Morgunblaðið - 25.11.1975, Síða 31

Morgunblaðið - 25.11.1975, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 25. NÓVEMBER 1975 31 Jóhann Bjarni Jósepsson fyrrv. húsvörður - Minning Og |>ú ert hlekkur, oftast einn f allrar þjóðar festi. Og ei má reynast af þeim neinn, sem undan láti og bresti. Svo þegar lokið ævi er sé allt þitt starf til heiðurs þér. Halldór Benediktsson frá Seyðisfirði Þessar ljóðlínur komu mér í hug er ég heyrði lát mins gamla góða vinar og félaga, svo traustur og vandaður var hann I lifi sinu og starfi. Jóhann var fæddur 4. júní 1891 f Áshildarholti í Borgar- sveit, er tilheyrði Skarðshreppi i Skagafirði. Foreldrar hans voru hjónin Jósep Jónsson og Sigur- björg Bjarnadóttir. Jósep var fæddur að Grýtu- bakka i Fnjóskadal, en fluttist þaðan að Haganesi i Fljótum i Skagafirði. Móðir Jóhanns var Sigurbjörg Bjarnadóttir Skúla- sonar, er lengi bjó að Álfgeirs- völlum f Lýtingsstaðahreppi, sem er fremsti hreppur í Skaga- fjarðarsýslu. Foreldrar Jóhanns hófu búskap í Áshildarholti og voru þar um sjö ára skeið. Eftir það fluttust þau að Brennigerði sömu sveitar og voru þar næstu tvö árin. Það voru þeim erfið ár. Húsakostur mjög lélegur. Barátta við óblítt veðurfar, og ýmiskonar andstreymi og erfiðleikar steðj- uðu að, og börnin voru ung. Þau komu sér þvf saman um, sem ekki var óalgengt f þá daga að bregða búi um stundarsakir. Mun þar hafa ráðið mestu, að þeim stóð ógn af að vera með börn sin í svo lélegum húsakynnum. Og svo var það, að um þessar mundir veiktist Þorgrímur, móðurbróðir Jóhanns, er bjó að Starrastöðum i Lýtingsstaðahreppi. Þorgrímur var ekkjumaður með þrjú börn á framfæri sínu. Svo mikil og snögg voru veikindi hans, að hann var fluttur helsjúkur á kviktrjám niður á Sauðárkrók um vorið, og þaðan til Akureyrar, þar sem hann andaðist um haustið. Strax um vorið fór Sigurbjörg til Þor- grfms bróður síns með tvö börn sin með sér, Jóhann og yngsta barnið, önnu. Elsta barnið, Ingi- björg, var það árið á Skíðastöðum sömu sveitar hjá föðursystur sinni. Anna er nú ein eftirlifandi þeirra systkina og býr hér i Reykjavik. Heimilisfaðirinn, Jósep Jóns- son, réð sig sem kaupamann hjá séra Jóni Magnússyni að Mæli- felli. Er séra Jón fluttist árið eftir að RIp i Hegranesprestakalli stofnaði Jósep bú að nýju að Litla- dalskoti í Tungusveit. Þar bjuggu þau með börnum sínum næstu sex árin. Þar var bærilegt að vera og ætluðu þau að búa þar lengur, en eigandi jarðarinnar var búinn að ráðstafa henni öðrum, og urðu þau að hverfa frá búi sínu og fara í húsmennsku hjá vinum og ná- grönnum. En Jóhann, sem þá var orðinn fullra fjórtán ára, fór til Ólafs á Starrastöðum og var þar næstu fjögur árin. Eftir það fór hann sem fyrirvinna að Héraðsdal i Tungusveit. Þar var þá tvibýli, og bjuggu þar bændurnir Einar Jónsson og Baldvin Friðriksson, er þá lá banaleguna, og réðst Jó- hann þangað sem kaupamaður og forsorgari heimilisins þótt ungur væri að árum. Það var mál manna er til þekktu, að ungi maðurinn hefði staðið vel i stöðu sinna með dugnaði sínum og hagsýni