Morgunblaðið - 31.01.1981, Síða 35

Morgunblaðið - 31.01.1981, Síða 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. JANÚAR 1981 35 Hvers virði eru frímerki? Oft hefur þessari spurninnu verið beint til mín og vafaiaust til allra þeirra. sem frímerkjum safna. Ég hef þá bæði í gamni ok alvöru svarað því svo, að þau séu ekki meira virði en fyrir þau fæst á hverjum tíma — og það er einmitt verkurinn. Auð- vitað vilja allir, sem frímerki þurfa að selja, fá sem mest fyrir þau, enda verður þvi ekki held- ur neitað, að mörg frímerki eru torgæt og verð þeirra þar af leiðandi hátt, bæði í verðskrám og eins á uppboðum. En þessu er ekki að heilsa um allan þorra frimerkja. og fer það eftir mörgu. Upplag sumra frímerkja er geysistórt, einkum meðal fjöl- mennra þjóða, og þá er framboð- ið meira en nemur eftirspurn. Við það lækkar verðið mjög. Þá skipta gæði merkis einnig miklu, og nú orðið eru þau flokkuð á ýmsa vegu, svo sem gert er við mynt. Ekki er nema eðlilegt, að almenningur, sem er ekki vel heima í þessu völundarhúsi, eigi oft erfitt með að átta sig á hlutunum og haldi á stundum, að verið sé að hlunnfara sig í viðskiptum. Ekki verður því neitað, að slíkt getur því miður komið fyrir eins og í sambandi við önnur viðskipti, og margs er að gæta við kaup og sölu þessara litlu bréfmiða, sem nefnast frí- merki. En snúum okkur að þessu sinni fyrst og fremst að söfnur- um. Við hvað er annars átt, þegar talað er um verðgildi frímerkis? Er þá átt við það verð, sem greiða verður fyrir það við kaup eða fæst fyrir það við sölu? Hér er oft mikill munur á og þarf ekki að vera óeðlilegur, þegar grannt er skoðað. Við kaup getur verð orðið tvöfalt hærra en við sölu eða oft a.m.k. verulega hærra. Þegar talað er um verð frímerkja, er að jafnaði átt við það verð, sem gefið er upp í verðlistum, enda er það oft söluverð kaupmanna. Fyrir kem- ur einnig, að kaupmenn veita afslátt frá listaverði og selja merki allt niður í 60—70% af skráðu verði. Er þá annaðhvort um að ræða almenn merki, sem þeir eiga mikið af, eða þá merki, sem fullnægja ekki öllum kröf- um safnarans. í síðasta dæminu er mörgum venjulegum söfnur- um, sem eru ekki of fjáðir, þannig gefið tækifæri til að fylla í eyður safna sinna á tiltölulega ódýran hátt. Safnarar vita líka sjálfir bezt, hversu leitt er að horfa á auðu „sætin“ í albúminu! Um leið og menn kaupa þann- ig almenn frímerki eða — ef svo má segja — 2. flokks gömul merki, verða þeir að gera sér það ljóst, að þeir fá ekki aftur nema hluta listaverðsins við sölu þeirra. Kaupmenn verða að von- um að fá eitthvað í sinn hlut við endursölu og þá ekki sízt fyrir það, að þeir liggja stundum lengi með merkin óseld og þá um leið fjármuni í þeim vaxtalausa. Mun láta nærri, að 30—40% af lista- verði sé ekki óalgengt við sölu til þeirra. Frá þessu eru svo vitaskuld ýmis frávik og þá einkum, þegar í hlut eiga gömul frímerki og sjaldgæf. Þá er framboð minna en eftirspurn, og skráð verð merkjanna dugir oft ekki til við kaupin. Af því leiðir aftur, að hærra verð fæst oftast fyrir þau við sölu þeirra til kaupmanna eða á uppboðum en algengra eða nýrri merkja. Hér þarf þess vegna margs konar þekkingu til þess að átta sig á hinu raunveru- lega verðmæti, og ekki við öðru að búast