Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 08.02.1985, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLADID, FÖSTUDAGUR 8. FEBRÚAR 1985 SALFRÆÐI „Þaö skiptir höfuðmáli, aö menn geti breytt viö- horfum stnum til hlutanna og nái þannig aö draga úr streitunnisegir sérfræö- ingur á þessu sviði, sem auk þess álrtur, aö leiöindi og iádeyöa í Irfinu geti reynzt mönnum eins erfið og of mikíð álag. Hvað er það eíginlega, »em veld- ur mönnum streitu, dr. Borysenko? Fólk álítur oft á tíöum, aö streita sé eitthvaö utanaökomandi, sem ryöjist inn í líf manns, án þess aö gera minnstu boö á undan sér. Streitan getur verið sú, aö yfirmaö- urinn á vinnustaö hafi fyrir vana aö öskra á mann, eöa þá aö eiginkonan veikist. Hún getur átt rætur sinar aö rekja til þess, aö maður hafi misst vinnuna. i raun og veru er því þann- ig háttaö meö streitu, aö hún er samofin úr vissum kringumstæðum í lífi manns, sem krefjast nýrrar aö- lögunar, og svo hæfileikum manns til aö bregöast rétt viö og aölaga sig breyttum háttum. Þaö eru sjálf viöbrögö manna til þess, sem gerist, fremur en viöburöirnir sjálfir, sem valda streitu. Er það þé staöreynd, aö það sem veldur einum streitu, hafi engin áhrif á annan? Hárrétt. Þó eru ákveönir atburöir taldir valda meiri streitu en aörir. Verstur er þá dauöi maka, þar næst kemur hjónaskilnaöur, veikindi, lán- taka gegn veöi í fasteign til margra ára og svo framvegis. Þess ber samt aö gæta, aö tengslin á mllli atvika, sem valda streitu, og svo viöbragöa manna viö slíkum atburöum, eru af- ar flókin. Griski stóu-heimspeking- urinn Epictetus sagöi fyrir mörgum öldum, aö þaö séu ekki hlutirnir, sem órói okkur mennina og trufli, heldur skoöanir okkar á hlutunum. Sumt fólk fær að reyna mikinn fjölda atvika í lífinu, sem beinlinis eru streituvaldandi, og kann aö bregöast rétt viö þeim, en aörir kunna þaö svo ekki. Persónuleiki manna getur vaxiö og styrkzt verulega í miklum erfiö- leikum eöa aö þessir erfiöleikar ná á hinn bóginn aö buga menn alveg. Þetta kemur einmitt vel fram í kín- verska oröinu yfir erfiöleika, sem er samsett af tveimur oröum — annaö þýöir hætta, hitt þýöir tækifæri. Þetta er góö aðferö viö aö líta á kringumstæöur, sem kunna aö valda mönnum streitu. Áttu viö með því, að slíkar kring- umstæöur kunni aö vera heppi- legar fyrir menn? Örvandi kringumstæöur, sem þó kunna aö fela i sér vissa streitu, eru raunar heppilegar fyrir hvern sem er, en þó vel aö merkja aöeins að þvi marki, aö viökomandi ráöi full- komlega viö þaö sem er aö gerast í kringum hann. Þaö horfir allt ööru visi viö, þegar menn hafa ekki fullt vald á atburöarásinni. En einmitt þaö mark er afar mismunandi frá einum til annars. Yfirleitt viröist fólk standa sig bezt, þegar hin örvandi áhrif umhverfisins eru svona rétt í meöallagi. Þegar fólk veröur fyrir mikilli streitu, fylgir mikil framleiðsla af adrenalini í líkamanum i kjölfarið, en athuganir, sem geröar hafa veriö, leiöa í Ijós, aö ef fólki leiöist og þaö hlýtur ekki nægilega hvatningu og örvun, veldur þaö líka því aö adren- alínmagniö í líkamanum veröur mik- iö. Ef fólk veröur fyrir hæfilegri hvatningu af kringumstæöunum, reynist adrenalinmagniö mun lægra. Gætir þú komið með eitthvert dæmi um þaö, á hvern hátt örv- andi aðstæður geti bæði reynzt gððar