Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
13
Reykjavíkur Ensemble
hjá Tónlistarfélaginu
eftir velheppnaða tónleikaferð um Þýzkaland
□ NÝTT starfsár Tónlistarfélags! Kammersveitina skipa Guðný
Reykjavfkur hefst á laugardag 6. Guðmundsdóttir, fiðluleikari og
september með kammertónleik-1 konsertmeistari Sinfónfuhljóm-
um f Austurbæjarbfói kl. 2.30. | sveitarinnar, Asdfs Stross-
Þar leikur kammersveitin Þorsteinsdóttir fiðluleikari,
Reykjavfkur Ensemble, en hún er : Guillermo Figueroa lágfiðluleik-
nýkomin heim úr 6 vikna tón-1 ari, Deborah Davis sellóleikari og
leikaferðalagi um Þýzkaland., Halldór Haraldsson pfanóleikari.
NÝKOMIN (JR ÞÝZKALANDSFERÐ — Þau skipa Reykjavfkur En-
semble: fv. Guðný Guðmundsdóttir, Asdfs Stross, Halldór Haraldsson,
Deborah Davis og Guillcrmo Figueroa.
JEOISQATA «Ol SÍMI 15522. RVÍ
Dögg á
Norðurlandi
Ásbyrgi, Miðfirði,
föstudagskvöld 5/9
Samkomuhúsið
Blönduósi
laugardagskvöld 6/9.
Einstakt tækifæri
að sletta úr klaufunum
með Dögg
Munið nafnskirteinin.
Húsinu lokað kl. 23.30.
Skemmtum
okkur með
Dögg
A efnisskrá tónleikanna eru verk
eftir Haydn, Schubert og Schu-
mann, en þau eru af efnisskrá
tónieikaferðarinnar.
□ Tónleikaferðin um Þýzkaland
er sú fyrsta sem fslenzk sveit af
þessu tagi fer, en slfkar ferðir
hafa jafnan beinzt til Norður-
landa. A blaðamannafundi kom
fram að ferðin tðkst hið bezta.
Haldnir voru 14 tónleikar, m.a. f
Hamborg, LUneburg, Rosenheim
og fleiri borgum, og á sumartón-
listarhátfðum f gömlum köstul-
um, t.d. Benediktbauern, Schloss
Leitheim o.fl. Aðsókn og viðtökur
voru mjög góðar og umsagnir
gagnrýnenda lofsamlegar. Hópn-
um hefur þegar borizt fjölmörg
tilboð um frekara tónleikahald f
Þýzkalandi, en ekki er ljóst hvort
unnt verður að taka þeim.
Það var Wolfgang Stross sem
annaðist undirbúning og skipu-
lagningu ferðarinnar, og hlupu
kunningjar hans í Þýzkalandi
undir bagga til að auðvelda ferð-
ina, m.a. með þvi að lána til
hennar farartækí, en einnig veitti
Menntamálaráð ferðastyrk. Auk
verka eftir fyrrnefnd tónskáld
voru á efnisskránni íslenzkir
þjóðdansar, sem Jón Ásgeirsson
útsetti sérstaklega fyrir þessa
ferð, píanótrfó eftir Karl Hasse
(afa Stross), dansar frá Puerto
Rico (eftir föður og afa
Figueroa), og verk eftir Brahms.
Tónlistarfélag Reykjavíkur
mun halda 8 tónleika á þessum
vetri, og meðal þeirra sem þar
koma fram verða Erling Blöndal
Bengtson sellóleikari, Árni Krist-
jánsson píanóleikari, Aage Kval-
bein sellóleikari, Jens Harald
Bratlie píanóleikari, The Lyric
Arts Trio og Sigríður Magnúsdótt-
ir söngkona.
Akureyri, 2. september.
HELGI Vilberg listmálari og
myndlistarkennari opnar
myndlistarsýningu f Hlfðarbæ,
félagsheimilinu f Kræklinga-
hlfð, á fimmtudagskvöld kl.
20.30.Sýningin verður opin það
kvöld til kl. 22, föstudagskvöld
kl. 20 til 22 á laugardag og
sunnudag kl. 14 til 22, en þá
lýkur sýningunni.
A sýningunni eru 37 myndir,
32 olfumálverk og 5 teikningar,
og eru allár myndirnar til sölu
nema tvær. Engin þeirra hefir
verið sýnd áður, og þær eru
gerðar á þessu ári og f fyrra.
