Morgunblaðið - 04.06.1983, Blaðsíða 37

Morgunblaðið - 04.06.1983, Blaðsíða 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 4. JtJNÍ 1983 37 er sú staðreynd að starfsemi KGB er að verða mun öflugri á íslandi en starfsemi CIA. Ég álít mikinn sannleika fólg- inn í því að ein af allra árangurs- ríkustu aðferðum til að efla heimsfriðinn sé hin almenna menningarstarfsemi þjóða og ein- staklinga. En það er einmitt að slíkri starfsemi sem hinar erlendu leyniþjónustur leggja sérstaklega áherzlu á að beina spjótum sínum. Og sérstaklega er unnið gegn þeim þjóðum og einstaklingum sem vinna að menningarstörfum á al- gjörlega sjálfstæðan hátt. Reynslan sýnir að leninisminn er ekki stjórnmál í víðri merkingu, heldur mjög frumstæð og hættul- eg trúarbrögð. Og eins og ýmsir bandarískir stjórnmálamenn og hagfræðingar hafa bent á, t.d. Galbraith, vinnur CIA ekki fyrir bandarísku þjóðina, heldur fyrir hina svokölluðu mónópólkapital- ista, sem einnig láta stjórnast af lífshættulegum trúarbrögðum. Ég vona að allir islenzkir stjórnmálaflokkar reyni að sam- einast um það að efla sjálfstæða, íslenzka menningu og halda hin- um erlendu leyniþjónustumönnum og íslenzkum hjálparkokkum þeirra í hæfilegri fjarlægð frá ís- lenzkri menningarstarfsemi. Stórveldin verða að læra að þola það, að hinar ýmsu þjóðir innan samtaka SÞ fari sínar eigin leiðir í viðleitni sinni til aukinnar sjálfstæðrar menningar og bar- áttu fyrir heimsfriði. Beztu kveðjur." — Það var einhver Þ.B. að velta því fyrir sér hér í dálkun- um í morgun (fimmtudag), hvort Hafnfirðingar hefðu gleymt Guði sínum, þar eð kirkju þeirra væri alfarið haldið utan við há- tíðarhöldin nema sem hljóm- leikasal. Vegna þessa vil ég taka fram, að Hafnarfjarðarkirkja gleymdi a.m.k. ekki Guði sínum á þessu merkisafmæli bæjarins. Á sunnudaginn var messaði presturinn, sr. Gunnþór Ingason, og minntist afmælisins í vandaðri ræðu. Sunginn var „þjóðsöngur" Hafnarfjarðar, „Þú hýri Hafnarfjörður", eftir Friðrik Bjarnason og Guðlaugu Pálsdóttur, og sálmarnir voru valdir með tilliti til verndar lands og lýðs í tilefni dagsins. Messan var að vísu ekki haldin að ósk hátíðarnefnarinnar, en það var sem sagt messað og há- tíðarblær yfir tali og tónum. Hins vegar má til sanns vegar færa, að þeir hafi gleymt Guði sínum, sem ekki sóttu þessa at- höfn, og það verður því miður að segjast eins og er, að allt of fáir sáu ástæðu til að vera þar nærstaddir. Skrifið eða hringið til Velvakanda Velvakandi hvetur lesendur til að skrifa þættinum um hvaðeina, sem hugur þeirra stendur til — eða hringja milli kl. 11 og 12, mánudaga til lostudaga, ef þeir koma því ekki við að skrifa. Meðal efnis, sem vel er þegið, cru ábendingar og orðaskipti, fyrirspurnir og frásagnir, auk pistla og stuttra greina. Bréf þurfa ekki að vera vélrituð, en nöfn, nafnnúmer og heimilisföng verða að fylgja öllu efni til þátt- arins, þó að höfundar óski nafn- leyndar. Sérstaklega þykir ástæða til að beina því til lesenda blaðsins utan höfuðborgarsvæðisins, að þeir láti sinn hlut ekki eftir liggja hér í dálkunum. Þurfum að greiða skuldir okkar við landið Sveinn Guðmundsson skrifar: „Velvakandi góður. Þegar vorið hefur gengið í garð þá getur bæði rómantík og raunsæi átt samleið og gert það að raunveruleika að klæða land- ið skógi. Til þess að það sé hægt þarf skólakerfið að opna dyr sínar upp á gátt og hleypa vorinu inn í skólana. Það ætti að vera skylda hvers skólanemanda að planta 10 skóg- arplöntum á ári í þar til gerð svæði er skólinn sér um. Þeim sem eru í forustusveit ís- lenskrar gróðurverndar er best treystandi til þess að móta þessa hugmynd. Við þurfum að greiða skuldir okkar við landið og koma í veg fyrir áframhaldandi uppblást- ur.