Morgunblaðið - 23.04.1983, Page 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 23. APRÍL 1983
29
Öryggismál Norðurlanda
Bókmenntir
Björn Bjarnason
Cooperation and Conflict heitir
norrænt tímarit um alþjóðastjórn-
mál. l*að er gefíð út á ensku fyrir
Norrænu samvinnunefndina um
alþjóðastjórnmál af Universitets-
forlaget í Osló. I ritstjórn þess sitja
tveir Svíar, tveir Danir, Norðmað-
ur og Finni en enginn Islendingur.
Fyrir 10 árum var gefíð út sérhefti
af tímaritinu undir ritstjórn Norð-
mannsins Johan Jörgen Holst,
sem bar heitið Five Roads to
Nordic Security — Fimm leiðir að
norrænu öryggi. Þar lýstu höfund-
ar frá Norðurlöndunum (Johan
Jörgen Holst, Noregi, Nikolaj Ped-
ersen, Danmörku, Aimo Pajunen,
Finnlandi, Nils Andrén, Svíþjóð og
Björn Bjarnason, íslandi) örygg-
ismálastefnu heimalanda sinna og
stöðu þeirra í utanríkismálum. Nú
kynnir Cooperation and Conflict á
ný í 4. hefti 1982 viðhorf á Norður-
löndunum til öryggismála.
Fyrsta greinin í þessu hefti er
að vísu eftir starfsmann banda-
ríska varnarmálaráðuneytisins,
Dov S. Zakheim, sem fjallar um
stöðu mála á norðurvæng NATO.
Johan Jörgen Holst, forstjóri
norsku utanríkismálastofnunar-
innar, skrifar um Noreg, Bertel
Heurlin, lektor við Kaupmanna-
hafnarháskóla, um Danmörku,
Gunnar Gunnarsson, starfsmað-
ur öryggismálanefndar, um fs-
land, Ingemar Dörfer, við
sænsku varnarmálarannsókna-
stofnunina, um Svíþjóð, og Kari
Möttölá, við finnsku utanrikis-
málastofnunina, um Finnland.
Ritstjórinn, Christer Jönsson,
lætur þess getið f formála, að
ætlunin hafi verið að hafa í heft-
inu grein um afstöðu Varsjár-
bandalagsins en hún hafi ekki
borist í tæka tíð.
Dov S. Zakheim gerir meðal
annars ítarlega grein fyrir
samningi Noregs og Bandaríkj-
anna um birgðastöðvar fyrir
bandaríska landgönguliða í Nor-
egi sem senda á þangað á hættu-
stundu, en í grein Johan Jörgen
Holst er því lýst hvernig Norð-
menn hafa túlkað þá stefnu að
leyfa ekki erlendar herstöðvar í
landi sínu með hliðsjón af
breyttum aðstæðum meðal ann-
ars vegna sóknar sovéska flotans
út á Noregshaf. En bæði Holst
og Gunnar Gunnarsson lýsa
flotastefnu Sovétmanna og um-
svifum á höfunum og er forvitni-
legt að kynnast þeim áherslu-
mun sem er í ritgerðum þeirra
um mikilvægi GIUK-hliðsins
svonefnda, en Holst telur hern-
aðarþungann á því meiri en
Gunnar. Dov S. Zakheim minnist
lítið sem ekkert á Island, þó hef-
ur hann kynnt sér varnarstöðina
í Keflavík sérstaklega og ritað
um hana í tengslum við varnir
Norður-Atlantshafs. í ritgerð
sinni drepur Zakheim á mikil-
vægi Grænlands, sem hann segir
að verði ekki ofmetið fyrir varn-
ir NATO. Kemur fram hjá hon-
um að með því að smiða lang-
drægari sprengjuþotur en
Backfire-þotuna eins og Sovét-
menn hafa á prjónunum geti
þeir hugsanlega hagað ferðum
sínum þannig í lofti, að þeir
haldi sér ávallt utan ratsjár-
gcisla sem sendir eru frá stöðv-
um hér á landi eða úr AWACS-
vélum sem hér hafa bækistöð.
Þetta geti leitt til þess að nauð-
synlegt verði talið að efla loft-
varnir í Grænlandi.
Noregur er tvímælalaust í við-
kvæmustu stöðunni frá hernað-
arlegum sjónarhóli af Norður-
löndunum bæði vegna þróunar
hernaðartækni og afstöðunnar á
milli stórveldanna í vígbúnaði.
