Morgunblaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.11.1981, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 26. NÓVEMBER 1981 Greiðfært um vestanvert land - ástand yfirleitt slæmt á austurhlutanum UM VESTANVERT landið er ástand vega gott, en á austurhlutanum er ástandið ydrleitt slæmt, samkvæmt upplýsingum frá Vegagerð ríkisins í gær. Greiðfært var víðast um vestan- vert landið. Fært er allt til Patr- eksfjarðar og norður til Isafjarðar úr Vatnsfirði um Hrafnseyrar- og Breiðdalsheiði. Þorskafjarðarheiði er ófær. Fært er norður til Hólmavíkur og var í gær verið að moka veginn á milli Hólmavíkur og Drangs- ness. Þá var einnig verið að moka veginn til Siglufjarðar. í Eyjafirði var skafrenningur en þó fært til Ólafsfjarðar. Þá var fært á milli Akureyrar og Húsavíkur en tölu- verður skafrenningur og hætta talin á að færð þyngdist. Austan Húsavíkur var víða þungfært og á Norðausturlandi voru vegir meira og minna ófærir og ekkert hægt að aðhafast í vega- bótum vegna veðurs. Möðrudalsör- INNLENTJ æfi voru ófær og víða nokkuð þungt færi á Austfjörðum. Ófært til Borgarfjarðar eystri, en verið var að moka Fjarðarheiði og Fagradal. Óvíst var hvort unnt yrði að opna Oddsskarð. Þá var verið að moka suður með fjörðum, allt frá Reyðarfirði. Um suðurströndina er sæmilega greiðfært allt til Reykjavíkur. Gömlu Grænu- borg lokað STARFSEMI gömlu Grænuborgar var lögð niður 19. þ.m. og húsinu lokað af heilbrigðisá.stæðum. Að sögn Bergs Felixsonar, deildarstjóra dagvistunar deildar barna, var ástandið orðið þannig að starfsmenn og foreldrar voru orðnir afskaplega óánægðir og höfðu verið lengi, en dropinn, sem fyllti mælinn, var nagdýr sem fannst dautt á salerni. Hafði það verið dautt lengi og lyktin orðin óþolandi. Börnin voru send á tvo staði, eldri deildinni var komið. fyrir á Laufás- borg, en yngri krakkarnir fengu inni á Njálsgötu níu, en þar er nýupp- gerður gæsluvöllur með inniaðstöðu. Eru þessar tilfærslur aðeins til þráðabirgða að sögn Bergs. Grænaborg nýja sagði Bergur pð yerði tekin í notkun á miðju næsta ári, ef allt gengi að óskum og fjár- veiting fæst til að fullgera húsið að innan. A lóð gömlu Grænuborgar verður hins vegar byggður annar áfangi geðdeildar Landspítalans. Hofsós: Miklar skemmdir á Höfðaborg vegna ketilsprengingar FÉLAGSHEIMILIÐ Höfðaborg á llofsósi skemmdist talsvert sl. sunnudag er ketilsprenging varð í húsinu. Ekki hefur tjón verið full- kannað, en það er talið nema tug- þúsundum króna. Húsvörðurinn var einn staddur í húsinu er sprengingin varð og þeyttist hurð miðstöðvar klefans rétt hjá honum, en hann varð ekki fyrir meiðslum. í Höfðaborg fer fram hvers kyns félagsstarfsemi og liggur það allt niðri þar til viðgerð hefur far- ið fram, sem taka mun allt að hálfan mánuð. Þá fer þar fram ýmiss konar skólastarf, en reynt hefur verið að halda því áfram annars staðar. Leikfimikennsla grunnskólans fer fram í húsinu, þar er rekið mötuneyti fyrir þau börn sem sækja skólann úr nær- liggjandi sveitum, þar er tónlist- arkennsla og leikskóli er rekinn þar. Þá æfa þarna kórar og leikfé- lag. Guðmundur Ingi Leifsson skóla- stjóri grunnskólans sagði þetta valda talsverðum erfiðleikum í skólastarfinu. Reynt væri að stunda útileiki í stað hefðbundinn- ar leikfimikennslu, tónlistarskól- inn fær inni í grunnskólanum og börnin hafa nesti meðferðis. Auk skólastarfsins sagði hann húsið notað nánast öll kvöld til ýmissa félagsstarfa