Morgunblaðið - 21.05.1980, Síða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 21. MAÍ1980
17
flfanngttitlilftftifr
Útgefandi
Framkvæmdastjóri
Ritstjórar
Ritstjórnarfulltrúi
Fréttastjóri
Auglýsingastjóri
hf. Árvakur, Reykjavík.
Haraldur Sveinsson.
Matthías Johannessen,
Styrmir Gunnarsson.
Þorbjörn Guömundsson.
Björn Jóhannsson.
Baldvin Jónsson.
Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar:
Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiðsla: Skeifunni 19, sími 83033.
Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240
kr. eintakið.
„Enga samninga
í gildi“
Nú er bráðum liðið hálft ár síðan kjarasamningar félaga
innan Alþýðusambands íslands voru lausir og ekki líður á
löngu, þar til haldið verður upp á eins árs afmæli þess, að
samningstími BSRB rann út. í forystu fyrir þessum samtökum
eru þó enn þeir menn, sem á sínum tíma börðust fyrir
„samningunum í gildi“ og nú eru við völd í ríkisstjórn þeir
stjórnmálamenn, sem komust upphaflega til valda með því að
beita fyrir sig þessu kjörorði. Reynsla undanfarinna mánaða
bendir til þess, að orðhagir menn í þessu liði verði að smíða nýtt
kjörorð, því að formaður BSRB upplýsir alþjóð nú um það, að
frá febrúar 1979 til febrúar 1980 hafi framfærsluvísitalan
hækkað um 61% en hækkun vísitölu á laun hafi á sama tíma
numið 44%, þannig að aðeins á þessum tíma hafi laun verið
skert um 17%. Hvernig væri, að forystumenn BSRB og ASÍ
tækju nú höndum saman við Alþýðubandalagið, sem ráðið hefur
mestu um stjórn landsins á ofangreindu tímabili með
Framsóknarflokknum, undir nýja kjörorðinu: „Enga samninga í
gildi.“
Jafnan hefur það verið svo í kjaradeilum, að verkalýðshreyf-
ingin hefur lagt á það höfuðkapp að koma fram sameinuð og
síðustu ár hefur það tekist þokkalega. Á fyrstu mánuðum ársins
1978 var til dæmis náin samvinna milli Álþýðusambandsins og
Bandalags starfsmanna ríkis og bæja. Ef marka má orð
Kristjáns Thorlaciusar formanns BSRB hefur þessi vinátta
kólnað undanfarið og segir hann, að áhrifamikil öfl innan ASÍ
deili á BSRB. Þá er það einnig skoðun Kristjáns, að innan
Alþýðusambandsins sé greinileg óeining og menn deili þar
innbyrðis um stefnuna í kjaramálum og þá ekki síst að því er
vísitölumálið varðar. Raunar eru þessi orð Kristjáns ekki
nýnæmi heldur staðfesting á fullyrðingum forsvarsmanna
Vinnuveitendasambandsins um sama efni, en þeir telja erfitt að
halda uppi viðræðum við samninganefnd Alþýðusambandsins,
þar sem hún sé ekki á einu máli.
