Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 36

Morgunblaðið - 18.12.1982, Blaðsíða 36
36 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 18. DESEMBER 1982 Ljóð Gunnars Dal Bókmenntir Ævar R. Kvaran Gunnar Dal: 100 LJÓÐ IIM LÆKJARTORG. Víkurútgáfan, Reykjavík. Margs konar félög hafa eðlilega athvarf hér í höfuðstaðnum. Með- al þeirra má nefna svonefnd átt- hagafélög. í þeim er fólk, sem hef- ur fæðst eða alist upp í einhverju þorpi, bæ eða sveit úti á landi. Fé- lagsmenn hafa það sameiginlegt, að unna þeim stað þar sem þeir ólust upp og halda tryggð við hann. Sum þessara félaga hafa unnið ágætustu verk í sambandi við útgáfu rita og bóka, sem snerta slíkar sveitir eða æsku- stöðvar, og verndað með þeim hætti ýmislegt gott og athyglis- vert, sem ella kynni að falla í gleymsku. Sennilega er a.m.k. eitt sameiginlegt þessum félögum öll- um, en það er að hafa a.m.k. ár- lega hátíðarsamkvæmi, svo gamlir sveitungar geti hist og rabbað saman um dásemdir æskustöðv- anna. Ræður eru þess vegna við slík tækifæri oft mjög hátíðlegar og þar engu til sparað að lofa sveitina sem um er að ræða hverju sinni. Þetta er allt saman skiljan- legt og í rauninni fallega hugsað. En eitt er þó öllum ræðumönnum sameiginlegt, en það er það, að þeir hafa ákveðið að dveljast ekki lengur á þessum dásamlega stað en nauðsyn krafði. Þeir hafa held- ur kosið sér að gerast góðir og gildir Reykvíkingar. En ætla hins vegar öðrum að búa áfram í sveit- inni sinni. Frá þessu sjónarmiði er þetta tilstand svona að vissu leyti dálítið broslegt. Máttlausast af þessum átthagafélögum er víst Reykvíkingafélagið, sem fæstir vita hvort er lifandi eða dautt og heyrist lítið um lofræður um höf- uðborgina frá því félagi. Gunnar Dal Á vissu tímabili þótti óhróður um Reykjavík góð pólitík víða út um land og var óspart beitt, og það af stjórnmálamönnum, sem þó hvergi vildu annars staðar búa! Áhrif þessa óhróðurs er helst að finna ennþá meðal eldri sveita- manna, sem sjaldan eða aldrei Ovenjuleq bók um yenjulega iinglinga! „Skemmtilegast við þessa bók er hversu vel höfund inum tekst að kalla fram andrúmsloftið í kringum unglingana í stílnum, sérstaklega þó í samtölunum.“ „Pegar ég var nýbúinn að lesa bókina komst 14 ára vinkona mín í hana og það er ekki að orðlengja það að hún lagði hana ekki frá sér fyrr en hún var búin að lesa hana alla." „Pegar ég spurði hvernig bókin vceri var svarið: „Ógeðslega fríkuð stuð- bók. “ G.Ast. Helgarpósturínn 26.11.1982. „ .. Og ömurleiki Hallærisplansins er líka skýrt dreginn fram og án útlegginga. Á.B. Þjóðviljinn 27.11.1982. „Höfundur þessarar bókar, þekkir út í ystu œsar söguefni sitt. “ „Frásögnin öll er trú- verðug og persónur flestar líka. “ „Höfundur dregur á hinn bóginn upp skýra mynd af nokkrum „venjulegum“ unglingum. “ „Pað er skoðun mín að höfundur hafi beitt ansi vönduðum vinnubrögðum við ritun þessarar bókar. “ „Höfundur setur efni bókar sinnar fram á lœsi- legan og oft á tíðum hnyttinn hátt. Hann tekur fyrir efni, sem hefur verið hitamál lengi, - og gerir það vel og af skilningi. “ „Svo legg ég til að bókin verði gerð að skyldu- lesningu fyrir upp- alendur... “ H.J. Tíminn 24.11.1982. hafa til höfuðborgarinnar komið. Islensk skáld hafa margt ort fallegt um ættjörðina, en þar er fátt að finna um j)ann stað þar sem þriðji hver Islendingur þó býr, nefnilega Reykjavík. En það var þó ekki fæddur Reykvíkingur sem leysti íslenskan skáldskap úr þessum læðingi. Það var einmitt sveitarmaður austan úr Biskups- tungum, að nafni Tómas Guð- mundsson, sem það gerði. Engum bókmenntamanni á Reykjavík betra upp að inna en skáldinu Tómasi Guðmundssyni, því enginn fæddur Reykvíkingur hefur unnað þeim stað betur en hann. Hann var skyggn á töfra þessarar fögru borgar og var fær um að gera það af slíkri snilld að aldrei gleymist. I þessum þætti er ætlunin að rabba svolítið um annað skáld, sem einnig velur sér lífið í höfuð- staðnum að yrkisefni, en þó með allt öðrum hætti en Tómas. Skáld- ið Gunnar Dal. Síðasta bók hans 100 LJÓÐ UM LÆKJARTORG er að öllu leyti allt annars eðlis en borgarljóð Tómasar. Gunnar velur sér enn þrengra svið en Tómas, því hann lætur sér nægja Lækjartorg, gamla miðbæinn, sem áfram verð- ur það, hvað sem allir skipulags- fræðingar segja. Lækjartorg er og verður hjarta lífsins