Tíminn - 25.06.1965, Page 14

Tíminn - 25.06.1965, Page 14
ALFA LAVAL mjaltavélar, fáanlegar með fárra daga fyrirvara. Véladeild, sími 38 900 Tilbod óskast í nokkrar fólksbifreiðir, er verða sýndar að Grensárvegi 9, þriðjudaginn 29. júní kl. 1—3. Tilboðin verða opnuð í skrifstofu vorri kl. 5 sama dag. Sölunefnd varnarliðseigna. HESTAMENN - FERÐAFOLK Við höfum nylon-jakkana, sem henta ykkur. Verzlun Ó. L., Traðarkotssundi 3 (á móti Þjóðleikhúsinu). KAPPREIÐAR Hestamannafélagið Kópur heldur kappreiðar á Bakkakotsbugum í Meðallandi, sunnudaginn 18. júlí, og hefjast þær kí. *,199n9<’8’ - rn» '’fdnrnfnft Dansleikur verður að Kirkjubæjarklaustri um kvöldið. Hestamannafélagið Kópur. BIFREIÐ TIL SÖLU Af sérstökum ástæðum er til sölu CHEVROLET STATION bifreið, ekin 23 þúsund km. Upplýsingar í síma 70 og 117 á Seyðisfirði. ÞÁKKARÁVÖRP Innilegar þakkir færi ég ykkur öllum sem minntust mín á einn eða annan hátt á sextugsafmæli mínu með hlý- hug og vinsemd. Guð blessi ykkur öll. Guðm. Jónasson, Ási. Mínum mörgu vinum þakka ég gjafir og goðar óskir á afmælisdegi mínum 31. maí. Jón M. Guðjónsson, Akranesi. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför eiginkonu minnar, móður okkar, tengdamóður, ömmu, og systur, Jónínu Eggertsdóttur, frá Nesjum. Stefán Friðbjörnsson, Sigurbjörn Stnfánsson, Magnús Stefánsson, Guðjón Stefánsson, Ásta Margeirsdóttir, Jónína Guðjónsdóttir, Sigríður Eggersdóttir, Margrét Eggertsdóttir, Hjartkœr móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Guðbjörg Breiðfjörð Guðmundsdóttir, sem andaðist 18. jún{ s. I. verður jarðsungin mánudaginn 28. júní kl. 2 e. h. frá Þjóðkirkjunni í Hafnarfirðl. Magnús Einarsson, Ragnar Magnússon, Einar Karl Magnússon, Ragnheiður Magnúsdóttir. TÍMINN R/ETT VIÐ MARÍU MARKAN Framhald at S. síðu. skerf í þágu sönglistarinnar. En það er bara skammarlega lít ið gert fyrir þetta fóik, sem er svona vel af guði gert. Því verð ur ekki fullnr sómi sýndnr fyrr en hér verður stofnnð ópera tfl að nýta Þetta listafólk, sem margt hefur þegar lagt á Síg dýrt nám til að belga íslandi starfskrafta sína. í kvöld balda nemendnr Maríu Markan og vinir hennar samsæti til heiðurs listakon- unni, í Tjarnarbúð, og verður Páll ísólfsson veiziustjóri. Eg óska henni til ’/amingju með daginn í dag, og syni hennar. Oftast þegar ég heyri hana eða sé, koma mér í hug tvær starfs systur hennar, Lotte Lehmann og Helen Trauhel. eins og þær komu mér fyrir augu og eyru fyrir allmörgum árum. Þeim svipar þó nokkuð saman, bæði hvað snertir persónuna og sönginn. En hvað sem líður voldugum söng Maríu í aríum eða öðrum sönglögum, finnst mér „Svanasöngur á heiði“, eft ir Kaldalóns bera hærra en allt annað, sem ég hef heyrt hrna syngja. Það verður nýtt í hvert sinn sem platan er sett á fóninn, og samt er meira en aldarfjórðungur síðan ég heyrði hana fyrst. G.B. ÍÞRÓTTIR Framhaid af 12. síðu knattspyrnuáhugamenn fái að sjá Sörensen leika mcð danska landsliðinu hér. Hann lcikur heldur ekki með danska lands- liðinu í Moskvu n.k. sunnudag, en við stöðu hans hefur tekið Kjeld Thorst. (uóits:,t2 j Á VÍÐAVANGI Framhald at uðu miklu nauðsyn „framleiðni aukningar landbúnaðarins og vitnar í ræðu Ingólfs landbún- aðarráðherra. Ekki er það nein ný upgötvun, að aukin framleiðni sé eitt mesta nauð- synjamál landbúnaðarins, sem annarra atvinnugreina, en lít um þá á nýjasta framlag ríkis stjórnarinnar til þess að auka framleiðni landbúnaðarins. Það er að knýja bændur með nýrri tegund lánahafta til þess að byggja