Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 13.12.1975, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 13. DESEMBER 1975 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvaemdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthlas Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guðmundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjórí Árni Garðar Kristinsson. Ritstjórn og afgreiðsla Aðalstrœti 6, slrai 10 100. Auglýsingar Aðalstræti 6, slmi22 4 80. Áskriftargjald 800.00 kr. á mánuði innanlands. i lausasölu 40.00 kr. eintakið. Samningar Bandalags háskólamanna Fulltrúar samninga- nefndar Bandalags háskólamanna og fjármála- ráðuneytisins undinituðu sl. þriðjudag’nýtt samkomulag hjá kjaradómi um laun og kjör háskólamanna, sem gilda á frá 1. júlí á næsta ári til 30. júní 1978. Þessi samningur felur í sér 3% launahækkun frá 1. júlf nk., og verður þá miðað við júnílaun. Laun hækka síðan aft- ur 1. október 1976 um 5%. aftur um 5% 1. febrúar 1977 og um 4% 1. júlí sama ár. Á þessum tíma er ekki gert ráð fyrir neinum vísitölubótum á laun fyrr en 1. apríl 1977 og þá því aðeins að visitala hafi hækkað um 12% frá 1. júlí 1 976 til 1. febrúar 1977. 1. apríl 1977 skulu laun hækka um þá prósentutölu, sem vísitala framfærslukostn- aðar hefur hækkað umfram 1 2% á greindu tímabili, er skal vera grunnvísitala til ákvörðunar verðlagsbóta sam- kvæmt sátt þessari. Fram- færsluvísitala hinn 1. júlí 1976 telst vera maivisitala það ár að viðbættum eða frádregnum % hlutum þeirrar breytingar á henni sem á sér stað á tíma- bilinu 1. maí— 1. ágúst 1976. Frá 1. júni 1977 og síðan ársfjórðungslega út samningstímabilið skal greiða verðlagsuppbót er nemur prósentuhækkun framfærslu- visitölu umfram 1 2% frá 1. júli 1976, samkvæmt fyrrgreindu, og til 1. maí , 1. ágúst og 1 nóvember 1977 og til 1. febrúar og 1. maí 1 978. Formaður samninganefndar Bandalags háskólamanna sagði i viðtali við Morgunblaðið í gær, að þessi samningur miðaðist fyrst og fremst við það að um frekari kjaraskerðingu yrði ekki að ræða en orðið hefði. „Við erum ekki ánægðir" sagði formaðurinn, „en miðað við allar aðstæður töldum við rétt að semja." Það er eðlilegt að þessi samnings- og sáttagerð veki nokkra athygli. Hún er í sam- ræmi við þá stefnu í efnahags- málum, sem ríkjandi aðstæður gjöra óhjákvæmilega og styður þá viðleitni stjórnvalda að tryggja núverandi kaupmátt launa, jafnframt þvi sem áherzla er lögð á samræmi í kaupgjalds- og verðlagsmálum. Samningurinn ber með sér skilning og vilja á nauðsyn þess að sporna á raunhæfan hátt gegn þeirri óðaverðbólgu , sem ríkt hefur hér á landi sl. tvö ár. Sú staðreynd að kaupmáttur útflutningstekna þjóðarinnar hefur rýrnað um 3.2% frá þvi í ársbyrjun 1974, ásamt örari verðbólguvexti en þekkist hjá nokkru öðru Evrópuríki, hefur allt í senn: skert rauntekjur þjóðarbúsins og einstaklinga þess, veikt verulega viðskipta- stöðuna út á við, stuðlað að óeðlilegri skuldasöfnun er- lendis og stefnt bæði rekstrar- öryggi atvinnuvega, einkum í sjávarútvegi, og atvinnuöryggi almennings í beina hættu. Lækkandi verð á útflutnings- framleiðslu okkar, og raunar sölutregða í sumum greinum hennar, setur útgerð og fisk- vinnslu í rekstrarvanda, sem þegar er