Morgunblaðið - 10.08.1985, Qupperneq 6
6
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. ÁGOST 1985
Svo fór
um..
Það er afar bagalegt fyrir
þann er sinnir skrifum um
dagskrá ríkisfjölmiðla, þegar
menn á þeim bæjum víkja frá
prentaðri dagskrá. En síðastlið-
inn fimmtudag var að venju aug-
lýst fimmtudagsumræðan á rás 1
og hljóðaði textinn: 22:35
Fimmtudagsumræðan. Fiskeldi:
fjármögnun, flutningur, markað-
ir. Umsjón: Gissur Sigurðsson. Sá
er hér stýrir penna hafði búið sig
undir að hlýða á fyrrgreinda um-
ræðu með gagnaöflun og öðru því
er tilheyrir starfanum, minnis-
blokkin og meira að segja kaffi-
bollinn og blessaðir sykurmolarn-
ir komnir á sinn stað en gellur þá
ekki í Gissuri fréttamanni: í ljósi
síðustu atburða á evrópskum
ferskfiskmarkaði verður ekki
rætt í kveld um fiskeldi einsog
áætlað var heldur um sölu ís-
lenskra fiskiskipa í Bretlandi og
einnig um söluhorfur á gámafiski.
Þannig hljóðaði efnislega boð-
skapur þeirra á fréttastofunni
síðastliðið fimmtudagskveld. Mér
fannst persónulega næsta veik
röksemdafærsla að baki þessu
fráviki frá prentaðri dagskrá
fimmtudagsumræðunnar. Eink-
um þegar það er haft í huga að
sjálfur fjármálaráðherra hefir nú
ákveðið að fella niður söluskatt og
aðflutningsgjöld er leggja skyldi á
starfsemi fiskeldisstöðva. Að
mati undirritaðs er hér ekki síður
bitastætt fréttaefni á ferð en
fyrrgreind ferskfisksala á Bret-
landsmarkaði, því hér er um að
ræða stjórnvaldsaðgerð, sem get-
ur ekki aðeins styrkt stöðu þess-
arar nýju mikilvægu búgreinar
okkar íslendinga, heldur gæti hún
rýrt beinar tekjur ríkissjóðs jafn-
vel um hundruð milljóna króna er
fram í sækir, en það tekjutap má
siðan til dæmis nota til að fjölga
„litlu mönnunum" í þjónustu
ríkisins. Það er annars ástæða til
að taka ofan fyrir athafnasemi
Alberts Guðmundssonar fjár-
málaráðherra nú á sumarmánuð-
um en Albert hefir greinilega
komið auga á helstu veiiuna {
þingræðiskerfi okkar sem er hið
langa sumarleyfl þingmanna er
miðast náttúrulega við heyskap-
artiðina. Það er afskaplega hent-
ugt fyrir ráðherra að storma fram
með öll sín mál þegar 60-menn-
ingarnir eru í sumarleyfi enda er
framsóknin svo hörð að minnir á
Hriflu-Jónas þegar hann var upp
á sitt besta og sumir óttuðust að
samfélag vort stefndi í einveldis-
átt, þannig líkti Kristján Al-
bertsson Jónasi við Robespierre,
franska byltingarleiðtogann: Fer-
ill þinn minnir mig alltaf á líf
Robespierres ... þegar hann síð-
ar gerðist stjórnmálamaður, þá
fór líkt fyrir honum og þér að því
leyti að hann taldi engan vita né
getað vita, hvað rétt væri og vit-
urlegt, nema hann sjálfan. (Vörð-
ur ’25, tilvitnun tekin upp úr
Stóru bombunni, bók Jóns Helga-
sonar, bls. 24.)
