Morgunblaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 15.01.1975, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 15. JANÚAR 1975 13 LEGT FANNFERGI... í gær rafmagn í Hrísey frá Laxárvirkjun, þótt rafmagns- laust hafi orðið þar tvisvar I gær, en þó aðeins í stuttan tíma, 20 mínútur i hvort sinn. Akureyri SVERRIR Pálsson á Akureyri sagði að ástandið á Akureyri væri heldur rólegt. Akur- eyringar væru lukkulegir og f senn undrandi yfir að hafa nú heldur truflanalítið rafmagn. Umferð um Akureyrarbæ liggur að mestu niðri, nema hvað menn reyna að brjótast um fótgangandi eftir helztu nauðsynjum. Kafhlaup er f flestum götum og fanndýpt ótrúleg. Sverrir sagði að menn hefðu reynt að mynda ein- faldar traðir eftir helztu göt- um, en erfitt hefði verið að halda þeim opnum, þvf að ótt fyki f þær á ný. Þessar grafir eru á jafnsléttu orðnar á fjórða metra að dýpt og sagði Sverrir að þessu tryði enginn, nema sá sem sæi. „Eg óð eða klofaðist hér um götuna fyrir framan hús mitt áðan,“ sagði Sverrir Pálsson, „og þar sem ég stóð á götunni sá ég að glitti fyrir neðan mig á eitthvað, sem reyndist vera toppgrind á bfl nágranna mfns.“ Sverrir sagði að skaflar væru orðnir jafnháir einlyftum húsum og menn kæmust ekki út án utanaðkomandi aðstoðar. Hins vegar sagði Sverrir að allt væri í lagi á Akureyri á meðan fólk hefði bæði hita og ljós. „Á meðan svo er eru menn róleg- ir.“ Skólahald var ckkert á Akur- eyri í gær og ákveðið hefur verið að kennsia falli niður þar I dag. Flugbjörgunarsveitin á Akureyri hefur haldið uppi sjúkraflutningum f ófærðinni og hefur hún notað til þess bil með drifi á öllum hjólum. Hefur hann komizt þessar göt- ur, sem reynt hefur verið að mynda f traðir, en annað verð- ur að bera sjúklingana. Þá hefur snjóbfll verið notaður til þess að annast sjúkraflutninga út f sveitir. Sverrir Pálsson sagði að á Akureyri væri geysilegur fann- burður, skafrenningur og kóf. Hins vegar var lftið frost og um hádegið rétt glóraði f moldinni og héldu þá menn að eitthvað ætlaði að rofa til. Sú von brást. Á Akureyri eru yfirleitt engir á ferli. Sverrir sagði að kaupmað- ur einn, sem hann hefði hitt, hefði sagzt hafa haft mjög náðuga daga undanfarið og hefði hann ekki lesið eins mik- ið á eins skömmum tfma f 25 ár. Grímsstaðir á Fjöllum BENEDIKT Sigurðsson á Grímsstöðum á Fjöllum sagði að veður væri þar eins vont og það gæti verið. Þar hefði verið stanzlaus stórhríð i 3 sólar- hringa og ekkert skyggni. Viða væru stórfannir, þvi að hvass- viðri væri mikið. Sagði Benedikt að mesta ótíð hefði verið allt frá þvf viku af desem- ber. Ekki kvað hann nein merki þess að hríðinni væri að slota. Benedikt sagðist ekki geta sagt neitt um snjóalög, þar sem hann sæi ekkert og myndi ekki gera fyrr en birti. Hann kvað alveg á takmörkum að menn kæmust í gripahús. Hann sagði að í stórviðrinu hefði ekkert orðið að — menn aðeins biðu og vonuðu að þessum ósköpum slotaði. Þannig var veður um land allt. Skip börðust við bryggjur í miklu hvassviðri. Myndin er tekin í Sundahöfn í gær, en gæti eins verið hvaðan af landinu sem er — nema hvað í Reykjavík sem sunnanlands og vestan var lítil sem engin úrkoma með veðurofsanum. — Ljósm.: Sv. Þorm. ALFREÐ Jónsson f Grtmsey sagði að þar gengi allt Ijómandi vel. — Og eiginlega er