við öll þau störf er honum var falið að leysa af hendi. Enda skorti ekki samviskusemina, sem honum var snemma I blóð borin, og viljann til að duga vel. Eftir tveggja ára þrotiaust dugnaðarstarf hafði Jó- hanni tekist svo vel að rétta við búskapinn, er sett hafði niður f veikindum og við dauða Baldvins, að ekkja hans var þá komin yfir erfiðasta hjallann. Eftir það var Jóhann í vinnu- mennsku næstu árin, og var hvar- vetna vel látinn sökum samvisku- semi sinnar og trúmennsku við skyldustörf. Ég hef gert það með nokkrum ásetningi að rekja þessa sögu til að benda á baráttu við óblið kjör og trúlega erfiðleika frá liðnum dögum, er okkur hætt- ir svo oft til að gleyma I velsæld liðandi stundar. Þá settu kröpp kjör og öryggisleysi mark sitt og mót á heilar fjölskyldur um allt land. Jóhann og fjölskylda hans fóru ekki varhluta af þeirri lífsreynslu frekar en svo margir aðrir, og ég held að það hafi átt mikinn þátt í því að marka lífsviðhorf og lundarfar. Jóhann var skapstór maður af gamla skólanum, skóla lífsins. Þvf var það að hann krafð- ist jafnan mikils af öðrum, eins og hann jafnan ætlaði sjálfum sér. Óhreinlyndi f orðum eða verkum var honum ekki að skapi, og stóð þá ekki á að honum rynni I skap, sérstaklega ef honum fannst brotið gegn trúmennsku á einn eða annan hátt. Jóhann hafði yndi af þjóðlegum fræðum og var fróður vel um marga hluti í þeim efnum, enda greindur vel og minnugur. Jóhann kvæntist 1927 Ingi- björgu Guðnadóttur Guðnasonar frá Miðfelli i Lýtingsstaðahreppi, sem var annar fremsti bær í Skagafirði vestan Svartár. Bjuggu þau hjón fyrst f- Blöndu- hlíð í Skagafirði í nokkur ár, uns þau fluttu til Sauðárkróks, þar sem þau voru búsett full tiu ár, en þaðan fluttust þau hingað til Reykjavíkur. Þau eignuðust tvö börn, dreng og stúlku, Þorgrím og Kristjönu, er voru á unglingsár- um er hingað kom. Eftir nokkurra ára sambúð hér slitu þau samvist- um. Bæði börnin eru búsett er- lendis. Þorgrimur var lengi i her Bandaríkjanna, og barðist m.a. í Kóreu og Vfet-Nam. Frá árinu 1963 var hann f sérlegri land- gönguliðsdeild (Green Berets) og var sérfræðingur f meðferð sprengiefna. Hann hefur hlotið sjö heiðursmerki. Þorgrímur er nú kominn á eftirlaun og býr i Norður-Karolfnu. Hann er kvænt- ur hollenskri konu og eiga þau eina dóttur barna. Kristjana gift- ist manni af sænskum ættum. Þau stunduðu hótelrekstur i Banda- rikjunum um árabil. Þau eign- uðust þrjú börn. Maður Kristjönu er nýlega Iátinn. Það vita allir, að ekki er sárs- aukalaust að sjá af börnum sín- um báðum til ókunnra landa, og missa að miklu leyti samband við þau, stundum um langan tíma, sér í lagi er árin færast yfir. Þá hvarflar hugurinn æ oftar til þeirra, er einu sinni voru þó svo lítil og hjálparvana. Er Jóhann kom hingað til Reykjavíkur vann hann ýms al- geng störf. En f mai 1939 réð hann sig hjá Vitamálastofnun ríkisins, fyrst við byggingu nýrra vita víðs- vegar um landið, siðar gerðist hann starfsmaður i birgðastöð stofnunarinnar, og um margra ára skeið var hann húsvörður. Þar eins og annars staðar