Morgunblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 05.02.1981, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 5. FEBRÚAR 1981 Holland - land og þjóð - ný landabók Bjöllunnar komin út KOMIN er út hjá txikautKáfunni Bjöllunni bókin Ilnlland. land og þjúð. Hún er fimmta bókin i flokknum Landabækur Bjöllunn- ar. Áður eru út komnar Stóra Bretland. Sovétrikin, Spánn og Frakkland. í landabókum Bjöllunnar er m.a. rakinn uppruni þjóða, stofn- un ríkja, saga þeirra og siðir, íþróttir og frístundaiðkan, atvinnuhættir og áhrif þeirra á samfélag þjóða. Frásagnir og lýs- ingar eru knappar, en þó yfir- gripsmiklar og styðjast mjög við myndir, þ.á m. fjölda litmynda. Mörg kort og töflur eru í hverri bók lesanda til frekari glöggvunar. Höfundur Hollands er Frank E. Hugget, en Ingi Karl Jóhannesson hefur þýtt bókina á íslensku. Hún er 64 blaðsíður í allstóru broti. Bókin var prentuð í Bretlandi, en Prentstofa G. Benediktssonar annaðist setningu, umbrot og filmuvinnú. (Fréttatilkynning) Sæmileg færð víðast hvar „ÞEHTA er óvenju kyrrt hjá okkur núna miðað við það, sem gengið hefur á að undanförnu,14 sagði Arnkell Einarsson hjá Vegaeftirlitinu í samtaii við Morgunblaðið i gær. Vegna vatnagangs á Suðurlandi hefur þó runnið úr vegum á nokkrum stöðum. í Villingaholtshreppi er vegurinn ófær af þessum sökum á einum stað og sömuleiðis er Holtsvegur, sem liggur frá Gaulverjabæjarvegi niður að Stokkseyri, í sundur á einum stað. Þar sem mikið er um hringvegi á þessum slóðum er þó fært á alla bæi. Fært er um suðurströndina og allt austur á firði. Á Fljótsdals- héraði er víðast sæmileg færð og t.d. komust stórir bílar niður á Borgarfjörð eystri og um Fjarðar- heiði til Seyðisfjarðar í gær. Skafrenningur var á Fagradal í gær og ófært fyrir minni bíla. Oddsskarð var ófært. Frá Reykjavík var fært vestur á Snæfellsnes og vestur í Reykhóla- sveit, en þó er Brattabrekka ófær. Fært var í gær frá Þingeyri til ísafjarðar, Súgandafjarðar, Bol- ungarvíkur og Súðavíkur. Greið- fært var í gær yfir Holtavörðu- heiði, en þar gerði mjög slæmt veður síðdegis í fyrradag og fyrri- nótt. í gær var fært til Hólmavík- ur, Siglufjarðar og Vatnsskarð var rutt í gær. Þá var Öxnadalsheiði mokuð í gær og frá Akureyri var stórum bílum fært til Húsavíkur og þaðan upp í Mývatnssveit. Austan Húsavíkur var skafrenn- ingur í gær og vegurinn hefur trúlega teppzt þar í gær. spurt og svarad Lesendaþjonusta MORGUNBLAÐSINS Hér á eftir fara spurningar og svörin við þeim, sem lesendur Morgunblaðsins hafa beint til þáttarins Spurt og svarað um skattamál. Lesendaþjónusta þessi er fólgin í því að lesendur hringja spurningar inn i sima 10100 kl. 14—16 frá mánudegi til föstudags, síðan leitar blaðið svara hjá skattyfirvöldum og birtir spurningarnar og svörin í blaðinu. Að telja fram sameiginlega? ómar Sveinhjörnsson, Bar- ónstig 11, Reykjavik: „í leið- beiningum með skattframtali stendur: „Karl og kona sem búa saman í óvígðri sambúð og eiga sameiginlegt lögheimili, eiga rétt á því að telja fram og vera skattlögð sem