sæmileg- asta veður. Hann hcfur jú lam- ið f 10—12 vindstigum f gær og dag, en úrkomulaust hefur ver- ið að kalla og snjó skefur burt jafnóðum. Hér amar ekki neitt að neinum. Við höfuin ekki komizt á sjó síðan 6. desember, þvf að sífelldir umhleypingar hafa verið allar götur siðan. En mannlifið gengur sinn góða gang og hver unir við sitt. Við höfum fengið mjólk frá Akur- eyri og það hefur gengið skrykkjalftið. Sömuleiðis hefur flug verið f allgóðu lagi, en ekki hefur verið flogið allra sfðustu daga. Menn vinna hér við að dytta að veiðarfærum og undirbúa vertfðina. Aðrir vinna við félagsheimilið, sem við vonumst til að ljúka við fyrir páska. Þá sláum við þessu öllu upp f grfn og förum bara að dansa. Húsavík SIGURÐUR P. Björnsson á Húsavfk sagði við Morgunblað- ið: Hér er áframhaldandi stór- hrið, veðurhæð hefur verið mikil, svo að viða hefur dregið i stóra skafla. En vonir standa til þess að þjóðvegirnir geti verið dálftið auðir með köflum, vegna þess hve veðurhæðin hefur ver- ið mikil. Mjólkurbíll kom í dag úr Aðaldal og var aðalvegurinn, sem er nýlegur og töluvert hár, að mestu auður, allt undir bæ- inn, en þá mætti honum fyrst veruleg fyrirstaða i Kaldbaks- leiti og komu heflar honum þar til aðstoðar, en þeir hafa aðeins haldið opinni aðalgötu bæjar- ins. Reykdælir, Kinnungar og Mývetningar hafa ekkert getað rótað sér og i þeim sveitum horfir víða til vandræða ef ekki birtir fljótlega, því að margir eru búnir að fylla sina mjólkur- brúsa. Simalínur eru eitt hvað slitnar en sambandið er lengst til Leirhafnar, en ekkert sam- band við Raufarhöfn og þar fyr- ir austan. Erfitt hefur verið fyr- ir kvenfólk að mæta til vinnu, vegna veðurofsa og ófærðar um bæinn og bæjarlífið gengur ekki sinn vanagang, því að hver sem getur heldur sig heima. Skólar hafa ekki starfað sið- an á föstudag og barnaheimili er lokað. öllum mannfagnaði hefur verið frestað um sinn. Borgarfjörður eystri Sr. Sverrir Haraldsson í Borgarfirði eystra sagði: HER er öskubylur nánast allan sólarhringinn og ófært um allt nema um þorpsgötuna. I sveit- inni hefur verið rafmagnslaust í nokkra daga, en hér í þorpinu fáum við rafmagn frá diselmót- or. Sjónvarp hefur verið bilað svo dögum skiptir og útvarp tekur út langtimum saman. Við eigum að fá mjólk frá Egils- stöðum, en nú er langt um liðið siðan við fengum mjólk og nauðsynjavörur { kaupfélaginu eru á þrotum. Við erum alger- lega einangruð, þvi að hvorki er hægt að komast hingað land- leið né i lofti. Ekki verður ýtt fyrr en verður lagast og sem stendur er flugvöllurinn á kafi i snjó. Fólk er orðið langþreytt á tiðarfarinu, enda hefur það verið á þessa lund siðan löngu fyrir jól. Læknir hefur ekki komizt hingað sfðan ( byrjun desember, en hann á að vera hér hálfs mánaðarlega. Mundi skapast erfitt ástand ef einhver yrði alvarlega sjúkur. Hugsan- legt er að hingað megi brjótast á snjósleða en snjóbill kemst ekki hingað eins og er. Þrátt fyrir þetta liggur félagslff ekki alveg niðri. Verið er að undirbúa þorrablót af krafti og hingað er nýkominn Hörður Torfason, sem er að setja upp leikritið „A útleið" með félögum úr leikfélaginu Vöku. Við búumst við að það verði frumsýnt i febrúar og vonumst til að geta farið með það um firðina þegar þar að kemur. Egilsstaðir STEINÞÖR Eiriksson