Morgunblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 10.07.1981, Blaðsíða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚLÍ 1981 Engar framkvæmdir hafn- ar við þjónustumiðstöð við Borgarfjarðarbrúna BorKarnc^i. 9. júlí. Það hefur valdið moruum hér áygKjum að ent'an veginn hefur verið séð fyrir þjónustu við hina miklu bílaumferð sem fer í gegn- um Borjjarnes eftir tenKÍngu BorKarfjarðarbrúarinnar. Kaup- félaK BorKfirðinKa og Hótel Borgarnes fennu úthlutað lóð fyrir verslunar- og þjónustu- miðstöð á Gíslatúni, við landtöku brúarinnar. en ekkert er ennþá farið að sjást þar af verkleifum framkvæmdum. Að sögn Georgs Hermannsson- ar, sem vinnur að þessu fyrir KB, er unnið að undirbúningi fyrir bygginguna og vonast væri til að framkvæmdir gætu hafist í sumar. Ekki þyrftu byggingar- framkvæmdirnar að taka langan tíma þegar undirbúningi væri lokið og hægt að hefjast handa. Undirbúningur hefði reynst taf- samari en búist hefði verið við, sérstaklega þar sem margir aðilar ætluðu sér að hafa samstarf um bygginguna. Gerði það málið allt flóknara en ella. Einnig hefði ekki tekist að ljúka könnun á bygg- ingarlóðinni fyrir sl. vetur og teiknivinna tafist af þeim sökum. Verslunar- og þjónustumiðstöð- in verður myndarleg bygging, 1000 til 1200 fermetrar, á 2 hæðum með kjallara undir að hluta. Á jarðhæð er fyrirhuguð verslun Kaupfélags- ins, veitingasala frá hótelinu og einhverskonar umferðarmiðstöð. Á efri hæð verða skrifstofur Samtaka sveitarfélaga í Vestur- landskjördæmi, Fræðsluskrifstofu Vesturlands, Búnaðarsambands Borgarfjarðar, Ræktunarsam- bands Mýramanna, útibús Veiði- málastofnunar, Byggingarfulltrúa Vesturlands, útibús Fasteigna- mats ríkisins og útibú VerkfræðL stofu Sigurðar Thoroddsens sf. I gangi eru athyglisverðar umræður á milli þessara aðila um margs- konar samstarf í skrifstofuhaldi. Að sögn Húnboga Þorsteinsson- ar sveitarstjóra hefur Olíufélag- inu Skeljungi og Olíuverslun Is- lands sameiginlega verið úthlutað lóð undir bensín- og olíusölu. Væri sú lóð sjávarmegin, á fyrirhugaðri uppfyllingu. Engin hreyfing virt- ist vera á olíufélögunum með að hefjast handa við byggingar- framkvæmdir. Húnbogi sagði að hreppsnefndin hefði reynt að þrýsta á þessa aðila með að byrja sínar byggingar. Hugmyndinni um bráðabirgða- aðstöðu þarna hefði verið hafnað sem óraunhæfri. Auk ofangreindra bygginga er unnið að byggingarnefndarteikn- ingum að nýju myndarlegu safna- húsi sem fyrirhugað er að reisa þarna nálægt, þ.e. nær íþróttavell- inum. Gatan á Gíslatúni, sem þessar byggingar munu standa við, hefur verið nefnd Brúartorg. Um framtíðartengingu vegarins framhjá Borgarnesi í framhaldi af Borgarfjarðarbrúnni, sagði Hún- bogi Þorsteinsson, að hrepps- nefndin leggi mikla áherslu á að hún kæmist í framkvæmd sem fyrst. Allir hlutaðeigandi aðilar hefðu verið sammála um þessa lausn þegar aðalskipulag Borgar- neshrepps hefði verið afgreitt. HBj. Markús kynmr biörg- unarnetið í MARKÚS Þorgeirsson, hönnuður Markúsar-björgunarnetanna, hefur fengið boð frá Björgunarfé- lagi Færeyinga að koma til Fær- eyja í hálfsmánaðar heimsókn til að kynna netin fyrir þarlendum. Markús hefur til þessa framleitt liðlega tvö hundruð net, sem farið hafa víða um land. Markús