Við hinum breyttu aðstæðum
hafa Norðmenn brugðist bæði
pólitískt og hernaðarlega. At-
hyglisvert er til dæmis, að þeir
hafa nú hin síðari ár, þegar
dregið hefur úr gildi slökunar-
stefnunnar, lagt sig fram um að
ná sem bestum og helst formleg-
um tengslum við Evrópubanda-
lagið (Efnahagsbandalag Evr-
ópu) í von um að verða hlutgeng-
ir í því pólitíska samstarfi um
utanríkis- og öryggismál sem
fram fer á vettvangi þess. Þessi
viðleitni Norðmanna á rætur að
rekja til þess að þeir vilja ekki
einangrast sem „Atlantshafs-
ríki“ á milli Bandaríkjanna og
Sovétríkjanna. Besta mótvægið
gegn því telja þeir vera að
treysta böndin við samherjana í
Vestur-Evrópu. Lýsing Johan
Jörgen Holst á þessari þróun
leiðir hugann að því, hve lítið
hefur verið rætt um þessi mál
hér á landi, sem er þó nauðsyn-
legt af mörgum ástæðum, sem
ekki verða raktar að sinni. Holst
lýsir meðal annars þeim ráðstöf-
unum sem Norðmenn hafa gert í
tilefni af því að Örland-flugvöll-
ur í Mið-Noregi á að verða við-
komuflugvöllur fyrir AWACS-
vélar NATO þegar starfræksla
þeirra hefst í Evrópu. Grein
sinni lýkur Holst með þessum
orðum: „Þegar á heildina er litið
ætti ástandið á norðurvæng
NATO að verða nokkuð gott á
komandi árum, þar sem lagður
hefur verið grunnur að og mynd-
aður rammi um viðunandi varn-
ir með venjulegum vopnum."
Svipaðrar bjartsýni gætir í
grein Bertel Heurlin um örygg-
ismál Danmerkur. Þar í landi
hefur tekist samkomulag til
langs tíma milli stjórnmála-
flokkanna um fjárveitingar til
varnarmála og endurnýjun á
venjulegum vopnabúnaði. Jafn-
framt hafa verið gerðar ráðstaf-
anir sem tryggja að til Dan-
merkur berist liðsauki bæði frá
Bandaríkjunum og Bretlandi á
hættutímum. Má segja að þessar
ráðstafanir Norðmanna og Dana
til að taka á móti liðsauka frá
bandamönnum sínum séu helstu
nýmælin í vörnum þeirra síðustu
10 ár.
Gunnar Gunnarsson styðst í
ritgerð sinni við þær ítarlegu og
vönduðu rannsóknir sem hann
stundaði áður en hann skrifaði
um GIUK-hliðið fyrir Öryggis-
málanefnd. Um það rit hefur áð-
ur verið fjallað á þessum vett-
vangi. Hnattstaða Islands skipar
okkur nær þvi í flokk með Nor-
egi í hernaðarlegu tilliti og
tengsl íslands við miðkerfið
svonefnda milli Bandaríkjanna
og Sovétríkjanna eru skýr vegna
kafbátaferða um Atlantshaf.
Ritgerð Gunnars Gunnarssonar
sker sig úr að því leyti, að hann
getur ekki eins og hinir höfund-
arnir stuðst við skýrslu sem hef-
ur að geyma samræmd viðhorf
ólíkra stjórnmálaflokka um
meginstefnuna í öryggismálum
þjóðarinnar. Annars staðar á
Norðurlöndum hefur pólitísk
samstaða um grundvallarþætti á
þessu mikilvæga sviði verið stað-
fest í stefnumótandi álitsgerðum
sem endurnýjaðar eru með
reglulegum hætti og gilda til
dæmis til fimm ára. Gunnar
bendir réttilega á að einkum
fyrir frumkvæði sjálfstæð-
ismanna hafa umræður um virk-
ari þátttöku íslendinga í eigin
vörnum orðið töluverðar undan-
farið. Forsenda fyrir gerð álits-
gerða á borð við þær sem stuðst
er við annars staðar á Norður-
löndum er sérfræðiþekking og
nýting hennar með skipulegum
hætti í stjórnkerfinu og til að-
stoðar stjórnmálamönnum við
mótun stefnu. Losaralegar yfir-
lýsingar ýmissa frambjóðenda
um öryggismál í nýafstaðinni
kosningabaráttu staðfesta enn
að ábendingar og tillögur um ís-
lenskt átak í þessu efni eiga rétt
á sér.