Fimmtudags-
umrœðatv
Ég sé annars ekki ástæðu til að
víkja frekar að fimmtudagsum-
ræðunni að þessu sinni þar sem
vikið var frá auglýstri dagskrá og
það ekki í fyrsta skipti. Þó vil ég
svona til gamans minna alla hag-
fræðingana, rekstrarfræðingana,
útgerðarstjórana og hina raun-
hausana er sitja í leðurstólunum
við að stýra landinu og það var
skáldið og fnimkvöðullinn Einar
Benediktsson er fyrstur hóf op-
inberlega máls á islenskri togara-
útgerð á íslandi í ritgerð er birtist
í Þjóðólfi 16. júní 1896. Kannski
þarf að fjölga skáldum og öðrum
andans mönnum í valdastólum á
landi voru, svo okkur megi auðn-
ast að horfa vítt yfir sviðið og til
framtíðarinnar, fremur en gróða-
vonar augnabliksins?
Ólafur M.
Jóhannesson
ÚTVARP/SJÓNVARP
Robert De Niro leikur saxófónleikara en Liza Minnelli
er söngkona í laugardagsmynd sjónvarpsins.
Laugardagsmyndin:
New York, New York
Smásaga:
„Hugdnæmt
ævintýri
í gömlum
stfl“
■i í kvöld verður á
40 dagskrá út-
“■ varps „Hug-
næmt ævintýri í gömlum
stíl“ eftir William Saroy-
an, í þýðingu Ingólfs
Pálmasonar. Karl Guð-
mundsson les. William
Saroyan er amerískur rit-
höfundur, kominn af arm-
enískum ættum. Hann
fæddist í Fresno í Kali-
forníu árið 1908. Fyrsta
bók hans, smásagnasafnið
„The Daring Young Man
on the Flying Trapeze"
kom út árið 1934 og þótti
bera frumleika og öflugr-
ar frásagnargáfu vitni.
Yrkisefni Saroyans er
gjarnan minningar frá
bernsku- og unglingsárum
hans í Fresno og koma
þar nánustu ættingjar
hans og frændur mjög við
sögu. Lýsir hann basli
þeirra og tilraunum til að
laga sig að nýju umhverfi,
oft á næsta grátbroslegan
hátt. Auk smásagna hefur
Saroyan skrifað bæði leik-
rit og skáldsögur. Leikrit
hans, „The Time of Your
Life“ hlaut bókmennta-
verðlaun Pulitzers árið
1940, en höfundurinn
hafnaði verðlaununum.
Sagan sem lesin verður í
útvarpið í kvöld kom út
árið 1937, í bókinni „My
Name is Aram“.
■■ Síðast á dag-
35 skrá sjónvarps
“ í kvöld er
bandaríska bíómyndin
New York, New York.
Leikstjóri er Martin
Scorsese og með helstu
hlutverk fara Liza Minn-
elli, Robert De Niro, Lion-
el Stander og Barry Prim-
us. Þegar myndin hefst er
heimsstyrjöldinni síðari
nýlokið. Jimmy Doyle
uppgjafahermaður og
tónlistarmaður selur
einkennisbúning sinn,
kaupir sér litrík föt og
heldur út á lífið. Þar
kynnist hann söngkon-
unni Francine Doyle,
söngkonu í hljómsveit og
gerir hosur sínar grænar
fyrir henni. f fyrstu geng-
ur fremur illa en smám
saman laðast þau hvort að
öðru. Samband þeirra
verður stormasamt, enda
eru þau bæði listfeng og
metnaðargjörn. Jimmy
getur ekki sætt sig við
velgengni konu sinnar og
lætur það óspart í ljós.
■■i^H í kvöld hefjast
1 Q 35 að nýíu ut-
1 *f “ varpsþættirnir
„Þetta er þátturinn“ í um-
sjá Sigurðar Sigurjóns-
sonar og Arnar Arnason-
ar. „Þetta verður ósköp
létt og saklaust spaug. Eg
hef áður lýst þessu sem
tilraun til að búa til
mini-skaup. Við reynum
að taka fyrir það sem efst
Kvikmyndahandbókin
gefur myndinni tvær og
hálfa stjörnu af fjórum
mögulegum sem þýðir að
hún sé þokkaleg.
er á baugi hverju sinni.