sagði í samtali við Mbl., að hann myndi væntanlega ferðast um eyjarnar Færeyjum meðan á dvöl hans stæði í Færeyj- um, og myndi hann kynna netin fyrir björgunarsveitum og sjó- mönnum. Eimskipafélag íslands hefur ákveðið að kaupa tvö net í öll sín skip og voru fyrstu netin afhent fyrir skömmu um borð í Mána- fossi og í þessari viku hafa farið net um borð í Tungufoss, Irafoss og Lagarfoss. Ekki dregið úr eftirspurn eftir lífeyrissjóðslánum ÞVÍ ER oft haldið fram, að eftirspurn sjóðfélaga eftir lánum hjá lífeyrissjoðunum hafi dregist upp verðtryggð iánskjör síðari Sambandi almennra lífeyrissjóða. Samkvæmt könnun, sem SAL gerði hjá aðildarsjóðum sínum og lífeyrissjóðum, sem gert hafa samstarfssamning við SAL, virð- ist eftirspurn eftir lánum ekki hafa dregist saman á árinu 1980, miðað við árið 1979. Á árinu 1979 voru veitt 2.953 lán til sjóðfélaga að fjárhæð 5.077 m.gkr. A árinu 1980 voru veitt 3.125 lán saman, þegar sjoðirmr toku hluta árs 1979, segir í frétt frá til sjóðfélaga að fjárhæð 8.009 m.gkr. Áukning heildarlána milli ára nemur um 58%, en meðaltals lánsfjárhæð hefur hækkað um 49% milli ára. Til samanburðar má geta þess, að næstlægsti taxti Dagsbrúnar, sem SAL-sjóðirnir almennt nota sem grundvöll lánsupphæða, hækkaði um 51% milli áranna 1979 og 1980. Herra Andreas Howaldt, ræðismaður fslands i Vestur-Berlín, ásamt konu sinni, Annemarie, og dóttur þeirra hjóna. „íslendingar í Vestur- Berlín spjara sig vel Þann fyrsta maí á síðastliðnu ári var herra Andreas Howaldt skipaður ræðismaður íslands i Vestur-Berlín. Tók hann við af Walter W. Cobler, sem gegnt hafði stöðu kjörræðismanns i 14 ár eða þangað til hann lést árið 1977. Andreas Howaldt er vel kynntur í viðskiptalífi Þýska- lands. Hann er meðal annars varaforseti verslunarráðsins í Vestur-Berlín og forseti sam- taka smásölukaupmanna. Auk þess rekur hann eigið fyrirtæki, sem framleiðir og selur áhöld og hluti fyrir skrifstofur, heitir fyrirtækið Unionzeiss-Werke. Andreas Howaldt er staddur á íslandi um þessar mundir ásamt eiginkonu sinni Annemarie Howaldt. Yngsta dóttir þeirra, sem er 11 ára, er í för með foreldrum sínum, en þau hjónin eiga fimm börn og eru fjögur þeirra uppkomin. Þau hjónin eru hér í sumarfríi en inn í sumarfríið blandast störf herra Howaldts sem ræð- ismanns og hefur hann átt viðræður við ýmsa aðila hér á landi, sem viðkoma ræðismanns- starfi hans. Ræðismaðurinn er afar geðug- ur maður, sem lætur sér annt um íslendingana í Vestur-Berl- ín. Sagðist hann leggja á það áherslu að halda góðu persónu- legu sambandi við þá íslendinga, sem þar búa. Býður hann þeim heim til sín á þjóðhátíðardaginn, eins og fyrirrennari hans gerði. Ef eitthvað er að gerast, sem tengist íslandi, eins og til dæm- Rætt við ræðis- mann íslands í Vestur-Berlín herra Andreas Howaldt, sem hér er í sumarfríi ásamt konu sinni og dóttur is, þegar prófessor Gylfi Þ. Gíslason kom til Berlínar á síðastliðnum vetri til fyrirlestr- arhalds við háskólann þar, þá sendir ræðismaðurinn bréf til íslendinganna þar sem þeim er skýrt frá því sem er á döfinni og þeim boðin þátttaka. Þessi boðskipti eru gagn- kvæm, því ef eitthvað er að gerast hjá Islendingunum, þá láta þeir ræðismanninn vita af því. Sagði Andreas