Morgunblaðið - 27.01.1983, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 27.01.1983, Qupperneq 34
34 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JANÚAR 1983 Um hval veiðimál Greinargerð frá Hval hf. Á ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins á síðastliðnu sumri var samþykkt með tilskildum meiri- hluta atkvæða (%) að leggja al- gjört bann við hvalveiðum frá og með árinu 1986. Ef íslenzk stjórn- völd sætta sig við þessa ákvörðun og aðrar ákvarðanir ráðsins, sem fela í sér óraunhæfa veiðikvóta áð- ur en bannið tekur gildi, gæti svo farið, að árið 1983 yrði síðasta ver- tíðin, sem Hvalur hf. gerir út á hvalveiðar. Þeirri greinargerð, sem hér fer á eftir, er ætlað að kynna almenningi þau rök, sem eru fyrir áframhaldi hvalveiða frá íslandi. Hlutverk og starfs- hættir Alþjóða- hvalveiðiráðsins Samkvæmt stofnskrá Alþjóða- hvalveiðiráðsins er aðildarríkjum þess heimilt að mótmæla ákvörð- unum ráðsins innan 90 daga, ef þeim sýnist svo. Mótmæli hafa þær verkanir, að hlutaðeigandi ríki er óbundið af þeirri ákvörðun, sem mótmælt hefur verið. Þegar frestur til að mótmæla allsherjarbanni rann út hinn 4. nóv. sl., höfðu eftir- talin ríki lýst sig andvíg banninu: Japan, Noregur, Sovétríkin og Perú. í hiut þessara ríkja kemur tæplega 80% af heildarfjölda hvala, sem heimilt verður að veiða árið 1983 úr nýttum hvalastofnum. Hafi eitthvert ríki neytt réttar til að mótmæla ákvörðun ráðsins, er öðrum aðildarríkjum veittur 90 daga viðbótarfrestur til að koma á framfæri mótmælum. íslendingar, sem enn hafa ekki mótmælt, munu því eiga frest til 2. febrúar nk. að láta frá sér heyra. í stofnskrá Alþjóðahvalveiði- ráðsins er greint frá „áhuga þjóða heims á að varðveita handa óborn- um kynslóðum þá miklu náttúru- auðlind, sem hvalastofnar eru“. Þá segir og, að tilgangur stofnskrár- innar sé að „sjá um hæfilegt við- hald hvalastofna og þar með gera kleift, að hvalveiðar þróist með skipulegum hætti". Hvalveiðiráðið hefur beitt margs konar aðferðum við stjórnun hvalveiða, svo sem með því að banna veiði ofveiddra stofna, með ákvörðun veiðikvóta, með ákvæðum um lágmarksstærð veiðanlegra hvala, lengd vertíða, með eftirliti með veiðum og ákvæð- um um skyldu til að veita upplýs- ingar. Lengi vel voru ákvarðanir ráðsins grundvallaðar á hvoru tveggja í senn: veiðihagsmunum og vísindalegum rökum, og það var fágætt, að ákvörðunum ráðsins væri mótmælt. Á síðustu árum hefur orðið breyting á meðferð mála. Hval- veiðiráðið stendur opið öllum ríkj- um, sem inngöngu æskja, og gildir einu, hvort ríki hafi nokkru sinni stundað hvalveiðar eða hvala- rannsóknir eða ekki. Á allra síð- ustu árum hefur aðildarríkjum ráðsins fjölgað til mikilla muna. í hópi nýrra meðlima eru smáríki, sem ekki eru nefnd á nafn í íslenzk- um landafræðikennslubókum. Svo er að sjá, sem smalað hafi verið í ráðið; slíkt ofurkapp hafa viss ríki lagt á, að náð yrði tilskildum meiri- hluta til samþykkis á allsherjar- banni við hvalveiðum. Og þess munu nokkur dæmi, að með at- kvæði hinna nýju meðlima ráðsins hafi farið borgarar annars ríkis. Sú augljósa breyting hefur orðið á ráðandi viðhorfum innan Al- þjóðahvalveiðiráðsins, að sjónar- mið skynsamlegrar nýtingar hvalastofna hefur vikið fyrir til- finningalegum rökum, sem varða meinta greind hvala og þær aðferð- ir, sem beitt er við veiðarnar. Stofnskrá Alþjóðahvalveiðiráðsins veitir því þó ekkert umboð til að byggja ákvarðanir sínar á þeim grundvelli. Það hefur þess vegna verið viturlegra ráðið í upphafi að heimila aðildarríkjum að mótmæla ákvörðunum Hvalveiðiráðsins með þeim verkunum, sem þegar hefur verið getið