Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 10.06.1983, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 10. JÚNÍ 1983 55 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 11—12 FRÁ MÁNUDEGI riL FÖST u if „Stundarfriður“ í Stokkhólmi: Undarlega hljótt kringum leikritið Einar Freyr skrifar 24. maí: „Kæri Velvakandi! Þann 12.12 1982 birtir þú bréf frá mér þar sem ég lét í ljós ánægju mína yfir því að Dramat- en í Stokkhólmi hefði ákveðið að taka til sýningar leikrit Guð- mundar Steinssonar „Stundar- frið“. Ég ákvað þá að fá stóran hóp íslendinga í Svíþjóð til hóp- ferðar til Stokkhólms og fagna hinum mikla leikhússigri Guð- mundar og reyndar menningar- sigri íslendinga. Ég hafði vissulega áður séð þess getið í Tímanum, líklega í desem- ber 1981, að sýna ætti leikrit Guð- mundar á Dramaten. Þegar Þjóðleikhúsið hóf starf- semi sína leikárið 1982/3, sendi það út fréttatilkynningu þar sem m.a. var sagt frá því að Ríkisleik- húsið í Svíþjóð myndi sýna áður- nefnt leikrit Guðmundar. Af sér- stökum ástæðum vöktu þessar nýju upplýsingar tortryggni mína. Ég vissi þá ekki til þess að búið væri að þýða leikritið á sænsku, og margt benti til þess að hvorki leik- ritafnefndir né leikhússtjórnir viðkomandi leikhúsa hefðu lesið leikrit Guðmundar. Og hvernig var hægt að ákveða að taka til sýningar leikrit sem maður hafði ekki lesið? Þetta var og er enn rannsóknarefni. Ég vissi samt að Þjóðleikhúsið hafði farið í sýn- ingarför með leikritið til Vestur- Þýzkalands og leikið það á ís- lensku. Þýzk blöð skrifuðu af mik- illi velvild um sýninguna, því að Þjóðverjar bera yfirleitt vinarhug til íslendinga. En það kom einnig í ljós að þýzkum blöðum þótti eitthvað vafasamt við leikritið samkvæmt þeim upplýsingum er fengust um innihaldið á þýzku. En nú hefur „Stundarfriður" verið leikinn á þýzku í Þýzkalandi sem einskonar „vináttuleikur“ (Freundschaftspiel". Meira veit ég ekki um þýzku sýninguna að jvo stöddu annað en það að talsverð þögn virðist ríkja um þetta ís- lenzka leikrit. I Bandaríkjunum var þetta leikrit flutt opinberlega í upplestrarformi. Þar er einnig nokkuð þegjandalegt yfir árangr- inum. Satt er það að hinn mikli áróður kringum leikritið á íslandi jók tortryggni mína. En svo kom ný fréttatilkynning frá Þjóðleikhúsinu 26. eða 27. nóv- ember 1982. Þessi fréttatilkynning gerði mig bjartsýnan eins og fram kemur í bréfi mínu í Velvakanda 12.12. Ég fór að trúa því, að þarna væri á ferðinni leikrit sem vert væri að sjá, og sem jafnvel ætti erindi á alþjóðavettvang. Af þeim ástæðum bjó ég mig undir það, að smala saman hópi íslendinga bú- settum í Svíþjóð, og til að verða „þátttakendur þegar „Stundar- friður" sigrar heiminn', eins og ég tók til orða í ofangreindu, bjart- sýna bréfi mínu til Velvakanda. I vor sá ég auglýsingu frá Dramaten þar sem sýna átti leik- rit Guðmundar Steinssonar. Leik- ritið hafði fengið sænska nafnið „En stilla stund“. Frumsýningin átti að fara fram 7. maí. Það var undarlega hljótt kringum leikrit- ið. Það minnti á þögnina í Þýzka- landi og í Bandaríkjunum. Ef til vill auglýsa leikhúsin aðeins ann- an hvern dag til að spara peninga. Og þennan frumsýningardag var leikrit Guðmundar hvorki umgetið né