Morgunblaðið - 05.09.1975, Qupperneq 32
32
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 5. SEPTEMBER 1975
Maríanna fer
á sjúkrahús
Eftir Odd Brochmann
læknir til að fitja upp á öðru umræðu-
efni.
Maríanna sækir böggulinn. En hún er
samt hnuggin. Hún tekur bréfið utan af
bögglinum við borðið og starir stórum
augum gegnum tárin.
Því þarna er nælan komin.
Það var nælan sem læknirinn sótti í
magann á henni. Mamma hennar hlaut
að hafa misst hana ofan i pottinn þegar
hún var að matreiða plokkfiskinn.
„Verst er hvað þú lentir í miklu um-
stangi vegna þessa,“ segir mamma
hennar og festir næluna í barminn.
„Iss,“ segir Maríanna. SÖGÚLOK
Ævintýri
Munchhausens baróns
Fyrstu ferð mína til Rússlands fór ég
um miðjan vetur og ríðandi því ég kann
bezt við þann ferðamáta, svo fremi sem
bæði hestur og riddari séu við góða
heilsu og sæmilega klárir í kollinum.
/^-COSPER------------v
Sjáið! Nú getur afi líka orðið brúnn á bring-
unni!
V
J
Ég sat á hesti mínum, myrkrið skall á.
Hvergi var ljósglætu að sjá og dauðaþögn
ríkti allt um kring. Snjór þakti gervallt
umhverfið svo hvergi var nokkra götu að
sjá.
Ég ákvað að fara af baki og hvíla mig
um stund, því ég var bæði þreyttur og
dapur. Hestinn batt ég við prik, sem stóð
upp úr snjónum. Til öryggis stakk ég
einni skambyssunni minni undir arminn,
lagðist síðan í snjóinn, vafði um mig
skikkjunni minni og sofnaði von bráðar.
Ég svaf svo vel að ég vaknaði ekki fyrr en
kominn var hábjartur dagur.
Ég neri stírurnar úr augunum og varð
meira en litið undrandi, þegar ég leit í
kring um mig. Því viti menn, þarna lá ég
í miðju þorpi og meira að segja í sjálfum
kirkjugarðinum. Fyrst kom ég hvergi
auga á hestinn en fyrr en varði heyrði ég
hneggjað einhvers staðar fyrir ofan mig.
Ég leit upp og sá þá hvar vesalings
bykkjan hékk hæst uppi í kirkjuturn-
inum. Ég skildi strax, hvað hafði gerst.
Um nóttina hafði þorpið allt verið á kafi í
snjó. Svo hafði gert asahláku. Þegar
snjórinn bráðnaði, seig ég til jarðar þar
sem ég lá sofandi. Það, sem mér sýndist
vera prik upp úr snjónum var í rauninni
turnspíran á kirkjunni.
Hvað var nú til bragðs? Jú, þar sem ég
er góð skytta, dró ég fram byssuna mína,
miðaði á beislistauminn, skaut hann í
sundur og náði hestinum þannig niður.
Sá var heldur feginn, þegar hann hafði
fast land undir fótum á ný. Ég sveiflaði
mér upp í hnakkinn og við héldum áfram
frægðarförinni.
Jú, herrar mínir, ég hef farið marga
ferðina á hestbaki, en sú merkasta var í
herför gegn Tyrkjum. Við sátum urn
einhverja borg. Ég hef tekið þátt í svo
mörgum umsátrum um borgir að ég man
ekki hvað hún hét þessi. En Munnich
marskálkur vildi kynnast því, hvernig
ástandið væri innan borgarmúranna.
Það virtist þó ýmsum annmörkum háð
að komast inn fyrir múrana. Enginn
þorði að reyna að ryðja sér braut fram
hjá varðmönnunum eða spönsku ridd-
urunum eða freista þess að komast yfir
skotgrafirnar. Ég skal viðurkenna, að
fífldirfska min var ef til vill fullmikil, en
ég tók mér stöðu við eina stærstu fall-
byssuna okkar rétt áður en skoti skyldi
hleypt af henni í átt til borgarinnar. Um
Kvikmyndahandrit að morði
Eftir Lillian
O'Donnell
Þýðandi Jóhanna
Kristjónsdóttir.
38
David hafói skrifaó rnikió í
minnisbók sfna.
— Verulega alhyglisvert sagði
hann. — En segid mér þá hvenær
get ég fengið aó skoða myndina?
— Eg vissi ekki þér væruð
áhugamaður á þvf sviði, Link. Þér
megið sjálfur velja stað og stund.
— Gott. t fyrramálið I New Art
Theatre, svaraði David gremju-
lega og reis upp og bjóst til brott-
ferðar.
II). KAFLI
En David fékk aldrei tækifæri
til að sjá myndina. Hann vaknaði
af óværum svefni snemma næsta
morgun og honum var sagt að
Arthur Talmey va>ri fundinn.
