Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 04.04.1982, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. APRÍL 1982 Rætt við sr. Sigurð Pálsson vígslubiskup um nýútkomna bók hans um Sögu og efni messunnar SÉRA Sigurður Pálsson vígslubiskup á Selfossi hefur nýlega sent frá sér bókina Saga og efni messunnar eins og greint hefur verið frá í Mbl. Bókaútgáfan Þjóðsaga gaf út og Vísindasjóður hefur tvisvar veitt styrk til þessa verks. Messa íslensku kirkjunnar er sjálfsagt af mörgum torskilin og þar sem sr. Sigurður kvaðst snemma á prestsskaparárum hafa orðið var við skilningsleysi og þekkingarleysi manna á messunni hefði hann ráðist í þetta verk. íslenska kirkjan fékk nýja messu í fyrra og sagði sr. Sigurð- ur hana bæta mjög úr og marka tímamót. Sagði hann þá sem myndu tileinka sér hina nýju messu hafa nokkra stoð í þessari nýju bók. — Við Islendingar höfum ekki átt neina bók um messuna í 400 ár. Síðasta rit um þetta efni er eftir sálmaskáldið Hallgrím Pét- ursson og er það snilldarrit, í sumum atriðum úrelt en það er þó uppbyggilegt og gagnmerki- legt, segir sr. Sigurður. Þegar Morgunblaðið átti sam- tal við sr. Sigurð Pálsson í tilefni útkomu bókarinnar greindi hann m.a. frá smáatviki sem hann reyndi á dögunum og áður en lengra er haldið segir hann frá því: Óskiljanlegt sem við ekki þekkjum — Eg var staddur í hópi ungl- inga þar sem rætt var um mess- una. Spurði mig þá piltur af hverju messan væri svona óskilj- anleg. Ég hafði gaman af þessari grundvallandi spurningu, en með bókinni tel ég mig svara því að nokkru leyti hvað í messunni felist, en allt sem við ekki þekkj- um er óskiljanlegt. En hvers vegna lagðir þú svo mikla vinnu í að skrifa um mess- una eina? — Það er af því að messan er meginatriðið fyrir kristið trúar- líf, þótt margir telji hana auka- atriði. Það er alkunna að sértrúar- flokkar hafa engin sakramenti. Þeir framkvæma skírn að nokkru leyti sem játningarat- höfn og að nokkru leyti sem postullegan sið og biblíulegan, sem rétt sé að halda, en skoða hana ekki sem náðarmeöal. Þeir hafa enga messu, heldur minn- ingarathöfn um stofnun heilagr- ar kvöldmáltíðar, sem þó hefir ekkert gildi fyrir sáluhjálp manna. Margar trúarhreyfingar hafa svipaðar skoðanir. Sama er um flesta mótmælendur aðra en lútherska menn. I stað messu hafa þeir fábrotnar samkomur sem byggjast nær eingöngu á áhrifum prédikunarinnar. Sé hún ekki andrík veitir formið nær enga uppbyggingu. Þessu er öðruvísi háttað með messuna. Form hennar er svo auðugt að efni að menn fá fulla uppbyggingu af því að fara með það þó prédikunin sé fátækleg. í messunni öðlast menn endurnýj- un í trú, siðgæði og andlegu jafn- vægi af því að hún leiðir menn gegnum öll viðhorf trúarlífsins ef þeir þekkja hana vel. Hvað gefur messan — einstaklingurinn? Hvað sækja menn til mess- unnar? — Það kemur fram í hinni fornu bæn, sem hér hefur verið flutt á undan messu í nær þrjár aldir. Þar segir: „Drottinn, ég er kominn i þitt heilaga hús til að lofa þig og ákalla og til að heyra hvað þú vilt við mig tala ... Gef mér þinn heilaga anda svo að ég iðrist synda minna ... eflist í trúnni á Krist og taki daglega framförum í kristilegu hugarfari og líferni." í þessari bæn koma fram flest erindi manna til kirkju. En spurningin um að sækja eitthvað til kirkju, messunnar, kallar á aðra spurningu: Hvað færa menn með sér til kirkju? Hvað leggja þeir fram? Það er mál sem miklu minna er talað um þó það sé engu minna mál. Þeir færa þangað, eins og í Séra Sigurður Pálason vígslubiskup. Kirkjan væri illa stödd ef hún hefði ekki sunnu- daginn og messuna í bók sr. Sigurðar eru fjölmargar myndir af hinum ýmsu táknum og merkjum kirkjunnar og messunnar og segir hann það vera hluta af sjálfsagðri lestrarkunnáttu manna að vita hvað þessi tákn þýða. Fylgja þau nokkur hér með. bæninni segir, lofgerð og ákall, þeir bera fram þakkir fyrir lífið og gæði þess, fyrir handleiðslu Guðs og varðveislu, fyrir ástvini og aðstöðu o.s.frv. Þakkarefnin eru óþrjótandi hjá þeim sem líta gjafir Guðs réttum augum. En það er fleira sem þeir færa til messunnar og allt annars