auglýst í Dagens Nyheter, þessu aðalmálgagni Stokkhólms og Svía á sviði menningarmála, þótt frumsýna ætti leikrit Guð- mundar um kvöldið þennan sama dag. Þrátt fyrir þessa þögn eða leynd var ég enn bjartsýnn og tók þetta bara fyrir lognið undan stormi sigursins. Og ég fór að undirbúa mig undir það að smala saman ís- lendingum í hópferð til Stokk- hólms. í Sænska ríkisútvarpinu er sér- stakur þáttur sem fjallar um nýj- ungar í menningarlífi Svía. Þessi þáttur heitir „Kulturnytt". Hann er vanalega í „P 1“. Stjórnendur þáttarins eru Mats Arvidsson, Lars-Göran Bergquist og Bim Clinell. Leikhúsgagnrýnandi „Kulturnytt" er m.a. Stefan Jo- hansson, en hann hafði verið send- ur á frumsýninguna á leikriti Guðmundar Steinssonar. Þessi leikhúsgagnrýnandi Sænska út- varpsins gaf leikriti Guðmundar Steinssonar „En stille stund" eins konar „rothögg". Og ég spurði sjálfan mig: Er þetta skýringin á hinni miklu þögn sem þetta leikrit hefur fengið erlendis? Koma hin jákvæðu ummæli um þetta leikrit á erlendum vettvangi helzt frá höfundinum sjálfum? Leikhús- gagnrýnandi Sænska útvarpsins taldi leikrit Guðmundar vera þynnsta leikrit sem sýnt hefði ver- ið í leikhúsum Stokkhólms um lengri tíma. Ég tók þennan þátt upp á snældu og hlustaði oftar en einu sinni til að sannfærast um að mér hefði ekki misheyrst. Gagn- rýnandi „Kulturnytt" harmaði að „En stilla stund“ skyldi vera á sumardagskrá hjá Dramaten. í lok gagnrýni sinnar ráðleggur hann forráðamönnum Dramaten að endurtaka ekki slíkt, eða hækka kröfurnar og sýna ekki svona slæm leikrit. Síðan kom kvenþulurinn (Bim Clinell) og sagði eftirfarandi: „Och det radet kom frán Stefan Johansson som blivit irriterad af En stilla stund pá Dramaten!" Þegar svo var málum komið var ég nú neyddur til að setja á lagg- irnar nefnd hið innra með sjálfum mér til að ræða þetta alvarlega vandamál. Og nefndin hóf þegar störf. Nefndin varpaði fram þeirri spurningu, hvort safna ætti sam- an heilum hópi íslendinga til að fara til Stokkhólms og sjá leikrit Guðmundar „En stilla stund“. Er það neikvæð eða jákvæð þögn sem umlykur þögnina kringum þetta leikrit? Líklega neiðkvæð. Væri rétt að eiga á hættu að fá alla upp á móti öllum, eftir að hafa séð leiðinlegt og kannski bjánalegt leikrit með furðulegum „fjólum"? Myndi ekki slík sýning sundra hópnum fremur en sameina hann? Koma öllum í slæmt skap? Myndi leikritið ekki gera mann heimsku- legan á svipinn? Og hver vill vera heimskulegur á svipinn? — Nefndin samþykkti loks einróma að hætta við allt saman, og lýsa yfir því ákveðið, að hver og einn færi til Stokkhólms á eigin ábyrgð til að sjá leikritið. Síðan lét ég nefndina hætta störfum. Stuttu síðar las ég í Dagens Ny- heter auglýsingu frá Dramaten um sýningar á „En stilla stund". í þessari auglýsingu var vitnað í ritdóm úr „Svenska Dagbladet". Þar stóð eftirfarandi: „I den svenska versionen som Steffan Roos regisserat lyckas man med allt.