Morgunblaðið - 15.02.1981, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 15.02.1981, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 15. FEBRÚAR 1981 Nú færist í vöxt að lærðir menn eftirláti leikum ræðu- stóla sína í kirkjum landsins. Sunnudaginn 8. febrúar stei« Björg Einarsdóttir, fyrst óvígðra kvenna. í prédikunar- stól Dómkirkjunnar í Reykja- vík og flutti þar stólræðu. Sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir, er eina konan fram að þessu. sem hefur prédikað í Dómkirkjunni. er hún flutti vígsluræðu sína þar haustið 1974. Messan var með frjálslegu sniði, fermingarbörn fluttu bæn og lásu guðspjailið. ai- mennur söngur var leiddur af organistanum. Marteini H. Friðrikssyni. Svala Nielsen söng Faðir vor og sr. Þórir Stephensen þjónaði fyrir altari. Kirkjan var þéttsetin við þessa siðdegismessu á 5. sunnudegi eftir þrettánda. Hér birtist stólraAa Bjargar Einarsdóttur í heild. sem áfellur fólk er að verða aðnjótandi trausts annarra og er þá aðeins eitt til ráða — reyna af fremsta megni að axla þá ábyrgð. Sá er talar af stóli sem þessum hlýtur að spyrja sjálfan sig: í hvers konar aðstæðum er ég? Hver er skylda mín hér? Hvort sem héðan er talað eða af kassa á Lækjartorgi; í tveggja manna tali eða hópi fólks, er sama skyldan álögð öllum — að mæla ekki um hug sér; gefa orðum sínum inntak. I Brekkukotsannál var krafa Björns bónda sú, að hvert orð væri mælt af heilum hug, ætti sér rætur í sannfæringu og óyggjandi vissu; laust við full- yrðingar og þrungið vinsemd. Orðin urðu að eiga sér gull- tryggða innstæðu af þessu tagi, ella voru þau óþörf. Brekkukots- gengið var ekki fljótandi gengi. Héðan á ekkf, fremur en ann- Umbun góðra verka felst í þeim sjálfum Heyr. himna smiður. hvers skáldið biður. komi mjúk tii min miskunnin þin. bvi heit eg á þitf. þú hefur skaptan mÍK. es er þrællinn þinn. þú ert Drottinn minn. Guð. heit eg á þit(. að jfræðir mijf. minnst. mildinKur. min. mest þurfum þin. Ryð þú. röðia jframur. riklyndur og framur. hrtlds hverri sorK úr hjartaborK- Gæt. mildinKur. min. mest þurfum þin helst hverja stund á hrtlda Krund. Set. meyjar mrtKur. máls efni frtKur. öll er hjálp af þér. i hjarta mér. Þessi helgidagur, sem er 5. sunnudagur eftir þrettánda, á sér — eins og aðrir helgidagar kirkjunnar um allan hinn kristna heim og samkvæmt ævafornri niðurröðun — sinn ákveðna texta, sem stendur skrifaður í 13. kapítula Matth- eusarguðspjalls, 24.—30. vers og hljóðar þannig: Aðra dæmisögu framsetti hann fyrir þá og mælti: Líkt er himnaríki manni, er sáði góðu sæði í akur sinn; en meðan fóikið svaf, kom óvinur hans og sáði líka illgresi meðal hveitisins, og fór síðan á burt. En grasið spratt og bar ávöxt, þá kom og illgresið í Ijós. Þá komu þjónar húsbóndans og sögðu við hann: Herra, sáðir þú ekki góðu sæði í akur þinn? Hvaðan kemur honum þá ill- gresi? En hann mælti við þá: Þetta hefir óvinveittur maður gjört. En þjónarnir segja við hann: Viltu þá, að vér förum og tínum það? En hann segir. Nei, svo að þér eigi, er þér tínið illgresið, reytið hveitið upp ásamt því. Látið hvorttveggja vaxa saman til kornskurðarins; og er kornskurðartíminn kemur, mun ég segja við kornskurðar- mennina: Tínið fyrst illgresið og bindið það í bundin, til þess að brenna það, en safnið hveitinu í kornhlöðu mína. í upphafi máls míns, vil ég þakka dómkirkjuprestinum, sr. Þóri Stephensen, traustið sem mér er sýnt með því að eftirláta mér ræðustólinn. Mesta ábyrgð, ars staðar, að segja fólki fyrir um breytni, skipa því fyrir. Það lengsta, sem unnt er að ganga, er að opna hugskot sitt, árétta lífsgildi sín og daglega viðmiðun og vænta í því efni samfélags þeirra, sem hingað leggja leið sína eina örskots- stund. Vel má segja frá reynslu sinni eða annarra, ef svo er metið að það eigi erindi. Fara má að dæmi meistaranna, ber þá hæst meist- arann frá Nasaret og segja dæmisögur máli sínu