Morgunblaðið - 24.03.1981, Síða 16

Morgunblaðið - 24.03.1981, Síða 16
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. MARZ 1981 Þorvaldur Garðar Krístjánsson: Stærsta átakið í virkjunarmálinn Hafið yfir dægurþras Þorvaldur Garðar Kristjánsson mælti í gær í efri deild Alþingis fyrir frumvarpi þingflokks sjálfstæð- ismanna um ný orkuver, sem gerir ráð fyrir að ljúka þremur stórvirkjunum á þessum áratug — að hluta til í tengslum við orkufrekan iðnað. Fyrri hluti framsögunn- ar fer hér á eftir. Síðari hlutinn verður birtur síðar í vikunni. Frumvarp til la«a um ný orkuver, sem hér er til umræðu, ''éF'flutt aí okkur sex sjáifstæðis- mönnum i efri deild, Eyjólfi Konráð Jónssyni. AkIí Jónssyni, Guðmundi Karlssyni, Lárusi Jónssyni ok Salóme borkelsdótt- ur auk min. EinnÍK standa að flutninKÍ frumvarpsins 13 þinK- menn Sjálfstæðisflokksins i neðri deild. Frumvarpið kveður á um fram- kvæmdir i virkjunarmálum. Gert er ráð fyrir heildaráætlun um tiltekin verkefni, sem lokið verði á þeim áratuK, sem nú er að hefjast. Um fátt er meira rætt um þessar mundir en orkumálin. Ekki er það að ófyrirsynju, svo þýðinKarmikil sem þessi mál eru. Mikið vatn hefur runnið til sjávar frá þvi að fyrsta rafmaKnsveitan hér á iandi var stofnuð árið 1904. Þróun rafveitumála i þau tæp 80 ár, sem liðin eru frá þeim tima, má með nokkrum rétti skipta i þrjú timabil. Frumbýlingsár Fyrsta tímabilið 1904—1933 mætti nú nefna frumbýlingsár í orkubúskap þjóðarinnar. Á þeim tíma eru byggðar aðeins smáar stöðvar og sveitarfélögin eru hvert út af fyrir sig með sína smástöð og litla rafveitu, sem aðeins nær til íbúa þess eina sveitarfélags. Alls voru þessar kaupstaða- og kaup- túnarafveitur orðnar 38 að tölu, þegar 30 ár voru liðin frá byggingu fyrstu rafstöðvarinnar í Hafnar- firði. Hin stærsta þessara raf- veitna var að sjálfsögðu Raf- magnsveita Reykjavíkur. Orkuver hennar, Elliðaárstöðin, varð árið 1933 rúm 3 MW, er síðasta aukning vatnsaflsstöðvarinnar fór fram. Samtals var afl þeirra 38 raf- stöðva, sem þá voru í landinu, 5 MW, en árleg orkuvinnsla rúmlega 10 GWh. Sogsvirkjun og samveitur Annað tímabil í þróun raforku- málanna hér á landi má segja að standi frá árinu 1933—1%5, en árið 1933 voru sett lögin um virkjun Sogsins. í þeim lögum var tekið fram, að Sogsvirkjuninni bæri að láta í té raforku til almenningsnota í nærliggjandi héruðum, auk Reykjavíkur. Síðan risu upp samvirkjanir af þessu tagi víðs vegar um landið og í lok þessa tímabils voru 8 aðskilin samveitusvæði á landinu. Samanlagt afl í orkuverum allra rafveitnanna árið 1964 var orðið um 150 MW, eða um það bil þrjátíu sinnum meira en það var 30 árum áður, en orkuvinnslan var í lok tímabilsins um 650 GWh á ári, eða rúmlega sextíu sinnum meira en í upphafi þessa tímabils. Þetta rúmlega þrjátíu ára tíma- bil má kenna við samvirkjanir og samveitur. Þróunin á þessum ár- um gekk hvarvetna í þá átt að tengja saman nálæg veitukerfi og virkja sameiginlega fyrir stærri og stærri svæði víðs vegar um landið. Landsvirkjun og stóriðja Með setningu laga um Lands- virkjun árið 1965 má segja að hefjist þriðja tímabilið í þróunar: sögu raforkumálanna hér á landi. í þeim lögum var Landsvirkjun heimilað að reisa allt að 210 MW raforkuver í Þjórsá við Búrfell ásamt aðalorkuveitum og gera nauðsynlegar ráðstafanir á vatna- svæði Þjórsár ofan virkjunarinnar til þess að tryggja rekstur hennar. Þegar hér var komið var Sogið fullvirkjað, en hafin virkjun á nýjum