um. Afstaða Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna í yfirlýsingu, sem áheyrnar- fulltrúi FAO — Matvæla- og land- búnaðarstofnunar SÞ gaf — á síð- asta ársfundi Alþjóðahvalveiði- ráðsins, segir m.a.: „Ekki virðist réttlætanlegt að banna hvalveiðar um víða veröld með tilliti til þess hve ólíkt ástand hinna einstöku hvalastofna er, og þeirrar stað- reyndar, að nær allar hvalategund- ir og stofnar, sem orðið hafa fyrir alvarlegri fækkun, njóta þegar al- gjörrar verndar." Þá gagnrýnir fulltrúi FAO þá réttlætingu fyrir allsherjarbanni, að ekki sé nóg vit- að um þau atriði, sem ráða vexti og viðgangi hvalastofna með þeim orðum, að „bezta, ef ekki eina leið- in, til að ákvarða veiðanlegt magn úr hvalastofnum er að mæla veið- arnar vandlega. Vísindalega er þekking okkar á hvalastofnunum langt frá því að vera fullkomin og talsvert má um það deila, hversu miklar veiðar einstakir stofnar þola. Efasemdir þessar gefa þó enga ástæðu til að veiða ekki hóf- legan afla úr stofnum, sem virðast vera i góðu ástandi." Fréttabréf úr Breiðuvíkurhreppi: Talstöðvar björguðu því að hægt var að ná í lækní Laugarbrckku, H. janúar. Tíöarfar VEÐRÁTTAN hefur verið mjög slæm hér eins og víða á landinu síðan í desember, og hafa oft verið hörð veður, úrkomur mikl- ar og stormar, en verst hefur tíð- arfar verið síðan fyrir jól, lát- laus snjókoma og stórviðri. Á gamlársdag var hvass útsynn- ingur með snjóéljum, þó var hæggert verður um stund síð- asta hluta dagsins og úrkomu- laust rétt fyrir dimmingu. En þegar byrjað var að skyggja, var ég staddur hér úti við og he.vrði ég þá í flugvél og sá hana fljót- lega þar sem hún kom úr vestri og flaug hún lágt yfir höfði mér til austurs. Hún flaug lágt yfir kirkjuna sem stendur í túninu hjá mér en kirkjan var uppljóm- uð af flóðljósum og ljóskrossi. Ég sá að þetta var þyrla. Nú sá ég að þyrlan beygði til suðurs og síðan til vesturs, eða í hring yfir plássið, svo flaug hún tvo hringi og alltaf yfir kirkjuna til aust- urs, því næst flaug vélin til aust- urs inní Breiðuvík mjög lágt og hvarf mér sjónum um stund bakvið Hellnahraun. Mér datt í hug að einhver bilun væri í vél- inni, og hún væri að athuga lendingarstað, sem kom á dag- inn. Þá gerist það næst, að þyrl- án kemur aftur, og flýgur nú mjög lágt yfir mig þar sem ég stóð og þá á leið niður. Svo fór hún alveg niður að jörðu svona á að giska 40 metra frá íbúðarhús- inu, og snjórinn sem var á tún- inu þyrlaðist upp undah vélinni, en þá hóf hún sig upp aftur lítið eitt og flaug niður túnið nokkra metra frá jörðu og lenti svo rétt fyrir neðan túngirðinguna á Laugarbrekku og tókst lendingin mjög vel. Margir af íbúum plássins fóru að vélinni strax og hún lenti. Þetta var þyrla frá setuliðinu í Keflavík. í vélinni voru sjö menn, allir frá setuliðinu. Þyrl- an var að koma að norðan, og var á leið til Keflavíkur, hún var komin hér suður á Faxaflóa, en sneri þar við, vegna þess að þá var komið svo vont veður fyrir sunnan að þeir treystu sér ekki til að lenda þar. Einn maður á Hellnum gat talað við mennina á ensku, en það var Matthías Björnsson, Gíslabæ. Þeir skiptu sér á tvo bæi fyrst og borðuðu þar kvöld- mat, en gistu allir hjá Matthíasi. Símasambandslaust var á Hellnum á gamlársdag, þegar flugvélin lenti og kom síma- samband ekki á aftur fyrr en 3. janúar, en símasamband var í Breiðuvík, og var farið með einn af áhöfn flugvélarinnar tvær ferðir inn í Breiðuvík í versta veðri, svo að hann gæti talað suður. Um 15 mínútum eftir að vélin lenti skall hér á versta veð- ur, snjókoma og skafrenningur, svo litlu mátti muna, að hún gæti lent hér. Á nýársdag var vestanhvassviðri með hríðarélj- um. Einn