og vondar? Vissulega. Lítum til dæmis á þaö álag á taugarnar, sem tíminn getur haft í för meö sér. Visst álag af völd- um tímans virkar i þá átt aö auka afköst, framleiöni og vellíöan. Loka- fresturinn er framundan og þaö losnar skyndileg orka úr viöjum, aukiö magn af adrenalíni berst út í blóöiö og afköstin aukast. Þaö heröir yfirleitt upp fólk aö takast á viö vandann, ef þaö sér fram á, aö þaö getur ráöiö viö hann og fram- kvæmt þaö, sem gera þarf. En ef maöur sér hins vegar loka- frestinn fram undan klukkan níu aö morgni og hafi enn ekki getaö ein- beitt huganum aö úrlausnarefninu kl. 4 um morguninn, þá getur kviöi og ofsahræösla fariö aö grípa um sig hiö innra með manni, og allt sem heitir afkastageta, starfsorka og vellíöan horfiö frá manni eins og dögg fyrir sólu. Þaö er viö þannig aöstæður, aö streita, í merkingunni þunglyndis. Skortur á slíkri stjórn á hlutunum í umhverfinu, hefur einnig miöur heppileg áhrif á líkama manns og starfsemi hans. Er það eitthvað fleira, sem stuðl- ar að streituþolni hjá fólki? Félagslegur stuöningur getur skipt miklu máli viö aö gera fólk harðara af sér gagnvart streitu. Þaö er eitt atriöi, sem þó hefur lítiö veriö til umræöu, en er ein af meginor- sökum streitu hér í Bandaríkjunum, og þaö er hiö ópersónulega yfir- bragö og eöli þessa þjóöfélags — tilfærslunnar innan bandarisks þjóöfélags, sem eru svo algengar og skapa visst los, skortur á tækifær- um fyrir fólk aó ná aö skjóta almen- nilega rótum og geta gefiö sig af alúö aö starfi sínu og umhverfi um langt skeið. Oft á tíðum hefur fólk hér alls ekki þá tilfinningu, aö um nein gagnkvæm innri tengsl eöa fé- lagsanda sé aö ræöa milli manna, en einmitt slík tengsl geta verið mönnum afar þýöingarmikil vörn gegn áhrifum streitu. En þeir, sem aftur á móti eiga heilan saBg af vin- um og ættingjum, sem fylgjast með manni og sýna vinsemd og væntum- þykju, þeir þjást mun síður af streitu, jafnvel viö erfiöustu kring- umstæöur. mikiö taugaálag á einstaklinginn, getur fariö aö gera vart viö sig. Þaö er vert aö minnast gamals máltækis sem segir: Ekkert gengur eins vel og velgengnin. Því meir, sem fóiki finnst, aö þaö sé fært um aö gera, þeim mun færara veröur þaö til að framkvæma hlutina. Af hverju tekst sumu fólki betur en öðru að standa af sár lýjandi aðstæöur með miklu taugaálagi? Suzanne Kobasa, sem starfar aö vísindarannsóknum viö Chicago- háskóla, nefnir þrjá meginþætti, sem séu einkennandi í skapgerö þeirra, sem hvaö bezt reynast þola mikiö álag af streitu — en þessir eiginleikar eru baráttuvilji, hæfileik- inn til aö vinna störf sín af alúö og sjálfsstjórn. Þaö fólk, sem þolir vel streitu- álag, lítur á erfiðleikana framundan sem eins konar áskorun um aö standa sig, fremur en eitthvaö, sem maöur þurfi aö óttast. Aö því er varðar góöa stjórn á hlutunum, þá hafa veriö geröar einkar skemmtilegar tilraunir á því sviöi, bæöi meö menn og dýr. Fólk, sem hefur greinilega á tilfinningunni, aö þaö ráöi vel viö hlutina, öölast aukinn myndugleika. En þeir, sem ekki ná aö hafa hlutina á valdi sínu, og geta þannig ekki haft nein áhrif á gang mála i sínu nánasta umhverfi, veröa óöruggir og hjálparvana, fyll- ast kvíða, sem svo aftur getur leitt til dfrtfl hafa. Jlá. ju_ láta

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.