Morgunblaðið - 08.02.1983, Blaðsíða 1
40 SÍÐUR
31. tbl. 70. árg.
ÞRIÐJUDAGUR 8. FEBRÚAR 1983
Prentsmiðja Morgunblaösins
Persaflóastríðið:
jr
Mesta sókn Irana
frá stríðsbyrjun
Dagblaö í Saudi-Arabíu segir milljón manns taka þátt í henni
Nikosíu, 7. febrúar. AP.
ÍRANIR hafa hafíð sína mestu sókn á hendur írökum allt frá upphafí
Persaflóastríðsins og „frelsað mikið land“ að því að þeir segja sjálfír. lrakar
segjast hins vegar hafa hrundið árásinni og upprætt fjandmanninn gjörsam-
lega.
íranska fréttastofan sagði, að
gagnsóknin nú væri sú mesta frá
því átökin hófust milli þjóðanna
og hefðu íranir ráðist til atlögu
syðst á víglínunni. Tekist hefði að
umkringja heila herdeild úr 14.
herfylki írakshers og hefðu aliir
hermennirnir ýmist fallið eða ver-
ið teknir höndum.
íranir hafa að undanförnu haft
nokkuð hátt um fyrirhugaða árás
og í síðustu viku sagði Mohsen
Rafiqdust, ráðherra, sem hefur
með islömsku byltingarverðina að
gera, að brátt myndi þjóðin fá
miklar „sigurfréttir". Dagblaðið
„Al-Madina“ í Saudi-Arabíu sagði
sl. laugardag, að Iranir hefðu
safnað saman einni milljón manns
syðst á víglínunni og að megintil-
gangur fyrirhugaðrar árásar væri
að rjúfa leiðina meilli Bagdað og
borgarinnar Basra.
I tilkynningu herstjórnar íraka
sagði, að árásinni hefði hrundið
gjörsamlega og að ekki hefði einn
einasti ferþumlungur lands fallið í
hendur írönum.
Barbie enn
þýzkur þegn?
Bonn, 7. febrúar. AP.
VESTUR-ÞÝZK stjómvöld héldu
því fram f dag, að stríösglæpa-
maöurinn Klaus Barbie, ööru
nafni Klaus Altmann, væri enn
þýzkur þegn, þar sem hann heföi
með sviksamlegum hætti orðið
sér út um ríkisborgararétt í Bóli-
víu meö því að nota fölsk skjöl.
Þá var ítrekuð fyrri tilkynn-
ing frá dómstóli í Múnchen
þess efnis, að enn stæði yfir
ítalir styöja „núlllausnina“
Hyggjast koma stýrield-
flaugum íyrir á Sikiley
Itóm, 7. febrúar. AP.
GEORGE Bush, varaforseti Bandaríkjanna, ræddi í dag lengi einslega
við Jóhannes Pál páfa II. Fyrr í dag hafði Bush átt fund með ítölskum
ráðamönnum, þar sem ítrekaður hafði verið stuðningur ítala við stefnu
Bandaríkjastjórnar á sviði hermála.
Af hálfu Páfagarðs var ekk-
ert sagt um viðræður páfans og
Bush varaforseta, en þær stóðu
yfir í 45 mínútur. Páfinn hefur
ítrekað skorað á stjórnvöld
jafnt í Moskvu sem í Washing-
ton að taka gagnkvæm skref í
átt til afvopnunar á sviði
kjarnorkuvopna.
Áður en Bush ræddi við páf-
ann, hafði Bush m.a. átt fund
með Emilio Colombo, utanrík-
isráðherra Ítalíu, sem ítrekaði
eindreginn stuðning stjórnar
sinnar við „núll-lausn“ Reagans
Bandaríkjaforseta í kjarnorku-
málum. Þá hafnaði Colombo
gagntillögum Rússa sem „óað-
gengilegum". Var það haft eftir
ítölskum embættismönnum, að
Colombo hefði staðfest stuðning
Ítalíustjórnar við þá ákvörðun
Atlantshafsbandalagsins að
koma fyrir 572 eldflaugum af
gerðinni Pershing 2 svo og
stýrieldflaugum fyrir árslok í
fimm löndum í Vestur-Evrópu.
Walesa kvaddur
fyrir saksóknara
N arsjá, 7. febrúar. AP.
