og nýtni og með afbrigðum samhent í hvívetna. Börn þeirra áttu því ekki langt að sækja eðliskosti, og þannig tókst uppeldið, að til þess var tekið, hve systkinahópurinn á Hólslandi varð vel að manni. Nú eru á Iffi fimm bræður og jafn- margar systur, allt myndar- og dáðafólk. Þegar Ingólfur fæddist, voru ellefu börn fyrir á Hólslandi, flest þeirra lítt á legg komin. Svo var það fám dögum eftir fæðingu hans, að góða gesti bar að garði á Hólslandi. Það voru hjónin í Hausthúsum, Kristfn Ketílsdóttir og Jón Þórðarson. Þau voru mik- illar og góðrar gerðar og af öllum virt og vinsæl. Erindi þeirra var að bjóðast til að taka hinn ný- fædda svein til fósturs. Var boð þeirra þegið með þökkum, og þótti öllum vel ráðið, svo sem að- stæður voru á báða bóga. Hjónin í Hausthúsum áttu son, Ketíl að nafni, og tíl,fósturs höfðu þau tekið Þóru, dóttiir Arna próf- asts Þórarinssonar. Þau Ketíllog Þóra voru bæði komin af barns- aldri, og Ingólfur varð eftírlæti hjónanna og raunar allra á heim- ilinu. En eðliskostir hans og að- stæður í Hausthúsum komu í veg fyrir, að eftírlætið spillti honum. Hausthús eru víðlend jörð og gjöf- ul. Þar er mikið graslendi, grónar eyjar fyrir landi og mikil hlunn- indi, eggver og sellátur, og nokk- uð var í þennan tíma stunduð veiði bæði sjávar- og vatnafiska. Búskapurinn var því svo fjöl- breyttur setn orðið gat, og heimil- ishættír voru hinir ákjósanleg- ustu. Ingólfur var fjörmikill, starfsfús, verklaginn og jafnvel hagur, og vor, sumur og haust voru næg verkefni slíkum dreng, jafnt til leikja sem vinnu. Á vetr- um naut hann sómasamlegrar, en ekki vfðtækrar fræðslu, en bóka- kostur var nokkur og Ingólfur reyndist bókhneigður, las brátt jöfnum höndum bundið mál sem óbundið. Gestkvæmt var á heimil- inu, ekki sfzt á vetrum, og meðal alltíðra gesta var prófasturinn, sem alltaf hafði frá mörgu að segja og margvíslegu og skorti síður en svo orðkynngi, og hlýddi Ingólfur stundum á hann heillað- ur, þó að oft bæri hann lítt skyn á þau efni, sem sá hugkvæmi og minnugi maður ræddi, en fyrir kom, að hann beindi máli sínu til drengsins, og þess minntist Ing- ólfur, að prófastur brýndi fyrir honum gildi guðstrúar og bænar og andúð á blindri efnishyggju. Það var samt ekki séra Árni, sem fermdi hann, heldur séra Þor- steinn Lúther Jónsson, ungur prestur, sem var víðsýnn, ljúfur f máli og fasi og reyndist mikill fræðari f sóknum sínum, varð þar og mjög vinsæll og virtur, þótt á annan hátt væri en um hinn víð- kunna fyrirrennara hans. Haust- húsaheimilið í blóma sfnum, hinir fjölbreyttu bjargræðisvegir, hin töfrandi fegurð hins andstæðu- ríka umhverfis — allt þetta mót- aði Ingóif Kristjánsson sem mann og rithöfund, og þvf meir gætti áhrifa þessa, sem árin færðust yfir hann. Því var það, að þá er honum var svipt á brott, var hann á öru þroskaskeiði — andlega séð í bezta blóma aldurs ans. Þá er Ingólfur var seytján ára, fluttist hann til Reykjavíkur. Hann hafði snemma farið að fást við að ríma, og þegar hér var komið, var hann tekinn að leggja áherzlu á ljóðagerð. Nú var kreppa í landi og honum leizt, að torsótt mundi að afla sér fjár til langskólanáms. En honum var ljóst, að hann þyrfti að auka við almenna þekkingu sfna og enn- fremur gerði hann sér grein fyrir því, að hann þyrfti ekki einungis að leggja áherzlu á að verða sem færastur í íslenzku máli, heldur og nema eitthvert Norðurlanda- málið og ensku, svo að hann gæti kynnt sér erlendar bókmenntir jafnhliða þeim íslenzku. Hann gerðist nemandi í iðn og lauk iðn- skólaprófi 