Þetta eru alvarleg tíðindi ekki síst, þegar svo virðist sem
ríkisstjórnin leggi nú höfuðkapp á það, að kjarasamningar við
ASI og BSRB hafi samflot eins og ráðherrarnir boðuðu í
útvarpsumræðunum á mánudagskvöldið. Staðfestu ráðherrarnir
þar með þá samstöðu, sem er milli sjónarmiða ríkisstjórnarinn-
ar og atvinnurekenda varðandi svör við kröfum um grunnkaups-
hækkanir. Þá boðaði formaður Framsóknarflokksins, Stein-
grímur Hermannsson, að ríkisstjórnin ætlaði að beita sér fyrir
því í viðræðum við launþega, fyrir 1. júní n.k. að því er best var
skilið, að þeir féllust á 2—3 stiga vísitöluskerðingu í viðbót frá
og með 1. júní. Ekki liggur ljóst fyrir, hvernig ríkisstjórnin
ætlar að bera sig að við að koma þessum áformum í
framkvæmd, því að forsætisráðherra sinnti engu fyrirspurn
Geirs Hallgrímssonar um það, hvort ætlunin væri að gefa út
bráðabirgðalög af þessu tilefni, eftir að Alþingi hefði verið sent
heim. Kristján Thorlacius hefur þegar sagt, að þessi áform
ríkisstjórnarinnar að frumkvæði Framsóknarflokksins séu
„hneyksli". Og svo segir Svavar Gestsson félagsmálaráðherra í
þingræðu, að á næstu vikum verði að fá úr því skorið, hvernig
kjaramálunum lyktar, og bætir því við án þess að blikna, að
störf ríkisstjórnarinnar hafi verið góður undirbúningur undir
kjarasamningana. En þessi ráðherra hefur það helst sér til
málsbóta í slíkum fullyrðingum, að margvíslegir félagsmála-
pakkar séu tilbúnir í gjafakörfu ríkisstjórnarinnar. En hver er
sínum gjöfum líkur. Annað hvort er sú löggjöf, sem félagsmála-
ráðherra beitir sér fyrir á þessu sviði, þeim annmarka háð, að
alls ekki má opna „pakkann" strax eða gefnadi hefur ekki aflað
fjár til að borga gjöfina og hvetur þess vegna til aukinnar
skattheimtu.
Það er engin furða þótt aðilar vinnumarkaðarins og þá
sérstaklega launþegar sýni félagsmálapökkum Svavars Gests-
sonar takmarkaðan áhuga, bæði kemur þar til að frágangur
þeirra er ekki sem bestur og einnig að afhending pakkanna er
aðeins síðbúin staðfesting á efndum ákvæða eldri kjarasamn-
inga. Suma pakkana er verið að afhenda í þriðja eða fjórða sinn
og enginn þeirra er nýr. Það er furðulegt, að þessi gömlu loforð
séu eina haldreipi ríkisstjórnarinnar, um leið og hún leggur sig
fram um það eitt að tefja fyrir kjarasamningum með vitlausri
stefnu í skattamálum og algjöru stjórnleysi í efnahagsmálum.
Geir Hallgrímsson í eldhúsdagsumræðum:
Hér fer á eftir í heild ræða
sú, sem Geir Hallgrímsson
flutti i eldhúsdagsumræðum í
fyrrakvöld:
Herra forseti. Góöir
áheyrendur
Öllum er í fersku minni, að baráttan gegn
verðbólgunni var höfuðmál kosninganna
fyrir tæpu misseri. Fráfarandi vinstri
stjórn Ólafs Jóhannessonar hafði svo ger-
sámlega misst allt taumhald á stjórn mála,
að kratarnir rufu stjórnarsamstarfið og
fyrirsjáanlegt var að öll fyrri verðbólgumet
yrðu slegin.
Sagt hefur verið, að landið hafi verið
stjórnlaust meðan á kosningabaráttunni og
eftirfarandi stjórnarmyndunartilraunum
stóð og engar ráðstafanir hafi verið hægt að
gera gegn vaxandi verðbólgu.
Muna menn nú ekki lengur hvílíkt bjarg-
ráð efnahagslögin, sem samþykkt voru hér á
Alþingi fyrir ári síðan voru talin? Fram-
sóknarmenn og Alþýðuflokksmenn rifust
um höfundaréttinn að þessum lögum og
Alþýðubandalagið veitti þeim brautargengi
með öllum atkvæðum sínum á þingi. En allt
kom fyrir ekki, verðbólgan óð áfram.
„Samningar í gildf‘
og efndir
Athyglisvert er, að beinir skattar hafa
þyngst að mun líklega nálægt 30%, ef miðað
er við tekjur greiðsluársins, frá því 1977 og
fyrri hluta 1978.
Hér er auðvitað einnig gengið beint gegn
stefnu Sjálfstæðisflokksins.
