Morgunblaðið - 13.12.1974, Blaðsíða 35

Morgunblaðið - 13.12.1974, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 13. DESEMBER 1974 Aý htjónjplata tfma Jolpiseti Á þessari sérstæðu og skemmtilegu hljómplötu flytur Árni 16 lög. sem hvert um sig ber hlustandann inn ákveðínn heim. Fyrri plata Árna Milli lands og Eyja, er löngu uppseld, en hér tekur Árni aftur upp þráðinn með sinn sérstæða stfl, eigin lög og annarra og textarnir eru einhverjir þeir beztu, sem hér hafa heyrzt á hljómplötu, enda eftir þjóðkunna menn svo sem Jón Helgason, Davið Stefánsson, Matthías Johannessen, Jóhannes úr Kötlum, Sigurð Þórarinsson og Jónas Arnason. Jón Sigurðsson bassaleikari stjórnar 10 manna hljómsveit á plötunni og hann útsetti einnig lögin. Þú veizt hvað ég meina . . er hljómplata sem menn þurfa að heyra, því hún talar sínu máli og skilar meiningunni á skemmtilegan og vandaðan hátt. BAÐAR BUÐIRNAR ERU UUULAR AF NÝJUM YÖRUM OPIÐ TIL KL. 10 í KVÖLD og til kl. 6 á morgun tltlt BERGSTAÐÁSTRÆTI - S|'mI 14-350 BANKASTRÆTI — SÍMI 28-350 Sá sem eignast Þú veizt hvað ég meina, veit hvað hann syngur. FÁLKINN rEijvj Enn sigrar Pröll AUSTURRÍSKA skíðadrottn- ingin Anne Marie Pröll Moser vann öruggan sigur í brun- keppni sem fram fór í Corlina f gær, og var liður i heimsbikar- keppninni í Alpagreinum. Brautina, sem var 2,3 km með 540 metra fallhæð, fór Pröll á 1:29,45 min. og fékk 47 sek. betri tima en stúlkan sem varð i öðru sæti, Cindy Nelson frá Bandarikjunum, en fremur er óvenjulegt að keppni sem þessi vinnist með svo miklum yfir- burðum. Timi Nelson, sem að- eins er 19 ára, var 1:29,92 min., og þriðja í keppninni varð svo Wiltrud Drexel frá Austurríki, á 1:30,79 mín., en hún vann þessa keppni i fyrra. Fjórða varð Danielle Debernard, Frakklandi, á 1:30,81 min., og fimmta varð Brigitte Schroll frá Austurriki á 1:30,86 min. Eftir á bárust síðan fregnir um að svo kynni að fara að keppni þessi yrði dæmd ógild, þar sem austurrísku stúlkurnar notuðu skiðaföt, sem búið var að banna af alþjóða- skiðasambandinu. Er beðið eftir skýrslu frá framkvæmda- stjórn keppninnar i Cortina, og að henni fenginni verður tekin afstaða til málsins. Ástæðan til þess að austurrísku stúlkurnar notuðu þessi föt mun hafa verið sú, að þeim var ekki kunnugt um að búið var að banna notkun þeirra. Þorsteinn góður LIÐIÐ sem Þorsteinn Hall- grimsson leikur með í dönsku 1. deildar keppninni í körfu- knattleik, Sisu, hefur forystu i keppninni og eftir 8 umferðir hafði liðið engum leik tapað og stigatala þess var 585—433. 1 öðru sæti f keppninni var Stevnsgade með 14 stig og Falcon var f þriðja sæti með 12 stig. Þorsteinn hefur staðið sig mjög vel f leikjum með Sisu að undanförnu og var maðurinn á bak við sigur liðsins yfir Virum 66—56 um sfðustu helgi. Var Þorsteinn annar stighæsti leik- maður Sisu f leiknum, skoraði 12 stig. Að sögn dönsku blað- anna, er Sisu langbezta liðið í 1. deildinni um þessar mundir, og telja þau að ekkert nema óhapp geti orðið til þess að liðið hreppi ekki Danmerkur- meistaratitilinn f ár. Banik áfram TÉKKNESKA liðið Banik Ostrava komstáframf UEFA- bikarkeppninni f knattspyrnu er það náði f gærkvöldi jafn- tefli við ftalska liðið SC Naples á útivelli, 1—1, en fyrri leikinn höfðu Tékkarnir unnið 2—0. Farradini náði forystu f leikn- um f gær fyrir Naples á 40. mfnútu, en