Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 27

Morgunblaðið - 05.09.1975, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975 27 Þorkell Þóröar- son — Kveðja F. 7. febrúar 1918. D. 17. ágúst 1975. Brostin harpa blikna lauf þú sefur. Blómstrin anga fölna sjást ei meir eins og sönglag samt þú lifað hefur. Matthfas Jochumsson. Hann pabbi er dáinn. Hvað getur maður sagt á stund sem þessari. Maður sem aldrei varð misdægurt hér áður fyrr. Maður sem hafði unnið myrkr- anna á milli í sveit og siðan í allskonar verkamannavinnu og aldrei orðið veikur er allt í einu orðinn heilsulaus sjúklingur af veiki sem á tæpum átta árum hel- tekur hann svo að hann deyr að- eins 57 ára að aldri. Hann sem maður vonaði að yrði ekki tekinn frá manni svo fljótt þó að við vissum að hann væri veikur, þá trúði maður þvi ekki að hann þessi stóri sterki maður yrði að velli lagður svo fljótt. En enginn ræður við manninn með ljáinn og hann sigrar ávallt að lokum þó hart sé barizt á móti. En það er margs að minnast, svo margs að ekki dygði minna en heil bók til að segja frá því öllu. Pabbi og mamma byrjuðu að búa saman að Hvammi í Kjós, meðan við vorum smádrengir og hann tekur okkur föðurlausa upp- á arma sína og tekur að sér að ala okkur upp og gerir það af svo mikilli góðvild og alúð að hvergi ber skugga á. En með mömmu eignaðist hann systur okkar, Dísu, eins og við köllum hana og unni hann okkur jafnheitt henni. Þetta lýsir gleggst því göfuglyndi sem hann sýndi okkur. Hann gaf okkur líka þá stóru gjöf að mega nota föður- nafn sitt og höfum við gert það æ síðan með þakklæti. Pabbi kenndi okkur snemma uppáhaldsíþróttir sínar, skák og glímu, og þreyttist aldrei á því að tefla við litla snáða sem ekki kunnu nú mikið þá frekar en nú. Ekki man ég að hann neitaði nokkurn tímann tafli þó oft væri mikið að gera á stóru heimili og leyfði hann þá strákum oft að vinna og þóttust þeir þá heldur góðir en ég er ekki frá því að sumir hafi hlegið I laumi. Fram eftir aldri hafði pabbi þann sið að svæfa yngri piltinn með söng og var þá oft mikið sungið og oft lengi og var það þá svona upp og ofan hver sofnaði út frá söng hans. Pabbi fór oft á veiðar og fengu þá strákarnir að fara með og voru stoltir af því að betri skyttur fundust ekki f þeirri sveit og þótt víðar væri leitað. Pabbi átti mikið af skyldfólki í Kjósinni. Eins og flestir vita er hann fæddur í Elífsdal 7.2. 1918 og ólst þar upp ásamt átta systkinum hjá foreldrum sínum, Þórdfsi Ölafs- dóttur og Þórði Oddssyni og má segja að meirihluti Kjósverja sé skyldur honum. Þegar við flytjum frá Hvammi gerðist hann ráðs- maður að Kiðafelli í Kjós hjá Hjalta bónda og fórust honum + Hjartkær maðurinn minn og faðir okkar, ÓLAFUR EGGERT ÞORSTEINSSON, Skagabraut 34, Akranesi andaðist í Sjúkrahúsi Akraness 4. september. Ólafina Ólafsdóttir, Ólafur Heiðar Ólafsson, Ólaffna Sigrún Ólafsdóttir. Bróðir okkar, + KRISTINN THOMSEN, andaðist 30. ágúst á Nörrehospital í Kaupmannahöfn. Systkinin. t Faðir minn og tengdafaðir HENRY SCHEITHER, ræðismaður, lézt að heimili sínu i Weesen am Walensee, Sviss 3. þ.m. Jóhann Scheither og Katrln Jónsdóttir. + Eiginkona mín, ANNA S. SIGURJÓNSDÓTTIR, 1 andaðist á Borgarspitalanum aðfararnótt miðvikudags. Fyrir mína hönd, barna, tengdabarna og barnabarna, Kristjðn Fr. Guðmundsson. + Eiginkona min, SIGRlOUR