Beinir skattar eru skattar á tekjuöflun,
verðmætasköpun og draga því úr framtaki
manna. Beinir skattar eru nú svo háir, að
ríkið tekur 1/3 af viðbótartekjum hjá
verulegum hluta skattgreiðenda. Þar að
auki hafa óbeinir skattar stórhækkað,
söluskattur í 23V'i % og vörugjald í 24%.
Slík skattheimta dregur úr verðmæta-
sköpuninni í þjóðfélaginu, þjóðarfram-
leiðslu og þjóðartekjum. Það verður minna
til skiptanna fyrir alla.
Slík skattheimta er til þess fallin að
freista manna til að skjóta tekjum undan
skatti og skapar því skilyrði fyrir spillingu
og virðingarleysi fyrir lögum, sem nóg er af
fyrir.
Slík skattheimta eykur kaupkröfur og
verkar því eins og olía á verðbólgubálið.
Bæði fulltrúar launþega og vinnuveitenda
hafa bent á, að lækkun skatta væri
nauðsynleg til að koma á skynsamlegum
kjarasamningum, sem nú eru allir lausir. En
ríkisstjórnin fer þveröfugt að. Ábyrgð
ríkisstjórnarinnar er því mikil, ef kjara-
samningar fara úr böndunum.
Þegar ég fór með stjórnarmyndunarum-
boðið lagði ég fram hugmynd um að allir
flokkar tækju höndum saman og lækkuðu
tekjuskatt eða verðu til tekjutryggingar um
þrengja hag orkufyrirtækja með verðlags-
ákvörðunum og auka þar með þörf erlendrar
lántöku.
Löngum var við það miðað að Landsvirkj-
un gæti staðið undir 27—30% af kostnaði
nývirkjana með eigin fé, en engar líkur eru
til að Landsvirkjun geti lagt krónu í nýjar
framkvæmdir, þar sem hún er rekin með
milljarða tapi 2 undanfarin ár.
Hitaveita Reykjavíkur hefur sett sér það
markmið að kosta allar nýframkvæmdir af
eigin fé enda er verðlag heita vatnsins innan
við 20% af því, sem þeir, sem kynda híbýli
sín með olíu þurfa að borga. En ríkisstjórnin
neitar Hitaveitu Reykjavíkur um verðhækk-
un. Afleiðingin er stöðvun framkvæmda og
tenginga nýrra húsa, sem þá þarf að hita
með olíu, eða aukning á erlendum lánum, en
fyrri reynsla af þeim er slík að verð heita
vatnsins er nú hærra en þyrfti, ef Hitaveit-
an hefði í tíma fengið umbeðnar verðhækk-
anir. Þannig rekst hvað á annars horn, og
ríkisstjórnin veit ekki sitt rjúkandi ráð.
Sjálfsagt afsakar ríkisstjórnin sig með
niðurtalningaraðferð Framsóknarflokksins
og Alþýðubandalagsins en dæmi Hitaveitu
og Landsvirkjunnar sýna hvers haldlaus
og skaðleg niðurtalningaraðferðin er í
baráttu við verðbólgu.
Verðbótavísi-
talan skertl
Það væri lítil „kúnst“ að ná verðbólgunni
sem hið opinbera ætlar sér ráðstöfun mun
stærri hluta sparifjárins en áður jafnhliða
auknum erlendum lántökum. Þetta kom
fram, þegar ríkisstjórnin ætlaði að svipta
lífeyrissjóðina ráðstöfunarrétti á verulegum
hluta ráðstöfunarfjár þeirra. Ríkisstjórnin
varð að vísu að hluta að hætta við áform sín
að þessu leyti en söm er hennar gerðin.
Rikisumsvif aukin
— hlutur einstakl-
inga skertur
Það er höfuðeinkenni málefnasamnings,
fjárlaga og fjárfestingar og lánsfjáráætlun-
ar, að auka umsvif ríkisins, en hlutur
einstaklinganna, heimilanna og fyrirtækj-
anna er skertur og frelsi þeirra og framtaki
þröngar skorður settar.