og sagði hann menn vonast til að viðgerðum gæti lokið á hálfum mánuði, en reynt yrði að bjargast við bráðabirgðalausnir á meðan. Ætlunin var að taka upp rafhitun í félagsheimilinu og verð- ur því nú flýtt, en þar hefur til þessa verið kynt með olíu. Stjórn Hvatar 1981 —1982. Frfemri röð: Unnur Jónasdóttir, gjaldkeri, Bessí Jóhannsdóttir, formaður, Brvnhildur Andersen, ritari. Aftari röð: Ásdís J. Rafnar, varaformaður, Erna Hauksdóttir, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, Sigríður Arinbjamardóttir, Anna Ásgeirsdóttir, Björg Einarsdóttir. Bessf Jóhannsdóttir kosin formaður Hvatar AÐALFUNDUR Hvatar, félags sjálfstæðiskvenna í Reykjavík, var hald- inn mánudaginn 16. nóvember í Valhöll við Háaleitisbraut. Formaður félagsins, Björg Einarsdóttir, flutti skýrslu stjórnar um starf félagsins á árinu og í lok ræðu sinnar tilkynnti formaðurinn að hún gæfi ekki kost á sér til endurkjörs sem formaður félagsins, en hins vegar tæki hún sæti í stjórn félagsins væri þess óskað. Kjörnefnd lagði þá fram tvær tillögur við formannskjör um Bessí Jóhannsdóttur og Þórunni Gestsdóttur en kjörnefnd skip- uðu þær Hulda Valtýsdóttir, Ragnheiður Eggertsdóttir og Helga Gröndal. Fóru kosningar þannig, að Bessí Jóhannsdóttir var kosin formaður Hvatar með 36 atkvæðum en Þórunn Gests- dóttir hlaut 22 atkvæði, 2 seðlar voru auðir. Björg Einarsdóttir, fráfarandi formaður Hvatar, var spurð að því af hverju hún hefði ákveðið að sitja ekki út kjörtímabilið sem er 4 ár? „Eg hef verið formaður Hvat- ar í 3 ár. Mitt sjónarmið er að æskilegast sé að vera ekki lengi í einu í forsvari fyrir samtökum á borð við pólitískt félag en vinna af krafti meðan stjórnartímabil- ið varir og víkja síðan fyrir nýju fólki. Á sama hátt tel ég að frá- farandi forystumenn eigi að vera í bakhöndinni fyrir nýtt fólk og í samræmi við það hef ég gefið kost á mér sem meðstjórnandi í eitt ár og eru þá liðin þau 4 ár sem samkvæmt félagslögum sami maður má gegna for- mennsku samfleytt hjá Hvöt. Reyndar hef ég átt sæti í stjórn Hvatar síðan 1975 svo þetta er orðinn allnokkur tími í sömu fé- lagsstjórn, en ég var ritari stjórnar áður en ég tók við for- mannsstarfinu árið 1978.“ „Starfið í félaginu hefur verið sérlega ánægjulegt og mjög margar afbragðs konur eru í hópi þeirra 1300 kvenna, sem eru félagar í Hvöt og er í þeim mikill baráttuhugur fyrir framgangi sjálfstæðisstefnunnar og aukn- um hlut kvenna í flokks- og þjóð- málastarfi. „Það hefur verið sérlega upp- örvandi fyrir mig sem fráfar- andi formann að tvær konur, jafnhæfar og þær Þórunn Gestsdóttir og Bessí Jóhanns- dóttir, skyldu bjóðast til for- mennsku. Ekkert var verið að tvínóna við formannaskiptin fremur en í öðru starfi hjá Hvöt; tveir frambjóðendur, kosning og lýðræðisleg niðurstaða, sem allir sætta sig við og að því loknu tek- ið til starfa af kappi í samein- ingu. Ég horfi fram til þess með ánægju að starfa með Bessí Jó- hannsdóttur og þeirri nýkjörnu stjórn, sem tekin er við,“ sagði Björg Einarsdóttir. Morgunblaðið hafði einnig samband við Bessí Jóhannsdótt- ur, nýkjörinn formann Hvatar, og spurði hana, hvað hún vildi segja á þessum tímamótum? „Það er gott að taka við búi frá Björgu, því hún hefur eflt Hvöt þau ár sem hún hefur verið formaður og gert félagið að póli- tísku afli í borginni. Það er von- andi að mér takist að halda þeirri reisn, sem nú er yfir félag- inu.