var hann metinn sem dugandi og áreiðanlegur starfsmaður, sem bar heill og heiður stofnunar- innar fyrir brjósti. Þann vitnis- burð hygg ég að samstarfsmenn hans séu á einu máli um. Er Jóhann hætti störfum hjá Vita- og hafnarmálastofnuninni vegna aldurs átti hann þvi láni að fagna að komast á Dvalarheimili aldraðra sjómanna. Þar undi hann sér dável, enda heilsan sæmileg eftir aldri, og má segja að fyrstu árin þar hafi verið honum ljúf og þægileg, og rómaði hann alla aðhlynningu sér til handa. Hin síðari árin held ég þó að hann hafi oft verið þjáður þótt hann léti það ekki uppi. Það sam- ræmdist ekki skaplyndi hans og hörku við sjálfan sig að vola eða víla framan í aðra. Einmanaleikinn og ellin eiga oft samleið, og veldur þá oft miklu hvernig menn búa að sinni innri gerð. Ég held að Jóhann hafi verið þar vel búinn, og unað sér all vel þrátt fyrir allt, gert sér sinn heim úr þjóðlegum fræðum, haft yndi af ljóðum og vel gerðum lausavísum. Sá unaður, sem þar finnst, verður aldrei frá neinum tekinn, en getur yljað og glatt fram til hinstu stundar. Um leið og ég kveð minn gamla, góða vin, vil ég þakka honum alla vináttu hans við mig og mina fjöl- skyldu um mörg ár. Þorsteinn Halldórssoa Dauðinn ei hrósa má sigri né sárum þótt sagt verði að lokið sé hérvistar árum. Þvf alla hann huggar sá kenningar kraftur er Kristur oss flutti um samfundi aftur. II.B — Hvernig er unnt. . . Framhald af bls. 11 má við, að þetta snúist til gagn- stæðrar áttar á síðasta fjórðungi ársins, vegna tímasetningar aftur- verkandi launahækkana bæði ár- in 1974 og 1975. FJÁRMUNAMYNDUN Aætlað er, að fjármunamynd- unin í heild á þessu ári verði um 3% minni að raunverulegu verð- gildi en á árinu 1974. Er þetta heldur minni samdráttur en spáð var fyrr á árinu, þar sem sýnt er, að opinberar framkvæmdir auk- ast meira en áður var reiknað með, einkum vegna mikilla fram- kvæmda við rafvirkjanir og -veit- ur. Um hina svonefndu sérstöku fjármunamyndun má nefna, að búizt er við, að innflutningur skipa og flugvéla i ár dragist sam- an um þriðjung frá sl. ári, einkum vegna minni togarakaupa en í fyrra. Hins vegar er talið, að stór- framkvæmdir — einkum við Sig- ölduvirkjun og að meðtöldum framkvæmdunum á Grundar- tanga — verði ríflega tvöfalt meiri i ár en á sl. ári. ÖIl önnur fjármunamyndun er loks talin dragast saman um 5% á árinu. Hér ber að hafa í huga, að á árinu 1974 varð fjármunamyndunin meiri en nokkru sinni. Sjátöflu 1 Af heildarfjárfestingunni er fjármunamyndun atvinnuveg- anna talin munu dragast saman um 15% og bygging íbúðarhúsa sömuleiðis um 5%, en opinberar framkvæmdir eru taldar verða tæpum fimmtungi meiri í ár en í fyrra. Samdrátturinn, sem spáð er í fjárfestingu atvinnuveganna, stafar að tveimur þriðju hlutum af minni skipakaupum en á sl. ári, en spáð er 42% samdrætti fjár- munamyndunar í fiskveiðum. Þá er fjárfesting í vinnslu sjávaraf- urða talin minnka um 5% að magni á árinu. Á undanförnum árum hefur mikið verið unnið að endurnýjun og endurbótum frystihúsa í sambandi við áætl- anir um að