eðlis. Um það segir Marteinn Lúther á þessa leið: Þegar syndir þínar hlaðast upp, þegar samviskan ákærir þig, þegar sorgir særa þig eða náunga þinn og þegar and- streymið umkringir þig, þá skalt þú flýta þér til altarisins með allt þetta og varpa þvi á Krist, sem ásamt öllum heilögum gerir byrði þína að sinni, fyrirgefur þér syndirnar, læknar mein þín og gefur þér nýjan þrótt: Ér þörf á að fara til kirkju til að bera þessi mál fram fyrir Guð? Er ekki jafngott að gera það í einrúmi? Trúin er ekki einkamál — Þessi spurning er eðlileg af því að því hefur verið haldið fram af ákefð að trúin sé einka- mál manna sem ekki komi öðr- um við. Þetta er alrangt að því er kristna trú snertir. Messan er samfélag kristinna manna. Hún er ekki ætluð ein- staklingi út af fyrir sig heldur einstaklingum í samfélagi. Kristur segir: „Ég bið ekki ein- ungis fyrir þessum, heldur fyrir þeim, sem á mig trúa fyrir orð þeirra, að allir séu þeir eitt, eins og þú Faðir ert í mér og ég í þér, svo séu þeir einnig í okkur." Messan er gefin til að viðhalda þessari einingu innan safnaðar- ins og milli hans og safnaðarins. Hann segir einnig: „Á því skulu allir þekkja að þér eruð mínir lærisveinar ef þér berið elsku hver til annars." Messan er gefin til þess að iðka þessa elsku per- sónulega, sú iðrun getur ekki gerst í einrúmi. Menn hittast í kirkjunni til að rækja þetta kærleikssamfélag, sem sakramentið er bundið við. Vér komum til að sjá þá, sem vér erum kallaðir til að elska, hitta þá sem vér getum liðsinnt. Enn er eitt mikilvægasta atriðið það að vér komum þangað til að sættast við náungann, ef mis- sætti hefur orðið, svo að einingin í elskunni til Guðs og náungans haldist. Gagnkvæm fyrirgefning og sátt er algert skilyrði fyrir því að vér getum gengið til Guðs borðs og meðtekið fyrirgefningu vorra synda, fært Guði sjálf oss að þakkarfórn og síðan horfið heim aftur, umvafðir náð Guðs og velþóknan, leystir frá öllum þeim áhyggjum sem vér bárum til kirkjunnar. Fullkomnasta tjáningin Af þessu stutta yfirliti er ljóst að messan er annað og meira en einkabæn. Bók mín er ætluð til að auðvelda fólki að skilja mess- una og hafa af henni not. Messan er fullkomnasta tjáning kristn- innar sem til er og um leið hefur hún áróðursgildi og hræddur er ég um að kirkjan væri illa stödd ef hún missti sunnudaginn og messuna. Þá rekur sr. Sigurður í nokkr- um orðum hvernig hann vann að bókinni: — Fyrst fór ég til Danmerkur árið 1947 og dvaldi ég þar á söfn- um í um 6 vikur og skrifaði upp og safnaði bókum. Árið 1961 fékk ég frí frá störfum og styrk frá Vísindasjóði. Var ég þá í Oxford í 7 vikur og tel það allra besta tímann í þessari vinnu, en þar komst ég yfir mikið efni. Síðar dvaldi ég í Ameríku í 2 vikur, en bókina skrifaði ég aðal- lega eftir að ég kom til Reyk- hóla. Þangað fékk ég líka sent nokkurt efni og fékk nokkuð gott næði til að setja bókina saman. Henni lauk ég síðan þegar við fluttumst aftur til Selfoss. Mikill skilningur starfsbræðra Ég hef fengið miklu meiri skilning og uppörvun af hálfu starfsbræðra minna en ég átti von á og vil ég þakka þeim öllum fyrir það. Við samningu bókar- innar fann ég sérstaklega til þess hversu íslensk bókasöfn voru örbirg af bókum um þessi efni, en smám saman komst ég í samband við menn og eftir ýms- íum leiðum tókst mér að útvega bækur. Mér til aðstoðar við vél- ritun og frágang var síðan sr. Hannes Guðmundsson og veitti hann mér einnig mikla uppörv- un. Að lokum er sr. Sigurður Pálsson spurður hvort framhald verði á skrifum hans um helgi- siði: — Ekki lofa ég neinu um það. Ég er orðinn áttræður og tel ekki ráðlegt að lofa neinu. Á þessum aldri erum við nefnilega orðin frekar ónýt og ég þori ekki að taka neitt að mér. Hins vegar myndi ég vel geta bætt við efnis- ins vegna. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ferðaskrifstofan OTCtXVTKC Iðnaðarmannahúsinu v/Hallveigarstíg Símar 28388 — 28580 Reykvíkingar 60 ára og eldri Bókanir í Mallorka-ferð 11. maí standa yfir. Félagsmálastofnun Reykjavíkurborgar Ferðaskrifstofan Atlantic

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.