Morgunblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 21

Morgunblaðið - 26.06.1979, Blaðsíða 21
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 26. JÚNÍ 1979 29 Hömlur á leigu- flugi til umræðu SAMTÖK veitinga- og gisti- húsaeigenda á Norðurlöndum, Nordisk Hotel- og Restaurant- forbund. eru 60 ára á þessu ári. Var afmælið haldið hátíðlegt í tengslum við ársþing samtak- anna. sem nýlega var haldið í Nyborg á Fjóni. íslendingar gerðust aðilar að þessum samtökum fyrir 31 ári. Tilgangur samtakanna er að vinna að þjóðfélagslegum og fjárhagslegum málum þeirrar atvinnugreinar, sem rekstur veitinga- og gististaða er. Á vettvangi samtakanna fara fram upplýsingaskipti, og sannast sí- fellt að það sem gerist á einu Norðurlandanna hefur áhrif á hinum. Af sérstökum málum á þing- inu bar einna hæst umræður um leiguflug og þær hömlur sem á því eru á öllum Norðurlöndunum og ennfremur bar menntun í hótelfræðum á góma. Formaður Sambands veitinga- og gistihúsaeigenda á íslandi er Bjarni I. Árnason. Sérstakir heiðursgestir samtakanna voru Þorvaldur Guðmundsson for- stjóri sem verið hefur fulltrúi á nær hverju þingi í 30 ár og kona hans, Ingibjörg Guðmundsdótt- ir. Meinafræðingar og umferðarslys PRÓFESSOR A. Keith Mant frá Lundúna háskóla flytur Nielsar Dungal-minningarfyrirlestur í Lögbergi, stofu 101, miðvikudag- inn 27. júní 1979 kl. 17.15. Fyrirlesturinn fjallar um: Hlut- verk meinafræðinga í rannsókn- um umferðarslysa. Þýzka tímaritið „Zeit Magazin “ birtir á íorsíðu nú í byrjun mánaðarins mynd eítir Erró, Annað hrópið. Segir þar á íorsíðu að listamaðurinn heimíæri að nútímanum verk Edvards Munchs, Ilrópið, en Erró er hins vegar sagður vera japanskur listamaður. iNHAu^yj Titel: Errð Ameríkas Millionáre Atnerikai Superrciche haben sidt nicht ubcrmáBig geándert Die Multimillionárc zeigen nodi immer Plagge - als lebcnde l.e- genden. Eine neue Serie von Uwe Siemon-Netto Seite 4 Kindemot Eine Untertuchung der Schwei- zer Psychoanalytikerin Allce Miller láSt die Beziehungen von Eltcm und Kindem in neuem Licht ertdieinen: Rollentautdi aus Selbstsucht Seite 20 Mal’s noch einmal... Avantgardisten cntdedcen dle Alten Meister - und malen ihre Bilderneu Selte 34 JOURNAL AnnaMikula spradi mit Pfarrcr Gcorg Rudiert iiber seinen •Zweitberaf* als Vorttand ei- ncs Millioncn-Untemchmens. Alexandra Albrand freut sich: Die Sdiuh-Macher habcn cnd- lich die flotten >Flachen« ent- Seiten 40-47 Robert Gcrnhardt Selte 16 ZEITzum Lcsen: Story von C. F:. Itamuz Scltc 2» Pick up Sclle 46 Rátscl und Logclci Seite 47 Sau. Altrað UWdi. IMwg Oruc* und v«ftri«b Orunw fJalu AO t Co . Oruc*- und V.il.g.h.u. H.mburg/ Æwmagazyn Loka augunum og horfa í sólina. Þannig má breyta hvítu í brunt. (Ljósm. Mbls. Kristinn) Er sumarið komið? ÞAÐ er ekki nóg með það að flugur og gróður vakni til lífsins þegar sólin brosir til jarðarinnar úr óra- fjarlægð, heldur biómstrar mannlíf- ið. Þessa urðu Reykvíkingar greini- lega áksynja f gær. Eftir erfiðan vetur og misjafnt vor þá var eins og veðráttan væri aö reyna aö gera gott úr hlutunum — með því að gefa okkur reglulega góðan sólskinsdag. Nokkur fyrirtæki f höfuðborginni brugðu á það ráð að gefa starfsfólki sfnu frf. Þaö var lafið heita „frí vegna veðurs". I sundlaugunum var hver fermetri nýttur sem legupláss undir misjafn- lega sólbrúna kroppa. í Sundlaug Vesturbæjar var búist við því að aðsóknin nálgaðist fyrra met sem er 2100 manns á einum og sama degin- um, alveg við þau mörk sem laugin getur tekið við. í Laugardalnum var búist við 3000 manns í gær, en þeim getur reynst erfitt að slá fyrra met sem