á Egils- stöðum sagði að þar væri mold- bylur og botnlaus stórhrið. Veð- ur var þar allgott I gærmorgun, en versnaði þegar á leið daginn og um hádegi var veður orðið vont. Frost var lítið, um eitt stig. Steinþór nefndi sem dæmi um ástandið, að á Eiðum væri aðeins unnt að komast út úr símstöðinni, sem er í tveggja hæða húsi, með þvi að skríða út um glugga á efri hæð. I fyrra- dag tók það fjórar klukku- stundir að grafa göng að dyrum hússins. Á götum á Egilsstöðum voru áður en þetta veður gerði um 2ja metra snjógöng, en nú eru þau öll orðin full og slétt yfir. „Ég man ekki eftir annarri eins snjókomu þau 30 ár, sem ég hefi verið hér.“ Steinþór sagði að veturinn 1950 til 1951 hefði kannski verið jafn snjó- þungur, en þá hefði hlaðið nið- ur á miklu lengri tíma. Steinþór sagðist hafa heyrt í útvarpi í gær, að erfiðleikar væru þar eystra með þunga- flutninga, þar eð snjóbílar gætu ekki borið slikt. Hann gat þess að 1950 hefðu Héraðsbúar not- azt við sérstaka sleða og á þeim hefði verið unnt að flytja allt að 12 tonn. Voru sleðarnir dregnir af jarðýtum. Kvað hann nú ekk- ert til fyrirstöðu að unnt væri að flytja um 30 tonn á slíkum sleðum. Þegar við ræddum við Steinþór var iðulaus stórhríð á Egilsstöðum og sá hann aðeins grilla I næstu hús. Steinþór sagði að Egilsstaða- búar hefðu alltaf haft rafmagn i þessum veðurofsa og kvað hann það einkum að þakka raf- veitustjóranum, Erling Garðar Jónassyni, sem væri harðdug- legur og sagðist Steinþór efast um, að aðrir hefðu haldið raf- stöðinni gangandi eins og hann hefði gert. Eskifjörður ÆVAR Auðbjörnsson á Eski- firði sagði að Eskfirðingar hefðu að mestu sloppið við óveðrið sem geisað hefur f ná- grannasveitum. — Hér er þó "Ifurlega mikill snjór, en logn hefur verið I marga daga. Ófært er um götur og að sjálfsögðu bæði á Reyðarfjörð og Nes- kaupstað. Snjór nær langt upp á húsgafla og bilar eru á kafi. Eg man I fljótu bragði ekki eftir svona miklum snjó- þyngslum. Hólmatindur landaði 80 tonnum af þorski hér f dag og er verið að vinna aflann i frystihúsinu. Á heimleið úr túrnum fékk skipið á sig sjó og missti hlera og björgunarbát. Menn setja ekki að ráði fyrir sig þótt færðin sé slæm og sumir hafa tekið fram skfðin; ég mætti bæjarstjóranum f morgun á leið til vinnu á skfð- um. Nú við höfum ekki séð sjónvarp sfðan fyrir helgi, en það er ekki ný bóla. Útvarp heyrist mætavel og rafmagns- mál eru f góðu Iagi. Djúpivogtir SAMKVÆMT upplýsingum Unnar Jónsdóttur á Djúpavogi var veður þar ekki mjög vont, en öfærð þar eystra er mjög mikil. Mjólkurbíllinn, sem sækir mjólk í Álftafjörð, á Berufjarðarströnd og í Breið- dal, komst ekki I fyrradag og i gær ferða sinna fyrir ófærð og sagði Unnur að ef eins yrði i dag, myndi byrja að bera á mjólkurskorti á Djúpavogi. Ófært hefur verið yfir Lóns- heiði til Hornafjarðar í heila viku. Alla jafna er heiðin rudd á þriðjudögum, en sökum veðurs treysti Vegagerðin sér ekki til þess að ryðja snjó af heiðinni nú. A Djúpavogi var i gær snjó- fjúk, og ekki mjög hvasst. Hornafjörður ELtAS Jónsson á Höfn ( Horna- firði sagði að tfðarfar hefði verið mjög rysjótt að undan- förnu. I fyrradag var Elias staddur i Öræfum og hafði þá verið veðurtepptur þar f einn Framhald á bls. 27.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.