Morgunblaðið - 19.09.1980, Blaðsíða 25
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. SEPTEMBER 1980
25
félk í
fréttum
Hann sigraði
Björn Borg
+ Hér er mynd af manninum sem
gerði vonir Svíans, Björns Borg,
um að vinna amerísku alslemm-
una í tennis að engu, John McEn-
roe. Þetta er í þriðja skiptið sem
Borg hefur mætt til keppni í
þessari keppni, eftir sigra á
Wimbledon-leikvangi og í Frakk-
landi, — og tapað. Fyrir tveimur
árum tapaði hann fyrir Jimmy
Connors í úrslitunum og í fyrra
tapaði hann fyrir Roscoe Tanner, í
undanúrslitum. Björn Borg fór þó
ekki slyppur og snauður heim, því
annnað sætið gaf honum 23.000
dollara í aðra hönd.
Ungfrú Ameríka
+ Frá krýningu Ungfrú Ameriku fyrir skemmmstu. Fegurðardis-
in heitir Susan Powell og er frá Oklahoma en það er fyrrum
Ungfrú Amerika Cheryl Prewitt sem krýnir. Á næstunni mun
ungfrú Powell koma fram við ýmis tækifæri. Á blaðamannafundi
eftir athöfnina sagði hún: „Ég er millistéttarkona frá lítilli borg,
þar sem bæjarbúar slappa af við að horfa á sjónvarpið.
14 daga á seglbretti
+ Frakkar hafa löngum haft orð á sér fyrir að vera ævintýra-
menn og vist er að tiltæki þessa franska baróns mun ekki draga
úr þvi áliti. Arnaud de Rosnay heitir hann og reyndi að fara á
seglbretti frá Marquese-eyjaklasanum, sem er milli Suður-
Ameriku og Ástraliu, til Tahiti. Ferðina hóf hann 31. ágúst.
óttast var að hann hefði farist, uns hann birtist i Tuamotu Atoll
á Ahe um 700 kilómetra frá Tahiti! Baróninn var þreytulegur og
skeggjaður er hann ræddi við blaðamenn eftir hálfs mánaðar
hrakninga. Mannskepnan þreytist vist seint á furðulegum
uppátækjum.
Flóttamaður
+ Þessi 17 ára gamli Ung-
verji, Jozeph Nagy, hefur
óskað eftir landvistarleyfi í
Bandaríkjunum. Hann
hafði farið ásamt foreldr-
um sínum til Bandaríkj-
anna til að heimsækja
frændfólk. Kvöldið áður en
haldið skyldi heim, hvarf
hann. Neyddust foreldrar
hans til að snúa til Ung-
verjalands án hans. Frænd-
fólkið sagðist reyndar hafa
boðið Nagy-fjölskyldunni í
þeim tilgangi að fá þau til
að yfirgefa heimaland sitt
og setjast að í Bandaríkj-
unum. Fari svo að honum
verði neitað um landvist-
arleyfi bíður hans löng
fangelsisvist í Ungverja-
landi. Sjálfur sagði hann
m.a: „Ef ég hefði snúið
aftur þá hefði ég verið
skotinn í bakið, við að
reyna að flýja yfir landa-
mærin.
jazzBaLL©CC8l<óLi bópu
Jazz-
ballett-
nemendur
Innritun í dag
5
N
★ Skólinn starfar 8 mánuöi á ári, aila virka daga.
★ Framhaldsdeild
★ Almenn deild
+ Framhaldsflokkar veröa 3svar í viku, raöaö veröur í flokka
eftir prófum í fyrra.
+ Almenn deild (byrjendur á öllum aldri) 2svar í viku
★ Engin inntökupróf
★ Byrjendur yngst teknir 7 ára
★ Strákar verið meö frá byrjun
★ Góö almenn þjálfun, jazzballett fyrir alla.
★ Kennsla fer fram í Suöurveri, Stigahlíö 45, uppi. Innritun í
síma 83730 í dag.
Innritun í dag frá kl. 11.00—7.00.
njpa no>l8qci©TiDazzDr
V____I_____'___________'___/
3ja sæta sófar — 2ja sæta sófar
Fjölbreytt úrval.
Ármúla 1A Húagagna og haimilisd Sími 86112.
ÚRVALIÐ ER
HJÁ OKKUR PÓSTSENDUM
r >
Ferðatöskur
handtöskur
GEísíRf