Morgunblaðið - 20.10.1982, Page 10

Morgunblaðið - 20.10.1982, Page 10
42 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 20. OKTÓBER 1982 Landsbókasarn Færeyja i Þórshöfn. Þar var nýlega haldin ráðstefna sem sagt er frá i greininni. Morgunn 1 Lands- bókasafiii Færeyja Bókmenntir Jóhann Hjálmarsson Það er morgunn í Landsbóka- safni Færeyja í Þórshöfn. Föstu- dagur áttundi október. í boði Rit- höfundasambands Færeyja eru komnir rithöfundar frá Islandi, Grænlandi og Samalandi, þrír frá hverju landi. Margir færeyskir rithöfundar taka þátt í ráðstefn- unni sem er ætlað að fjalla um bókmenntastarfsemi þeirra nor- rænu þjóða sem tala og skrifa mál sem fáir skilja. A dagskrá er um- ræða um bókmenntir og tungu- mál, vinnuaðstöðu rithöfunda, út- gáfumál, dreifingu bóka, þýðinga- vandamál og ekki síst afstöðu Norðurlandaráðs til norrænna minnihlutaþjóða. Formaður Rithöfundasambands Færeyja, Gunnar Hoydal, setur ráðstefnuna. Hann bendir á sér- stöðu Sama sem eru nær óþekktir, öðru máli gegni um Islendinga. En bókmenntir eru ekki veigaminni, segir Gunnar Hoydal, þótt málið sé talað og skilið af fáum. Steinbjörn B. Jacobsen rekur sögu færeyskra bókmennta, en viðleitni færeyskra rithöfunda lýsir hann með orðunum að duga eða drepast. Jacobsen segir frá brautryðjendum færeyskrar bókmenntastarfsemi, mönnum eins og Jens Christian Svabo og Nálseyja-Páli sem gerðu lýðum ljóst að dansar og kvæði skiptu máli og voru þess virði að setja i bækur. Fyrsta færeyska ljóðabók- in kemur út 1914: Yrkingar eftir J.H.O. Djurhuus. Tímaritið Varð- in sem enn hefur gildi kemur út 1921. Um aldamót eru fædd nokk- ur áhrifamikil skáld, eitt þeirra Christian Matras, lifir enn. Fær- eyska er leyfð í kirkju 1937. Á fjórða áratugnum koma fram skáldsagnahöfundar, meðal þeirra Heðin Brú með skáldsögu um fær- eyskt samfélag. Færeyingar eign- ast módernista í skáldskap með þeim Karsten Hoydal og Regin Dahl. Guðrið Helmsdal Nielsen er skáldkona sem vitnar um grósku færeyskrar ljóðlistar. Á sjöunda og áttunda áratugnum koma fram mörg Ijóðskáld, ljóðið er alltaf nútímalegra en prósinn. En nefna má skáldsagnahöfund sem fer nýj- ar leiðir þótt sagnhefð sé honum kær: Jens Pauli Heinesen. Meðal þeirra sem áttu þátt í að gera færeysku að bókmenntamáli var íslendingur: Effersöe. Hann var í fylgdarliði Jörundar hunda- dagakonungs og flýði til Færeyja. Effersöe skrifaði leikrit á fær- eysku og þýddi á færeysku í því skyni að efla færeyska málvitund. Fyrsta þýdda bókin á færeysku var Róbinson Krúsó, sem út kom 1914. Ein er sú tegund færeyskra bókmennta sem er vinsæl, en það er þjóðlegur fróðleikur, byggða- sögur svonefndar. Telja má öruggt að hægt sé að selja slíkar bækur í tvö þúsund eintökum sem þykir gott. Einn þeirra höfunda sem skrifað hefur þjóðlegan fróðleik er Jákup í Jógvansstovu. Fyrir þrem- ur árum kom út eftir hann Eyskarið. Sögur og yrkingar. Ják- up í Jógvansstovu bað óvænt um orðið á ráðstefnunni, en hann mun ekki vera vanur að halda ræður. Lýsti hann tildrögum þess að hann fór að skrifa. Auglýstur var styrkur til höfunda sem vildu skrifa sögur úr byggðalögum sín- um og bjarga þar með ýmsu gömlu frá gleymsku. Jákup sótti um styrkinn og fékk hann. Þegar pen- ingarnir komu í pósti brá honum því að ekki hafði hann sé jafn mik- ið að peningum fyrr. Gamall draumur um