í atvinnumálum á allt að koma að ofan.
Ríkisvaldið á að gera áætlanir og eftir að
búið er að rýra eigin fjármagn einstaklinga,
heimila og fyrirtækja með Verðbólgu, óraun-
hæfum verðlagsákvörðunum og skatt-
heimtu, þá á ef til vill náðarsamlegast að
skammta einstaklingum og fyrirtækjum fé
eftir vilja og geðþótta valdhafanna,
skömmtunarstjórn verður í algleymingi og
kerfið blæs út. Þar sameinast hugsjónir
kommúnista og hagsmunir S.Í.S., en ekki
sj álfstæðismanna.
Nýjar atvinnugreinar og efling hinna
eldri, aukin afköst og framleiðni, sem eru
skilyrði bættra lífskjara, verða ekki að
veruleika, nema að frumkvæði einstakl-
inganna og samtaka þeirra. Stjórnvöld geta
kæft slíkt frumkvæði eða hvatt. Þau geta
skapað almenn skilyrði fyrir framþróun en
Sjálfstæðismenn greiddu atkvæði með
þessu samkomulagi þótt þeir væru ekki
fyllilega ánægðir með það. En við þingmenn
Sjálfstæðisflokksins teljum að í samræmi
við þetta samkomulag og á grundvelli þess
sé unnt og nauðsynlegt að vinna áfram að
því að tryggja réftindi íslendinga til fisk-
veiða og landgrunns á Jan Mayen svæðinu í
samræmi við tillögur sjálfstæðismanna.
í dag samþykkti Alþingi einnig þings-
ályktunartillögu um hafsbotnsréttindi
íslands og samvinnu við Færeyinga, sem er
afar mikilvægt hagsmunamál okkar íslend-
inga.
Okkur íslendingum er vissulega vandi á
höndum í samskiptum við aðrar þjóðir til að
tryggja sjálfstæði og öryggi landsins og
viðskiptalega hagsmuni í válegri veröld, þar
sem sjálfstæði ríkja er ekki virt, þegar svo
býður við að horfa, eins og innrás Sovétríkj-
anna í Afganistan ber gleggst vitni um. Það
vakti því.óhug, þegar ekki var einu orði
minnst á þáttöku okkar í Atlantshafsbanda-
laginu og varnarsamstarfið við Bandaríkin í
málefnasamningi núverandi ríkisstjórnar.
En þátttaka okkar í Atlantshafsbandalag-
inu tryggir ekki sjálfstæði okkar, ef við
kunnum ekki fótum okkar forráð að öðru
leyti í innanlandsmálum og verðum upp-
lausn og óðaverðbólgu að bráð, svo að við
glötum efnahagslegu sjálfstæði okkar.
Trúnaður við grund-
vallarstefnu Sjálf-
stœðisflokksins
Góðir hlustendur. Aðdragandi að þessari
Beinir skattar haf a
þyngst um nær
Sannleikurinn er sá, að landið hefur verið
stjórnlaust allt frá því að Ólafur Jóhannes-
son og Framsóknarflokkurinn gafst upp
1978 í baráttunni gegn verðbólgunni og gekk
í björg Alþýðubandalags og Alþýðuflokks til
að „setja samningana í gildi“ eins og það var
kallað á kosningamáli. En efndir þess hafa
verið með þeim hætti, að nú skortir um
15—20% á, að náð sé þeim kaupmætti sem
að var stefnt með hinum óraunhæfu kjara-
samningum 1977.
Og myndun núverandi ríkisstjórnar hefur
ekki breytt því, að landið er enn stjórnlaust
og verðbólgan veður hömlulaust áfram.
Myndun núverandi ríkisstjórnar leysti
enga stjórnarkreppu. Við búum áfram við
stjórnarkreppu.
Það hefur því miður gerzt, að nokkrir
sjálfstæðismenn hafa tekið að sér það
hlutverk, sem jafnvel kratarnir treystu sér
ekki til að gegna lengur, að spyrða saman og
tryggja völd Alþýðubandalags og Fram-
sóknarflokks, mestu skatta- og ríkis-
umsvifaflokkanna í landinu.