aðeins fjós, eða hlöðu eða fjárhús á einu ári, þó að miklu ódýrara og hag- kvæmara væri að byggja tvennt eða meira í einu átaki. Þetta á víst að auka framleiðn- ina hjá bændum. FRÍMERKJASTIMPLUN T^ramhald at m síðú hafa talið, Páll hafi verið með óleyfilegan stimpil og sneri hún sér Því til bæjar- fógetaembættisins i Vestmanna eyjum og bað um rannsókn á málinu. Sama gerði Surtseyjar nefnd, af þeim ástæðum. er áður greinir. Ekki sagðist Páll vita um neinar kærur og ekki hefði sér verið tilkynnt um neitt slíkt. Sagði hann, að allt bram bolt í þessu sambandi yrði að- eins til þess að gera frímerkin eftirsóknarverðari og þetta því greiði við frímerkjasafnara. Sagði hann, að sér hefði 'ekki dottið f hug að biðja um neitt leyfi til þess að fara út f eyj una og gæti hann ekki séð. hvaðan Surtseyjarnefnd kæmi beimild til bess að banna frið- =amt fevðalag bans Ferð-y Páls hefur ekki vakið minni áthvgli en ferð hans út i Surtlo á döffunum en ekki er útséð tim í>ftit-lpikirirt baf sem málið er nú komfð tii bæjarfógeta í Vestmannaeyjum FÖSTUDAGUR 25. júní. 1965 KAPPREIÐAR Framh. af bls- 16. hest, 5 þús. kr. fyrir 2 .hest, og 2.500 kr. fyrir 3. best. Auk þes’s fá sigurvegarar verðlaunapeninga með mótsmerídnu á, en það er með saima sniði og í fyrra. Af hestum, sem taka þátt í skeið inn. má nefna Hroll Sigurðar Ólafs sonar, Loga Jóns í Varmadal og Grast Bjama á Laugarvatni. Næsta keppnisgrein er 300 m. stöikk og taka þátt í þeirri grein 20 hestar í fjórum riðlum. Verð- lann fyrir 1. hest era 5000 kr., fyrir 2. hest 2500 kr og fyrir 3. hest 1500 kr .auk verðlaunapen- inga. Af þekktum hestum í þessari grein má geta Kalla Baldurs Berg- steinssonar, Þyts Sveins K. Sveins sonar, Reyks Ólafs Þórarinssonar og Tilbera Skúla á Svignaskarði. í 800 m stökki taka þátt 15 hest ar í þrem riðlum, og eru verðlaun hin sömu og í skeiðinu. Meðal keppnishesta eru t.d. Þröstur Ólafs Þórarinssonar og Logi Sigurðar Ó1 afssonar. Þá fer fi-am brokkkeppni 20 hesta í fjórum riðlum. Sú nýbreytni verður við höfð, að á milli atriða fer fram hindrunar- hlaup, sem Hestamannafélagið Andvari í Garðahreppi sér um. Hafa 3 hestar verið sérstaklega þjálfaðir fyrir þessa grein. f naglahoðreiðinni táka öll fé- lögin þá< t í 4 riðlum. og verða þrír hestar frá hverju félagi. Verður •im hringreið að ræða ,og er sú til böeun ný af nélinni. Búizt er við, að flestir þátttak- endur komi ríðandi á mótið, og rnun verða lagt :' stað á laugar- dag og tialdbúðir reistar. Sérstaklega má gela framtaks Langarvatnsfeðga, er. mumj mæta með 9, hesta og eru í þeim hópi margir afburða hestar. Síðast en ekki sízt er svo að geta kerruakstursins, en sú grein befur ekki sézt á móti hér áður. Mun Jón M. Guðmundsson frá Reykjum halda hér um taumana, og er ekki að efa ,að mörgum leik- ’>r hugur á að sjá raunverulega ••o^blaunakerru. Mót eins og þetta krefst gífur- legrar undirbúningsvinnu ,og hef- ur á annað hundrað sjáifboðaliða unnið að undirbúningi þess. Verða alls konar veitingar fáan- legar á mótsstað, Þá létu forráðamenn þess sér- staklega getið, að Hjálparsveit skáta í Reykjavík yrði með bæki- stöð á mótinu til aðstoðar, ef með þarf. Félögin, sem sjá um mótið, eru: Andvari í Garðahreppi, Fákur í Reykjavík, Hörður í Kjós, Logi í Biskupstungum, Ljúfur í Hvera- gerði, Sleipnir á Selfossi, Sörli í Hafnarfirði og Trausti í Laugardal op Grímsnesi. Mótið hefst í Skógarhólum stund víslega kl. 1 á sunnusag. DAGBLÖD Framhald at 16 sfðu úr sorptunnunum. Tóku fulltrúar heilbrigðiseftirlitsins