til stuðn- ings. í þeirri meira en nítján alda gömlu dæmisögu, sem okkur var fengin að veganesti í dag, er með lýsandi hætti bent á hversu miklu varðar, að forsendan fyrir framvindunni, frjókornið sé rétt valið. Segja má að orðræða manna sé í yfirfærðri merkingu sán- ingarstarf. Mannshugurinn bregður sér í búning máls, það verður tæki til að miðla hugsun- um manna og skoðunum. Orðin eru þá sáðkornið, sem í fyliingu tímans ala af sér sam- svörun þeirrar hugsunar, sem fæddi þau af sér — góðrar og göfugrar eða illgjarnrar og öf- undsjúkar, allt eftir efnum og ástæðum. I þessu samhengi er mannssál- in sá akur sem við erjum, fyrir okkur getur farið líkt og fólkinu í dæmisögunni — meðan það svaf kom óvinveittur maður og sáði í akur þess. Meðan við hvílumst og uggum ekki að okkur, getur vegna óæskilegrar íhlutunar verið lagður grunnur að uppskeru, sem kemur okkur í opna skjöldu. Nærtækast er að beina sjónum að uppeldi. Sálir barna okkar, sem okkur er trúað fyrir og við berum ábyrgð á, er sá jarðvegur sem marga fýsir að ná til. Öðru fremur gilda þá hyggindi hús- bóndans að ganga ekki svo harkalega til verks, við að upp- ræta illgresið, að ekkert fái þrifist þar. Eyðimörk sálarinnar er hörmulegt hlutskipti og öm- urlegur árangur af því, sem átti að vera mannrækt. Ekki er með öllu létt að láta sjá í hug sér — við erum öguð til hins gagnstæða. Hér er ekki einungis samankomið kristið fólk, heldur einnig norrænt fólk. Og norrænn lífsstíll býður, að menn leyni geðshræringum sín- um og láti ekki sjá, hvað inni fyrir býr. Sorgin og gleðin eru mál hjartans og öðrum óviðkom- andi. Aldrei má láta sér bregða, aldrei æðrast, ævinlega verður að sýna festu og stillingu og vera léttur í máli á hverju sem gengur. Vera má að við íslendingar séum einir þjóða á jarðarkringl- unni, sem leitumst við að upp- fylla þessa kröfu — hálfgerðar eftirlegukindur. Og vísast að uppfylling formúlunnar sé á undanhaldi. Þetta lífsmynstur er þó hluti upprunalegrar arfleifðar okkar, samsamað breyttri lífsskoðun í kjölfar nýrra trúarbragða og hefur staðið af sér hreinsunareld siðbótar. Því fólki, sem setur sér þvílík- ar skorður í daglegum samskipt- um — og lögboðin skriftamál löngu aflögð — eru engir meiri aufúsumenn en skáldin. Með ljóðum sínum veita þau framrás hughrifum, sem ella væru inni- byrgð — þau gefa öðrum hlut- deild í gleði sinni og kvöl. Veraldarhöfðinginn, skag- firski goðorðsmaðurinn Kol- beinn Tumason, leyfir okkur andartaks sýn á hugarangist sína í ákallinu til himnasmiðs- ins, sem við hlýddum áðan. Fyrir nær átta hundruð árum hefur þessi stórbrotni maður, sem að því er virtist hafði í fullu tré við flest í umhverfi sínu — fallið fram og beðið: S*t, meyjar mftxur. máls efni fftjfur. öll er hjálp af þér. I hjarta mér. Ráðamaðurinn ríklundaði seildist til enn meiri valda og vildi ná yfirráðum á vettvangi kirkjunnar. Hann beitti áhrifum sínum til að fá þann mann kjörinn til biskups, sem hann taldi að yrði sér síðar meir þægur ljár í þúfu. En á annan veg fór, þegar til kastanna kom slakaði Guðmund- ur biskup Arason í engu til fyrir Kolbeini, ef um völd og forræði kirkjunnar var að tefla. Á milli þeirra skarst í odda, Björg Einarsdóttir engri málamiðlun var beitt og upphafsmaður ráðabruggsins féll til jarðar — en upp reis með þjóðinni dýrlingur, sem minnir á sig enn þann dag í dag, meðal annars hér í höfuðborginni. Reykvíkingar búa við vatnsból vígt af Guðmundi góða. Þessi upprifjun leiðir huga okkar að öðrum atburði, sem ástæða er til að minnast nú. A þessu ári eru liðin eitt þúsund ár frá því að kristniboð hófst hér á landi. Erlendir þjóðhöfðingjar settu sér þau markmið að koma kristni hér og sendu hingað kristniboða. Gekk á ýmsu um erindi þeirra, en þar kom, að Ólafi Tryggvasyni, er ríkjum réð í Noregi, þraut þolinmæði og hnykkti á um málalok með róttækum aðgerðum — svo sem gíslatöku. Öll frásögn af