Drengur nokkur sem hafði verið
úti I skógi að leik mcð hundinn
sinn hafði fundið hann. Lögrcgl-
an f Suffolk C’ounty scm einnig
hafði fengið lýsingu á Talmey
hafði þegar látið Manhattan liig-
regluna vita og sfðan var Link
gert viðvart. Hann gaf út fyrir-
mæli um að Ifkið. yrði ekki flutt
fyrr en hann hefði komið á stað-
inn og ók strax af stað. Til allrar
hamingju var Iftil umferð á veg-
unum, en engu að sfður var hann
ekki kominn á vettvang fyrr en
klukkutfma og tuttugu mfnúlurn
síðar.
Litla vatnið gióði eins og bráð-
inn kopar og sólin skein yfir
strandlengjuna. Þegar Link sté út
úr hílnum og út af veginum sökk
hann upp að ökklum f laufbing-
um. scm hlaðizt höfðu upp við
trjárarturnar. David andaði að sér
fersku loftinu með áfergju og
skap hans batnaði að mun eins og
alltaf þegar hann var úti I náttúr-
unni. En þegar gröfin opnaðist
fyrir honurn og hann sá þegjanda-
legar verur á vappi f kring heind-
ist hugur hans samstundis að
öðru.
Þeir viku til hliðar fyrir honum
og hann beygði sig rólega yfir
hinn látna. Þetta var Ifk af manni
á fimmtugsaldri. Hann hafði
verið meðalmaður á hæð, grannur
og tiginmannlegur. Hann var
kiæddur f brún jakkaföt, hárið
grásprengt en þétt og yfirskeggið
vel hirt. Engin ytri mcrki um
ofbeldi sáust á Ifkinu.
David sneri sér að hinum.
— Hver er drengurinn sem
fann hann?
— Það var Bobby Thomas, svar-
aði einn mannanna og gekk feti
framar. — Ég heiti Pettet aðstoð-
arlögreglumaður. Hann kynnti
einnig aðra viðstadda í flýti fyrir
Link.
— Við erum fúsir að leggja
yður lið eins og við megum, en ég
sá engan sérstakan tilgang í að
láta drenginn bíða hér í tvo
klukkutíma þangað til þér kæm-
uð. Skýring hans var mjög ein-
föld. Hann hafði skrópað úr skól-
anum f dag af þvf að veðrið var
svona gott og hann fékk sér
gönguferð um skóginn með hund-
inum sfnum sem heitir Buteh.
Buteh hljóp á undan Bobby. En
skyndilega nam hundurinn staðar
og vildi ekki hreyfa sig, hvað sem
drengurinn kallaði á hann og
flautaði. Hundurinn ýlfraði og
vældi og rótaði f jörðina. Nokkr-
um mínútum sfðar kom manns-
fótur f Ijós og Bobby þaut af stað
að næsta húsi og þaðan var strax
hringt til logreglunnar.
— Já, einmitt, sagðl David og
hvarflaði augum á óeinkennis-
klæddan mann f hópnum.
— Meredith. Þér eruð iögreglu-
Iæknir, er það ekki?
Hann kom til hans.
— Það var ekki mikió sem ég
gat séð, við fengum fyrirmæli um
að flytja Ifkið ekki. Ég vona þér
hafið ekkert á móti því að ég
skoði það betur núna, Link.
Davfd féllst á það og Meredith
gaf mönnunum með sjúkrabörur
bendingu og þeir lyftu Ifkinu
gætilega upp. Meredith kraup á
kné við líkið og rannsakaði það.
— Ja, við verðum auðvitað að
bfða eftir krufningu, en þó er
Ijóst að hann hefur fyrst verið
rotaður með höggi f hnakkann og
sfðan hefur hann verið kyrktur.
— Kyrktur? hrópaði David upp
yfir sig. — Hvað hefur hann ver-
ið dáinn lengi?
— Það vil ég helzt ekki segja
um á þessu stigi málsins.
— Þér getið nú gizkað á eitt-
hvað. Einn dag eða tvo daga?
— Mun lengur. Meredith lyfti
upp annarri hendi Ifksins og lét
hana falla niður aftur. — Eins og
þér sjáið er dauða stjarfinn
horfinn. Eg hallast að þvf að hann
hafi legið hér. ..ja, að minnsta
kosti sfðan um helgi.
— ómögulegti mótmælti
David.
— Frá læknisfræðilegu sjónar-
miði er það miklu meira en mögu-
legt, það er ákaflega sennilegt,
Link. A hinn bóginn, ef þér hafið
öruggar sannanir fyrir þvf að
hann hafi verið lifandi... cigum
við að segja á laugardag eða
kannski árla sunnudags, get ég ef
til vill fallist á það.
— Hann var á Iffi á mánudags-
kvöld! sagði David ákveðinn.
— Nei, það getur alls ekki
verið, svaraði Merdith hiklaust.
— Enginn skal fá mig til að
fallast á það og þarf ekki
nákvæma skoðun til að sjá að
Ifkið hefur verið hér mun lengur
en svo að það gæti komið til mála.
Haldið þér ekki að þér þurfið að