spaðinn á vélinni fauk af um nóttina, og þurftu þeir að gera við það á nýársdag áður en þeir fóru, en klukkan 15.15 hófu þeir sig til flugs, og gekk ferðin vel suður. Þeir ætluðu að fljúga með ströndinni. Messur Á annan jóladag messaði séra Rögnvaldur Finnbogason, sókn- arprestur í Hellnakirkju, og skírði tvö sveinbörn úr sókninni. Annar drengurinn, sem skírður var og heitir Finnbogi, er sonur Reynis Bragasonar og Jónasínu Oddsdóttur, sem búa á Laug- arbrekku, en hinn drengurinn, sem heitir Jón Fannar, er sonur Tryggva Högnasonar og Elísa- betar Jónsdóttur. Þau búa nú á Akranesi, en komu hingað með drenginn (til foreldra hennar) til að láta skíra hann hér. Fjöl- menni var við kirkju, og veður gott um miðjan daginn, en versnaði mjög um kvöldið. Fór þá að snjóa og skafa, en allir komust þó heim án hrakninga. Talsverður snjór var á vegum, og ekki fært nema jeppum. Félagslíf Með naumindum var hægt að kveikja í brennum á gamlárs- kvöld vegna veðurs, en veðrið batnaði smástund og var þá kveikt í brennum. Unga fólkið sem komst vegna ófærðar kom saman á nýársnótt til að skemmta sér í félagsheim- ilinu á Arnarstapa, en þegar það fór heim um nóttina hafði snjó- að svo mikið að fjórir fólksbílar sem fóru frá Hellnum komust ekki alla leið vegna ófærðar, og varð fólkið að skilja bílana eftir og ganga heim. Kvenfélagið hér ætlaði að hafa jólatrésskemmt- un fyrir börn um hátíðirnar, en af því gat ekki orðið vegna ófærðar og óveðurs. Sími Mikil óánægja ríkir hér í sveit varðandi símann síðan að síms- stöðin á Arnarstapa var lögð niður á síðastliðnu vori, en þá var Breiðuvíkurhreppur tengdur við Stykkishólm frá klukkan 9.00 að morgni og til kl. 21.00 að kvöldi, en við Búðardal hinn hluta sólarhringsins. Þessari breytingu fögnuðu flestir í byrjun sem eðlilegt var þar sem við höfðum ekki síma- samband áður nema fjóra klukkutíma í sólarhring, en nú áttum við að vera i símasam- bandi allan sólarhringinn og virtist því þessi breyting vera mjög glæsileg, og hefði líka verið það ef allt hefði verið í lagi, en því miður hefur reynslan verið önnur, því símasambandið hefur vægast sagt verið alveg óviðun- andi. Símasambandið hefur verið að fara af trekk í trekk með stuttu millibili og stundum vikum sam- an í einu, með ýmsu móti. Stund- um hefur verið símasambands- laust frá okkur, og stundum til okkar, en línan ekki bilað, heldur eitthvað annað. Sveitinni er skipt í þrennt: Breiðuvík sér, Arnarstaði og svo Hellnar. Símasambandið milli innansveitarhólfa hefur alla tíð verið ómögulegt og hefur þar engin breyting orðið á, svo sveit- ungarnir hafa ekki getað talað saman, aðeins þó undantekn- ingar, en orðið að láta stöðvarn- ar bera á milli í brýnni nauðsyn. Konurnar, sem eru við símann í Stykkishólmi og Búðardal, eiga miklar þakkir skilið fyrir sér- staka lipurð og greiðsemi og þá þolinmæði sem þær hafa sýnt við þessar bágbornu aðstæður. Þær hafa reynt eins og þær hafa getað að ná til okkar og afgreiða símtöl fyrir okkur, en það gefur að skilja að þetta ástand hefur verið mikið aukaálag á þær. Um áramótin voru talsverð veikindi á mínu heimili, lítið barn, sjö mánaða gamall dreng- ur, var með hlaupabólu og var hann með 40 stiga hita á annan í nýári. Þá var ekkert símasam- band og ekki fært bílum vegna illviðris og snjóa og gat það því ekki talist glæsilegt. Talstöð er hér í plássinu á Ökrum, sem nær sambandi við aðra stærri talstöð í Breiðuvík, sem er í Miðhúsum. I þessu tilfelli náði Akratalstöð- in í talstöðina í Miðhúsum, og bað Miðhús um að ná sambandi við héraðslækninn, og það heppnaðist vel. Miðhús náði til

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.