auka hreinlæti og bæta hollustuhætti við fisk- vinnslu. Er nú tekið að draga úr þessum framkvæmdum og Iýkur þeim að mestu á næsta ári, auk þess sem fjárhagserfiðleikar frystihúsanna 1974 og 1975 draga úr framkvæmdum. Þá er búizt við, að fjármunamyndun í land- búnaði dragist saman um 5% en í almennum iðnaði verði hún svip- uð og í fyrra. Þá er spáð um 15% samdrætti annarrar fjárfestingar atvinnuveganna. Bygging íbúðar- húsa dróst saman um 16% á sl. ári, vegna þess, að nær alveg tók fyrir húsainnflutning og fbúða- framkvæmdir Viðlagasjóðs, en venjulegar íbúðabyggingar voru eigi að síður meiri en nokkru sinni. í ár er talið, að umsvif við byggingu íbúðarhúsa dragist sam- an í heild um 5%. Er þetta e.t.v. heldur minni samdráttur en reikna mætti með við ríkjandi efnahagsástand, en þess ber að gæta, að íbúðir i smiðum I árs- byrjun hafa aldrei verið fleiri en við upphaf þessa árs og ennfrem- ur hefur fjárhagur Byggingar- sjóðs ríkisins styrkzt vegna hækk- unar launaskatts á sl. ári. Framkvæmdir við byggingu og mannvirki hins opinbera i ár eru taldar aukast um 18% frá fyrra ári, eingöngu vegna aukningar raforkuframkvæmda. Eru þær taldar aukast um tæplega 80%, að langmestu leyti vegna fram- kvæmdanna við Sigöldu, en reikn- að er með, að þær einar nemi rúmum helmingi allra raf- orkuframkvæmda í ár. Þá er spáð um þriðjungsaukningu fram- kvæmda við hita- og vatnsveitur, einkum vegna hitaveitulagnar í næsta nágrenni Reykjavikur. Um- svif við opinberar byggingar eru talin verða svipuð í ár og í fyrra, en hins vegar er búizt við allt að fimmtungssamdrætti I fram- kvæmdum við samgöngumann- virki á árinu 1975. — Hjálparsveit Framhald af bls. 14 ur hún alls sinnt 5 útköllum. Ljótur færði þeim fyrirtækjum, sem sýnt hafa sveitinni veljvilja, þakkir en fyrirtæki þessi eru: Trésmiðja Hveragerðis, Rafbær I Hveragerði og Málaraverkstæði Gísla Brynjólfssonar. Sérstakar þakkir færði hann Steinunni Óskarsdóttur og Guðrúnu Helga- dóttur, en þær prjónuðu sokk og vettlinga á alla félaga sveitarinn- ar og lofuðu að halda þeim heilum og hreinum, en Margrét Jónsdótt- ir gaf garnið. Tryggvi P. Friðriks- son, formaður Landssambands hjálparsveita, færði sveitinni árn- aðaróskir og gjöf frá landssam- bandinu. Georg. — Meðhöndlun Framhald af bls. 25 spyrnuhreyfingin vonar, að fjöldinn muni ekki þola lengur stefnu og stjórn Husaks. Og þá gæti ef til vill — ímynda þessir menn sér — verið hægt að stofna til bandalags milli félaga úr kommúnistaflokknum og manna úr andspyrnuhreyfing- unni, þá gæti kannski orðið unnt að hefja tilraun til þess að blása nýju lífi i hugmyndina um „mannlegt andlit" sósial- ismans. En fram að þvi mun Mólok halda áfram að traðka á land- inu og reyna að jafna allar mis- hæðir. En á ýmsum stöðum og æ oftar mun landið rísa á ný og frelsisköll munu kveða við. Ilöfundar: W. Shaweross og M. David. — svá — þýddi úr Welt am Sonntag. 32,40, 80, wött flúnpípun f möpgum stœnðum og litum. m PHILIPS heimilistæki sf Sætún 8 sími 24000

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.