“ „Það eru tvö stór verkefni framundan. I fyrsta lagi; konur á flokkslista gegn kvennalista. í öðru lagi; að vinna borgina. Að mínu áliti gæti það haft úrslita- áhrif á gengi Sjálfstæðisflokks- ins í komandi borgarstjórnar- kosningum hversu margar konur verða á hinum endanlega fram- boðslista og mun ég beita mér fyrir því að konur komist á list- ann,“ sagði Bessí Jóhannsdóttir. Við höfðum einnig samband við Þórunni Gestsdóttur, sem var í framboði til formanns og spurðum hana álits á niðurstöð- um kosninganna. Hef beðið lengi eftir þessu tækifæri — segir breski sjónvarpsmadurinn David Attenborough sem kvikmyndaði vid Kröflu í eldgosinu ÉG HEF beðið lengi eftir tækifæri til að taka myndir af eldgosi á ís- landi til að nota í þætti um landa fræði og vistfræði, sem ég vinn að um þessar mundir og var því fróð- legt að sjá gosið á Kröflusvæðinu og tel ég okkur hafa náð því sem við þurftum, sagði Ilavid Attenbor ough í samtali við Mbl. á laugar daginn, en hann þekkja íslenskir sjónvarpsáhorfendur m.a. úr þátt- unum Lífið á jörðinni, sem sýndir voru sl. vetur í sjónvarpinu. David Attenborough er starfs- maður bresku sjónvarpsstöðvar- innar BBC 2 og reyndar einn af stofnendum hennar. Hefur hann að undanförnu átt þátt í gerð þátta um sköpun jarðar, þróun- arkenninguna o.fl. og kvaðst nú vinna að þáttum um landafræði og vistfræði. — Ég sat í makindum á fundi í British Museum þegar okkur bárust fregnir um eldgosið við Kröflu og voru höfð snör hand- tök við undirbúning og við flogn- ir af stað að kvöldi fimmtudags- ins. Þegar til íslands kom héld- um við norður í land og til eld- stöðvanna eftir stundarsvefn í Reynihlíð og vorum við mynda- tökur allan föstudaginn. Ég er mjög ánægður með þessa ferð og tel að þarna höfum við getað náð í efni, sem okkur vantaði. Að vísu var kalt fyrir norðan og það snjóaði á okkur um tíma, en við fengum gott veður undir lokin, sagði David Attenborough. Hann kvaðst þurfa að koma aftur að sumarlagi til frekari myndatöku, en auk eldgosa- mynda héðan kvaðst hann m.a. eiga myndir af eldfjöllum við Suðurskautið, sem væru á sama hryggnum og lægi gegnum Is- land. Þá sagðist hann hafa kom- ið áður til Islands, m.a. til að taka myndir af plöntu- og dýra- lífi í Surtsey. Snorri Þórisson kvikmynda- tökumaður hjá Sagafilm annað- ist tökuna fyrir Attenborough að þessu sinni. Kvaðst hann áður hafa starfað fyrir hann hér og hefði Sagafilm áður annast fyrirgreiðslu hérlendis, ýmist tekið myndir fyrir þá eða með þeim sjálfum. Snorri sagði að liklega yrðu notaðar 1 til 2 mín- útur frá eldstöðvunum í ein- hvern þeirra 12 þátta, sem Att- enborough og samstarfsmenn hans vinna nú að. Tekur gerð þeirra um 3 ár og er verkið um það bil hálfnað um þessar mund- ■ir. „Ég styð Bessí Jóhannsdóttur heilshugar og óska henni alls velfarnaðar. Bessí er dugleg kona og ég veit að hún stendur sig,“ sagði Þórunn Gestsdóttir. Aðrir sem kosnir voru í stjórn Hvatar voru Ásdís Rafnar, vara- formaður, Unnur Jónasdóttir, gjaldkeri, Anna Ásgeirsdóttir, varagjaldkeri, Brynhildur And- ersen, ritari, Sigríður Ragna Sigurðardóttir, vararitari, Erna Hauksdóttir, Sigríður Arnbjarn- ardóttir og Björg Einarsdóttir meðstjórnendur. Úr stjórn gengu Ragnhildur Pálsdóttir og Hulda Valtýsdóttir og voru þeim þökkuð störf í þágu félagsins. Að loknum aðalfundarstörfum fluttu varaborgarfulltrúarnir Elín Pálmadóttir og Bessí Jó- hannsdóttir ræður um borgar- mál.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.