Kari Möttölá frá Finnlandi
lýsir markmiði öryggismála-
stefnu með þeim hætti að í henni
felist annars vegar að þjóðin fái
frið til að móta þjóðfélag sitt og
lífskjör að eigin vild og hins veg-
ar að ríkið geti komið fram sem
fullvalda þátttakandi á alþjóða-
vettvangi. Finnski höfundurinn
lýsir þróun öryggismála í landi
sínu með vísan til stefnumótun-
ar í þremur álitsgerðum varn-
armálanefndar finnska þingsins,
1971,1976 og 1981. Finnar fylgja
hlutleysisstefnu en leggja höfuð-
kapp á vinsamleg samskipti við
Sovétríkin á grundvelli vináttu-
samningsins milli ríkjanna frá
1948. Uhro Kekkonen, fyrrum
Finnlandsforseti, sagði eitt sinn
„... Þvi meira traust sem Sov-
étmenn bera til Finna sem frið-
samra nágranna, þeim mun
meiri möguleika höfum við á
nánu samstarfi við Vesturlönd."
Og frumkvæði Finna í öryggis-
málum á alþjóðavettvangi má
meðal annars rekja til þessara
orða Kekkonens frá 1965: „ ...
Við getum aðeins viðhaldið
hlutleysi okkar ef friður helst í
Evrópu." Kæmi til ófriðar yrðu
Finnar stíðsaðilar við hlið Sov-
étmanna á grundvelli vináttu-
samningsins. En um skilyrðin
fyrir gildistöku hernaðarákvæð-
anna í samningnum ræðir Mött-
ölá ítarlega.
Ingemar Dörfer segir að í
heimalandi sínu, Svíþjóð, sé það
einkenni umræðna almennings
og stjórnmálamanna að reynt sé
að komast hjá því að ræða valda-
pólitík á alþjóðavettvangi en
þeim mun meiri áhersla lögð á
siðferðilega þætti sem leiði
menn oftast á villigötur við at-
hugun á hernaðarmálum. Þetta
leiði því oft til misskilnings á
þeim forsendum sem lagðar eru
til grundvallar í umræðum um
varnarmál Evrópu. Dörfer lýsir
ákvörðunum sænskra stjórn-
valda um endurnýjun heraflans
meðal annars smíði nýju orr-
ustuþotunnar Viggen sem er
stórframkvæmd á heimsmæli-
kvarða. í júní 1982 var samin
varnarmálaáætlun til fimm ára í
Svíþjóð og segir Dörfer, að hún
hafi „depolitized“ eða þurrkað
varnarmál út úr flokkspólitísk-
um umræðum í landinu fram yf-
ir miðjan áratuginn.
Athyglisvert er hve höfund-
arnir minnast lítið á hugmynd-
irnar um kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndunum og
deilurnar um bandarísku kjarn-
orkueldflaugarnar í Evrópu.
Skýringin á þessu er þó einföld,
því að áhugi ríkisstjórna á Norð-
urlöndunum á þessum málum
beinist hvorki að því að gera
löndin að kjarnorkuvopnalausu
svæði, enda eru þau það í reynd,
né að leggja stein í götu fram-
kvæmdanna til undirbúnings því
að eldflaugarnar verði settar
upp. Bæði norska ríkisstjórnin
og sú danska hafa ákveðið að
lcggja fram það fjármagn sem
þeim ber til þessara fram-
kvæmda. Deilurnar um þessi
mál eru mestar í Noregi vegna
valdabaráttu innan Verka-
mannaflokksins þar og gerir Jo»
han Jörgen Holst grein fyrir
viðhorfum í málinu. Ingemar
Dörfer segir, að uppspretta um-
ræðna um öryggismál í Svíþjóð
sé í Noregi og því hafi sænski
jafnaðarmannaflokkurinn álykt-
að um kjarnorkuvopnalaust
svæði á Norðurlöndum 1981 eftir
að norski Verkamannaflokkur-
inn hafi gert það. Finnska ríkis-
stjómin mun ekki hafa neit
frumkvæði að formlegum að-
gerðum varðandi kjarnorku-
vopnalausa svæðið. Umræður
um þessi mál eru miklar meðal
ýmissa hópa á Norðurlöndum
eins og kunnugt er og á þessu
stigi getur enginn sagt til hvers
þær munu leiða þegar fram líða
stundir.
