Morgunblaðið - 10.08.1977, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUÖAGUR 10. AGUST 1977
Hamburger fékk slæman skell
Söguleg úrslit urðu i 1. umferð
1. deildar keppninnar i knatt-
spyrnu i Vestur-Þýzkalandi, sem
fram fór á laugardaginn. Evrópu-
meistari bikarhafa, Hamburger
SV, varð þá fyrir slæmum skelli
er liðið tapaði á útivelli fyrir MSV
Duisburg. Virtist lítið hafa að
segja fyrir Hamburger-liðið þótt
hinn frægi brezki leikmaður Kev-
in Keegan sé nú kominn i raðir
þess. Duisburg hafði öll tök á
þessum leik, lék mjög skemmti-
lega knattspyrnu og sigraði 5—2.
Önnur úrslit í 1. umferðinni urðu
þessi:
Fortuna Dlisseldorf
FC Köln
5:1, VFB Stuttgart — Bayern
Munchen 3:3, FC Kaiserslautern
— Eintracht Braunsweig 2:1, Ein-
tracht Frankfurt — FC Saar-
brucken .4:0, 1860 Munchen —
Schalke 04 0:0, Hertha Berlín —
Borussia Dortmund 3:1, Bochum
— Borussia Mönchengladbach
0:0, St. Pauli — Werder Bremen
3:1.
Kevin Keegans var rækilega gætt f leiknum á laugardaginn, og gat
hann Iftið sýnt af sniild sinni. Þarna hefur honum þó í bili tekist að
snúa á varnarleikmann Duisburgliðsins.
Juantorena tapaði
Hlaupakóngurinn kúbanski, Al-
berto Juantorena. varð aS láta I
minni pokann I fyrsta skipti I langan
tfma á meistaramóti MiS-Amerfku I
frjálsum Iþróttum sem fram fór I
Jalapa I Mexlkó um helgina. Fremur
lltiS þekktur Jamaicabúi. Seymour
Newmann, skaut honum ref fyrir
rass I 400 metra hlaupinu. Hljóp
Newmann á 45.66 sek., en tlmi
Juantorena var 45,67 sek., þannig
aS mjórra gat tæpast veriS á munun-
um. AnnaS hlaup sem vakti mikla
athygli á móti þessu var 100 metra
hlaup, en þar áttust viS m.a. þeir
Hasely Crawford frá Trinidat og
Kúbumaðurinn Silvio Leonard, sem
veriS hefur nær ósigrandi I þessari
grein 1 sumar. Leikar fóru þó svo aS
Crawford sigraSi á 10,38 sek., en
Leonard var5 annar á 10,43 sek.
bessi hlið á
Chiquita er
öllum kunn.
Hérersvo
önnur hlið
á Chiquita.
Christer Garpenborg — sigraði bæði f 100 og 200 metra hlaupi í
keppninni f Gautaborg.
Frakkland og
Bdlgaría komust
upp í A-flokkinn
FRAKKAR urðu sigurvegarar f
B-keppni Evrópubikarkeppninn-
ar f frjálsum fþróttum sem fram
fór í Gautaborg f Svfþjóð um sfð-
ustu helgi og færast þeir þar með
upp í A-flokk í keppni þessari.
Hlutu Frakkar alls 115 stig f
keppninni, en Svíar sem urðu í
öðru sæti hlutu 108 stig. Röð ann-
arra þátttökuþjóða varð sú, að
Rúmenar urðu f þriðja sæti með
94 stig, Tékkar í fjórða sæti með
91 stig, Svisslendingar í fimmt
sæti með 89 stig, Júgóslavar f
sjötta sæti með 87 stig, Ungverjar
f sjöunda sæti með 78 stig og
lestina ráku svo Búlgarir sem
hlutu 57 stig.
Mjög góður árangur náðist f
flestum keppnisgreinunum f Svf-
þjóð, og ber þar ekki hvað sízt að
nefna árangur Svfans Christians
Garpenborgs sem sigraði bæði 1
100 og 200 metra hlaupunum,
kringlukast kraftajötunsins
Richy Bruch og hástökk Svfans
Rune Almén. Yfirleitt var um
mjög jafna keppni að ræða, og
höfðu Svfar lengi vel forystuna f
stigakeppninni, en Frakkar
fylgdu vel á eftir. Það sem öðru
fremur varð Svfum að falli f
keppninni var það að þrfstökkv-
ari þeirra, Johan Brink, varð að
gera sér sjöunda sætið að góðu f
þeirri grein, og að heimsmethaf-
inn í 3000 metra hindrunarhlaupi
Anders Gárderud var langt frá
sfnu bezta og tapaði fyrir Rúm-
ena í hlaupinu.