KONRAÐSDÓTTIR, Reykjanesvita, sem andaðist 29. ágúst verður jarðsungin frá Þjóðkirkjunni i Hafnar- firði laugardaginn 6. september kl. 1 1 fyrir hádegi. Fyrir hönd barna, tengdabarna, barnabarna og annarra aðstandenda, Sigurjón Ólafsson. þau störf vel úr hendi. Þaðan flytjum við svo suður í Garða- hrepp að Lyngholti og bjuggum þar í nokkur ár og þá sá pabbi um rófur og kartöflur fyrir eigand- ann ásamt öðrú. Siðan byrjar hann starf sitt á Keflavikurflug- velli í þágu hersins sem pipulagn- ingamaður og starfaði þar á með- an kraftar hans leyfðu og fékk hann viðurkenningu fyrir vel unnin störf í þágu þeirra. Minntust hans bæði starfsfélag- ar og vinnuveitendur með blóma- krönsum á útfarardegi hans og sannar það hverskonar gæfu- menni þarna hefur fallið frá og allt of fljótt. Við viljum þakka pabba fyrir allt sem hann hefur gert fyrir okkur og við þökkum Guði fyrir að hafa leyft okkur að njóta ástar og góðvildar hans sem virtist óþrjótandi. Og við vitum, að ef annað og betra lif er til þá nýtur hann þess örugglega núna, þess óskum við af öllu hjarta. Við viljum einnig þakka eftir- lifandi konu hans, Sigriði Sól- mundardóttur, sem af umhyggju og ást hefur staðið við hlið hans í þessum veikindum, fyrir vel- vild hennar í okkar garð og von- um við að Guð hjálpi henni í raunum hennar og erfiðleikum. Bennie og Ösli. Anna Tómasdótt- ir — Minning F. 10. maf 1967. D. 11. ágúst 1975. Vertu sæl vor litla, hvfta lilja lögð í jörð með himnaföður vilja leyst frá lífi nauða, Ijúf og björt f dauða lézt þú eftir litla rúmið auða. Vertu sæl svo litla Ijúfan blíða lof sé Guði, búin ertu að strfða. Upp til sælu sala saklaust barn án dvala lærðu ung vió engla Guðs að tala Matthfas J. Fátt er eins furðulegt sem mæt- ir á lffsleiðinni sem það, a dauð- inn velji sér herfang meðal barna. Enn sýnist svo sem allar götur liggi upp og fram, sólskin og vonir á vegi. Samt er hægt að hugsa þetta á annart veg. Ævin er í raun og veru ekki rétt mæld í dögum og árum. Stutt ævi getur verið eins áhrifa- mikil og löng ævi. En nú er Anna litla komin til Guðs á öruggan og góðan stað og þarf ekki lengur að stríða. Hún sem var búin að strfða í rúmt eitt langt ár, en við stöndum öll vopn- laus gagnvart dauðanum. Þegar litið er til baka og hugsað um þennan stutta tíma, sem við þekktum hana, þá er margs að minnast, það voru stuttar sam- verustundir en góðar. Anna litla mun aldrei gleymast okkur. Hver átti fallegra bros en hún? Bros, sem heillaði okkur öll, eins kátína hennar og kimni, sem gat leitt í burtu allan þann sárs- auka, sem nísti hjörtu okkar hinna. Lítil stúlka, sem gleymir eigin þrautum i samúð og hjálpfýsi við aðra minnimáttar. Hún er ljós frá himni góðleikans. Telpan sem gleðst yfir öllum undrun í dýrð hvers dags, þótt sjúkleiki ræni hana krafti til leikja með öðrum, hún er fyrirmynd okkar, sem tök- um alheil gjöfum lífsins. En einmitt þánnig var hún Anna okkar, bæði heima og á spít- alanum hetja, Ijós og fyrirmynd. Já, við söknum hennar og gleðj- umst þó ýfir að hafa átt samleið með henni. Hún gaf svo mörgum gleði bæði á spítalanum og heima, þar átti hún einnig sinn sólar- geisla, litla bróður, og alltaf átti hún þrek fyrir hann og hin systk- inin. Hún hefur líka gefið sorg en það var ekki hennar sök. Það var hið óumflýjanlega. Foreldrum Önnu og systkinum vottum við innilega samúð. Bless- uð sé minning hennar. Þeir deyja ungir sem guðirnir elska. Vinir. „Hví var þcssi bcður buinn, barnið kæra, þér svo skjótt? Svar af himni hcyrir trúin hljóma gcgnum dauðans nótt, það cr kvcðjan „kom til mín.