Málefnasamningur núverandi ríkisstjórn-
ar er dæfnigerður vinstristjórnarsamning-
ur. Hann er merkilega svipaður vinstri
stjórnarsamningnum 1971, þegar óðaverð-
bólguflóðið hófst hér á íslandi. Hann er
loforða- og óskalisti að miklu leyti.
Með afgreiðslu fjárlaga og fjárfestingar-
og lánsfjáráætlunar innsiglar ríkisstjórnin
svo vinstri stjórnarstefnuna.
Hvernig á að
fara að því?
Talið er að vinstri stjórn Ólafs Jóhannes-
sonar hafi aukið skattaálögur á landsmenn
um 25—30 milljarða króna á verðlagi
yfirstandandi árs.
Núverandi ríkisstjórn framlengir allar
þessar skattaálögur en lætur ekki þar við
sitja, heldur hafa stuðningsmenn hennar
samþykkt álögur, sem nema munu jafnhárri
upphæð 25—30 milljörðum, er leggjast
munu til viðbótar á landsmenn nú í ár.
Heildarskattbyrðin er þvi 50—60 millj-
örðum krónum þyngri nú í ár en hefði verið
samkvæmt skattalögum, er í gildi voru vorið
1978.
Því miður eru gleymd orð Gunnars
Thoroddssen í grein 28. maí sl. „Það er ekki
lengur hægt að hækka skatta. Þeir eru
þegar orðnir nógu háir“. Gleymzt hefur 10%
niðurskurður fjárlaga sem hann gerði að
tillögu sinni. Nú á að hækka niðurgreiðslur,
þótt þær hafi verið „komnar úr hófi“ og
sparað mætti í niðurgreiðslum, svo að enn
sé vitnað í grein Gunnars.
17—25 milljörðum króna til þess að rjúfa
víxlhækkanir verðlags og launa og stuðla að
skynsamlegum kjarasamningum. En auðvit-
að vildu Alþýðubandalagið og Framsóknar-
flokkurinn heldur framkvæma ríkisum-
svifa- og skattastefnu sína úr því þeim
bauðst óvænt aðstoð til þess
Stóraukin
greiðslubyrði
Fjárfestingar- og lánsfjáráætlunin er
brennd sama marki aukinna ríkisumsvifa og
fjárlögin sjálf.
Á sama tíma og búizt er við að þjóðar-
framleiðslan aukist aðeins um 1% eða
standi í stað og þjóðartekjur á mann
minnka, er gert ráð fyrir, að fjármuna-
myndun aukist um nær 7% og samneyzla
um 2%. Og öll hækkun fjármunamyndunar
er í opinberum framkvæmdum, sem aukast
um 21% að magni.
Það er ekkert við það að athuga að lækka
framlög til fjárfestingarlánasjóðanna á
fjárlögum, ef í því fælist samdráttur
ríkisútgjalda. En því er ekki að heilsa. Það
sem sparast að þessu leyti er notað í
eyðsluhítina, til að hækka önnur útgjöld eða
stofna til nýrra. Fjárfestingarlánasjóðirnir
eiga svo að auka á erlendar lántökur.
Greiðslubyrði erlendra lána, afborgana og
vaxta hækkar snögglega úr 13—14% af
gjaldeyristekjum sem hingað til hefur þótt
of hátt í 16—17% á þessu ári og 18—19% á
næsta ári.
Vissulega er erlendum lántökum varið að
hluta til orkuframkvæmda, sem spara
gjaldeyriseyðslu í framtíðinni, en svo
vísdómslega fer ríkisstjórnin að ráði sínu að
niður, ef það væri hægt með því að setja í
lög að verðlag skuli ekki hækka nema um
8% á fyrsta ársfjórðungi, 7% á þeim næsta
og 5% á þeim þriðja, enda segir reynslan
allt annað.
