Morgunblaðið - 10.01.1979, Síða 32

Morgunblaðið - 10.01.1979, Síða 32
TillitssemrJ? kostar y ekkert mtgpitttMttMfe Verzlið í sérverzlun með litasjónvörp og hljómtæki. Skipholti 19 V BUOIN simi ' " 29800 MIÐVIKUDAGUR 10. JANÚAR 1979 Gjaldþrotamál Breiðholts hf.: 42 milljóna veð hvíla á íbúðum óviðkomandi fólks Landsbankamálið til saksóknara í dag: Ný gögn benda til að málið sé umfangsmeira og nái lengra aftur en talið var SEMENTSVERKSMIÐJA ríkisins mun á næstunni Kera kröfur í þrotabú Breiöholts hf., en kröfur fyrirtækisins vegna sements- skulda munu vera um 80 milijónir króna aó meðrciknuðum vöxtum og dráttarvöxtum, samkvæmt Rækjuveið- ar leyfðar á Vestfjörðum R/EKJUVEIÐAR máttu í gær hefjast á ísaf jarðardjúpi og í dag er búist við að sjávarútvegsráðu- neytið gefi einnig út leyfi til rækjuveiða í Arnarfirði. I vetur hefur ekki verið leyft að stunda rækjuveiðar á þessum stöðum vegna mikillar seiðagegndar, en við athugunir um og upp úr helginni kom í ljós að seiðamagn- ið hefur minnkað verulega og er nú talið óhætt að leyfa veiðarnar. Á Bíldudal hafa 8 bátar leyfi til rækjuveiða, en 10 á ísafirði og nágrenni. Rækjuveiðibannið hef- ur komið sér illa fyrir vestan og t.d. á Bildudal má reikna með að 16 manns séu á rækjubátunum og annar eins fjöldi fólks hafi atvinnu af rækjunni f landi. upplýsingum Gylfa Þórðarsonar, forstjóra Sementsverksmiðjunnar. Verksmiðjan á veð í fasteignum í Reykjavík fyrir þessum skuldum, m.a. veð að upphæð 42 milljónir í þremur íbúðum í fjölbýlishúsinu Krummahóium 8, sem eru í eign einstaklinga en ekki Breiðholts hf og veð að upphæð 51 milljón í húsinu Háaleitisbraut 68, Austur- veri, sem er eign Rafha hf. Að sögn Gylfa byggði Breiðholt hf. íbúðirnar í Krummahólum í Breið- holti og húsið við Háaleitisbraut og veðsetti fyrir sementsskuldunum. Síðan seldi fyrirtækið íbúðirnar og húsið en gat hins vegar ekki losað veðin þannig að þau hvíla nú á eignum aðila, sem eru óviðkomandi Breiðholti hf. Hvíla veð að upphæð 14 milljónir á hverri hinna þriggja íbúða. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það af hálfu verksmiðjunn- ar hvernig mál þetta verður afgreitt en sá möguleiki er vissulega fyrir hendi að fólkið missi íbúðir sínar vegna skulda, sem eru því óviðkom- andi. Hvað Rafha varðar hefur fyrir- tækið þegar greitt áhvilandi skuldir á húsnæði sínu í formi víxla að upphæð tæpar 20 milljónir króna en ágreiningur er um réttmæti veða að upphæð um 35 milljónir króna og er það mál nú rekið fyrir dómstólum. LANDSBANKAMÁLIÐ verður sent ríkissaksóknara í dag, að því er Ilallvarður Einvarðsson rannsóknarlögreglustjóri tjáði Mbl. í gær. Nú er liðið rúmt ár síðan Landsbankinn kærði Ilauk Heiðar þáverandi deildarstjóra ábyrgðadeildar bankans til Rannsóknarliigreglu ríkisins fyrir meint misferli og fjárdrátt. Miðaði rannsókn málsins vel áfram og í fyrravor lá fyrir samkvæmt rannsóknargögnum að deildarstjórinn hafði á sjö ára tímahili dregið að sér rúma 51 milljón króna. en sú upphæð er miklu hærri, sé hún reiknuð á verðlag dagsins í dag. í fyrrasumar var rannsókninni beint m.a. að því með hvaða hætti deildarstjórinn hafði komið fé því úr landi, sem hann dró að sér. Komu þá fram nýjar upplýsingar í málinu, sem ollu því að rannsókn- in tók lengri tíma enfyrst var ætlað. Munu þessar upplýsingar hafa leitt að því grun, samkvæmt upplýsingum Mbl. að þetta mál kynni að vera umfangsmeira og ná lengra aftur í tímann en talið var. Saksóknara hefur nú verið sent málið til ákvörðunartöku og það er einnig í hans valdi að ákveða, hvort frekari rannsókn skuli fara fram á málinu eða einstökum þáttum þess. Skafrenn- ingur tafði umferð Mikill skafrenningur truflaði umferð síðdegis í gær og