Howaldt, að Islendingarnir héldu mjög vel saman. Af þeim um það bil þrjátíu íslendingum, sem þar búa, eru flestir námsmenn. Sagði hann ennfremur að ís- lenskir stúdentar í Berlín væru yfirleitt góðir nemendur, sem spjöruðu sig vel. Ef einhver vandamál koma upp hjá þeim, þá eru það helst húsnæðisvand- ræði og sagðist hann aðstoða íslendingana við að ná sér í húsnæði, ef svo bæri undir. Annars kæmi annríkið oft í skorpum, þá einkum, þegar eitt- hvað sérstakt er að gerast í íslensku þjóðlífi eins og til dæm- is kosningar. Eins og kunnugt er var haldin íslensk menningarvika í Vestur- Berlín á síðastliðnu ári, sem þótti takast einkar vel. Hvort eitthvað fleira í svipuðum dúr væri á dagskrá, vildi herra Howaldt ekki láta opinskátt um, en kvað ýmsar hugmyndir í vinnslu. Upplýsingar þar að lút- andi verða gefnar, þegar búið er að ganga endanlega frá málun- um. Andreas Howaldt og kona hans hittu forseta íslands, frú Vigdísi Finnbogadóttur, er hún var viðstödd frumsýningu á Paradísarheimt Halldórs Lax- ness í Hamborg í september síðastliðnum. Flugu þau hjónin til Hamborgar, til að heilsa upp á forsetann. Þau hjónin og dóttir þeirra hafa notað tímann vel meðan þau hafa dvalist hér. Þau hafa ferðast um landið, meðal annars farið til Þingvalla og að Gull- fossi og Geysi og til Vestmanna- eyja. Rómuðu þau fegurð lands- ins og vinsemd íbúanna. Einnig hefur húsbóndinn farið í golf, sem hann stundar í frístundum sínum. Sagði hann í því sam- bandi að það væru fleiri golfvell- ir í Reykjavík og nágrenni, en í Vestur-Berlín, sem er milljóna- borg! Boðið upp á Napolípizzur, gosdrykki og Sikileyjarpizzur PIZZUIIÚSIÐ nefnist nýr veit- ingastaður. sem opnaður var i Reykjavík í gær. Pizzuhúsið er til húsa að Grensásvegi 7, þar sem opið verður framvegis alla daga vikunnar milli klukkan 11 og 23.30. Eigandi Pizzuhússins er Ólafur Þór Jónsson, en hann hefur meðal annars rekið fyrir- tækið Óla Party-pizzur undanfar- ið hálft þriðja ár. Pizzuhúsið mun sérhæfa sig í pizzuréttum eins og nafnið bendir til, og verða á boðstólum bæði Napolípizzur og Sikileyjarpizzur, auk salats. Ö1 og gosdrykkir eru á boðstólum einnig, en síðar er ætlunin að sækja um leyfi til vínveitinga, að því er Ólafur Þór sagði í samtali við blaðamann Morgunblaðsins í gær. Ólafur Þór sagði einnig að hann vonaðist til að fólk sem vinnur í nágrenni staðarins kæmi og snæddi léttan hádegisverð í Pizzuhúsinu, auk þess sem þeir er sérstaklega vildu fá sér pizzu legðu þangað leið sína. I Pizzuhúsinu verður bæði hægt að snæða pizzurnar á staðnum eða taka þær út í sérstökum umbúð- um. Ólafur Þór sagði að ætlunin væri að gefa listamönnum kost á að sýna verk sín á veggjum hússins í framtíðinni, og einnig hefði verið hugsað um að bjóða tónlistarmönnum að troða upp með atriði sín í húsakynnum Pizzuhússins. Þegar hefur einn listamaður hengt verk sín upp í hinum nýja stað, Pétur Stefáns- son. Þess skal að lokum getið að innréttingar hússins eru teiknað- ar af Teiknistofunni í Garða- stræti. Ólafur Þór og starfsfólk hans í Pizzuhúsinu, Runólfur Jónsson, Hilmar Jónsson, Þórey Þorstcinsdóttir, Ilclga Þorsteinsdóttir og Þurfður Ilauksdóttir. Ljósm. Mbl. (iuðjón.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.