Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 07.12.1984, Blaðsíða 1
FLUGLEIDIR FLUGLEIÐIR B Föstudagur 7. desember á, þaö var mikið stuð á Seyöis- tirði I sumar þegar Stuðmenn unnu að gerð nýjustu kvikmynd- ar sinnar, sem þeir kalla Hvlta máva. En þeir hala ekki látið staðar numið við kvikmyndina heldur hafa einnig unnið aö plötu, sem kemur nú bráðlega út og sú á að heita Kókostré. I kvöld verður sýnt tónlistarmynd- band I Skonrokki með Stuð- mönnum þar sem þeir flytja lag af Kókostréunu. Er sagt frá kvikmynda- og plötugerðinni á innslöum blaðsins. dáins drykkurinn glögg er heitur drykkur, sem borist hefur frá Svl- þjóö tll Islands. í Svlþjóö tengdlst glöggið Luclu en 13. desember er haldin hátlð henni til dýrðar. Það var fyrrum trú manna að þá væri skemmstur dagur, og þvl þyrftu menn að gera sér daga- mun. Hér birtast upþskriftir af glöggi, bæði óáfengu og áfengu, svo og af safranbrauði sem þykir mjög gott að hafa með glöggi. fkar þér vel við kortin okkar, spuröu þær stöllur Anna Svava Knútsdóttir sem er 7 ára og Vigdls Vignisdóttir 10 ára, þegar við heimsóttum þær, þar sem þær voru aö búa til svo Ijómandi falleg jólakort, sem þær ætluðu að senda vinum og vandamönn- um. En þær sögðu að það væri miklu skemmtilegra aö búa til kortin sjálfar I staðinn fyrir að kaupa þau tilbúin. Fleiri ættu að fara að dæmi þeirra vinkvenna, llka þeir sem fullorðnir eru. Skilnaður 30/31 Sjónvarp/útvarp 32/34 Hvítir mávara 38/39 Morgunblaöiö/Árni Sæberg Ljúffengt jólaskraut Hun Patricia Burke eöa Pat eins og hún kallar sig býr til alls konar skemmtilegar fígur- ur úr brauöi, sem hún skreytir á margvíslegan hátt. Þaö góöa við þessar skreytingar, aö þær er hægt aö boröa og svo eru þær lika afar hollar þvi Pat setur aöeins næring- arrik efni svo og lifræn efni i brauöiö sitt en foröast alla óhollustu. Pat bauð nokkrum krökkum til sin síðastliðinn sunnudag og mikiö óskap- lega þótti þeim gaman aö búa til alls konar kalla og kerl- ingar og jafnvel heilt hús úr brauði.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.