Nú spáir Þjóðhagsstofunin að fram-
færsluvísitalan 1. júní hækki um rúm 13%,
1. september verði hækkunin ekki minni en
9% og 1. desember 10%.
Þessar spár hafa alltaf verið í lægra lagi,
svo að ekki er von á góðu. Verðbólgan frá
byrjun til loka árs yfir 50%.
Heyrst hefur að ríkisstjórnin sé að velta
fyrir sér að dreifa hækkun húsnæðiskostn-
aðar s.l. 12 mánaða, sem nú kemur fram í
vísitölunni eftir á, á næstu 12 mánuði og
láta auknar niðurgreiðslur landbúnaðarvara
koma til lækkunar verðbótavísitölu, þótt
launþegar fái ekki verðbætur vegna hækk-
unar landbúnaðarvara um næstu mánaða-
mót fyrr en að 3 mánuðum liðnum. í báðum
þessum tilvikum þarf lagabreytingu og ég
vil því spyrja Gunnar Thoroddsen, hver sé
fyrirætlun ríkisstjórnarinnar í þessum efn-
um. Ráðherrum Alþýðubandalagsins er svo
sem vel trúandi til þess að vinna að því að
draga úr verðtryggingu launa gagnstætt
fyrri yfirlýsingum, meðan verkalýðsforingj-
ar Alþýðubandalagsins þykjast krefjast
aukinnar verðtryggingar í kjarasamningum.
Þykir ríkisstjórninni nú ekki nægilegt að
senda Guðmund J. formann Verkamanna-
sambandsins til Stykkishólms? Á að senda
Alþingi heim, til þess að ríkisstjórnin geti
gefið út bráðabirgðalög um skerðingu á
verðbótavísitölu? \
En slíkar aðgerðir eru auðvitað ekkert
nema kák, Lúðvíska í algleymingi, sem
dugar ekki í baráttunni gegn verðbólgu, sízt
af öllu meðan þennslu-skatta og ríkisum-
svifastefnan ræður ferðinni í ríkisfjár-
málum, verðlags- og peningamálum.
Kynda verð-
bólgueldinn
Jafnvel þótt engar grunnkaupshækkanir
verði og grunnkaup hefur nú verið óbreytt í
heilt ár, þá mun stefna ríkisstjórnarinnar á
öðrum sviðum því miður kynda verðbólgu-
eldinn svo duglega að ekki verður séð fyrir
afleiðingarnar.
Spáð er 20 milljarða króna viðskiptahalla
á ári þótt ekki sé eingöngu horfið frá
ráðleggingum fiskifræðinga um 300 þús.
tonna hámarksafla þorsks heldur einnig
horfið frá samkomulagi og meðmælum
útvegsmanna og sjómanna um 350 þús.
tonna þorskafla og nú gert ráð fyrir
380—400 þúsund tonna afla. Alls staðar er
þannig látið undan síga teflt á tæpasta vað
og fjársjóðir framtíðarinnar eyddir.
Sparifjármyndun hefur stórlega dregizt
saman miðað við sama tíma og í fyrra.
Ávöxtun sparifjár er nú neikvæðari en um
langt skeið þrátt fyrir ákvæði efnahags-
laganna frá í fyrra, svo að seðlabanka-
stjórinn segir það lagalega og siðferðilega
skyldu að hækka vextina. Ég vil nota
tækifærið og spyrja forsætisráðherra, hvort
hann sé sammála þessu svo og aðrir
stjórnarliðar, og hvaða hækkanir á ávöxtun
sparifjár og fjármagnskostnaði lántakenda
um næstu mánaðamót séu ráðgerðar? Ef
ekki tekst að auka sparifjármyndun, þá er
fyrirsjáanlegt að taka verður upp harð-
vítuga lánsfjárskömmtun eða setja aukinn
kraft í seðlaprentun innistæðulausra seðla.
Ekki sízt hlýtur þróunin að verða þessi, þar
þau geta aldrei komið í staðinn fyrir
framtak einstaklingsins og hins breiða
fjölda.