Slany jafnaði fyrir Tékkana. Hamburger áfram DYNAMO Dresden frá A- Þýzkalandi og Hamburger SV frá V-býzkalandi gerðu í gær jafntefli 2—2 i UEFA- bikarkeppninni í knattspyrnu. Hamburger SV vann fyrri leikinn 4—1 og heldur því áfram í keppninni. Norwich í undanúrslit NORWICH City vann á þriðju- dagskvöld sigur yfir Ipswich Town i ensku deildarbikar- keppninni í knattspyrnu og er liðið þar með komið i undan- úrslit keppninnar. Annað 2. deildar lið, Aston Villa, hefur nú tryggt sér rétt til þátttöku í undanúrslitunum, en hins vegar hefur ekki fengist úr þvi skorið enn hvaða tvö lið önnur komast í þau, þar sem 4. deildar liðið Chester og Newcastle og Middlesbrough og Manchester United eiga eftir að leika að nýju, eftir jafnteflisleiki i fyrstu lotu. Leikur Norwich og Ipswích, sem fram fór á heimavelli Ips- wich, var lengst af mjög jafn, en f jörlega leikinn og mikið um tækifæri á báða bóga. Ipswich náði forystu i leiknum á 30. mínútu er David Johnson skoraði, en Johnny Miller, jafnaði fyrir Norwich á 34. mínútu. Var staðan 1—1 í hálf- leik, en í seinni hálfleik tókst Miller, sem áður lék með Ips- wich, að skora öðru sinni og var það úrslitamark leiksins. Á þriðjudagskvöld fór einnig fram einn leikur í 1. deildar keppninni. Middlesbrough vann þá næsta auðveldan sigur yfir Leicester 3—0, og hefur Middlesbrough þar með skotist upp í fimmta sæti í 1. deildar keppninni. Nýtt knatt- spymublað HAFIN er útgáfa á nýju knatt- spyrnutimariti hérlendis. Nefn- ist það Boltinn og er gefið út af Formútgáfunni, en ritstjóri og ábyrgðarmaður er Kristinn Jónsson. Segir hann m.a. í for- málsorðum: begar blað þetta hefur göngu sina, sjá lesendur vandað tima- rit i útliti, sem á að koma út mánaðarlega og greinir frá enskri, þýzkri, hollenzkri og islenzkri knattspyrnu, undir nafninu BOLTINN. Það hafa margir áhuga á fréttum um þá menn, sem hafa gert knattspyrnuna að þvi, sem hún er í viðkomandi löndum, og það, sem meira er, það er alltaf eitthvað, sem vekur áhuga manna, sölur á leikmönnum fyrir slíkar upphæðir, að fólk efast um sannleiksgildi frá- sagnar, persónudýrkun og ýmislegt fleira. 1 fyrsta BOLTA-blaðinu er grein um Jóhannes Eðvaldsson, Middlesborough, Islandsmótið í 1. deild, Peter Shilton, Johan Cruyff, Emelyn Huges, Arsenal, Paul Breitner, Dyril Knowles og fl. Newcastle vann Texaco- bikarinn I FYRRAKVÖLD fór fram i Newcastle seinni úrslitaleikur- inn I Texakó-bikarkeppninni, og mættust þar heimaliðið, Newcastle, og 2. deildar liðið Southampton. Fyrri úrslita- leikurinn fór fram í Sout- hampton og lauk með sigri heimamanna 1—0. 1 leiknum í Newcastle var staðan 1—0 fyrir Newcastle að venjulegum leik- tima loknum, og var þá fram- iengt í 2x10 mínútur. Eftir 8 mínútur af framlengingunni var Jim Steele, einum af varnarmönnum Southampton, vikið af velli fyrir endurtekin gróf brot og eftir það hrundi Southamptonliðið og Newcastle bætti tveimur mörkum við og vann þvi oliufélagsbikarinn. Þá fór fram einn leikur i 2. deild i fyrrakvöld. Cardiff City og Fulham gerðu jafntefli 0—0. Fimleikamót ÁRMANN gengst fyrir fim- leikamóti n.k. mánudag, 16. desember. Fer mót þetta fram í íþróttahúsi Jóns Þorsteins- sonar við Lindargötu, og hefst um kl. 19.00. Er mótið opið öllum til þátttöku, en keppt verður i karlaflokki.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.