stöðum til að fullnægja aukinni raforkuþörf þjóðarinnar. Þá var talið, að raforkunotkunin yxi svo ört, að hún tvöfaldaðist á hverjum 10 árum. Reiknað var með, að áður en 10 ár væru liðin yrði að vera lokið við að virkja afl til viðbótar, er næmi öllu því afli, sem þá væri fyrir hendi í orkuver- um landsins. Þannig myndi raf- orkunotkunin halda áfram að vaxa hér á landi næstu áratugi. Til að fullnægja þessum þtörfum yrði að gera stærri og stærri virkjanir og að Soginu fullvirkjuðu væri að því komið að virkja stórár landsins. Forsenda fyrir þessari virkjun- arstefnu á sinni tíð var, að komið væri upp orkufrekum iðnaði, er byggðist á hinni miklu ónotuðu vatnsorku landsins. Þannig fylgd- ist að ákvörðun um Búrfellsvirkj- un og byggingu Álverksmiðjunnar í Straumsvík. Þannig var mögulegt að hagnýta hagkvæmasta virkjun- arkostinn, sem tiltækur var á þeim tíma. Auk þess var hér fyrst lagt út á braut stóriðjunnar, sem nú hefur sýnt mikilvægi sitt fyrir þjóðarbúið og aflað verðmætrar reynslu, sem í haginn hlýtur að koma við stóriðjuáform á komandi tímum. Árið 1971 voru sett lög, sem heimiluðu Landsvirkjun að reisa allt að 170 MW raforkuver í Tungná við Sigöldu og allt að 170 MW raforkuver í Tungnaá við Hrauneyjafoss. Enn voru fram- kvæmdir í virkjunarmálum tengd- ar við hagnýtingu orkunnar tii orkufreks iðnaðar. Þannig kom til Járnblendiverksmiðjan á Grund- artanga. Allt er þetta svo kunnugt og í svo fersku minni, að hér skal ekki rakið sérstaklega. Auk virkjana Landsvirkjunar hafa á tímabilinu 1965—1981 verið reistar vatnsaflsvirkjanir, svo sem Lagarfossvirkjun og stækkanir við Andakílsá, Laxá, Mjólká og Skeiðsfoss. Framkvæmdir í vatns- virkjunum námu því alls á tímabil- inu um 520 MW í uppsettu afli eða um 35 MW á ári að meðaltali. Orkuspá Nú er svo komið, að uppsett afl í vatnsaflsvirkjunum verður orðið samtals 680 MW, þegar með er talið 140 MW afl í Hrauneyjar- fossvirkjun, sem nú er i smíðum. Framkvæmdir þær, sem gert er ráð fyrir samkvæmt frumvarpi þessu, nema samtals 710 MW eða um 70 MW að meðaltali á ári miðað við 10 ára framkvæmda- tíma. Hér er um rúmlega tvöföld- un að ræða frá því afli, sem fyrir Fyrri hluti þingræðu er, og af því má marka hve hér er um mikið átak að ræða, þar sem gert er ráð fyrir að þessum fram- kvæmdum verði lokið á einum áratug, Þó er þetta í anda þess, sem menn gerðu ráð fyrir, þegar lögin um Landsvirkjun voru sett árið 1965, þegar gert var ráð fyrir, að það þyrfti að tvöfalda uppsett afl í rafvirkjunum landsins á 10 ára tímabili á næstu áratugum, eins og það var orðað í greinargerð með frumvarpi að lögum um Landsvirkjun. Forsendan fyrir þessum fram- kvæmdum nú er sú, að þörf sé fyrir þá aukningu orkunnar, sem hér um ræðir. Þegar þörfin er metin, þarf margs að gæta. Fyrst er að líta á orkuspá þá, sem gerð hefur verið. Orkuspárnefnd Orkustofn- unar hefur unnið þetta verk. Nefndin hefur byggt orkuspá sína á spá Framkvæmdastofnunar íslands um mannfjölda á íslandi fram til 1990 og spá þeirrar stofnunar um skiptingu mannafla á einstakar atvinnugreinar á sama tímabili. Ennfremur hefur verið gengið út frá því, að fólksfjölgun verði hlutfallslega hin sama í öllum landshlutum, sem spáin er greind eftir. Þetta táknar, að gert er ráð fyrir, að byggðastefnan nái þeim árangri, að ekki verði röskun á búsetu milli landshluta í fram- tíðinni. Þá er gert ráð fyrir áframhaldandi hagvexti, sem lýsir sér í spánni sem vaxandi orku- notkun á hvern starfsmann í