Morgunblaðið - 24.01.1976, Síða 2

Morgunblaðið - 24.01.1976, Síða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 24. JANUAR 1976 Gamall maður fannst liggj- andi í skafli GAMALL maður fannst í gær- morgun liggjandi í snjóskafli nálægt Gelgjutanga. Var maðurinn orðinn mjög kaldur og máttfarinn. Hann var fluttur á gjörgæzludeild Borgarspitalans, þar sem hann liggur nú. Maður- inn, sem er 75 ára gamall, hefur verið veill fyrir hjarta, og er talið að hann hafi fengið aðsvif er hann var á göngu þarna í gær- morgun. Vilja fleiri gæzluskip I fréttatilkynningu, sem Morgun- blaðinu hefur borizt frá sam- starfsnefnd um verndun fisk- veiðilandhelginnar, segir, að nefndin hafi á fundi hinn 12. jan. sl. gert ályktun, þar sem m.a. er hvatt til að bæta þegar 3—4 stórum togurum I hóp gæzluskipa og bæta síðan enn við 2—3 skip- um, þegar rétti tíminn komi. Auka beri klippingar og truflun veiða með siglingu okkar skipa úr öllum áttum. Enga fyrirgreiðslu beri að veita brezkum eftirlits- skipum nema i lífshættulegum slysum eða veikindatilvikum. Þá segir ennfremur að skipuleggja eigi algerlega nýja upplýsinga- herferð á erlendum vettvangi og gera kunnugt að við munum úr þvf sem komið er ekki semja við Breta um neinar veiðiheimildir við Island. I annarri fréttatilkynningu frá nefndinni kemur fram, að meðan Joseph Luns dvaldist hér á landi átti nefndin viðræðufund með honum. Sama aflamagn segja Bretar ÞORSKASTRlÐIÐ hefur ekki dregið úr afla brezkra togara á tslandsmiðum að sögn brezka blaðsins The Times. Aflinn hefur verið næstum því eins mikill á ársgrundvelli og áður en þorskastrfðið hófst, segir blaðið. Ársafli Breta á Islands- miðum f fyrra var 120.000 lestir. Lftil eftirspurn eftir mjöli EFTIRSPURN eftir loðnumjöli virðist vera sáralftil þessa dagana, en það mjöl sem tekizt hefur að selja hefur verið selt á 4.50 — 4.67 dollara proteineininguna. Að sögn mjölseljenda er vonast til að úr rætist á næstunni, en samt getur í þvf efni brugðið til beggja vona. Kínversk kvik- myndasýning KlNVERSK-íslenzka menningar- félagið efnir til kvikmyndasýn- ingar f Stjörnubíói, laugardaginn 24. janúar klukkan 14. Sýnd verður kínverska kvikmyndin „Skfnandi rauða stjarnan“, sem fjallar um atburði er gerðust á árunum i kringum 1940 þegar Kínverjar áttu hendur sínar að verja gegn Japönum. Einnig flétt- ast inn í atburðarásina baráttan milli Kuomingtang og kommún- istaflokksins. Aðalsöguhetjan er lftill piltur, sem tekur virkan þátt í baráttunni ásamt skylduliði sínu. Kvikmynd þessi er sú fyrsta sinnar tegundar, sem Kínverjar framleiða og er með „ensku tali“. öllum er heimill ókeypis aðgangur. Ljósmynd Friðþjófur Þeir byggja 110 þús. stolið UTANBÆJARMAÐUR einn sneri sér í gær til rannsóknarlög- reglunnar í Reykjavík og kærði þjófnað á veski sínu, en í því voru um 110 þúsund krónur í islenzkri og erlendri mynt. Hafði hann setið að drykkju á hótelherbergi sínu ásamt 3 stúlkum og 2 karl mönnum. Um nóttina hvarf fólkið á braut en maðurinn fór að sofa. I gærmorgun þegar hann vaknaði saknaði hann veskisins og hafði samband við rannsóknarlögregl- una, sem hefur nú mál þetta til meðferðar. Misjöfn færð um landið FÆRÐ var í gær vfðast hvar gðð á Suðvesturlandi og sæmileg færð var á Snæfellsnesi til Stykkishólms og Ólafsvfkur um Grundarfjörð. Frððárheiði opnaðist ekki f gær vegna