í Reykjavík. Það sem þar gerist eða er látið gerast skiptir því alla borgarbúa máli. Gunnar bregður hér fyrir sig ævafornum bragarhætti, sem einkum hefur verið vinsæll í söng, enda einfaldur, skýr og fagur í senn. Það er heimspekingurinn sem hefur orðið í þessum ljóðum. lífið á Lækjartorgi og við kynn- umst því hvernig það kemur fyrir sjónir lífsreynds skálds. Og við kynnumst því manninum Gunnari Dal býsna vel í þessari bók; jafn- vel enn betur persónulega en i öðr- um ritverkum hans. Og það er skemmtilegt að kynnast þessum manni; ekki síst kímnigáfu hans, sem ef til vill er eins konar kveikja bókarinnar. Það sem fyrst og fremst vakti athygli þess sem þessar línur hripar er það hve hann er bersýnilega óháður mönnum og skoðunum. Enda gerir hann góðlátlegt grín að hinum ólíkustu viðhorfum. Lækjartorg virðist vegamót hinna ólíkustu manna og skoðana. Og þar bera menn saman bækur sínar: llér dafna raddir dómaþing.s hins da*migeróa íslendings: Betri en þín er bókin mín. I*ar bragarsnillin nýtur sín. í mínum bókum muntu sjá menningu og visku þá sem efstu tindum ordsins n*r. — Ef ég nennti ad skrifa þa*r. Um fegurðina á Lækjartorgi yrkir Gunnar með einföldum, og snjöllum hætti, eins og góður heimspekingur: Korm og litir, fegurd þín, fylla af gleði augu mín. I'á audlegó finna allir jafnt. Kn einhvern veginn finnst mér samt sú fegurd mest sem maður hver með sér inn á torgið ber. Og hann yrkir um stjórnmála- flokkana, þar sem hver fær sitt, velferðina, útimarkaðinn, ræður og garðyrkjustörf á Lækjartorgi, virðingarstigann í þjóðfélaginu, herfræðinga og sálfræðinga. Hver Reykvíkingur hlýtur hér að kannast við margt, ef ekki allt. Og hafa gaman af þeirri hlýju kímni sem litar yrkisefni Gunnars í þessum óvenjulegu ljóðum. En í síðasta ljóðinu kynnumst við svo aftur manninum á bak við orðin, þegar hann segir: Heltók menn á minni öld mammonstrú hyesja kold. I»ar sem samúð sést ei meir frá sannleikanum villast þeir. Ilér liggur öllum lífið á löngu týndu marki að ná. En þeim sem hafa í veröld villst loks vegamóðum þetta skilst. Ilið innra líf er hin eina von, og okkar trú á mannsins son. Að þeirri trú við tökum mið til að áttum höldum við. Ég fagna þessari bók í bundnu máli um lífið í höfuðstaðnum og vona að fleiri snjöll skáld geri sér það að yrkisefni. Eins og vænta mátti af þessum höfundi leikur þetta létta form í höndum honum. En þó verður sá sem þetta hripar að ásaka h’ann fyrir að láta að hætti norðan- manna sumra hv stuðla við k, þeg- ar hann segir: En hér hafa menn kæti kynnst, sem hvergi annars staðar finnst. Þakka Víkurútgáfunni fyrir þessa bók. Hanna og kærleiksgjöfin Bókmenntir Sigurður Haukur Guðjónsson HANNA OG KÆRLEIKSGJÖFIN Höfundur: Regine Schindler. Þvðing: Magnús Kristinsson. Myndir: Hilde Heyduck-Huth. Prentun: A. Mondadori, Veróna, ít- alíu. Útgefandi: Bókaútgáfan Skjaldborg. Eg hvet alla þá sem halda því fram, að kjarni jólahátíðarinnar sé að gleymast, þau séu ekki orðin annað en uppskeruhátíð þeirra sem eitthvað hafa að selja, að kynna sér þessa bók. Séu slík orð meira en orðin tóm, þá mun bókin fylgja mörgum gjöfum til ís- lenskra barna i ár. Lama maður, betlarinn Jóakim, og fátæk hjarðmær, Hanna, sitja við þjóðleiðina til Betlehem, i von um að einhverju verði vikið að þeim fyrir mat. En sögudaginn virðist fátt ætla að verða þeim til bjargar. Aðeins fólk, sem jafn illa er statt og þau sjálf á leið þarna um, og svo þeir, sem arðræna fólk- ið, til þess að geta stundað byssu- leiki sína. Vegmóð kona hnígur niður.við hlið þeirra, og þau verða til þess að hún og Jósef finna húsaskjói fyrir nóttina. Það eru Hönnu sár vonbrigði að í körfu sína þennan daginn hafði hún ekk- ert fengið annað en gullsaumað klæði, og sársvöngum er slíkt harla lítils virði. En margt fer á annan veg en horfir. Hanna verð- ur vitni að mörgu undrinu þessa nótt, og klæðið sitt réttir hún fram, í hrifning, sem gjöf til lítils barns, sem fæddist í heiminn, til þess að lina þjáning þeirra sem við veg lífsins sitja með Jóakim og Hönnu. Já, þetta er sagan um Jesúbarn ið sögð á athyglisverðan hátt. Þýð- ing Magnúsar er ágæt. Myndirnar einfaldar, vel gerðar, og falla að efni. Frágangur allur til fyrirmyndar. Hafið þökk fyrir prýðisbók. IHtxpcnlhlidiiib Góðandaginn!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.