en almenningur verði á stundum alltortrygginn og trúi þá ekki alltaf „sérfræðingunum" og haldi jafnvel, að þeir séu að pretta sig, þegar vikið er langt frá því verði, sem skráð er í listum. Til nánari fróðleiks fyrir les- endur vil ég hér nefna nokkur atriði. Þegar um verðmikil frí- merki er að ræða, eru þau flokkuð niður, eins og getið var um hér að framan. Landssam- band sænskra frímerkjasafnara gefur út verðskrá og flokkar sænsk frímerki eftir gæðum. Þá verða þessi sex stig til: „lúxus"- eintak (sem e.t.v. mætti nefna glæsieintak á íslenzku), skraut- eintak (eða frábært eintak) (praktexemplar), mjög gott ein- tak, gott eintak, tækt eintak og að síðustu miður gott eintak. Þetta tákna Svíar svo með stytt- ingu á þessa leið: lúx., A, AB, BA, B og C. Enn fremur má nota tölur og þá eftir gæðum þannig: 5, 4, 3, 2, 1 og 0. Helzt skyldu menn ekki safna merkjum, sera táknuð eru með C eða 0 (núll), þ.e. miður góðu eintaki. Gæða- flokkur AB (3), þ.e. mjög gott eintak, getur leyft það, að einn takki sé stuttur, BA (2) aftur á Sýnishorn af nokkuð vel stimpluðum frímerkjum með mynd Kristjáns konungs IX. í neðstu röð má sjá vel og illa miðjuð merki úr sama flokki. Frímerki eftir JÓN AÐAL- STEIN JÓNSSON móti, að tveir séu stuttir og B (l)-flokkur mest þrennt af eftir- farandi atriðum: Nokkuð óhreint eða uppiitað frímerki, blettur í framhlið þess, þynning á bak- hlið, nálargat, brot í merki, stuttir takkar, takka vantar, stuttur horntakki. Menn sjá af þessu, að margs er að gæta við val gamalla frí- merkja í söfn sín. Þessi flokkun ætti um leið að færa mönnum heim sanninn um það, hvað ræður eða veldur mismunandi verði frímerkja almennt. En ýmislegt annað kemur hér tii greina, þegar frímerki eru metin til verðs, hvort sem um kaup eða sölu er að ræða. Safnarar taka mikið tillit til svonefndrar miðjunar frímerkis (centeringar). Er þá átt við, hvernig mynd þess situr á sjálfu merkinu. Fallegast þykir, að hvíti jaðarinn í kringum mynd- ina sé sem jafnastur. Áður fyrr var prenttækni ekki eins full- komin og nú á dögum, og vildi myndin því dansa til á merkinu. Við það varð jaðarinn eða röndin misbreið og hvarf á stundum alveg. Hér nota menn einnig einkunnastigann frá 5—0. Nú orðið safna menn einnig ónotuðum frímerkjum, en á bernskudögum þeirra var slíkt lítt þekkt. Af því leiðir svo, að óstimpluð frímerki frá því fyrir aldamót og raunar töluvert fram á þessa öld eru mörg hver torfengin og verð þeirra því oft miklu hærra en notaðra eða stimplaðra merkja. Menn skyldu nú ætla’ að framhlið merkjanna skipti safnarana mestu máli, þ.e. mynd þeirra og lesmál. Sú er þó ekki raunin. Hér er mjög þungt á metunum, hvernig límið lítur út, og enn er merkinu gefin einkunn eftir þessu frá 5 og niður í 1. Bezt þykir, að límið sé alveg -ósnortið, og kallast merkið þá „póstfrískt". Því miður hefur aldrei verið myndað gott orð á íslenzku um þetta fyrirbæri, svo að ég muni. Næsta stig er svo það, þegar hengsli er límt á merkið eða far eftir það sést í líminu. Loks fær límlaust og óstimplað merki lægstu einkunn. Á síðustu áratugum hefur söfnun póststimpla aukizt geysi- lega, og nú skiptir ásigkomulag þeirra á frímerkjum ekki svo litlu máli. Enn kemur því ein- kunnastigi til greina. Bezt þykir