vélarbilunar í snjóruðningstæki. Þá var sæmilega fært um Heydal f Krðksfjarðarnes. Fært var frá Patreksfirði á Barðaströndina og stærri bílum var fært frá Patreksfirði til Bíldu- dals. Frá tsafirði var fært í Bol- ungarvík og Súðavík, en annars staðar á Vestfjörðum var víðast hvar ófært eða þungfært. Holtavörðuheiði var rudd í gær, en Vegagerðin býst við því að fljótlega eftir að hætt verður snjóruðningi teppist heiðin vegna skafrennings. Sæmileg færð er hins vegar í Húnavatnssýslum, Skagafirði og allt til Akureyrar. I gær var snjó mokað af leiðinni til Siglufjarðar, en í gærkveldi var færð þó farin að þyngjast 1 Fljótum og þar varla fært nema jeppa eða vörubílum. Fært var til Olafsfjarðar og frá Akureyri var fært stórum bílum til Húsavíkur. Tjörnes var í gær talið ófært, en stórum bílum og jeppum var fært um Kelduhverfi til Kópaskers. Að öðru leyti var ófært um Norðaust- urland. Stórum bilum var fært um Fagradal og frá Egilsstöðum var fært út að Eiðum og i Hallorms- stað. Fært var og til Eskifjarðar, en leiðin þangað var rudd í gær. I fyrradag voru bæði Fjarðarheiði og Oddsskarð rudd, en tepptust strax aftur. Þá var og ófært um Suðurfirðina. Lónsheiði og Breiðamerkursandur voru ófær. Frá Reykjavík var síðan fært alla leið í Kirkjubæjarklaustur. 3 þúsund manns hafa sótt Dale Carnegie námskeiðin TlU ÁR eru nú liðin siðan hafin voru á Islandi Dale Carnegie námskeið. A þessum 10 árum hafa verið haldin 70 námskeið f ræðumennsku og mannlegum samskiptum. Sölunámskeið, stjórnunarnámskeið og starfs- þjálfunarnámskeið hafa verið 20. Þátttakendur á þessum 10 árum hafa verið samtals 3000. Hafa námskeiðin verið haldin á 10 stöðum úti á landsbyggðinni. I SLAND rr-sý/e tSXCM*/#/ Z* 0623*»!% Dale Carnegie námskeiðin á Is- landi hafa gengið mjög vel og hlotið viðurkenningu erlendis i samkeppni við aðrar þjóðir þrjú ár í röð. Voru þau efst í sínum flokki 1972, 73 og 74. Fólk úr öllum aldursflokkum hefur sótt námskeiðin og er elsti nemandinn 70 ára en hinn yngsti 16 ára. I hófi er haldið var í tilefni afmælisins hélt Gunnar Thorodd- sen félagsmálaráðherra ræðu og einnig talaði Dick Morgal sem er einn af framkvæmdastjórum Dale Carnegie í New York. Flutti hann mál sitt á íslensku. Buðu of lágt verð í mjölið „PÖLSKA sendinefndin bauð lægra verð í mjölið en við gát- um sætt okkur við og því varð ekkert úr samningum," sagði Gunnar Petersen mjölútflytj- andi þegar Mbl. spurði hann um slitin á samningunum við Pólverja. Gunnar sagðist vona, að samningaviðræður yrðu teknar upp að nýju við Pól- verja áður en langt um líði. Pólverjar vilja kaupa bæði loðnumjöl og þorskmjöl. 1 fyrra keyptu þeir 5000 tonn af mjöli héðan. Dansk-islenzki sjóðurinn Landsins forni fjandi í nánd? Landhelgisgæzlan fór f fskönnunarflug f gær og fyrradag og eins og þetta kort sýnir nær jaka- hrafl allt að Kolbeinsey. tsinn er ekki allfjarri eins og sést. Komi ströng og langvarandi norðan- átt má búast við þvf að fsinn beri að landi og getur hann þá jafnvel orðið landfastur. Á STJORNARFUNDI Dansk- islenzka sjóðsins í Kaupmanna- höfn fyrir skömmu var ákveðið að veita allt að 45.600 krónur dansk- ar til menningar- og vísinda- tengsla milli Islands og Danmerk- ur á þessu ári. Auk þessa verður veittur fjöldi styrkja til náms og rannsókna.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.