A tvinnufyrirtœkin
berjast í bökkum
Núverandi ríkisstjórn hefur ekki skapað
atvinnurekstri og fyrirtækjum viðunandi
starfsskilyrði, þau berjast í bökkum. Iðn-
aðurinn sem hlýtur ásamt þjónustugreinum
fyrst og fremst að veita unga fólkinu verðug
viðfangsefni á í vök að verjast.
Sókn í nýjum orkuframkvæmdum og
stóriðjuframkvæmdum er stöðvuð. Iðnað-
arráðherra Alþýðubandalagsins hefur lagt
stóriðjunefnd niður og eitt fyrsta verk hans
sem iðnaðarráðherra í vinstri stjórn Ólafs
Jóhannessonar var að seinka framkvæmd-
um við Hrauneyjarfossvirkjun. Afleiðingin
hefur verið skömmtun á rafmagni og
samdráttur í framleiðslu áls, járnblendis og
áburðar, sem leiðir til minnkandi útflutn-
ingstekna eða aukins innflutnings og versn-
andi afkomu þjóðarheildar og einstaklinga.
Hagsmunir þeir, sem við höfum af
almennum iðnaði og stóriðnaði fara auðvit-
að saman, en afstaða Alþýðubandalags og
Framsóknar til stóriðnaðar er dæmi um
afturhaldseðli þessara flokka, minnimátt-
arkennd og hræðslu við að eiga samskipti
við erlenda aðila á jafnréttisgrundvelli.
Utanríkismál in
í dag afgreiddi Alþingi þingsályktunar-
tillögu um samkomulag milli Noregs og
íslands um fiskveiðiréttindi og landgrunns-
réttindi á íslandshafi við Jan Mayen.
stjórnarmyndun, málefnasamningur ríkis-
stjórnarinnar, aðgerðir hennar og aðgerð-
arleysi sýna, að Sjálfstæðisflokkurinn getur
ekki átt neina aðild að þessari rikisstjórn.
Það er óneitanlega áfall, en timabundið, að
nægilega margir sjálfstæðismenn gengu til
liðs við Alþýðubandalagið og Framsókn til
að framlengja líf vinstri stjórnar þessara
flokka. Því skiptir það nú höfuðmáli, ekki
eingöngu fyrir Sjálfstæðisflokkinn heldur
og íslenzku þjóðina, að sjálfstæðismenn taki
nú höndum saman, sýni einingu og sam-
heldni í heiðarlegum og drengilegum vinnu-
brögðum í sókn og vörn fyrir stefnu
Sjálfstæðisflokksins.
Auðvitað koma ýmis ágreiningsmál upp
meðal þjóðarinnar. Það er sannfæring mín,
að Sjálfstæðisflokkurinn sé og verði að vera
sú kjölfesta í þjóðfélaginu, að hann geti í
stefnu sinni og starfi leyst slíkan ágreining,
hvort sem hann stafar til dæmis af
mismunandi búsetu eða mismunandi störf-
um manna. í þessum efnum þurfum við á
málamiðlun að halda. En öll málamiðlun
sjálfstæðismanna verður að byggjast á
trúnaði við grundvallarstefnu Sjálfstæðis-
flokksins, sem stofnendur hans mörkuðu í
upphafi og sjálfstæðismenn hvar á landi
sem þeir búa og hvar í stétt sem þeir starfa
hafa þróað um áratuga skeið.
Þessa dagana minnumst við sérstaklega
nýlátins foringja okkar Jóhanns Hafstein,
fyrrverandi forsætisráðherra og þökkum
fordæmi hans, fórnfýsi og leiðsögn.
Ég beini því til allra þeirra, er mál mitt
heyra að styrkja Sjálfstæðisflokkinn til þess
að vera sú kjölfesta sem íslendingum er nú
meiri nauðsyn að eiga en oftast áður.
Þakka þeim, sem hlýddu.
Gengið beint gegn stefnu Sjálfstæðisflokksins