nú, að hægt sé að lesa númer eða heiti póststöðvarinnar, þar sem merkið var stimplað endur fyrir löngu, og ekki er verra, að dagsetning og ártal sjáist greini- lega, ef það hefur verið í stimpl- inum. Þetta mat á ekki síður við póststimpla á okkar tímum, og mættu margir póstmenn hér á landi alveg að ósekju hafa þetta í huga, þegar þeir stimpla merkin. Þá er vandlátum söfnur- um ekki sama, hvernig stimpill snýr, og það hefur aftur nokkur áhrif á verðið. Bezt fer á, að stimpillinn snúi rétt eða sé kl. 12, því að klukkuskífan er höfð til viðmiðunar og stimpillinn gengur eins og vísarnir. Þannig snýr hann öfugt kl. 6. Öll eða flest þau atriði, sem rakin hafa verið hér að framan, koma til greina við verðlagningu frímerkja, einkum þó hinna elztu. Þess vegna er ekki einhlítt að líta í verðskrána og segja sem svo: Hér höfum við 2 sk. frímerki frá 1873 (þ.e. elzta íslenzka merkið), og það kostar samkv. sænska Facit-listanum 4100 kr. — eða um 5740 nýkrónur, stimplað. Ef við skoðum skrána nánar, sést, að skrauteintak er verðlagt á um 7000 nýkr. Hvað yrðu menn þá að gefa mikið fyrir „lúxus" eða glæsieintak? Loks er rétt að benda á, að svokallað eftirstimplað merki kostar ekki nema 1400 nýkr. Af framansögðu og svo þessu síðasta dæmi hljóta menn að sjá, að margt verður að hafa í huga, þegar frímerki eru verðlögð. Þar sem ég hef orðið var ýmiss konar misskilnings hjá leikmönnum í þessum efnum, hef ég sett þenn- an þátt saman í von um, að lesendur skilji, að málið er flóknara en margur gerir sér grein fyrir. Einkum hafa alls kyns vandkvæði og jafnvel vand- ræði komið upp, þegar erfingjar frímerkjasafnara þurfa að skipta söfnum eða merkjum á milli sín eða þá breyta þeim í peninga við sölu. Ef málið hefur örlítið skýrzt fyrir einhverjum, er tilgangi mínum náð. En í framhaldi af þessum hugleiðing- um getur einhver spurt sem svo: Borgar sig að fjárfesta í frí- merkjum eða öðru frímerkja- efni? Við skulum hugleiða það efni seinna. Frímerkja- uppboð 14. febrúar nk. Félag frímerkjasafnara hefur nýlega sent út skrá yfir næsta uppboð, hið 34. í röðinni. Hér gefst ekki tóm til að ræða um uppboðsefnið, en það verður til sýnis að Amtmannsstíg 2 laug- ardaginn 7. febrúar kl. 15—17 og svo á uppboðsstað 14. febrúar kl. 11—13, en þann dag kl. 13.30 hefst uppboðið. Því miður hefur sú villa slæðzt inn í forsíðu skrárinnar, að uppboðið fari fram 7. febr. 1981. Sjálfsagt er að vekja athygli á þessari prentvillu, enda þótt allt annað, sem fram er tekið á forsíðu, bendi til hins rétta, svo sem það, að skrifleg boð verði að hafa borizt uppboðsnefnd fyrir 12. febrúar. Uppboðið verður haldið laugardaginn 14. febrúar nk. Fréttir frá Bridgesambandi íslands Þættinum hafa borizt ýmsir fréttapunktar frá BSÍ og fara þeir hér á eftir: Stjórnin hefir skipt með sér verkum: Varaforseti: Ríkharður Stein- bergsson, gjaldkeri: Sigrún Pét- ursdóttir, Ritari: Guðmundur Sv. Hermannsson. Kosnir voru formenn nefnda. Formaður meistarastiganefnd- ar: Björn Eysteinsson, formaður mótanefndar: Sævar Þorbjörns- son, formaður dómnefndar: Jak- ob R. Möller. Jakob R. Möller mun einnig sjá um lög og keppnisreglur. Þá hefir verið ákveðið að keppnisdagar íslandsmótsins verði þessir: Undanúrslitin í sveitakeppni verði spiluð dagana 3.