1939, og veturna 1939—’40 og ’40—'41 lagði hann stund á málanám f Námsflokkum Reykjavíkur. Hann varð svo í bili að láta við þetta sitja um skipu- legt nám, enda hafði hann nú fest ráð sitt, kvæntist vorið 1941 Hildu Hinriks, dóttur Guðmundar Jörg- enssonar útgerðarmanns í Hull, en stjúpdóttur Sigurjóns Jörund- arsonar, járnsmiðs f Reykjavík. Sama ár kom út hjá ísafoldar- prentsmiðju fyrsta ljóðabók Ing- ólfs.Hún heitír Dagmál, undirtit- ill Æskuljóð. Bókinni var yfirleitt vinsamlega tekið, sem frumsmíð ungs manns, og Ingólfur taldi, að hún hefði greitt honum leiðina til þess atvinnuvegar, sem lengi var athvarf ungra manna hér á landi, sem iðkuðu skáldskap. Hann varð sem sé blaðamaður við Alþýðu- blaðið 1942 og var það samfellt f áratug. Síðla á þeim áratug gafst honum kostur á að dvelja uni skeið við nám í Svíþjóð og Noregi og ennfremur hafa nokkra við- dvöl i Danmörku. I Noregi var hann við nám í blaðamennsku, og eftír dvölina þar var hann ti 1 ævi- loka fréttaritari blaða norska verkamannaflokksins. Frá 1952 til '54 var hann ritstjóri Heimilis- blaðsins Hauks, og síðan í þrjú ár Sunnudagsblaðs Alþýðublaðsins og framkvæmdastjóri Alþýðu- blaðsins var hann 1959—'60. Þá gerðist hann ritstjóri og eigandi Eimreiðarinnar og var það i rúm- an áratug. Þá vann hann og við og við í fréttastofu útvarpsins og var þingfréttaritari þess, enda tókst honum að þræða hinn mjóa stíg hlutleysis. En þótt margbreytt og þreyt- andi blaðamennska og ritstjórn krefðist lengstum fulls vinnudag af Ingólfi, reyndist hann samt fjölhæfur og afkastamikill við önnur ritstörf. Eftír hann liggja fimm langar ævisögur, sem eru betur gerðar og vandaðri en fle^t annað, sem flotið hefur á bóka- markaðinn i því flóði ævisagna og minningabóka, sem ruðzt hefur fram á hausti hverju hina sfðustu áratugi. Hann ritaði og langa, rækilega og vandaða sögu Siglu- fjarðar og skemmtílega og fróð- lega bók, sem flutti viðtöl hans viðtfu rithöfunda,fimm tónlistar- menn, níu leikara og sex málara og myndhöggvara. Þá komu frá hans hendi þrjú söfn af smásög- um, sem sumar eru mjög vel gerð- ar.enda hafa nokkrar þeirra kom- ið út í þýðingum í blöðum og mánaðarritum í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Einnig lét hann frá sér fara auk æskuljóðanna þrjár ljóðabækur,og var auðsæframför i hverri bók, þe að þar bæri af sú síðasta, Dægur og ár, sem Al- menna bókafélagið gaf út í hitteð- fyrra. Ingólfur hafði í þrem fyrstu bókum sfnum svo til ein- göngu ort i hinu gamla íslenzka formi, en i síðustu bókinni eru ljóðin yfirleitt lausrímuð eða órímuð og var síður en svo, að sú formbreyting hefði leitt hann á villigötur, heldur hafði hún orðið honum frjó til myndrænni og tær- ari tjáningar tilfinningum hans, hugsvifum og hugsunum. Loks er þess að geta, að Ingólfur tók mjög virkan þátt í þeim félögum, sem hann á annað borð lét sig varða. Hann var í þrjú ár ritari Blaða- mannafélags Islands og um langt skeið í stjórn menningarsjóðs þess. I stjórn Félags íslenzkra rit- höfunda var hann oftar en einu sinni, og formaður þess f nokkur ár. Hann var og fulltrúi þess félags í stjórn heildarsamtaka fs- lenzkra rithöfunda oftar en einu sinni. Þá annaðist hannog í tvö ár öll störf á skrifstofu Rithöfunda- sambands Islands. Störfum hans að ofangreindum málum kynntist ég mjög svo rækilega. Eg vann ekkí aðeins með honum á þeim vettvangi, heldur fylgdist og með störfum hans í þágu samtakanna, þegar ég var ekki lengur beinn þátttakandi í því, sem fram fór. Hann sýndi þar hina sömu