Morgunblaðið - 07.03.1981, Qupperneq 2

Morgunblaðið - 07.03.1981, Qupperneq 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 7. MARZ 1981 Brimboði hvolfist að skipinu, marksteinn Rangæinga og Skaftfellintfa er fremst á myndinni. Hvitfyssandi holskeflan ríður yfir. Souzay og Baldwin á ljóðatón- leikum í Þjóðleikhúsinu í dag Magni aðstoðar Alafoss við að færa sig frá bryggjunni i Sundahöfn. en skipið lamdist upp við bryggjuna. Ljósm. ól.K.M. Hvasst um allt land og víðast þung f ærð TIL LANDSINS eru komnir Gér- ard Souzay og Dalton Baldwin og halda þeir tónleika i Þjóðleikhús- inu kl. 14 í dag. Á efnisskránni eru Ijóðalög eftir frönsku tón- skáldin Gabriel Fauré. Ernest Chausson og Claude Debussy, en að öðru Ieyti eru á efnisskránni verk eftir Richard Strauss, Franz Schubert og Hugo Wolf. Gérard Souzay er einn fremsti UNDANFARNA þrjá daga hafa tveir starfsmenn frá Orkustofnun og Landsvirkjun verið veðurteppt- ir í snjóbil við Svartá, sem er ein af þverám bjórsár. Að sögn Hall- dórs Eyjólfssonar, starfsmanns Landsvirkjunar við Sigöldu, munu mennirnir hafa það þokka- legt og mun ekki ástæða til að óttast um þá, þar sem þeir hafi næg matvæli fram yfir helgi og haldi kyrru fyrir þar til veðrinu slotar. Halldór sagði ennfremur að mennirnir hefðu haldið frá Sigöldu síðastliðinn mánudag í þeim til- gangi að safna upplýsingum um vatnsrennsli Þjórsár og að ná í pappíra af rennslimælum. Á mið- söngvari samtíðarinnar, ekki sízt á sviði ljóðasöngs, sem hann hefur að mestu helgað sig hin síðari ár. Dalton Baldwin er sömuleiðis í fremstu röð á sínu sviði, og hefur leikið undir hjá fjölmörgum al- þekktum tónlistarmönnum víða um lönd. Upphaflega ætlaði Baldwin sér að verða söngvari, en hvarf frá því ráði til að leggja stund á undirleik, sem hvergi er vikudag versnaði veður mjög og síðan um miðjan þann dag hafa þeir haldið kyrru fyrir samkvæmt óskum Orkustofnunar og Lands- virkjunar. Hann sagði einnig að þetta væru þaulvanir menn og þyrfti ekkert að óttast um þá, þeir myndu ekki hreyfa sig fyrr en skyggni yrði nægilegt. Þeir væru þarna í nám- unda við skála Orkustofnunar, sem þeir gætu farið í, ef þörf krefði og auk þess væri leiðin til Sigöldu stikuð, svo ekki ættu að vera vandkvæði á því að komast þangað þegar veður lægði. Halldór sagði að lokum að þeir væru í daglegu samba'ndi við menn- ina og að hljóðið í þeim væri hvorki vont né gott, en þeim liði vel. talinn mikilvægari en einmitt í túlkun ljóðalaga. Eitt erindi þeirra Souzay og Baldwin til Islands að þessu sinni er að halda námskeið í söng og píanóleik á vegum Tónlistarskól- ans í Reykjavík. Þetta er í annað sinn, sem þeir halda slíkt nám- skeið. í gær leiðbeindi Dalton Baldwin píanóleikurum að Kjar- valsstöðum, en á morgun hefst söngnámskeið Souzay í hátíðarsal Menntaskólans við Hamrahlíð. Söngnámskeiðið stendur fram á þriðjudagskvöld. Ellefu íslenzkir söngvarar taka þátt í námskeið- inu, en öðrum þeim sem hafa hug á að fylgjast með kennslunni er gefinn kostur á þátttöku sem áheyrnarnemendur. Tónleikarnir í Þjóðleikhúsinu í dag fara fram á vegum tónlistar- félagsins. HVÖSS norðaustanátt, víðast kringum 8 vindstig. hefur verið um allt land i dag og ég geri ekki ráð fyrir miklum breytingum næstu tvo daga, sagði Guðmundur Haf- steinsson veðurfræðingur i samtali við Mbl. i gær. Snjókomu sagði hann hafa verið helzt á Norður- landi, en skafrenning um landið allt. Vindur náði sums staðar upp i 10 vindstig og skyggni var lítið. Hjörleifur Ólafsson vegaeftirlits- maður tjáði Mbl. að vegna veðursins hefði orðið að hætta við að ryðja frá Borgarnesi og norður í land og um Suðurströndina til Austfjarða. Fært var þó frá Reykjavík til Selfoss, í Borgarnes og um Suðurnes. Einnig var fært stórum bílum um Heydal í Búðardal og um norðanvert Snæ- fellsnes. Reynt verður að hefja ruðning í dag, ef veður leyfir. í Reykjavíkurhöfn áttu skip í erfiðleikum og var hafnsögubátur- inn Magni m.a. að aðstoða er skip færðu sig frá einni bryggju til annarrar til að forðast skemmdir. Þá var kennsla víða felld niður í skólum vegna veðurhæðarinnar. Innanlandsflug Flugleiða lá að mestu niðri í gær, ekki hafði tekizt að fljúga til Vestfjarða né Norður- lands, en reyna átti að fara til Vestmannaeyja. Var erfiðleikum bundið að ná flugvélunum út úr skýlum í Reykjavík vegna hvass- viðris og hálku. Ein vél Flugleiða bilaði í fyrrakvöld á Akureyri og komust flugvirkjar ekki norður í gær til að annast viðgerð. Veðurtepptir í snjó- bíl í óbyggðum Hafa haldið kyrru fyrir í þrjá daga

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.