“ Bekkjarbæn Magnús Guðbrandsson sendir okkur eftirfarandi vísu með sérstakri kveðju til forsvarsmanna Strætisvagna Reykjavíkur: Eftir aö hafa álpast víöa ofan í Reykjavíkurborg, gott væri'aö fá á bekk að bíða bíls nr. 7 viö Lækjartorg. GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Þeir þekkja hvorn annan. Rétt væri: Þeir þekkja hvor annan. Oft færi best: Þeir þekkjast. Bendum börnum á þetta! Akranes: Öflugt æskulýðsstarf Akranesi, 29. maí. Starfsemi æskulýðsnefndar Akraness hefur farið mjög vaxandi á undanförnum árum, og hefur meðferð æskulýðsmála verið til mikillar fyrirmyndar í kaupstaðn- um. Haldið er úti mjög fjölbreyttu starfi, bæði á vegum nefndarinnar svo og hinna fjölmörgu félaga og klúbba sem starfandi eru. Æskulýðsheimilið Arnardalur er opið daglega yfir vetrarmánuðina, þar eru haldnir dansleikir og mikil klúbbastarfsemi er þar í gangi svo nokkuð sé nefnt. Æskulýðsnefnd hefur nú nýlega kynnt sumarstarf sitt og verður það mun fjölbreyttara en verið hefur undanfarin ár. Nefndin mun í sam- ráði við frjáls félög í bænum efna til leikja- og fræðslunámskeiða alls sex að tölu. Hvert námskeið er sjálfstætt og mun standa í eina viku og eru þau ætluð börnum á aldrinum 7—10 ára. Fyrirkomulag er þannig, að börnin koma að morgni og eru við leiki og störf til kl. 16.00. Börnin fara ekki heim til hádegisverðar og þurfa því að hafa með sér nesti. Dagskrá þessara námskeiða er fjölbreytt, farin er ein heilsdagsferð út úr bænum og eru þá heimsóttir sögufrægir staðir í Borgarfirði. Siglt verður meðfram strandlengjunni við Akranes, farið í veiðiferð og skoðanaferðir í fyrir- tæki og stofnanir svo nokkuð sé nefnt. Á hverju námskeiði er áætl- að að börnin geri videómynd sem þau síðan fá að sjá í lok námskeiðs- ins. Einnig efnir nefndin til útilífs- námskeiðs sem ætlað er 11—12 ára börnum. Farið er í sumarbúðir í Skorradal, eins er fyrirhugað að kynnast starfi bóndans og m.a. fara í heyskap. Áætlað er að halda tvö slík námskeið. Hverjum þátttakanda er frjálst að sækja eins mörg námskeið og hann óskar. Æskulýðsnefndin mun í sumar sjá um rekstur vinnuskóla og er það nýjung frá því sem áður var. f skól- ann verða teknir 14—15 ára ungl- ingar, eða þeir sem fæddir eru 1968—1969. Unnið er í 7 tíma á dag og verður unglingunum skipt í marga smáa vinnuhópa sem hver um sig hefur einn flokks ijóra. Áætlað er að unnið verði í átta vik- ur, en það fer þó eftir því hve mikið verður um verkefni, og eins hve margir þátttakendur verða. Þannig verður starfsemin miðið við verk- efnaframboð. Verkefni verða mun fjölbreyttari en áður hefur verið og meðal þeirra verður öll umsjón með opnum svæðum í bænum, vinna við skógrækt, blómarækt og aðstoð- arstörf við gæsluvelli, leikskóla og dagheimili svo nokkuð sé nefnt. Æskulýðsheimilið verður ekki opið í sumar um kvöld og helgar, þó mun verða þar húsnæðisþjónusta fyrir félög og samtök. Ýmislegt fleira er gert fyrir börn og unglinga á Akranesi, t.d. starf- semi á vegum félagsmálaráðs. Gæsluvellir eru opnir fyrir börn 2—6 ára. Starfsvellir eru reknir fyrir börn 7 ára og eldri, þar fá börn timbur til að bvggja kofa og þ.h. Skólagarðar verða reknir í sumar eins og áður, þeir eru ætlaðir börn- um 9—12 ára. Þar felst vinnan mest í ræktun á algengum grænmetis- tegundum og er uppskeran laun barnanna fyrir starfið. Af framan- sögðu má sjá að unglinga á Akra- nesi skortir ekki verkefni til að tak- ast á við þegar skólastarfið liggur niðri vegna sumarlevfa. J.G. BILLINN BÍLASALA SÍMI 79944 SMIÐJUVEGI 4 KÓPAVOGI Læknastöðin Landakoti Marargötu 2. Sími 26133. Höfum opnaö lækningastofur aö Marargötu 2, Reykjavík Árni V. Þórsson, sérgr.: Barnalækningar, hormóna- og efnaskipta- sjúkdómar barna. Guöjón Lárusson, sérgr.: Lyflæknisfræði, hormóna- og efnaskipta- sjúkdómar. Halldór Steinsen, sérgr.: Lyflækningar og gigtsjúkdómar. ísak G. Hallgrímsson, sérgr.: Orku- og endur- hæfingalækningar. Kjartan Magnússon, sérgr.: Skurölækningar, kvensjúkdómar og fæöingarhjálp. Ólafur Gunnlaugsson, sérgr.: Lyflækningar og meltingarsjúkdómar Siguröur E. Þorvaldsson, sérgr.: Almennar skurö- lækningar og plastikskurölækningar. Sævar Halldórsson, sérgr.: Barnasjúk' ómar. Þorsteinn Gíslasun, sérgr.: Þvagfæra- skurðlækningar. Ásgeir Jónsson, sérgr.: Lyflækningar og hjartasjúkdómar. Guömundur Viggósson, sérgr.: Augnsjúkdómar. Ingimundur Gíslason, sérgr.: Augnsjúkdómar. Jóhann L. Jónasson, sérgr.: Lækninga- rannsóknir. Ólafur Örn Arnarson, sérgr.: Þvagfæra- lækningar. Siguröur Björnsson, sérgr.: Lyflækningar og lyflækningar krabba- meinssjúklinga. Sigurgeir Kjartansson, sérgr.: Almennar skurö- lækningar og æöaskurö- lækningar. Tómas Á. Jónasson, sérgr.: Lyflækningar og meltingarsjúkdómar. Þröstur Laxdal, sérgr.: Barnalækningar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.