sýnishorn af blöð»num, og höfðu á brott með sér. Mál þetta verður síðan sent yfirsakadómaranum í Reykjavík til frekari rannsóknar. Það hefur viðgengizt allt fram á þennan dag, að fiski sé pakkað inn í dagblöð, og oft verið talað um hve hvimleitt það sé, því iðu- Iega kemur það fyrir að lesa má heilu klausurnar úr dagblöðunum á fiskroðinu, þegar dagblöðin hafa blotnað og prentsvertan losnað af. Fiskflök, gellur, saltfisk og annan skorinn fisk. eins og það er kallað, má ekki pakka eingöngu í dagblöð, heldur verður að hafa smjörpappír eða eitthvað í líkingu við hann næst fiskinum og mun þessu vera framfylgt nokkurn veginn. Þá má alls ekki nota velktan dagblaðapappír, og heldur ekki dagblöð af heimilum, til að pakka inn fiski. Ætti fólk að að- gæta þetta vel, á meðan ekki er alveg bannað að nota dagblaða- pappír sem umbúðir um fisk, en það ætti að afnema sem allra fyr,st. Afgangsblöðum úr prent- smiðjunum, sem seinna eru notuð sem fiskumbúðir, er oftast hent einhvers staðar út í horn, eða jafnvel út á götu, og þar hirða fisksalarnir svo blöðin og nota sem umbúðapappír. SÆNSKI UTANRÍKISRÁÐH. Framhald af 16. síðu er I Malmöhushéraðinu, sonur múrara. Hann gekk á iðnskóla í Svíþjóð og háskóla í Þýzkalandi. Um sjö ára skeið starfaði Nilsson sem múrari, eins og faðir hans. Hann varð snemma virkur þátt- takandi í stjórnmálum í flokki sænskra jafnaðarmanna, og í verkalýðsmálum; hann var um skeið form. verkalýðssamtaka yngri manna. Árið 1934 varð hann formaður yngri jafnaðarmanna, og fékk sæti í stjórn sænska Jafnaðarmannaflokksins árið 1940 til ’48. Hann hefur verið ráðherra í stjórn landsins síðan 1945, nú síðast sem utanríkisráðherra. Thorsten L. Nilsson og kona hans eiga tvö börn, pilt og stúlku. í för með utanríkisráðherranum 1 íslandsferðinni verða eftirtaldir starfsmenn sænska utanríkisráðu- neytisins; L. Belfrage, ráðuneytis- st., P. R. Hichens-Bergström, deildarst., og P. A. Kettis. GEIMFARAR Framhald af 2. síðu ele, Richard F. Gordon, Russell L. Schweickart, David R. Scott og Clifton C. Willams. ísland varð fyrir • valinu vegna þess að álitið er, að gígum og hraunum hér á landi svipi að ein- hverju leyti til landslagsins á tunglinu. í för með geimförunum verða og 7 jarðfræðingar og 5 fulltrúar frá NASA. Geimfararnir hafa áður fengið þjálfun á þessu sviði í Arizona, Nýju Mexikó, Ore- gon og á Hawaii. JEPPAFLOKKUR Framhald ai 2 síðu. son gerði handa L.R. 1934, en þá lék Þorsteinn Ö. Stephensen Jeppa Leikurinn hefur verið fluttur af leikfélögum víða um land á þessu árabili. Aðspurðir um það, hve margir leikflokkar ferðuðust héð- an um landið í sumar, svöruðu þeir fólagar: ,,Fjórir“. „Já, fyrir utan stjórnmálaflokkana", bætti Emilía Jónasdóttir við. Fyrsta sýning Jeppaflokksins verður á Blönduósi n.k. sunnudag síðan á Sauðárkróki, Siglufirði, Ólafsfirði og Akureyri en þar næst tekin stefnan vestur á land, áður en haldið verður til Austurlands. Árekstur við Bryniudalsá Um sjö-leytið í gærkvöldi vildi það slys til, að Volkswagen-bifreið úr Reykjavík rakst all-harkalega á bruarstólpa við Brynjudalsá í Hvalfirði. Fimm manns vorn í bifreiðinni og slasaðist ökumaðnr hennar en ekki var blaðinu kunn- ugt um hvort meiðslin hafa verið alvarleg. Flutti sjúkrabifreið úr Reykjavík hinn slasaða í Slysavarð stofuna, en þaðan var hann flutt- ur síðar í sjúkrahús. Auglýsíng I Tímanum kemur daglega fyrlr 9iis:u vandlátra blaSa- i iesenda um allt land.

x

Tíminn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.