er 4400 manns á einum degi. í miðbænum þeytti Oppegaard- Norska lúðrasveitin líígaði upp á ytri ásjónu bæjarins í gær í góða veðrinu. (Ljósm. Mbls. Kristján). skólahljómsveitin frá Noregi lúðra sína og safnaðist fjöldi fólks til að hlýða á leik þeirra. Hljómsveitin marséraði um miðbæinn með langa halarófu fólks á eftir sér og setti þetta vissulega sinn svip á lífið í miðbænum í gær. En þó að sólin hafi úthellt geislum sínum yfir íbúa á Suður- og Vestur- landi þá var gæðum heimsins mis- skipt þennan daginn eins og endra- nær. Á Raufarhöfn var hitastig á hádegi aðeins 3 stig en var á sama tíma 10 stig í Reykjavík. Heitast var á hadegi á Hellu og Hæli í Hreppum, þar var 14 stiga hiti. Þetta góða veður megum við þakka hæðarhrygg sem liggur yfir Vesturlandi, en allar lægðir eru í fjarlægð. Búast má við því að veðrið haldist svipað næstu daga, en eftir því sem hæðarhryggurinn færist austar þá vænkast hagur sóldýrkenda á Norð- ur- og Austurlandi en um leið má búast við því að dragi fyrir sólu á Suður- og Vesturlandi. í sól og sumaryl“ P- Anctaux de Faveaux sendiherra Belgíu á tslandi, og Kristján G. Gíslason aðalræðismaður Belgfu á íslandi. (Ljósm. Mbl. Kristinn) í kring heimsóknum belg- ískra listamanna til íslands og öfugt. Hann sagðist til dæmis vita til þess að íslend- ingar ættu fulltrúa á nor- rænni skúlptúrsýningu í Middelheim í Belgíu í sumar og sjálfsagt mætti auka þessi samskipti töluvert frá því sem nú er. „Það má segja að ísland sé ef til vill ekki mjög þekkt í Belgíu,-en þeir belgar sem til íslands hafa ferðast láta allir mjög vel bæði af landi og þjóð,“ sagði de Faveaux. Belgíski sendiherrann sagði að lokum að Belgar skildu vel sérstöðu íslands í ýmsum málum ekki síst vegna góðra samskipta ríkj- anna og fiskveiðisamnings- ins. Á meðan de Faveaux dvelst hér á landi mun hann hitta að máli Benedikt Grön- dal utanríkisráðherra og Kjartan Jóhannsson sjávarútvegsráðherra. V öruskiptajöfnuðurinn: / Ohagstæður um 8,6 milljarða kr. Vöruskiptajöfnuður landsmanna varð óhagstæður í maímánuði um 8,6 milljarða króna og fyrstu 5 mánuði ársins er hann því óhag- stæður um 2,6 milljarða. í maí- mánuði í fyrra var vöruskipta- jöfnuðurinn óhagstæður um 3,8 milljarða króna og fyrstu 5 mánuði ársins um 8,9 milljarði. Samkvæmt athugasemd Hag- stofunnar við samanburð á tölum fra 1978 er þess getið að meðal- gengi erlends gjaldeyris í janúar- maí er talið vera 37,9% hærra en það var í sömu mánuðum í fyrra. Þá segir í athugasemdum Hag- stofunnar: „Á það skal bent, að vegna farmannaverkfalls, sem hófst 25. apríl og stóð til 19. júní, hefur verðmæti útflutnings í maí orðið minna en ella. Ekkert íslenskt skip var hlaðið vöru til útflutnings í þeim mánuði og erlend leiguskip komu ekki til fyrr en í júní. Útflutningur í maí var því ein- vörðungu með íslenskum flugvél- um, auk þess sem um var að ræða ísfisksölur fiskiskipa erlendis. Samt sem áður reiknast útfluting- ur í maímánuði hafa orðið 14.598 millj. kr. eða álíka mikill að verðmæti og hann var í janúar 1979. Ástæða þessa mikla útflutn- ingsverðmætis í maí er sú, að allmargar skýrslur um afskipanir í aprílmánuði bárust hagstofu of seint til þess, að þær kæmust með í apríltölur útflutnings, og fluttust því y fir í maímánuð. — Að því er varðar innflutningsverðmæti maímánaðar hefur verkfallið haft minni áhrif á það en maður skyldi ætla, þar eð veittar voru undan- þágur til affermingar skipa, sem lágu við bryggju. Auk þess voru engar hömlur á undanþágum fyrir fóðurvöru, áburði, olíuvörum, lyfj- um og varahlutum til skipa."

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.