af- dráttarlausu skyldurækni og við allt annað, sem hann tók að sér, var stefnufastur, en um leið fús til að leita málamiðlunar, sem að haldi mætti koma. Og í störfum og málflutningi var hann ávallt laus við hlutdrægni, hvað þá rætni. Fyrstu kynni mín af Ingólfi Kristjánssyni voru með nokkuð sérstökum hætti. Þau hófust vorið 1942. Éfe var þá búsettur á ísa- firði, en skrapp suður í Reykjavfk til þess að flytja ræðu á útisam- komu Sjómannadagsins. Ég brá mér daginn eftír inn í ritstjórnar- skrifstofur Alþýðublaðsins til þess að heilsa uppá göðkunningja mína, Stefán Pétursson, Vilhjálm S. Vilhjálmsson og Karl ísfeld. Þar var þá kominn nýr maður, sem ég þekkti ekki. Þetta var ung- ur maður, fríður sýnum og hinn snyrtilegastí, bjartur yfirlitum og sviphreinn. Hann vék sér að mér kurteislega, en einarðlega, hvaðst heita Ingólfur Kristjánsson og baðst þess, að hann fengi að segja við mig nokkur orð f einrúmi. Velkomið var það. Datt mér í hug, að hann mundi ætla að minnast við mig á greinarkorn, sem ég hafði skrifað i Skutul út af Dag- málum hans. í þeim hafði ég séð þess glögg merki, sem oft hefur ergt mig bæði fyrr og síðar: Marg- ir íslenzkir bókaútgefendur síð- ustu fjögurra áratuga hafa látið sig hafa það að gefa út bækur eftír lítt kunnandi byrjendur á rithöfundarbrautinni, þar sem mjög gætir í máli og öðru formi galla, sem auðvelt hefði verið að laga með lítilli fyrirhöfn. Ég vissi hins vegar, að erlend bókaforlög hafa á launum menn til að fága handrit, sem þeir hafa ákveðið að gefa út, og að slíkrar fágunar er jafnvel þörf, þó að í hlut eigi rithöfundar, sem hafa unnið sér frægð og frama. Mér höfðu þótt æskuljóð Ingólfs geðfelld sem frumsmíð kornungs manns með tiltölulega litla fræðslu að baki, en á þeim voru einmitt ýmsir mál- og formgallar, sem jafnvel hefði mátt úr bæta í próförk. Ég hafði svo látið mig hafa það að víta alls ekki höfund ljóðanna, en hins vegar útgefandann. Ingólfur sagði ósköp blátt áfram: „Ég varð alveg hissa, þegar Kalli ísfeld og V.S.V. vöktu athygli mína á því, sem þér sögð- uð um ljóðakverið mitt. Þér vikuð ekki neinum vítum að mér, en skömmuðuð eiginlega útgefand- ann.“ „Vertu ekki að þéra mig,“ sagði ég. „Sárnaði þér þetta?“ „Kannski eitthvað í bili — ég held þó aðallega það, að þú skyld- ir snupra mann í minn stað, sem hafði gert mér þann greiða að gefa út kverið, — ég segi greiða, því að ég var svo státinn af ljóðun- um þá, að ég vildi endilega koma þeim á prent. Það vill tíl, að prentsmiðjustjórinn í ísafold er ekki hörundssár, enda hló hann að þessu. En ég áttaði mig fljót- lega á því, að þér væri mér skylt að þakka, og ég hef heitið að Iáta ekki frá mér handrit, sem ég einn hefði gengið frá.” Hann þagnaði og leit á mig eftirminnilegu augnaráði. „Þetta greinarkorn hefur — raunar ásamt fleira — hjálpað mér til að gera mér grein fyrir, að til þess að ganga frá bók — og þá ekki sízt ljóðum, þarf bæði mikla kunnáttu og þjálfun — og smekkvísi . .." Hann hristí höfuðið — sagði svo: „Mig langar til, að þú kæmir heim til mín og rabbaðir þar við mig." „Sárnaði henni ekki, konunni þinni?” sagði ég með hægð. „Henni Hildu, hún gat nú ekki stillt sig um að hlæja að greininni, oghúnsagði: Mér hefur nú heyrzt á þér og reyndar séð það lfka i Alþýðublaðinu, að hanngeti verið nokkuð illvfgur þessi Guðmundur Hagalín, og ég tel þig bara hafa sloppið vel — og svo gerirðu bet- ur næst.” í nokkur ár eftir þetta höfðum við Ingólfur lítið saman að sælda, en hittumst þó við og við og urð- um góðir kunningjar. En svo