siðbreytingunni á Þingvöllum árið 1000 — eða 999 ef menn vilja það heldur viðhafa, svo sem nýjustu rann- sóknir benda til — er afar knöpp. Ljóst er þó, að vegna þrýstings frá konungi og aðgerðum hans, fundu vitrir menn og framsýnir sig knúna til að leita lausnar á miklum vanda. Á Alþingi skipt- ist þingheimur í tvær stríðandi fylkingar og ekki varð annað séð en sundur væru slitin lögin og úti friðurinn. Jón Aðils sagnfræðingur segir svo frá, þar sem hann fjallar um kristnitökuna: „Menn gengu inn á að hlíta úrskurði eins manns á málinu. Úrskurður þessi fór líka bil beggja og báðir fengu nokk- uð. kristnir menn unnu það, að trú þeirra var viðurkennd um land allt, en heiðni flokkurinn vann það á, að hann hélt stjórn- arvaldi sínu óskertu." Auðráðið er, að lausnin byggð- ist á málamiðlun og samkomu- lagi, sem að nokkru átti sér upptök í pólitískum aðstæðum. í ræðu Þorgeirs Ljósvetningagoða á Lögbergi 24. júní, kristnitöku- árið, kemur þetta að nokkru fram: „En nú þykir mér það ráð, að vér látum eigi þá ráða, er mest vilja í gegn gangast, og miðlum svo mál milli þeirra að hvorir tveggja hafi nokkuð tii síns máls, og höfum allir ein lög og einn sið.“ Eins og að líkum lætur, tók það meira en eina dagsstund á Lög- bergi að tileinka sér kristinn hugsunarhátt. Ýmislegt var sameiginlegt í heimsmynd þess- ara tveggja trúarbragða. Upp- haflega ríkti alheims jafnvægi og samræmi — sem síðan var raskað og af því leiddi þrotlaus barátta milli góðs og ills. Skarpast skildi á milli um aðferðina til að ná árangri í þeirri baráttu. Til að einfalda málin má segja, að í hnotskurn var hefndarskyldan lykilatriði í ásatrúnni, en fyrirgefningar- kvoðin í kristindóminum. Á þessu tvennu er reginmun- ur, sem verður augljós ef nánar er aðgætt. Hefndin er í eðli sínu neikvæð og tortímandi athöfn, hver hefnd sáir fræi þeirrar næstu og slík keðjuverkun leiðir að lokum í ógöngur. Fyrirgefning felur í sér feg- inslausn fyrir þann sem nýtur og endurlausn fyrir þann er veitir. Hér leiðir eitt af öðru, sem gefur fyrirheit um annað betra og að lokum endurheimt jafnvægi. Hér gildir þó sem oftar, að hægara er að hafa á orði en í borði. Sú tilhneiging að sjá sóma sínum borgið með því að hefna sín, virðist ekki með öllu úr sögunni. Og þeir fáu, sem hafa leitast við að lifa kenningu sína til fulls og jafnan boðið fram hægri vangann, þegar sá vinstri var sleginn, hafa mátt gjalda fyrir með lífi sínu. Raunar virðist það eins konar lögmál, sé ljósi sögunnar brugðið á, að sá sem ekki hvikar frá stefnu sinni — hefur siðferðis- styrk til að framfylgja því sem rétt er talið og sannfæring býður — sá á yfir sér aftöku/ kross- festingu. Á sama hátt eins konar lög- mál, að nöfn þeirra sem negla á krossinn eða skipuleggja aftök- una týnast — meðan nöfn hinna afteknu eru á hvers manns vörum. Þeir einir halda lífi. Hér er svo mikið sagt, að ekki verður vikist undan að taka dæmi máli sínu til merkingar. Við getum sett okkur fyrir sjónir fund rómversku senatoranna 15. mars árið 44 fyrir Kristsburð, þegar jafnvel Brutus, sem nær stóð Júlíusi Sesar en nokkur hinna, sameinaðist hópnum í aðför að foringjanum. Átök urðu milli veraldlegs og kirkjulegs valds 1170, þegar riddarar Englandskonungs vógu Tómas Becket, erkibiskup, fyrir altari dómkirkjunnar í Kantara- borg á jóladag það ár. Atburður, sem sló felmtri á heimsbyggðina, flaug heimshorna á milli og var bókfestur hér nyrðra ekki löngu síðar. Við getum sett fram nafna- þulu og sagt Abraham Lincoln, John F. Kennedy, Marteinn Lut- her King, John Lennon. Ekki þarf að orðlengja neitt, aðeins nöfn þeirra ljúka upp fyrir okkur sviði atburða, sem leiddu til óhappaverknaðar. Um einn þessara manna hefur biskup landsins komist svo að orði: „Þess vegna hygg ég, að margir uppgötvi það nú, þótt þeir hafi ekki hugsað út í það áður, að þeir höfðu ómeðvitað

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.