LECH Walesa, leiðtogi Samstööu, samtaka hinna frjálsu verkalvðsfélaga í
Póllandi, fékk í dag kvaöningu um að mæta sem vitni á skrifstofu saksókn-
arans í Varsjá næsta fímmtudag. Til þessa hefur Walesa virt aö vettugi
ítrekaöar kvaöningar frá yfírvöldum, sem haft hafa til endurskoðunar fjár
mál Samstööu.
Walesa sagði hins vegar í sam-
tali frá Gdansk við fréttamann í
Varsjá í dag, að hann myndi gegna
þessari kvaðningu og mæta á
skrifstofu saksóknara kl. 9.00 á
fimmtudagsmorgun.
Þrátt fyrir það að pólsk yfirvöld
hafi ekki enn birt neinar ákveðnar
kærur á hendur Walesa, þá hafa
blöð kommúnistaflokksins haldið
því fram, að finna mætti „óná-
kvæmni" i bókhaldi þeirrar deild-
ar Samstöðu, sem starfar í
Gdansk, jafnt sem skattaframtali
Walesa sjálfs.
Walesa hefur aftur verið settur
á launaskrá í Lenin-skipasmíða-
stöðinni í Gdansk, en honum hefur
verið meinaður aðgangur að starfi
sínu þar.
Reykingamenn
fá engin lán
kuala Lumour, Malavsíu, 7. febrúar. AP.
REYKINGAMENN í Malaysíu
hafa engan rétt á nýjum lánum
sem annars bjóöast þarlendum
um þessar mundir og eru vaxta-
laus, segir í tilkynningu skipu-
lagsráöherra í dag.
Astæða er gefin í tilkynn-
ingunni og hljómar hún þann-
ig: Þeir sem hafa efni á að
kaupa sér sígarettur og brenna
peninga á þann hátt þurfa ekki
á lánum stjórnvalda að halda.
Ráðherrann sagði einnig að
allir þeir sem um lánin myndu
sækja yrðu að gangast undir
læknisskoðun, þar sem kæmi
fram hvort umsækjendur
hefðu orðið reykingum að
bráð.
Reykingar voru bannaðar í
öllum opinberum byggingum í
Malaysíu síðla á síðasta ári og
er þessi reglugerð nú framhald
á herferð gegn reykingum sem
þá hófst.
Þar af á að setja upp 112 stýri-
eldflaugar á Sikiley.
Sovétstjórnin hefur hafnað
„núll-lausninni“, sem felur það í
sér, að eldflaugar Rússa af SS-
gerð, sem miðað er á Vestur-
Evrópu, verði eyðilagðar gegn
því að hætt verði við af hálfu
NATO að koma áðurgreindum
eldflaugum fyrir í Vestur-
Evrópu.
Sagði Colombo, að tillögur
Sovétstjórnarinnar fælu í sér,
að Rússar fengju einokun á
eldflaugavopnum af meðal-
drægri gerð í Evrópu, og að
slikt myndi hafa í för með sér
„bæði stjórnmálalegt og hern-
aðarlegt ójafnvægi í Evrópu“.
Klaus Barbie. Hann hefúr nú
veriö framseldur til Frakklands
frá Bólivíu.
könnun á því, hvort vestur-
þýzk stjórnvöld ættu að fara
þess á leit, að Barbie yrði
framseldur þeim frá Frakk-
landi sem yfirmaður Gestapo í
Lyon. Slík málaleitan færi
hins vegar eftir því, hver
niðurstaðan yrði í réttarhöld-
um þeim, sem nú eru byrjuð
yfir Barbie í Frakklandi.
Sjá, „Dauði er allt of mild
refsing" á bls. 19.
Skýrslan um Beirút-
morðin kunngerð
Jvrúsakm, 7. frbrúar AP.
NEFND dómara, sem rannsakað hefur atferli og framferði ísraelsmanna
varöandi morö þau er framin voru í Beirút í september sl„ tilkynnti í dag, aö
hún myndi skýra frá niðurstöðum síntim á morgun, þriöjudag. Begin for-
sætisráöherra átti að fá skýrsluna í hendur þegar í kvöld.
Rannsókn þessi hefur staðið yf- leyti um, að herlið kristinna
ir í fjóra mánuði og hefur verið manna í Líbanon fékk að fara inn
gefið í skyn, að hún kynni að í Sabra- og Chatilla-flóttamanna-
skaða ýmsa háttsetta stjórnmála- búðirnar í Beirút, þar sem um 470
menn og herforingja í lsrael með manns voru drepnir.
þvi að kenna þeim að einhverju