farinn að segja til sín. Fyrirsjáanlegar hömlur á veiði- sókn og aflamagni fiskiskípa- stóls okkar auka enn á stærð þess vanda sem við er að etja. Það segir sína sögu í þessu efni að i frumvarpi að fjárhagsáætl- un Reykjavíkurborgar fyrir komandi ár er gert ráð fyrir 100 milljón króna framlagi til að mæta áætluðum rekstrar- halla Bæjarútgerðar Reykja- vikur. Við slikar efnahagsaðstæður hlýtur það að verða sameigin- legt markmið og ásetningur aðila vinnumarkaðarins og rikisvaldsins, að tryggja fulla atvinnu í landinu, sem er hið sama og að tryggja rekstrar- stöðu atvinnuveganna; varðveita núverandi kaupmátt launa og styrkja fyrst og fremst afkomu þeirra, sem verst eru á vegi staddir í þjóðfélaginu; hægja verulega á þeim verð- bólguvexti, sem verið hefur hér um tveggja ára bil og gæta hófs í útgjöldum og fram- kvæmdum ríkis, sveitarfélaga, stofnana og einstaklinga. Enn hefur tekist að halda uppi fullri atvinnu i landinu. Verðbólgan hefur hægt veru- lega á sér síðara misseri þessa árs. Auk ýmissa stjórnar- aðgerða eru hófsamir kjara- samningar á almennum vinnu- markaði fyrr á þessu ári megin- forsendur þessa árangurs. Samningar Bandalags háskólamanna eru af sama toga. . * 1 \ I \ \ Ljósm. Mbl. Friðþjófur. Frá Sigtryggi Sigtryggssyni blm. Mbl. „ÞESSIR tfu sfðustu dagar hafa verið þeir erfiðustu og viðburða- rfkustu sem ég hef átt f þau 29 ár sem ég hef verið við gæzlustörf, fjórir árekstrar og þrjár klipp- ingar. Bretarnir eru nú mun grófari en þeir voru f sfðasta þorskastrfði og hafa verið að færa sig upp á skaftið og hámarkið var árás dráttarbátanna á okkur. Ef þessu heldur áfram hlýtur það að enda með stórslysi.“ Þetta voru orð Helga Hallvarðssonar, skip- herra á Þór, við blaðamann Morgunblaðsins er hann ræddi við hann um borð f varðskipinu um hádegisbilið f gær. Þór var þá nýkominn að bryggju, en hafði um nóttina legið f Loðmundar- firði þar sem bráðabirgðaviðgerð fór fram á skemmdunum sem brezku dráttarbátarnir höfðu valdið á skipinu á fimmtudaginn. Ég bað Helga Hallvarðsson að lýsa nánar því sem gerðist þennan viðburðarika dag, honum sagðist svo frá; „Við höfðum verið á Seyðisfirði samkvæmt beiðni bæjarstjórans þar að kanna þrjá ókennilega hluti sem höfðu sézt þar á reki. Við fundum þessa hluti úti í firðinum og reyndust þetta vera flotholt af tundur- duflagirðingu en ekki tundur- dufl, eins og menn höfðu fyrst ímyndað sér. Nú, eftir þetta héldum við út í fjörðinn og ætluðum til gæzlu- starfa á ný. Þegar við komum út í fjarðarmynnið sáum við dráttar- bátana þrjá koma, Lloydsman, Star Aquarius og Star Polaris. Þetta var klukkan 12.21 á fimmtu- daginn. Star Aquarius og Lloydsman voru norðanvert við fjörðinn, 1,1 sjómílu út af Borgarnestanga en Star Polaris var utar. Við settum strax stefn- una á skipin enda þau í óleyfi innan íslenzkrar 3ja mílna land- helgi. Þegar við nálguðumst dráttarbátana sáum við að taug var milli Lloydsman og Star Aquarius og var eins og Star Aquarius væri að draga hinn bát- inn og héldum við að hann væri bilaður. Star Aquarius lét nú Klippurnar á Þór láta Iftió yfir sér þar sem þær hanga aftan úr skut varðskipsins, en þær hafa gert Bretanum marga skráveifuna að undanförnu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.