Þátturinn er byggður upp
af nokkrum örstuttum
leikþáttum, 10—12 tals-
ins. Þetta er ekki nema 25
mínútna þáttur. Það má
segja að skopið sé sam-
safn ýmiss konar hug-
mynda,“ sagði Sigurður
Sigurjónsson, en hann er
umsjónarmaður þáttarins
ásamt Erni Árnasyni.
Listagrip
■i í dag er á dag-
20 skrá útvarpsins
listagrip í um-
sjá Sigrúnar Björnsdótt-
ur. í þættinum verður
rætt við sr. Gunnar
Björnsson fríkirkjuprest
og konu hans Ágústu Ág-
ústsdóttur söngkonu. Þau
fóru í tónleikaferð til Pól-
lands í júlí en fóru síðan
til A-Þýskalands og sóttu
þar alþjóðlegt tónlistar-
námskeið i sama mánuði.
Rætt verður við Gunnar
og Ágústu um ferðina en
einnig ýmislegt sem er
tónlist nátengt, s.s. tón-
listarkennslu og tónlistar-
leysi landsmanna á sumr-
in.
Gunnar Björnsson og Ág-
ústa Ágústsdóttir í Göthe-
lystigarðinum í Weimar.
Myndin er tekin í ferðinni.
Saklaust spaug:
Þetta er þátturinn
ÚTVARP
LAUGARDAGUR
10. ágúst
7.00 Veöurfregnir. Fréttir.
Baen. Tónleikar. Þulur velur
og kynnir. 7.20 Leikfimi.
Tónleikar.
7.55 Daglegt mál. Endurtek-
inn þáttur Valdimars Gunn-
arssonar frá kvöldinu áöur.
8.00 Frenir. Dagskrá. Morg-
unorð — Karl Matthlasson
talar.
8.15 Veöurtregnir. Tónleikar.
8.30 Forustugreinar dagblaö-
anna (útdráttur). Tónleikar.
9.00 Fréttir. Tilkynningar.
Tónleikar.
9.30 Oskalög sjúklinga. Helga
Þ. Stephensen kynnir.
10.00 Fréttir. 10.10 Veöur-
fregnir.
Öskalög sjúklinga, frh.
11.00 Drög aö dagbók vikunn-
ar
Umsjón: Páll Heiðar Jóns-
son.
12.00 Dagskrá. Tilkynningar.
12.20 Fréttir. 12.45 Veður-
fregnir. Tilkynningar. Tón-
leikar.
14.00 Inn og út um gluggann
Umsjón: Heiödls Noröfjörð.
rOvak.
14J0 Listagrip
Þáttur um listir og menning-
armál I umsjá Sigrúnar
Björnsdóttur.
15.20 „Fagurt galaöi tuglinn
sá"
Umsjón: Sigurður Einarsson.
16.00 Fréttir. Dagskrá. 16.15
Veöurfregnir.
16.20 Siðdegistónleikar
Sinfónla nr. 4 I e-moll op. 98
eftir Johannes Brahms. Fll-
harmonlusveit Berllnar leik-
ur: Herbert vc.i Karajan
stjórnar.
17.00 Fréttir á ensku
17.05 Helgarútvarp barnanna
Stjórnandi: Vernharöur Linn-
et.
17.50 Sfödegis (garðinum meö
Hafsteini Hafliöasyni.
Tónleikar. Tilkynningar.
18.45 Veöurfregnir. Dagskrá
kvöldsins.
194)0 Kvöldfréttir. Tilkynn-
ingar.
19.35 Þetta er þátturinn
Umsjón: örn Arnason og
Siguröur Sigurjónsson.
20.00 Harmonlkuþáttur
Umsjón: Siguröur Alfonsson.
17.30 íþróttir
Umsjónarmaöur Bjarni Fel-
ixson.
19.25 Eldfærin
Ævintýri H.C. Andersens I
túlkun látbragösleikaranna
Claus Mandöe og Josefine
Ottesen.
Jóhanna Jóhannsdóttir þý-
ddi með hliösjón af þýöingu
Steingrfms Thorsteinssonar.
Sögumaöur er Sigmundur
örn Arngrimsson.