hjón, ef þau hafa átt barn saman eða konan er þunguð eða sambúðin hefur var- að samfleytt í a.m.k. tvö ár, enda óski þau þess bæði skriflega." Eg bý með konu sem er þunguð og mig langar að fá nánari upplýsingar um hvaða kosti það hefur fyrir okkur að telja fram sameiginlega fram yfir að telja fram sem einstaklingar? Svar: Ef annað hjóna hefur svo lágar tekjur að það nýtir ekki frádráttarliði eða allan per- sónuafslátt sinn færist það til hins hjóna og kemur það til lækkunar á tekjuskattsstofni eða tekjuskatti. Þetta gildir einnig um sambýlisfólk, sem uppfyllir skilyrði til skattlagn- ingar sem hjón. Svipað getur átt sér stað með eignaskatt, ef t.d. annar aðili er skráður fyrir fasteign, en hinn er eignalaus. Er vísitölu- hækkun sama og vextir? Jón Einarsson, Álfhólsvegi 35, Kópavogi: Af föstum lánum á íbúðarhúsnæði, s.s. Húsnæð- ismálastjórnarlánum, eru greiddir vextir og einnig vísi- töluhækkun. Má taka vísitölu- hækkunina á sama hátt til frádráttar og vaxtagreiðslur á framtali? Svar: Já, með vaxtagjöldum teljast gjaldfallnar verðbætur á afborganir. Skilafrestur framtals- eyðublaða Jóhann Þórþlfsson, Njálsgötu 30, Reykjavik: Hvenær á að verá búið að skila framtalseyðublöð- um einstaklinga? Svar: 10. febrúar. Morgun- blaðið aflaði þeirra upplýsinga í gær að sennilega yrði þessi frestur framlengdur og þá lík- lega um eina viku eða 10 daga. Ef svo yrði verður það líklegast tilkynnt opinberlega fyrir helgi. 10% vaxtafrá- dráttarreglan Guðmundur Pálsson, Brekku- hvammi 10, Hafnarfirði, Ólafur Bergsveinsson, Brekkustig 1, Reykjavik o.fl. spyrja: Gildir enn 10% vaxtafrádráttarreglan eða hafa orðið á breytingar? Svar: Hún gildir enn óbreytt. Fólki skal á það bent að nú munu skattstjórar velja þá frá- dráttarreglu sem er framtelj- anda hagstæðust miðað við út- fyllingu framtals, þannig að fólk þarf ekki að velja á milli. Því virðist öruggast, þrátt fyrir að við fyrstu sýn líti út fyrir að 10% reglan sé hagkvæmari, að fylla einnig út öll vaxtagjöld í lið Sl. * Ivilnun vegna veikinda og slysa G.Þ. spyr: „Mér sýnist vera kominn nýr liður á framtals- eyðublaðið, þ.e. tryggingabætur í lið T2 sem koma eiga til tekna. Ef það er rétt þá langar mig að vita hvort skattyfirvöld veiti ekki ívilnun, ef framteljandi verður fyrir fjárhagslegu tjóni, veikindum eða slysum. Mér finnst ósanngjarnt að telja bæt- ur vegna áðurnefndra atvika til tekna. Ef skattyfirvöld veita ívilnun, hvernig á framteljandi að bera sig að við að koma upplýsingum um slíkt til skila? Þarf t.a.m. að skila sérstöku eyðublaði, vott- orðum eða aðeins að skýra málið í dálkinum „Athugasemdir framteljanda"? Svar: Á framtali 1980 voru trygKÍngabætur taldar fram með launatekjum í T1 í stað sérstaks liðs nú. Skattaleg meðferð trygg- ii gabóta er hins vegar sú sama 1981 og var í fyrra, þ.e. skatt- skyldar tekjur. Sé óskað eftir ívilnun vegna veikinda eða slysa verður m.a. að fylgja skattframtali: a. upplýs- ingar um útgjöld umfram venju- legan kostnað og í hverju hann er fólginn, b. málsatvik varðandi veikindi eða slys og