að skrifa rættist. Og undirtektir voru framar öllum vonum. Geta má þess að nokkuð hefur selst af bók Jákups á ís- landi, enda er víða minnst á fisk- veiðar Færeyinga við ísland í Eyskarið. Sumum ráðstefnugesta þótti framlag Jákups í Jógvansstovu vera ráðstefnunni mikill styrkur. Hér var kominn maður sem kvart- aði ekki yfir vondri aðstöðu til skrifta heldur gladdist yfir þeim skilningi sem hann hafði mætt. En líklega var Jákup í Jógvans- stovu einsdæmi á ráðstefnunni. Jens Pauli Heinesen sagði í um- ræðu um aðstöðu rithöfunda til að sinna vinnu sinni að það væri óhugsandi að lifa á því að skrifa í Færeyjum. Hann hefði að vísu hætt borgaralegu starfi fyrir mörgum árum til þess að helga sig ritstörfum, en það væri konu hans að þakka. Hún ynni fyrir honum. Að vísu kvaðst Jens Pauli fá styrk til að gefa út bækur sinar, en á þeim væri bullandi tap. En Jens Pauli lagði áherslu á að flestir rit- höfundar kynnu því illa að ræða um praktíska hluti. Aldrei væri talað um gleðina sem því fylgdi að vera rithöfundur, bara leiðinlegu hlutina. Jens Pauli sagði ekki mikið á ráðstefnunni, of lítið af svo snjöll- um rithöfundi að vera, eins og Martin Næs sagði við okkur ís- lensku fulltrúana í hléi. Marianna Debes Dahl sagði að hann væri of svartsýnn. Ástandið væri að vísu slæmt. Hún benti þó á Ríkisútgáfu námsbóka í Færeyjum og útgáfu færeyskra stúdenta í Kaupmanna- höfn. Við erum einmana og oft döpur, sagði Marianna, en við reyna að bjarga okkur. Benda má á að jafn gott skáld og Richard Long gaf aldrei út bók. Ef undanskilinn er Bókagarður Emils Thomsens í Þórshöfn er varla hægt að tala um færeysk forlög. Bókagarður er myndarlegt fyrirtæki og hefur gefið út fjölda vandaðra bóka og ritsöfn fær- eyskra höfunda, en mun ekki hafa verulegan áhuga á verkum ungra höfunda. Það virtist anda köldu í garð Emils Thomsens. Eins og Marianna Dahl sagði þurfa höf- undar helst að ferðast með bækur sínar um eyjarnar og bjóða þær til sölu svo að einhver árangur náist. Með því að byggja ekki eingöngu á sölu í bókabúðum er unnt að selja töluvert. Martin Næs taldi bókaútgáfu í vexti. Einkum vex fjöldi þýddra bóka. Rithöfundarnir eru sjálfir forleggjarar, en vegna þess hve Færeyingar eru dreifðir er bilið breitt milli þessara aðila. Martin Næs benti á mikilvægi bókasafna, ekki síst skólabókasafna. Útvarpið hefur líka þýðingu þótt greiðslur fyrir bókmenntaefni séu lágar. í Þórshöfn búa þrettán þúsund og þar eru 5—6 bókaverslanir, ein þeirra opnar klukkan sjö á morgn- ana sem er sennilega heimsmet. Þeir Karsten Hoydal og Jóhann- es av Skarði virtust líta björtum augum á framtíðina. Sögðu þeir að margt ungt fólk væri nú menntað í bókmenntafræðum og léti að sér kveða í blöðum og tímaritum og í útvarpinu sem er með bókmennta- gagnrýni á sínum vegum. Eitt sem vekur athygli í Fær- eyjum, en margt er þar athyglis- vert, er fjöldi barnabóka á mark- aði. Þetta er auðvitað þáttur í þjóðerniskenndinni. Þekktir skáldsagnahöfundar eins og til dæmis Martin Joensen áttuðu sig snemma á mikilvægi barnabóka. Steinbjörn B. Jacobsen er einn hinna mörgu færeysku rithöfunda sem sent hafa frá sér barnabækur, en hann er meðal kunnustu ljóð- skálda Færeyinga nú. Það er til of lítið af barnabókum á færeysku, sagði Steinbjörn, en færeysk börn eru góðir lesendur. Meðal annarra færeyskra skálda