Morgunblaðið - 19.09.1980, Side 12
12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980
Ilér segir frá hreins-
unum og réttarhöldum
í Rússlandi fyrir stríð og
því sem við tók, í
sambandi við Stalíns-
þætti sjónvarpsins.
Stalín fór með stríð á
hendur menntuðum
mönnum, allri mót-
stöðu var drekkt í
blóði og tuttugu milljón-
ir féllu í stríðinu ...
Arftakar Leníns, Stalín ásamt
mönnunum sem voru sam-
starfsmenn hans á árunum fyrir
1930 og urðu fórnarlömb hans á
árunum eftir 1930. Taliö frá
vinstri: Stalín, Rykov, Kamen-
ev, Zinoyev.
ÞEGAR STALIN DREKKTI
ANDSPYRNU í BLÓÐBAÐI
„Eg krefst þess að
þessir óðu hundar verði
skotnir!“ Með þessum orð-
um krafðist Vishinsky
ríkissaksóknari þess,
að Hæstiréttur Sovét-
ríkjanna dæmdi sextán
fanga til dauða í ágúst
1936. Þeir játuðu allir
á sig „hryðjuverka-
starfsemi“ og samsæri um
að myrða sovézka leið-
toga og voru allir
teknir af lífi. f>ó voru
meðal þeirra gamlir for-
ystumenn eins og Zino-
vyev og Kamenev.
„Hreinsanirnar miklu" voru hafnar og
fleiri sýniréttarhöld fylgdu á eftir á
næstu tveimur árum. Flestir hinna
gömlu leiðtoga bolsévíka urðu ógnar-
stjórn Stalíns að bráð og raðir flokks-
manna riðluðust. Hreinsanirnar náðu
Iíka til atvinnulífsins, listamanna, há-
skólanna, hersins og jafnvel leyniþjón-
ustunnar.
Hreinsanir voru þó ekkert nýtt fyrir-
bæri í Sovét-Rússlandi. Þriðjungur
flokksmanna hafði verið rekinn 1923.
Sýniréttarhöld voru heldur ekki ný af
nálinni. Fimmtíu verkfræðingar voru
ákærðir 1928, aðrir sérfræðingar voru
dæmdir 1930 og seinna kom röðin að
fjórtán prófessorum. Fyrstu eiginlegu
pólitísku sýniréttarhöldin fóru fram
gegn mensévíkum 1931.
Andstadan
Hreinsanirnar miklu gengu miklu
Iengra. Þær áttu einkum rætur í baráttu
Stalíns og Trotskys, sem hélt áfram
andstöðu sinni þótt hann væri rekinn úr
flokknum 1927 ásamt þúsundum stuðn-
ingsmanna og sendu í útlegð. Árið 1929
mætti Stalín andstöðu frá Rykov forsæt-
Stalín, hægri hönd Leníns.
isráðherra, Tomsky, yfirmanni verka-
lýðshreyfingarinnar, og Bukharin, yfir-
manni Komintern, sem lögðust gegn
harðræði iðnvæðingarinnar og áætlunar-
innar um samyrkjubúskap, sem Stalín
barðist fyrir af alefli.
Stalín hófst handa um að útrýma
öðrum skoðunum en hann hafði sjálfur.
Rithöfundasamband var stofnað og lista-
mannalaun og námsstyrkir miðuð við
stefnu flokksins. Kunnir menn á þessum
sviðum hurfu eða sviptu sig lífi. Þetta
voru tímar strangs verksmiðjuaga, nauð-
ungarflutninga, hungursneyðar og
minnkandi verðgildis peninga. Óánægja
með stjórniha náði upp í æðstu stofnanir
flokksins. Trotsky hvatti til breytinga og
Stalín tortryggði samstarfsmenn sína.
Smirnov, áróðursstjórinn Ryutin og
aðrir leiðtogar voru handteknir. Zino-
vyev, Bukharin og aðrir gamlir andstæð-
ingar voru sendir í útlegð eða reknir úr
flokknum. Einni milljón flokksmanna,
sem voru 3,5 mílljónir alls, var vikið úr
flokknum 1933 til 1938.
Stalín óttaðist, að andstæðingarnir
ætluðu að láta hann víkja fyrir Kirov,
ungum og vinsælum forystumanni og
Uórða valdamesta manni flokksins.
Óánægður flokksmaður skaut Kirov til
bana í Leníngrad 1. desember 1934,
sennilega með samþykki Stalínsmanna,
og Stalín fékk átyllu til að hefjast handa.
Tilræðismaðurinn og 13 meintir vit-
orðsmenn voru líflátnir eftir skyndirétt-
arhöld og 103 fangar voru líka skotnir;
þótt þeir virtust ekki tengjast málinu. I
janúar voru Zinovyev, Kamenev og 17
aðrir leiddir fyrir rétt, ákærðir fyrir
morð, og dæmdir í fangelsi eftir „játn-
ingar".
„Andstæðingasellur" fundust um öll
Sovétríkin og tækifærið var notað til að
handtaka í stórum stíl þá sem voru
óánægðir með stjórnina, Yenukidze,
„gamall vinur" Stalíns, var tekinn fastur
fyrir að taka of hófsama stefnu og
Gorky, sem reyndi að sætta hann og
Zinovyev, andaðist skömmu síðar.
I réttarhöldunum gegn Zamonyev og
Kamenev 1936 var reynt að varpa sök á
Radek, fv. ritstjóra „Izvestia". Tomsky,
bandamaður Bukharins, framdi sjálfs-
morð. Bukharin var handtekinn ásamt
fleirum, en seinna látinn laus. Yagoda og
leynilögreglan virtust láta deigan sígan.
Stalín rak Yagoda, Yezhov tók við af
honum og margir fyrrverandi leynilög-
reglumenn voru handteknir.
„Lygarar
og trúðar“
í janúar 1937 komu Pyatkov, yfirmað-
ur iðnaðarins, og Radek fyrir rétt ásamt
15 öðrum „lygurum og trúðum, ómerki-
legum dvergum", eins og Vishinsky
kallaði þá. Radek og þrír aðrir fengu
langa fangelsisdóma, hinir voru skotnir.
Ordzhonikidze framdi sjálfsmorð
skömmu síðar. Bukharin og Rykov, sem
höfðu verið handteknir, voru reknir úr
flokknum.
Herinn hafði þegar verið bendlaður við
hina ákærðu. í janúar 1937 voru æðstu