-5. apríl og úrslit 16.—19. apríl. ís- landsmótið í tvímenning verði haldið 30. apríl til 3. maí. Skrifstofa sambandsins verð- ur framvegis opin á þriðjudögum milli kl. 16 og 18. Ljóst þykir að ekki sé grundvöllur fyrir að hafa launaðan starfsmanna á skrif- stofunni og munu stjórnarmenn skipta með sér afgreiðslustörf- um. Ákveðnar hafa verið reglur um bikarkeppni BSÍ 1981: Þátttökugjald verður kr. 500.- á sveit sem greiðist við skrán- ingu. 80% af þátttökugjaldinu renna í ferðasjóð. BSÍ notar 20% til að standa straum af kostnaði við keppnina. Kostnaður vegna ferðalaga sveita skal gerður upp þegar öllum ferðalögum er lokið. Sveit- ir greiða sjálfar fyrstu 1000 kr. af kostnaði hverrar ferðar. Sveitir fá síðan greitt úr ferða- sjóði eins og geta hans leyfir. Þátttökutilkynningar þurfa að hafa borist fyrir 4. maí 1981 og verður dráttur í fyrstu umferð tilkynntur fyrir 11. maí. 1. umferð skal lokið fyrir 15. júní. 2. umferð skal lokið fyrir 27. júlí. Brldge Umsjóni ARNÓR RAGNARSSON 3. umferð skal lokið fyrir 31. ágúst. 4. umferð skal lokið fyrir 21. sept. Úrslit verða spiluð 3. október. Landsliðskeppnin verður með líku sniði og sl. ár. Fyrirhugað er að halda for- keppni dagana 28.-29. mars með þátttöku valdra para, þó ekki fleiri en 16. Keppnisform fer eftir fjölda paranna en stefnt skal að því að spilafjöldi verði sem næst 150 spilum. Tvö efstu pörin í keppninni skulu velja með sér par til að mynda tvær sveitir. Þessar sveitir spila 128 spila einvígi dagana 9.—10. maí. Sú sveit sem sigrar verður landslið íslands í opnun flokki á Evrópumóti í bridge 1981 auk þriðja pars sem stjórn BSÍ velur í samráði við hin tvö. Bridgefélag Breiðholts Sl. þriðjudag var spilaður eins kvölds tvímenningur og var spil- að í einum 16 para riðli: Úrslit urðu þessi: Jón Þorvaldsson — Guðbjörg Jónsdóttir Eiður Guðjohnsen 254 — Ingunn Bernburg Guðmundur Aronsson 249 — Jóhann Jóelsson Helgi Skúlason 243 — Sigurður Þóroddson Trausti Friðfinnsson 230 — Rafn Haraldsson Meðalskor 210. 227 Á næsta þriðjudag verður einnig eins kvölds keppni og eru allir velkomnir. Spilað er í húsi Kjöts og fisks í Seljahverfi og hefst keppnin kl. 19.30 stundvís- lega. Keppnisstjóri er Hermann Lárusson. Bridgefélag Hafnarfjarðar Þegar einungis einu kvöldi er ólokið í barómeterskeppni gafl- ara (26 pör) er staða efstu para þannig: Dröfn Guðmundsdóttir — Einar Sigurðsson 145 Björn Eysteinsson — Kristófer Magnússon 126 Stefán Pálsson — Ægir Magnússon 116 Guðbrandur Sigurbergsson — Jón Hilmarsson 115 Aðalsteinn Jörgensen — Ásgeir Ásbjörnsson 109 Ólafur Ingimundarson —Sverrir Jonsson 104 Eins og sést er staðan fyrir síðustu umferð mjög jöfn á Toppnum og gætu jafnvel fleiri pör en ofangreind pör blandað sér í toppbaráttuna. Spilað er í Gaflinum við Reykjanesbraut og hefst spila- mennskan stundvíslega kl. hálf átta. Áhorfendur eru sérstak- lega velkomnir að sjá góðan og skemmtilegan bridge. Laugardaginn 7. febrúar nk. munu Gaflarar gera strandhögg á Skipaskaga. Þar sem Akra- borgin er biluð verður farin landleiðin í rútu og þannig á að koma Skagamönnum á óvart. Bæjarslagurinn fer fram á fimm borðum en þar fyrir utan verður minniháttar bardagi á 6. borði.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.