sem skrifað hafa á eftirtektarverðan hátt fyrir börn er Martin Næs. Á ráðstefnunni í Þórshöfn var staddur gamall maður sem gefið hefur út barnablað í fjörutíu ár. Þessi maður heitir Jákup Berg og blaðið hans Barnatíðindi. Blaðið er alhliða, birtir skáldskaparefni og þýðingar, sögulegar hugleið- ingar og almennt efni börnum til skemmtunar og fróðleiks. Jákup Berg hefur þýtt íslendingabók Ara fróða á færeysku. I októberblaði Barnatíðinda er dálítil vísa eftir Jákup Berg. Hún er birt á forsíðu og á líklega að vera áminning til ráðstefnugesta þótt fáir hafi látið sér hana að kenningu verða: Fámæltur, fermur sum fornir í forðum ferðist tú frægur í frændanna sporum. Meðal rithöfunda sem skrifa fyrir börn í Færeyjum er Pauli Nielsen, en hann er auk þess rit- stjóri blaðs sem kallast Skúlablað- ið. Pauli Nielsen hefur þýtt hina vinsælu bók Gúmmí-Tarsan á færeysku og er sjálfur útgefandi. Einnig hefur Pauli þýtt bækur sem nefnast fjölþjóðaprent hér heima ef ég man rétt. Hann sagð- ist ekki óttast það fyrirbrigði vegna þess að stundum kæmu út góðar bækur í fjölþjóðaprenti þótt óheppilegar bækur væri þar líka að finna. Pauli Nielsen er kennari eins og flestir færeyskir rithöfundar. Jens Pauli Heinesen var kennari áður en hann sneri sér eingöngu að því að skrifa. Sama er að segja um Steinbjörn B. Jacobsen sem hefur kennt lengi og verið skólastjóri. Steinbjörn B. Jacobsen vék að hættu sem færeyskri tungu staf- aði af ómerkilegum bókum sem söluturnar bjóða uppá. Einnig þótti honum varhugavert að í sjónvarpi eru erlendar myndir sýndar án færeysks texta. En hann sagði það reynslu sína að færeysk tunga væri nú betur töluð en áður. Börn hefðu gott vald á færeysku og skildu nauðsyn þess að glata ekki arfi sínum. í næstu grein verður drepið á Sama og Grænlendinga á ráð- stefnunni í Þórshöfn. Heilbrigði, sjúkdómar og geðveiki Bókmenntir Guðmundur Heiðar Frímannsson Sjúkdómshugtakið i geðlæknis- og sálarfræði. Ýmsir höfundar. 1982, 107 bls. Allir, sem hafa verið veikir, vita, hvað sjúkdómur er. Þeir vita það í krafti reynslu sinnar. En ef þetta er eina leiðin til að kynnast sjúkdómum, þá leiðir af því, að læknar og vísindamenn þyrftu að sýkjast af þeim sjúkdómi, sem þeir vildu vita skil á. Þetta væri, eins og gefur að skilja, heldur bagalegt fyrir læknastéttina og útlátasamt fyrir ríkissjóð. En það vill svo vel til, að önnur leið er fær. Hún er að lýsa ástandi, sem telst vera heilbrigt, og ástandi, sem telst vera sjúkt, og reyna að átta sig á muninum. Það má einn- ig reyna að skilgreina hugtakið sjúkdómur. En svo ótrúlegt, sem það kann að virðast, þá reynist það örðugra, en sýnist í fyrstu, jafnvel svo örðugt, að menn vilja halda því fram, að sjúkdómshug- takið sé merkingarlaust. Þó skilja allir, hvað við er átt, þegar talað er um sjúkdóm. Það er rétt, að erfitt getur reynzt að skilgreina sjúkdóms- hugtakið nákvæmlega. En þótt svo sé, útilokar það ekki, að orðið, sem lætur hugtakið í ljósi, skiljist í daglegu máli. Nákvæm skilgrein- ing á merkingu orðs er ekki nauð- synlegt skilyrði þess, að það skilj- ist í mæltu máli. En þessir erfið- leikar koma ekki í veg fyrir, að skilgreining kunni að finnast. Það er rétt að byrja að skoða líkam- lega sjúkdóma. Síðan má athuga, hvort sömu hlutir eiga við um geð- veiki. Það fyrsta, sem blasir við um