Hér hefur verið stiklað á
stóru. Almennt má segja að
þetta hefti af Cooperation and
Conflict sé nauðsynlegt hverjum
þeim sem vill kynnast grundvall-
arviðhorfum þjóðanna fimm til
öryggismála, þeim viðhorfum
sem ráða ferðinni, þótt ekki beri
jafn mikið á þeim í daglegri
fréttamiðlun og sjónarmiðum
hinna sem segjast vilja breyt-
ingar án þess þó að gera sér
nákvæma grein fyrir því í hverju
þær eiga að felast.
Að lokum ein ábending til um-
hugsunar. GIUK-hliðið notum
við nú orðið hér á landi um
svæðið milli Grænlands, íslands,
Færeyja og Skotlands þegar við
ræðum það í samhengi við ör-
yggismál. í ritgerð sinni notSr
Johan Jörgen Holst skammstöf-
unina GIF og dregur þá línuna
frá Grænlandi um Island til
Færeyja en lætur þar staðar
numið. Ekki hef ég séð neina
skýringu hans á þessari ný-
breytni. Ég get mér þess hins
vegar til að hann álíti skynsam-
legt að láta staðar numið við
Færeyjar af því að annars lokar
hann Noreg inni fyrir norðan
línu sem búast má við að Sov-
étmenn vilji draga með flota sín-
um á hernaðartímum auk þess
sem önnur sjónarmið gildi um
svæðið fyrir vestan Færeyjar en
austan.
Eins og það kemur af trjánum
Hljóm
rnrflTrrg
Siguröur Sverrisson
Headpins
Turn It Loud
Atco/ Steinar hf.
„Töff byrjun" hugsaði ég þeg-
ar fyrsta lag plötunnar fór af
stað. Reyndar gerði ég ekki ráð
fyrir miklu eftir að hafa fengið
mig fullsaddan af bandarísku
iðnaðarrokki á undanförnum
vikum. En viti menn, undrun
mín og ánægja jókst með hverju
lagi á fyrri hlið þessarar plötu.
Síðari hliðin er ekki eins sterk,
en á plötunni eru nægilega mörg
góð lög til að lyfta henni vel upp
úr vestanhafsmeðalmennskunni.
Reyndar er ekki allskostar
rétt að kenna Headpins við
Bandaríkin. Þótt upplýsingar
um hljómsveitina sáu nánast af
afskaplega skornum skammti
má þó sjá á bakhlið plötuum-
slagsins, að hún á rætur sínar að
rekja til Kanada og þaðan hefur
margt gott komið á undanförn-
um árum.
Höfuðpaurinn að baki verkinu
er bersýnilega Brian nokkur
McLeod og sér til trausts og
halds hefur hann söngkonuna
Darby Mills. Hún er honum svo
sannarlega betri en enginn og án
hennar væru mörg laganna ekki
nema svipur hjá sjón. Rödd
hennar er skemmtilega gróf og
stundum minnir hún mann
meira að segja á Geddy Lee í
Rush, þótt ekki teljist hann til
kvenþjóðarinnar.
Fjöldi aðstoðarmanna kemur
við sögu á plötunni, en augu mín
staðnæmdust ekki nema við eitt
nafnanna, Mark Frenette. Hann
er trymbill hjá kanadísku sveit-
inni Loverboy. Allir hinir eru
mér hulin ráðgáta.
Tónlistin hjá Headpins er
hreint og klárt rokk og ról, am-
erískt að vísu. Hins vegar eru
kostir þessarar plötu svo margir
umfram hið dæmigerða iðnað-
arrokk, að ekki er annað hægt en
að gleðjast yfir því að enn skuli
vera til fólk sem hefur áhuga á
að festa í plast venjulegt rokk,
án alls aukabúnaðar og glyss.
Bestu lögin á þessari plötu eru
Turn It Loud, Don’t Ya Ever Le-
ave Me og People. Það síðast-
nefnda dulítið í stíl við Meatloaf
á meðan hann var og hét, en
miklu kröftugra og ferskara.
Góð plata fyrir alla þá sem unna
rokki eins og það kemur af
trjánum, ef hægt er að orða það
svo.
< 'ltrmmiíht - PI/YA
HEIMSEND KR. 150
SIMI
24631