hve iengi má ætla að afleiðingar þeirra vari, c. áætlaðar tekjur, bætur og styrk- ir á yfirstandandi ári. Læknis- vottorð verður að fylgja. Sérstök eyðublöð fást hjá skattyfirvöld- um fyrir þessa umsókn, en einn- ig má skila umsókninni á annan hátt. Fjöldi klukku- stunda í námi Nemandi spyr: Sé um reglu- legt nám framteljanda að ræða í sex mánuði eða lengur á tekjuár- inu skiptir þá fjöldi tíma á stundaskrá máli? Má taka sem dæmi tímafjölda 5—10 stundir á viku, sem þekkist t.d. í tónlist- urskólanámi. Ef svo er, hvernig ber þá að reikna mánaðarfjöld- ann til frádráttar? Svar: Sé ekki um fullt nám að ræða skal námstími reiknaður í kennslustundafjölda á tekjuár- inu (þ.e. 1980) og telst þá síðan lækkaður hlutfallslega. Kennslu- stundafjölda þarf að tiltaka á eyðublöðunum. Slysa- trygging við heim- ilisstörf Lilja Oddgeirsdóttir, Báru- götu 34, Reykjavík: Ef framtelj- andi óskar eftir slysatryggingu við heimilisstörf, hvernig á hann að koma þeirri ósk á framfæri á framtalinu og hvað felst í slíkri tryggingu? Svar: Óskinni er komið á framfæri með því að rita nafn þess sem tryggja skal í sérstak- an reit á fyrstu síðu framtals- eyðublaðsins. Skv. upplýsingum hjá Tryggingastofnun ríkisins eru bætur þessar í fjórum þátt- um, þ.e. sjúkrahjálp, dagpen- ingar, örorkubætur og dánar- bætur. Hver þessara þátta er síðan margþættur og bætur fara eftir aldri, barnafjölda, afleið- ingu slysa, örorku o.fl., o.fl., sem of langt mál yrði að telja upp. Upplýsinga- eða slysatrygginga- deild Tryggingastofnunar ríkis- ins gefur upplýsingar sem að þessu lúta gagnvart aðstæðum hvers og eins, en skv. upplýsing- um Mbl. í gær hefur iðgjalda- upphæð þessarar tryggingar ekki enn verið ákveðin. Þegar fólk flytzt til útlanda Bragi Magnússon. Kirkju- braut 33, Akranesi: Dóttir mín vann í átta mánuði hérlendis á sl. ári, en flutti til Noregs í byrjun september þar sem hún mun starfa í eitt og hálft til tvö ár. Hún starfaði hér sem hjúkr- unarkona við Borgarspítalann, en nú hef ég hvorki orðið var við launamiða til hennar né skatt- framtalseyðublað. Hvernig á að standa að þessu máli? Þarf hún að gefa upp til skatts hérlendis eða er gengið frá þessu í Noregi? Svar: Það þarf að telja fram fyrir hana og gera þar grein fyrir tekjum hér á landi og einnig í Noregi. Síðan verður hún skattlögð skv. ákvæðum samnings sem gerður hefur verið milli Islands og Noregs til að komast hjá tvísköttun. Nálgast má skattframtalseyðublöð, ef þau ekki skila sér, til skattstjóra á viðkomandi stöðum. Meðlags- greiðslur Þórir Jónsson. Bræðraborg- arstíg 36, Reykjavik: Ég borga meðlag með þremur börnum. Hvernig á að ganga frá því á framtali. Má ég draga meðlagið, auk fastafrádráttarins, eða að- eins fastafrádráttinn? Svar: Heimilt er að draga frá helming greiddra meðlaga, mið- að við meðalmeðlag. Sá hluti sem frádráttarbær er færist í reit 47 í lið T7 á tekjuframtali. Annar heimill frádráttur er þessum óviðkomandi, og má því einnig nýta þær heimildir, s.s. vaxtafrádrátt.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.