Morgunblaðið - 18.11.1982, Qupperneq 17

Morgunblaðið - 18.11.1982, Qupperneq 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. NÓVEMBER 1982 17 Hofsós: Vetur gerir vart við sig og örlar á atvinnuleysi Ilofsósi, 14. nóvember. í GÆRDAG og fyrrinótt var talsverð snjókoma í litlu frost, jafnframt var allhvasst. Slíkt veður kallast hér lenjuhriö. Hlóöst upp í talsverða skafla og er fyrsti snjórinn kominn til vetrardvalar eftir því sem heima- menn segja. Haustið hefur verið veðragott og má segja að veturinn hafi kom- ið vonum seinna. Árshátíð verkalýðsfélagsins Ársæls fór fram hér í félagsheim- ilinu í gærkveldi þrátt fyrir leið- indaveður en vegna veðurs varð þátttaka minni en gert hafði verið ráð fyrir. Það sem af er vetri hef- ur verið þokkalegt atvinnuástand hér á Hofsósi en nú síðustu dag- ana hafa menn komið til skrán- ingar. Togarinn Hegranes fór í klössun fyrir nokkru og skipverj- um var sagt upp á meðan. Þar sem skipið verður frá fram á næsta ár Seyðisfjörður: Lítið tjón á mann- virkjum 1 óveðrinu SeyðLsnrði, 16. nóvember. HÉR á Seyðisfirði var haföur mikill viöbúnaöur gagnvart veðurofsanum sem spáö haföi veriö í gærdag aö skella myndi á í nótt og í morgun. Almannavarnanefnd Seyðis- fjarðar hélt fund síðdegis í gær og skipulagði aðgerðir ásamt lög- reglu, björgunarsveitum og bæjar- starfsmönnum. Farið var um bæ- inn, fólki gert viðvart og allt laus- legt sem hætta var á að fyki, var annað hvort fjarlægt eða tjóðrað niður. í gærkvöldi kom nefndin aftur saman og skipulagði störf næturinnar, þar sem lögregla og björgunarsveit voru á vakt og til taks, ef út af brygði. Veðurhæð náði hámarki á hádegisflóðinu í dag, en af og til frameftir degi blés hann allhressilega. Ekki hafa orðið slys á fólki og lítið tjón á mannvirkjum. Þó féllu skreiðarhjallar um koll hjá Norðursíld hf., en að sögn Hreiðars Valtýssonar forstjóra var ekki búið að meta tjón á skreiðinni, sem var sem því næst fullverkuð, kvað hann að það myndi skýrast er veðrinu slotaði. Þá fuku fimm járnplötur af frysti- húsi Fiskvinnslunnar hf., en menn brugðu skjótt við og náðu að hindra áfamhaldandi fok. Einnig fauk um koll hjallastæða í eigu Fiskvinnslunnar, en engin skreið var í hjöllunum. Það er álit manna hér, að viðvörun Veðurstofu, Al- mannavarna og lögreglu hafi kom- ið í veg fyrir að meira tjón hlytist af, en raun bar vitni, þar sem við- eigandi ráðstafanir voru gerðar í tíma. I nótt spáir hann áfram- haldandi hvassviðri hér austan- lands, en verulega mun draga úr veðrinu þegar líður á morgundag- inn. Snjóföl er hér á jörðu, tölu- verður skafrenningur og hálka á götum úti. — Fréttaritari. VJterkurog kJ hagkvæmur auglýsingamiðill! verða skipverjar að ganga til ann- arra verka á meðan. Atvinnulíf staðarins verður sjálfsagt fljótt að breytast ef áföll verða, það er viðkvæmt vegna þess hve stór hluti þess tengist erfiðri stöðu sjávarútvegs. I Nokkur undanfarin ár hefur verið unnið að hönnun stækkunar við grunnskólann, liggja fyrir teikningar eftir Geirharð Þor- steinsson arkitekt. Virðast þær falla vel að eldri byggingum skól- ans. Nokkur vandi er ávallt þegar prjóna á við eldri hús en hér hefur vel til tekist. Framkvæmdir hóf- ust við fyrstu álmuna í haust en nú er óvíst um framhald þar sem ekki hefur tekist samkomulag við ráðuneytið um kostnaðarskipt- ingu. Kemur það heimamönnum nokkuð á óvart því það voru starfsmenn ráðuneytisins sem lögðu til tölur um stærðir en ágreiningur er einmitt um þátt- töku ríkisins í kostnaði einstakra hluta væntanlegrar viðbyggingar. Það er ávallt slæmt þegar vinstri höndin viðurkennir ekki gjörðir þeirrar hægri, slíkt er alþekkt hjá litlum börnum én að hið háa ráðu- neyti skuli uppvíst að slíkum hlut- um kemur ef til vill nokkuð á óvart. Ofeigur FRA RENAULT „MEÐ TITIL 61 Við ættum að geta treyst fulltrúum 52 bíla- blaða til að velja rétt. þeir gáfu RENAULT 9 titilinn BÍLL ÁRSINS 1982 Besta trygging sem þú getur fengið fyrir vali góðs bíls- og hagkvæmri fjárfestingu á tímum sparnaðar. Renault 9 er ódýr „stór bíll“ sem eyðir ótrúlega litlu. Það þarf ekki að hugsa það mál lengi til að finna svarið.... Renault 9 er bíllinn fyrir þig. RENAULT „BÍLL MEÐ TITIL“ KRISTINN GUÐNASON HF. SUÐURLANDSBRAUJ 20, SÍMI 86633 'gXgB2Lwlr . ES&k r*-' /íC. * t Kt > ' * • :Ys\ Sfc

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.