Um helgina fór eínnig fram f
Tékkóslóvakfu keppni f B-flokki
kvenna og urðu úrslit þau að
Búlgarfa sigraði með 98 stigum,
ltalfa varð f öðru sæti með 83 stig,
Frakkland f þriðja sæti með 79
stig, Ungverjaland f fjórða sæti
með 76 stig, Tékkóslóvakfa f
fimmta sæti með 75 stig, Belgía f
sjötta sæti með 63 stig, Holland
hlaut svo 38 stig og Austurrfki 27
stig. Komast búlgörsku stúlkurn-
ar þar með f A-flokk og taka þátt í
úrslitakeppninni f Ilelsinki.
Svo sem vænta mátti náðist frá-
bær árangur f mörgum greinum f
keppni þessari, en sennilega ber
þó hæst hástökk ftölsku stúlkunn-
ar Söru Simeoni, en hún stökk
1,92 metra og kúluvarp Helenu
Fibingerovu frá Tékkósóvakfu,
en hún varpaði 20,63 metra.
Úrslit í einstökum greinum í
karlakeppninni f Svfþjóð urðu
sem hér segir:
Langstökk: Rolf Bernhard, Sviss
8,18 metrar.
100 metra hlaup: Christer Garp-
enborg, Svíþjóð 10,68 sek.
Kúluvvarp: Hans Höglund, Sví-
þjóð 19,62 metrar.
10.000 metra hlaup: Dan Glarts,
Svíþjóð 28:29,8 mín.
Hástökk: Runé Almen, Svíþjóð
2,17 metrar.
Sleggjukast: Stan Tudor, Rúmen-
iu 68,48 metrar.
Stangarstökk: Kjell Isalsson, Svi-
þjóð 5,25 metrar.
Kringlukast: Richy Bruch, Sví-
þjóð 61,74 metrar.
800 metra hlaup: José Marajo,
Frakklandi 1:46,96 min.
110 metra grindahlaup: Ervin
Sebastien, Rúmeniu 14,09 sek.
200 metra hlaup: Christer Garp-
enborg, Sviþjóð 21,08 sek.
3000 metra hindrunarhlaup:
Gheorghe Cefan, Rúmeníu
8:30,52 mín.
4x400 metra boðhalup: Sveit Sví-
þjóðar 3:06,63 min.
5000 metra hlaup: Jacques Box-
berger, Frakklandi 13:40,69 min.
Spjótkast: Mikos Nemeth, Ung-
verjalandi 88,20 metrar.
Þrístökk: Bernard Lamitie,
Frakklandi 16,14 metrar.
ISLENDINGALIÐIN
GERÐU JAFNTEFLI
Bæði Halmia og Jönköping, lið-
in sem þeir Matthfas Hallgrfmson
og Teitur Þórðarson leika með f
Svíþjóð gerðu jafntefli í leikjum
sfnum um helgina..........
Halmia keppti
við Ráá á útivelli og lauk þeim
leik með þvf að bæði liðin skor-
uðu eitt mark. Náði Halmia for-
ystu snemma í leiknum, en fyrir
leikhlé tókst Ráá að jafna. Jön-
köping lék á heimavelli við Ör-
gryte og urðu úrslitin 4—4 eftir
að staðan hafði verið 1—0 fyrir
Jönköping f hálfleik.
Teitur kom
heldur betur við sögu f leik þess-
um, þar sem hann lagði upp tvö af
mörkum liðs sfns og skoraði eitt
mark sjálfur, skömmu fyrir leiks-
lok.
Unglingasundmot
Unglingameistaramót Islands í
sundi 1977 verður haldið í iþrótta-
miðstöðinni í Vestmannaeyjum 3.
og 4. september n.k. Þau sundfé-
lög sem hafa áhuga á að senda
þátttakendur, tilkynni þátttöku á
tímavarðakortum með löglegum
tímum til Sundráðs íþróttabanda-
lags Vestmannaeyja c/o Birgir
Indriðason, pósthólf 110 Vest-
mannaeyjum fyrir 27. ágúst n.k.
Skráningargjald er kr. 100,00.
(Frétt frá Sundráði IBV).