(Nordvision — Danska sjón-
varpið)
19.50 Fréttaágrip á táknmáli
20.00 Fréttir og veður
20JZS Auglýsingar og dagskrá
2030 Utilegumenn
— Þáttur I umsjá Erlings Sig-
uröarsonar RÚVAK.
21.00 Kvöldtónleikar
Þættir úr slgildum tónverk-
um.
21M „Hugönæmt ævintýri I
gðmlum stll," smásaga eftir
William Saroyan. Karl Guö-
mundsson les þýöingu Ing-
ólfs Pálmasonar.
22.15 Veöurfregnir. Fréttir.
Dagskrá morgundagsins.
Orö kvöldsins.
22.35 Náttfari
— Gestur Einar Jónasson.
RUVAK.
23J5 Eldri dansarnir
244» Fréttir
10. ágúst
20.35 Allt I hers höndum
(Allo, Allo!)
Fimmti þáttur
Breskur gamanmyndaflokk-
ur I átta þáttum.
Leikstjóri David Croft.
Aöalhlutverk: Gordon Kaye.
Þýðandi Guöni Kolbeinsson.
21.05 Hlaupagaukurinn
(The Road Runner)
Bresk dýrallfsmynd um
hlaupagaukinn, skrltinn fugl
sem hefur verið uppnefndur
trúöur eyöimerkurinnar.
Helstu heimkynni hans eru I
Kalifornlu.
Þýðandi og þulur er Ari
Trausti Guömundsson.
24.05 Miðnæturtónleikar. Ensk
tónlist
a. „Kanadiskt karnival",
hljómsveitarþáttur op. 19
eftir Benjamin Britten. Sin-
fónluhljómsveitin I Birming-
ham leikur; Simon Rattle
stjórnar.
b. Sellókonsert op. 85 eftir
Edward Elgar. Heinrich
Schiff leikur meö Rlkis-
hljómsveitinni I Dresden;
Neville Marriner stjórnar.
Umsjón: Jón Örn Marinós-
son.
00.55 Dagskrárlok.
Næturútvarp frá rás 2 til kl.
03.00.
21.35 New York, New York
Bandarlsk dans- og söngva-
mynd frá árinu 1977.
Leikstjóri: Martin Scorsese.
Aðalhlutverk: Liza Minelli,
Robert De Niro, Lionel
Stander, Barry Primus.
Heimsstyrjöldinni slöari er
lokið og saxófónleikarinn
Jimmy nýtur lifsins. Hann
kynnist efnilegri söngkonu,
Francine, og fella þau ást-
arhug hvort til annars. Sam-
band þeirra verður þó
stormasamt, þvi bæöi eru
þau listfeng og metnaðar-
gjörn.
Þýöandi Öskar Ingimarsson.
23ÚÍ5 Dagskrárlok
10.00—12.00 Morgunþáttur
Stjórnandi: Einar Gunnar
Einarsson.
14.00—16.00 Viö rásmarkið
Stjórnandi: Jón Ölafsson
ásamt Ingólfi Hannessyni og
Samúel Erni Erlingssyni,
Iþróttafréttamönnum.
16.00—174» Listapopp
Stjórnandi: Gunnar Salvars-
son.
17.00—18.00 Hringborðið
Hringborðsumræður um
múslk. Stjórnendur: Sigurður
Einarssor og Magnús Ein-
arsson
Hlé
20.00—214» Llnur
Stjórnendur: Heiöbjört Jó-
hannsdóttir og Sigrlöur
Gunnarsdóttir.
21.00—22.00 Djassspjall
Stjórnandi: Vernharöur Linn-
et.
224)0—23.00 Bárujárn
Stjórnandi: Siguröur Sverr-
isson.
23.00—24.00 Svifflugur
Stjórnandi: Hákon Sigur-
jónsson.
00.00—034» Næturvaktin
Stjórnandi: Kristln Björg
Þorsteinsdóttir.
(Rásirnar samtengdar að
lokinni dagskrá rásar 1.)
SJÓNVARP
LAUGARDAGUR