sjúkdóma, er, að þeir eru óeðlilegt ástand lífverunnar. En um leið og þetta er sagt, kemur í ljós, að við göngum að einhverju, sem kalla má eðlilegt ástand, vísu. Við skul- um skilja það svo um stund, að eðlilegt ástand sé einungis það ástand, sem flestir njóta. Af þessu Ieiðir, að sjúkdómur er frávik frá meðaltali. En nú geta frávik ýmist verið til góðs eða ills. Menn geta verið fávitar eða snillingar og báð- ir jafnmikil frávik frá meðaltali. Þetta á við um sjúkdóma og heil- brigði. Frávik, sem eru til góðs fyrir lífveruna, geta ekki talizt sjúkdómar, einungis frávik sem skaða hana. Ég held raunar, að það megi ganga enn lengra og segja, að það sé í bezta falli vill- andi ef ekki beinlínis rangt, að beita hugtökunum meðaltal og frávik til að skilgreina sjúk- dómshugtakið. Ástæðan er sú, að það er ekkert, sem mælir gegn því, að meirihluti manna þjáist af sjúkdómum og minnihlutinn sé heilbrigður. En sé þetta rétt, þá er heilbrigði orðið frávik frá meðal- tali. Þetta er í mótsögn við það, sem gengið var að vísu hér áður, að heilsa og heilbrigði væri tiltek- ið meðaltal. Það er því rétt að leita annarra leiða við skilgreininguna. Ég ætla ekki að halda leitinni áfram, en ég vil láta í ljósi þá skoðun, að slík skilgreining hlýtur að gera grein fyrir því, hvað líf- verunni er eðlilegt í þeim skiln- ingi, hvaða hlutverki ólíkir hlutar líkamans þurfa að þjóna, til að hann geti kallazt heilbrigður. Vandinn við sjúkdómshugtakið, þegar því er beitt á sálarlíf, er, að það virðist nánast ómögulegt að líta á hluta sálarlífsins þannig, að þeim beri að þjóna einhverju til- teknu hlutverki. Og það er raunar umdeilanlegt, hvernig beri að skilja sálarlífshugtök. Enn önnur vísbending um, að sjúkdómar í sálinni séu annars konar en lík- amlegir sjúkdómar, er, að geð- sjúklingar þurfa að taka virkan þátt í meðferðinni til að verða heilbrigðir. Batinn virðist í ein- hverjum skilningu velta á þeim sjálfum. Þetta á ekki við um lík- amlega sjúkdóma. Félag sálfræðinema við Háskóla íslands hélt málþing í apríl 1981 um sjúkdómshugtakið, merkingu þess, notkun og takmarkanir í geðlæknis- og sálarfræði. Það rit, sem hér er til umræðu, er skrán- ing á því, sem fram fór á þinginu að viðbættum nokkrum greinum, sem fjalla um viðfangsefnið. Kverið er þannig upp byggt, að fyrst koma inngangserindi, síðan umræða frummælendanna einna, því næst umræða með fyrirspurn- um frá áheyrer.dum. Áð siðustu koma greinarnar. Frummælendur á málþinginu voru fjórir: Dr. Ei- ríkur Örn Arnarson, sálfræðingur, Sigurjón Björnsson, prófessor, Oddur Bjarnason og Jakob Jón- asson, læknar. Páll Skúlason, prófessor, stýrði umræðunum. Inngangserindin eru stutt og yf- irleitt koma þar fram veigamikil atriði. Þar er lýst sumu af því, sem kom fram hér á undan, um skil- greiningu hugtaksins sjúkdómur. En sérstaklega er fjallað um vandann, sem skapast, þegar á að fást við geðsjúkdóma á sömu eða svipuðum forsendum og likamlega sjúkdóma. Mönnum eru nokkuð þröngar skorður settar, þegar þeir eiga að fjalla um aðalatriði þessa máls á fimm til tíu mínútum. Þeir leggja raunar áherzlu á það sumir, að þeir hyggist bæta úr þessu í umræðunum á eftir. En það er rétt að segja það eins og er, að þær eru algerlega misheppnaðar. Ég veit ekki, hvernig þær hafa hljóm-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.