“ Kristur tók þig hcim til sín. Þú crt bicssuð hans í höndum, hólpin sál mcð Ijóssins öndum.“ (Björn Halldórsson) Mann setur hljóðan er staðið er frammi fyrir þvf að yndisleg vin- kona, rúmlega 10 ára gömul er hrifin burt frá ástrfkum foreldr- um og systkinum, en „drottinn gaf og drottinn tók“. Hún var búin að heyja harða og langa baráttu við ólæknandi sjúk- dóm; aðdáunarvert þrek og dugn- aður foreldra önnu litlu og henn- ar sjálfrar, trúin á Guð og hans miskunn var þeim og er huggun harmi gegn, eins og öllum þeim er trúa og treysta honum einum er öllu ræður. Elsku litla vinkona þú Framhald á bls. 20 Svanhildur Þorbjörns- dóttir — Þau undu §er glöo við það cins og það var, þau önnuðust kyrrláta hcimilið þar og hlúðu að börnunum bæði. Með höndunum iðnu þau höfðu það byggt, sem hér var með dugnaði og samlyndi tryggt. Þau vonuðu, og við, að það stæði. (Þorsteinn Erlingsson) Það var skarð fyrir skildi, allir urðu harmi slegnir, frændur aust- an hafs og vestan, er sú frétt barst, að sunnudaginn 3. þessa Kveðja mánaðar hefði látizt á þingvöllum í sumarhúsi sínu frú Svanhildur Þorbjörnsdóttir, aðeins fertug að aldri. Skyndilega kölluð til starfa á æðra tilverustigi. Tilveran hinu- megin handan hinna jarðnesku landamæra er ekki i órafjarlægð, né i neinni þoku. Lffsskoðun sem þessi er fögur og björt, byggð að öruggum staðreyndum. Hún hefir veitt miklum sæg manna og kvenna trú á höfund tilverunnar, sem þeir höfðu annaðhvort aldrei haft eða þá misst, nýja trúa á lífið + Við þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför SJAFNARBJÖRNSDÓTTUR, Bjöm Glslason, Linda Lee Dupuis, Debora S. Dupuis, Laufey B. Dupuis, DavlS Andrésson, Margrét Björnsdóttir, Ingiberg Ólafsson, Birna Bjömsdóttir, Þorgeir Theódórsson, Elva Bjömsdóttir, Ingimundur Jónsson. og barnabörn. + Okkar beztu þakkir til ykkar allra er sýndu okkur hluttekningu og vinarhug við fráfall og útför eiginmanns mins, föður okkar, tengdaföð- ur og afa, PÉTURS JÓNSSONAR, vélstjóra, Gufuskálum. Hrefna Matthfasdóttir, Jón Pétursson, Matthias Pétursson, Sigurjéna Sigurðardóttir Ingibjörg Pétursdóttir, og barnabörn. og tilgang þess, nýja vissu um endurfundi allra ástvina. Svanhildur var fædd í Reykja- vík. Foreldrar hennar eru hinir góðkunnu borgarar frú Sigríður og Þorbjörn Jóhannesson. Snemma gerðist Svanhildur hin röskvasta, kappsöm, en gætin f orðum og athöfnum, eftirsóttur starfskraftur vegna dugnaðar, einstaks eldmóðsáhuga, vinsæll vinnufélagi, vinföst, ræðin og skemmtileg. Geðrfk og hreinskipt- in var hún og gat orðið harð- skeytt andstæðingum, en dreng- lyndi hennar brást aldréi. Góð húsmóðir. Eftirlifandi eiginmaður hennar er Guðmundur Jóhann Friðriks- son, góður drengur, hlédrægur og dulur, hinn mesti drengskapar- maður. Þau hjón Svanhildur og Guðmundur studdu eftir fremsta megni að menntun sinna 5 glæsi- legu og prúðmannlegu sona. Ljóst er að heimilið að Guðrúnargötu 9 hefir orðið fjrir óbætanlegu tjóni. Eignimanni, sonum, foreldrum og öðrum aðstandendum votta ég mína dýpstu samúð. Bið frænku minni blessunar á Paradísarsviði næstu tilveru. ( H.V.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.