“ Mér þótti þetta undarlegt. Þarna var ritdómur um leik Guðmundar sem hafði farið fri hjá mér. Ég útvegaði mér einl af þessu tölublaði. Þegar ég tók hugsa málið var nú ekki í undarlegt að þessi ritdómur sky hafa farið fram hjá mér. Svenska Dagbladet kaupi ég af og til, en Dagens Nyheter kaupi ég næstum alltaf. En hvernig lá í þessu? Jú, leikrit Guðmundar „En stilla stund“ var frumsýnt laugardaginn 7. maí, en ritdómurinn í Svenska Dagbladet birtist nokkrum klukkutímum eftir þessa frumsýn- ingu, eða sunnudagsmorguninn 8. maí. Morgunblöðin í Svíþjóð koma út á milli klukkan 3—5 á morgn- ana. Ritdómari Svenska Dagblaðs- ins, Carl-Gunnar Áhlén, segir þar ýmislegt það sama og mátti t.d. lesa í fréttatilkynningu frá Þjóð- leikhúsinu á árinu 1982. Og það jákvæðasta í þessum ritdómi er á þessa leið: „Praxis styrker att han lyckats". Dýpra vill Carl-Gunnar ekki taka í árinni. Hann vitnar í „fjólur" frá Guðmundi sjálfum og talar á einum stað um „narrkopia av en familj". Laugardaginn 21. maí sl. birtist viðtal við Guðmund Steinsson í Aftonbladet. Samtalið er í raun og veru ekki annað en auglýsing fyrir leiksýninguna, en slíkt verður að teljast afar eðlilegt. En áreiðan- lega mun mörgum Svíum þykja „fjólur" Guðmundar nokkuð und- arlegar, sérstaklega þar sem hann heldur því fram að núverandi efnahagskreppa muni lækna fólk af hinni sálrænu kreppu, eða eins og hann segir orðrétt við blaða- konuna Ingalill Eriksson: „Jag er övertygad om att den ekonomiska krisen kommer att hjálpa oss ur den psykiska krisen.“ Þetta sem hér er skrifað ber að líta á sem heimildarit eða dókum- ent. Sænskir ritdómarar eru ekki svo frumstæðir að trúa því að öll smáskrýtin eða stórskrýtin leikrit beri þess vott að höfundur slíkra leikrita hafi vaxið upp úr natúral- isma eða raunsæisstefnu, eins og sumir óvandaðir ritdómarar láta oft í veðri vaka, og jafnvel nota orðið „natúralisma" um þá höf- unda sem þeim er persónulega I nöp við eða kannski öfunda. Slíka ritdómara er helzt að finna á ís- landi, hvernig svo sem á því stend- ur. Skoðun mína á þessum málum mun ég kannski láta í ljos á öðrum stað. En mér finnst rétt að Vel- vakandi fái þessar upplýsingar frá Svíðþjóð bæði vegna áður nefnds bréfs míns og annarra hluta. Síð- an getur hver og einn dregið sínar eigin ályktanir af þessum heimild- um eða leitað ennþá nákvæmari upplýsinga. Beztu kveðjur." GÆTUM TUNGUNNAR Heyrst hefur: Konan varð ekki var við neitt. Rétt væri: Konan varð ekki vör við neitt. Hins vegar: Maðurinn varð ekki var við neitt. „Kæru Stykkishólmsbúar! Ég færi ykkur innilegustu þakkir fyrir höföinglega gjöf í sambandi vió 30 ára organ- istastarf mitt viö Stykkishólmskirkju. Sérstaklega þakka ég vinum mínum í Kirkjukór Stykkishólmskirkju og vinum mínum séra Hjalta Guömundssyni, dómkirkjupresti og séra Gísla H. Kolbeins, sóknarpresti, sem og öörum sóknarbúum sem aö þessu stóöu. Guö blessi ykkur öll. Víkingur Jóhannsson, Stykkishólmi.“ Nýr og betri valkostur! ALLTAF Á LAUGARDÖGUM Almenningstölvan — Vél ársins — vél framtíðarinnar, sem hefur þegar breytt heiminum og það er þó aðeins byrjunin. Úr skotgröfunum skrifaði ég Höllu sem beið á Norðfirði. Fred Norton heldur áfram frásögn sinni frá stríðsárunum. Myndlist götunnar — ekki sú sem seld er á götum úti, heldur risastórar myndir utan á húsum, bæði vestan hafs og austan. Vönduð og menningarleg helgarlesning I Þú svalar lestrarþörf dagsins ásíöum Moggans! AtÍGLVSfNGASTOfA KRISTWAft HF

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.