Þetta er fyrsta einkasýning
Helga, en í fyrra tók hann þátt í
samsýningu þriggja akur-
eyrskra málara f Myndsmiðj-
unni. Hann lauk námi f Hand-
íða- og myndlistarskólanum ár-
ið 1973.
Listbandalagið f Álasundi
verður 70 ára á næsta ári, og f
tilefni þess verður haldin þar
myndlistarsýning í aprflmán-
uði. Þar verða sýndar myndir
eftir 2 listamenn frá hverjum
vinabæ Álasunds annars staðar
á Norðurlöndum, fimm myndir
eftir hvern. Fulltrúar Akureyr-
ar á sýningunni f Álasundi
verða þeir örn Ingi Gfslason og
Helgi Vilberg.
Sv.P.
Ljós
Ljósmyndasýningin Ljós ’75
var opnuð á Kjarvalsstöðum á
miðvikudaginn, en þetta er þriðja
sýningin, sem Ljósmyndaklúbb-
urinn Ljós gengst fyrir. Fyrsta
sýningin var f sal við Hverfisgöt-
una árið 1971, þvf næst var sýnt á
Kjarvalsstöðum árið 1973 og svo
aftur þar núna.
Félagar f Ljósmyndaklúbbnum
eru nú þrír, þeir Pjetur Maack,
Gunnar S. Guðmundsson og
Kjartan B. Kristjánsson, en að
venju bjóða þeir einum gesti að
sýna myndir og að þessu sinni
varð Mats Wibe Lund fyrir val-
inu. Á sýningunni sýnir Mats ein-
göngu stækkaðar litmyndir og eru
myndirnar teknar f Thailandi, á
tslandi og Grænlandi, en alls eru
það 54 myndir, sem Mats sýnir.
Myndir hans eru allar til sölu og
kosta kr. 25 þús. og kr. 75 þús.
Gunnar S. Guðmundsson sýnir
manneskjuna í stórborginni Par-
ís, f ramma, steypu og gleri. Kjart-
an B. Kristjánsson sýnir mest- af
mannlífsmyndum, auk þess sem
ýmis form eru viðfangsefni, bæði
’75
mannanna verk og náttúrunnar.
Pjetur Þ. Maack takmarkar sig á
þessari sýningu við eina persónu.
Hann hefur allt sl. ár tekið mikið
Landssamband fslenzkra barna-
verndarfélaga heldur landsfund
sinn f Norræna húsinu dagana 5.
og 6. september n.k. Landsfund-
urinn, sem jafnframt er aðal-
fundur sambandsins, er haldinn
annaðhvort ár og er áhugamönn-
um jafnan gefinn kostur á að
hlýða á nokkur erindi og taka þátt
f umræðum um þau.
Á þessum landsfundi verða
flutt 3 erindi. Föstudag 5. sept. kl.
14 flytur Kristinn Björnsson sál-
fræðingur erindi , er hann nefnir
Hlutverk barnaverndar, sama dag
kl. 17 flytur Jens Donner héraðs-
læknir frá Árósum erindið Barna-
verndarfélög á Norðurlöndum og
af myndum af Helgu Eldon, þar á
meðal við starf hennar, sem er
listdans.
Allar myndir þeirra þremenn-
inga eru til sölu og kosta kr. 10
þús. hver.
Sýningin Ljós ’75 mun standa
til 16. sept. n.k. og er hún opin frá
kl. 16—22, nema um helgar, frá
kl. 14—22.
störf þeirra. Laugardaginn 6.
sept. kl. 14 flytur Jens Donner
annað erindi, sem hann nefnir
Ráðgjafarstöðvar barnaverndar-
félaga í Danmörku. Að erindun-
um loknum verða umræður og
fyrirspurnum svarað.
Allir áhugamenn um velferðar-
mál barna eru velkomnir að hlýða
á erindi þessi. Þeir sem æskja
geta gerzt félagar i Barnaverndar-
félagi Reykjavíkur eða öðru
barnaverndarfélagi. Slík félög
eru nú starfandi i Reykjavík,
Hafnarfirði, Keflavik, Akranesi,
ísafirði, Akureyri og Húsavík og
verið er að stofna félag í Vest-
Framhald á bls. 24
Landsfundur íslenzkra barna-
verndarfélaga í Norræna húsinu
[nmm
Kjartan og Gunnar við opnun sýningarinnar. -
Ljósm.Mbl.: Ól.K.M.