fram eftir kviildi á Suðurnesjum. Kjalarnesi, Seltjarnarnesi og fyrir austan fjall og þurfti lögreglan ásamt vegagerðar- mönnum að aðstoða fólk við að komast leiðar sinnar. Að sögn vegaeftirlitsmanna^, spilltist færð á Reykjanesbraut síðdegis í gær og var illfært þrátt fyrir að snjóplógar væru á ferð, en þeir áttu erfitt með að athafna sig sakir lélegs skyggnis. Nokkrir bílar lentu útaf veginum af sömu ástæðum og fólk átti í erfiðleikum er bílar stöðvuðust þar og á Kjalarnesi. Týndu piltarnir laumufarþegar í Bakkafossi: „Nokkuð dasaðir en furðu hressir þegar þeir fundust” — sagöi skipstjórinn í samtali við Mbl í gœr „PILTARNIR voru nokkuð dasaðir þegar við fundum þá en furðu hressir,“ sagði Arngrímur Guðjónsson skipstjóri á m.s. Bakkaíossi þegar Mbl. hafði talstöðvarsamband við hann síðdegis í gær, en þá skömmu áður hafði borizt tilkynning frá skipinu um að piltarnir tveir, Ingvi Sævar Ingvarsson og Karl Jóhann Norðmann, sem leitað hefur verið að síðan á laugardaginn hefðu fundizt þar um borð. Bakkafoss er á leið til Bandarikjanna og er nú staddur útaf Hvarfi á Grænlandi. „Það var klukkan 13.50 að annar pilturinn sást fyrir tilvilj- un þar sem hann var að laumast til þess að fá sér vatn að drekka,“ hélt Arngrímur skipstjóri áfram. „Hann benti strax á félaga sinn, þar sem hann var í felum í skáp fyrir óhreina tauið. í þessum skáp höfðu þeir félagar hafst við síðan aðfararnótt sunnudagsins, en áður voru þeir einn sólarhring í lestinni." Aðspurður um það hvort pilt- arnir hefðu ekki verið orðnir svangir sagði Arngrímur að svo hefði ekki verið, þeir hefðu læðst fram í eldhús og búr á nóttunni og fengið sér í svanginn en matarlyst þeirra hefði reyndar verið með minnsta móti vegna sjóveiki, en skipið hefur hreppt hið versta veður á leiðinni. Ekki liggur fyrir hver var ástæðan fyrir því að piltarnir tveir, sem eru 14 og 15 ára gamlir, gerðust laumufarþegar. „Ég er nú ekki farinn að yfirheyra þá ennþá, fyrst ætla ég að leyfa þeim að jafna sig. Ætli þetta sé ekki bara einhver ævintýraþrá í piltunum," sagði Arngrímur skipstjóri. Ingvi Sævar Ingvason. Bakkafoss lét úr höfn í Reykja- vík klukkan 17 sl. laugardag en tveimur tímum áður hafði síðast sést til ferða piltanna. Arngrím- ur skipstjóri sagði að enginn hefði veitt þeim sérstaka athygli enda alltaf ys og þys rétt áður en skipið legði af stað í langferð. Eins væri hitt að annar piltanna væri ekki óþekktur um borð, móðir hans hefði unnið þar sem þerna og pilturinn hefur áður farið einn túr með skipinu. Bakkafoss var síðdegis í gær Karl Jóhann Norðmann. staddur á 58. gráðu norður og 34. gráðu vestur, þ.e. útaf Hvarfi á Grænlandi og mun skipið væntanlega koma til Portsmouth í Bandaríkjunum á mánudags- morgun. Engin ákvörðun hefur verið tekin um það hvað gert verður við laumufarþegana tvo, en Arngrímur skipstjóri taldi líklegast að þeir yrðu sendir heimleiðis með fyrstu flugferð. Eins og fram kom í blaðinu í gær hefur allvíðtæk eftirgrennsl- an verið eftir piltunum frá því þeir hurfu á laugardaginn og mjög farið að óttast um afdrif þeirra og því vakti það að vonum mikla gleði í gær þegar fréttist af þeim heilum á húfi. Allmargar ábendingar höfðu komið fram m.a. frá fólki sem taldi sig hafa séð piltana en þær ábendingar hafa að sjálfsögðu ekki staðist þótt vafalaust séu þær settar fram af fullum heiðarleika. Þá voru kannaðar allar flugvéla- og skipaferðir frá landinu og m.a. var að beiðni lögreglunnar leitað nákvæmlega í Bakkafossi. „Við leituðum um allt skipið en engum datt í hug að piltarnir feldu sig undir óhreina tauinu," sagði Arngrímur skipstjóri. Sjá viðtöl við mæður drengj- anna á bls. 17.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.