var það, að ég fluttist tíl Reykjavíkur, og ári sfðar urðum við nágrannar inni i Langholtshverfi. Þá var mér þannig farið, að mér var stundum þyngra f skapi en bæði fyrr og síðar á ævinni. Ég var og nokkuð einförull og kom óvíða. En oft leit ég þá inn til þeirra fngólfs og Hildu, var orðfár um mig og mitt, en ræddi annars margt við Ingólf. Það, sem dró mig mest að heimilinu í Skipholti 71, var sú allt að því áþreifanlega hjartahlýja, sem þar nkti. Hjónin voru samhent og sama sinnis. Aldrei var þar uppi slúður, rógur eða hnýsni. Þar var þó margt rætt og frá mörgu sagt, þar á meðal ýmsu kímilegu, sem ekki var blandið beizkju eða spottí, en létti skapið og jafnaði aldursmuninn. En mest var f jallað um bókmennt- ir, fslenzkar menningarerfðir og hin nýju viðhorf til forms og efn- is, sem nú voru að færast í vöxt — og þar ekki ávallt af setningi sleg- ið. Af frásögnum Ingólfs úr átt- högum hans varð mér ljóst, hver traust og þó viðkvæm voru tengsl hans við náttúruna þar og menn- ingu og mannlff — og dirfðist ég að ráðleggja honum að fara ekki inn á brautir tfzkubundinna forma og sjónarmiða fyrr en þá hann fyndi sig knúinn til þess af eðlisþörf til aðlöðunar breytilegri samtfð sinni. Það var einmitt á þessum árum, sem hann gaf út smásagnasafnið Eldspýtur og títu- prjónar og einnig Birkilauf, fyrstu ljóðabókina eftir útkomu æskuljóðanna, og reyndi ég að verða honum þar að liði, án þess að ýkja kostí eða galla, og sá varanlegi trúnaður, sem með okk- ur tókst í þessum efnum varð snar þáttur f ævilangri vináttu og óbrigðulli hollustu. Þá er ég svo var orðinn kvæntur seinni konu minni, tókst með henni og þeim Ingólfi og Hildu heilhuga vinátta, því að hún er fljót að finna, hvar heilindi eru fyrir, enda voru þau Ingólfur og Hilda jafnan svo sem á verði um, hvar og hvenær þau gætu sýrit okkur hjónum vináttu sfna f verki. Þau eignuðust tværdætur, sem báðar eru nú húsfreyjur og mæð- ur, Unni, sem er gift Daníei Axelssyni starfsmanni hjá Johnson & Kaaber, og Önnu, gifta Magnúsi Hilmarssyni flugvirkja hjá Loftleiðum. Er ekki ofsagt, að þessar fjölskyldur séu tengdar bernskuheimili Unnar og Önnu allt að því einstæðum tengslum ástríkrar samstöðu og samhjálp- ar. Fyrir nokkrum árum reisti Ing- ólfur af eigin hagleik. smekkvísi og dugnaði sumarbústað handa sér og fjölskyldu sinni á fögrum stað við veiðilæk i landi Haust- húsa. Rættist þar gamall draumur um endurlífgun þess unaðar, sem náttúra átthaganna hafði veitt honum í bernsku og æsku. Þar urðu til ýmis af ljóðunum í bók- inni Dægur og ár, meðal annars þetta erindi: í langferð þinni um lönd og ókunn höf þér 1 jómar fyrst og sfðast ströndin bjarta. Þig dreymir heim í bláan f jallafaðm og finnur landið búa í þínu hjarta. Nú hvílir hann við brjóst þess og þakklát minning lifir f hugum allra þeirra, sem þekktu hvern mann hann hafði að geyma. Megi það svo sannast á þjóð hans, sem fram kemur f ljóði, sem hannorti fyrir þrem áratugum: Og víst á landið vitra og góða menn, sem vinna munu af dyggð og kjarki enn. Hið öflugasta f íslendingsins sál þaðorka má til jafns við blý og stál. Guðmundur Gíslason Hagalín. Afmælis- og minningar- greinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningar- greinar verða að berast blað- inu fyrr en áður var. Þannig verður grein, sem birtast á I miðvikudagsblaði, að berast i sfðasta lagi fyrir hádegi á mánudag, og hliðstætt með greinar aðra daga. — Grein- arnar verða að vera vélritað- ar mcð góðu iínubili.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.