atvinnulífinu, en hann má telja forsendu þeirrar framleiðniaukn- ingar, sem er nauðsynleg undir- staða hagvaxtar, þegar til lengdar lætur. Gert er ráð fyrir svipuðum vexti orkunotkunar á starfsmann og hann hefur reynzt vera hér á landi að undanförnu, en jafnframt höfð hliðsjón af nýlegum spám um þetta frá nágrannalöndum. Orkuspáin tekur ekki til afgangs raforku til neinna nota, enda hefur sala hennar ekki áhrif á stærð og tímasetningu nýrra virkjana. Orkuspáin felur í sér mat á því, hver verða muni eftirspurnin eftir raforku á hverjum tíma, ef notend- ur hafa frjálst val. Hún tekur ekki mið af því, að notkuninni verði haldið niðri, hvorki með beinni skömmtun eða annars konar boð- um og bönnum yfirvalda né heldur vegna þess að orkuver, flutnings- línur og dreifikerfi anni ekki álaginu. Þá er orkuspáin miðuð við þá forsendu hvað húshitun varðar, að forgangsraforka komi í stað olíu til hitunar húsrýmis í strjálbýli og í þéttbýli, þar sem möguleikar á öflun jarðvarma eru taldir litlir eða vafasamir sem stendur. Gert er ráð fyrir, að þessi breyting á hitunaraðferð eigi sér stað að langmestu leyti fyrir árið 1985. Þörfin fyrir rafmagn til húshitun- ar í hverjum landshluta er áætluð fyrir hvern byggðakjarna lands- hlutans og strjálbýlið í hverri sýslu og metið að hve miklu leyti hægt sé að nýta jarðhita til húshitunar. Þau svæði, sem ekki njóta hitaveitu samkvæmt þessari áætlun eru skráð sem rafhitunar- svæði og einnig þau svæði, þar sem hitaveituframkvæmdir eru í óvissu af einhverjum orsökum. Gert er ráð fyrir mikilli aukn- ingu á raforkunotkun til heimil- isnota á hvern íbúa og því til viðbótar kemur aukning vegna fólksfjölgunar. Reiknað er með, að tveir þættir hafi einkum áhrif á raforkunotkun í þjónustugreinum og iðnaði, þ.e.a.s. starfsmanna- fjöldinn annars vegar og aukning í vélvæðingu, sem kemur fram í aukinni raforkunotkun á starfs- menn hins vegar. Áhrif aukins mannafla í iðnaði og þjónustu að viðbættri aukinni orkunotkun á starfsmann valda þeirri aukningu Egilsstaðir: Ferðast á snjó- bílum um þorpið EfplsKtöÓum. 20. mars Mikill norðan ágangur hefur verið hér á Fljótsdalshéraði siðustu daga. Veðrið gekk i garð á þriðjudagsmorgun og hélst linnulaust til fimmtu- dagsmorguns með ofanhyl og skafrenningi. Aliar leiðir frá Héraði til fjarða lokuðust. Á þriðjudagsmorgun urðu skólakrakkar úr Egilsstaða- skóla að snúa við á leið til skíðaiðkunar rétt utan við Eg- ilsstaöi vegna veðurs. Undan- farna daga hafa menn brotist milli vinnustaða og heimila á kraftmiklum og velútbúnum jeppum og snjósleðum. Snjóbíl- ar björgunarsveitarinnar og sjúkrahússins hafa séð um að flytja starfsfólk á milli og annast nauðsynlega flutninga. Það var fyrst í gær að brotist var á milli Seyðisfjarðar og Egilsstaða á snjóbíl fyrir flug á Egilsstaðaflugvöll. Þá fór snjóbíllinn Trani frá Eskifirði til Neskaupstaðar og síðan alla leið til Egilsstaða. Ferð hans hófst fyrir hádegi og kom hann til Egilsstaða um kl. 20:30 í gærkvöld. Snjóbíllinn Trani, sem er í eigu Sveins Sigur- bjarnarsonar og fleirra á Eski- firði hélt aftur til Neskaupstað- ar kl. 22 í gærkvöldi og komst á leiðarenda um kl. 05 í morgun. Sveinn hélt enn frá Neskaup- stað kl. 10:30 til Eskifjarðar. Fagridalur og leiðin suður með fjörðum verður opnuð í dag, en snjóbíll verður notaður á Fjarðarheiði. Fréttaritari. Miklum snjó hefur kyngt niður á Egilsstöðum siðustu daga. í Ljósin. J.D.J.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.